Morgunblaðið - 19.01.2000, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2000 4%,
lengri ferðir, jafnvel alla leið til Ak-
ureyrar. Honum fannst sjálfsagt að
borga bensínið líka.
Þegar við kvöddum Gúnu, konu
Ragnars, rituðum við minningarorð
um hana og lýstum þar einstakri
sambúð í húsinu okkar á Hrísateigi
8. Þrjár kynslóðir undir sama þaki,
fólk á öllum aldri sem var afar sam-
heldið og ákaflega sterk tengsl
mynduðust á milli okkar. Að þeim
munum við öll búa á meðan við lif-
um. Það er einmitt vegna þessara
tengsla sem svo erfitt er að kveðja.
Það var gott að vera barn í húsi þar
sem allir voru tengdir eða skyldir.
Vandamál var hægt að bera undir
hvern sem var af hinum fullorðnu.
Svo var nokkuð sama hvar í húsinu
maður lék sér. Jafnvel var hægt að
velja hvar best var í matinn og þá
sest þar til borðs. Þegar við syst-
urnar vorum orðnar nógu stórar til
að elda sjálfar ákváðum við að
skiptast á við mömmu að sjá um
sunnudagsmatinn. Hver og ein
mátti velja hvað hún vildi elda. Ein
okkar hefur mikið dálæti á fiski og
eldaði því fisk sína sunnudaga. Hún
varð ekki vinsæl af þessu nema hjá
Ragnari, sem bað sérstaklega um
að vera látinn vita þegar hún ætti
að sjá um matinn.
Ragnar var einstaklega ljúfur og
góður maður. Hann vildi öllum vel
og var alltaf tilbúinn að hjálpa öðr-
um. Hann var frændinn sem ætíð
var hægt að leita til. Alla tíð var
hann boðinn og búinn að snúast fyr-
ir systur sínar, ekki síst mömmu
okkar og svo sannarlega stóð hann
við hlið hennar þegar erfitt var hjá
henni.
Ragnar var mikill fjölskyldumað-
ur. í húsinu heima voru ákveðnar
venjur, ein af þeim voru leikir á
annan í jólum og í þeim var Ragnar
potturinn og pannan. Einnig eru
okkur hugstæðir bíltúrarnir á
sunnudagsmorgnum. Þó hann ætti
sjö böm sjálfur þá var alltaf pláss
fyrir okkur líka og við skiljum ekki
núna hvernig hann kom krakka-
skaranum í bflinn.
Þegar Ragnar missti heilsuna var
Gúna hans stoð og stytta og eftir að
hann fluttist á Hrafnistu heimsótti
hún hann daglega og hann gat kom-
ið heim um helgar lengi vel á meðan
hún hélt heilsu. Á milli þessara
hjóna var fölskvalaus ást og minn-
umst við þess að í „gamla daga“ eft-
ir erilsama daga þá hölluðu þau sér
gjarnan og héldu þá ævinlega utan
um hvort annað. Við erum þess
fullvissar að þau eru nú sameinuð á
ný.
Við erum þakklátar fyrir að vera
hluti af fjölskyldu þar sem samhygð
og vinátta hefur alltaf verið nkj-
andi. Það er okkar góða veganesti.
Guð blessi elskulegan móður-
bróður okkar.
Elsku Reynir, Nína, Steini,
Gunna, Snorri, Ella og Imba. Þakka
ykkur fyrir að vera óeigingjörn á
pabba ykkar og að leyfa okkur að
eiga hann líka.
Ágústa, Þóra, Sigrún og
Margrét (Mansý).
Kveðja frá ÍR
Ragnar Þorsteinsson var einn af
þeim mönnum sem lögðu fram mik-
ið og óeigingjarnt starf fyrir ÍR og
þá sérstaklega skíðaíþróttina, þar
sem fjöllin og útiveran heilluðu.
Ragnar var mjög virkur félagi og
var með á Kolviðarhólnum og Val-
gerðarkofanum og tók seinna þátt í
uppbyggingunni á skíðaskála IR og
aðstöðu í Hamragili. Hann var for-
maður skíðadeildarinnar í mörg ár
og starfaði mikið og af miklum
dugnaði í áraraðir m.a. við móta-
hald og var t.d. mótsstjóri Skíða-
móts Islands í Reykjavík 1958 og
einnig var hann ósjaldan fararstjóri
í mótsferðum. Ragnar var fulltrúi
skíðadeildar ÍR í Skíðaráði Reykja-
víkur og átti sæti í stjórn Skíðasam-
bands Islands í 12 ár. Hann var líka
gjaldkeri aðalstjórnar IR um tíma.
Ragnar var sæmdur heiðursviður-
kenningu félagsins og skíðadeildar-
innar. IR kveður Ragnar með þakk-
læti fyrir vel unnin störf í þágu
félagsins og færir aðstandendum
innilegar samúðarkveðjur.
Iþróttafélag Reykjavíkur.
+ Jörgen Martin
Jörgensen fædd-
ist í Stafangri í Nor-
egi 26. janúar 1919.
Hann lést 9. janúar
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Inger Jörgensen og
Johannes Jörgensen
sem búsett voru í
Stafangri. Þau áttu
auk Jörgens eina
dóttur sem er Liv
Thorske og lifir hún
bróður sinn.
Kona Jörgens er
Minerva Bergsteins-
dóttir, f. 19.5. 1915, og áttu þau
eina dóttur, Inger, f. 19.4. 1944,
maki Ágúst Jngi Ágústsson. Fyr-
ir átti Minerva tvær dætur, Erlu
Lárusdóttur, f. 11.11. 1935, d.
8.1. 2000, og Þórunni Gísladótt-
ur, f. 6.2. 1941.
Útfór Jörgens fór fram í kyrr-
þey að ósk hins látna.
Að setjast niður og kveðja föður
minn er eitthvað það erfiðasta sem
ég hef gert, en hvað er eðlilegra?For-
eldrar gefa okkur sjálft lífið og hvað
er dýrmætari gjöf? Svo er það undir
okkur að miklum hluta komið hvem-
ig við förum með þá gjöf. Hann hafði
sjálfur misst föður sinn lítill drengur
og sagði mér að fyrsta bréfið sem
hann hefði skrifað 5 eða 6 ára hefði
verið til föður síns en sennilega hefði
hann aldrei náð að lesa það.
Mig langar til að þakka fyrir að
hafa átt svona einstakan mann fyrir
föður. Við áttum stundir saman í
Noregi sem ég fæ aldrei gleymt, er
við ræddum um bernsku hans og
gleðistundir sem hann hafði upplifað.
Börnin mín nutu þess sem lítil hve
mikill barnamaður hann var því hann
var fús að gæta þeirra er ég þurfti á
því að halda. Eg er svo sátt við að
hafa getað verið hjá þér síðustu nótt-
ina hér í þessari jarðvist á sjúkra-
beðnum, þar áttum við
okkar síðustu samver-
ustundir.
Þá ósk á ég heitasta
til handa barnabömum
þínum að þau hafi þig
að fyrirmynd, heiðar-
legan, glaðlegan, fróð-
leiksfúsan mann. Ekki
má gleyma mömmu,
sem var þér allt. Henni
vil ég þakka hlýju og
umhyggju er hún sýndi
þér í veikindum þínum.
Guð blessi minningu
þína, elsku pabbi minn.
Þín dóttir
Inger.
Elsku afi. Það er sárt að þurfa að
kveðja þig með orðum þegar þú
heyrir ekki til mín. Og það er sárt að
hugsa til þess að við eigum ekki eftir
að sjást aftur. Þú varst alltaf svo
stoltur og beinn í fasi. Stutt var í
gleðina og glottið aldrei langt undan.
Varst oft fámáll og varkár í orðum,
en það sem þú sagðir stóðst. Þú lað-
aðir böm að þér og ekki var það sæl-
gæti né aurar sem þau löðuðust að.
Oll munum við setninguna „viltu
vera memm“ og ósjaldan varstu
búinn að bretta upp augun. Það var
svo gaman að koma til ykkar ömmu,
segja ykkur hvað væri að gearst. Það
var svo stutt í ævintýraglampann í
augum þínum. Og alltaf gat maður
brosað út í annað yfir því hve stríðinn
þú gast verið, afi. Stundum þegar
maður kom með koníak eða konfekt
handa ykkur sagðir þú gjaman:
„Feldu þetta hérna svo amma þín
komist ekki í þetta“ og glottir út í
annað. En engum duldist væntum-
þykjan sem ríkti á milli ykkar.
Og afi, við erum svo stoltir af
henni, því hún er svo sterk, hún ber
sorg sína í hljóði því missir hennar er
mikill. En við erum öll til staðar og
styðjum hana í þessum þungu spor-
um sem hún stígur nú.
Aldrei var Noregur langt undan í
huga þínum og veit ég að þar lá hug-
urinn oft bundinn því hvað kallar á
trega þyngri en það að þurfa að
kveðja sitt fósturland, þú baðst
aldrei um létta byrði, heldur sterkt
bak. Þú varst víðförull og ævintýra-
gjarn en sagðir eitt sinn að allur til-
gangur með ferðalagi væri ekki að
stíga fæti á framandi land, heldur að
stíga að lokum fæti á sitt eigið land
eins og ókunna jörð. Þú fannst að
lokum þitt land þar sem Evrópa end-
ar og auðnir hnattarins taka við.
Hvíldu í friði, elsku afi minn.
Biðjið, og yður mun gefast, leitið
og þér munið finna. Knýið á og fyrir
yður mun upp lokið verða.
Jörgen Már Guðnason,
Einar Guðnason.
Það er skrýtið að hugsa tfl þess að
Jöggi afi sé fallinn frá.
Þó að við vissum öll hvert stefndi
þá varstu samt alltaf svo glaður og
kátur eins og engin vandamál væru
til staðar, því kom andlát þitt okkur
alveg í opna skjöldu.
Ennþá finnst mér þú sitja í stóln-
um þínum raulandi einhvem norskan
slagara eða fylgjast af kappi með
knattspymunni í sjónvarpinu. Ég vil
þakka þér fyrir að hafa verið til og
fyrir alla þá umhyggju og hjálpsemi
sem þú sýndir mér og Jökli. Við eig-
um margar skemmtilegar minningar
um þig sem við munum búa að alla
ævi. Amma, ég veit að þú hefur misst
mikið, bæði eiginmann og dóttur á
einum sólarhring, þvi bið ég guð að
gefa þér styrk í erfiðleikum þínum.
Bryndís og Jökull.
Afi minn, mig langar til að minnast
þín með nokkrum orðum.
Þú varst nú ekki maður sem vildir
hafa hátt en þú hafðir samt alveg þín-
ar skoðanir. Til dæmis á pólitfldnni
og mörgu öðru eins og til dæmis
landsmálunum. Þú varst mikill sögu-
maður og víðlesinn. Það var alltaf svo
gaman að heyra þig segja sögur frá
Noregi, og sögurnar afsiglingum
þínum á stríðsárunum. Og þú varst
líka mjög söngelskur og spilaðir
mjög oft fyrir okkur á munnhörpuna
þína. Aldrei skildi ég hvernigþú gast
fengið heilt lag út úr henni. Ég fékja^
nokkrum sinnum að prófa hana en
eini afrakstur minn var að slefa í
hana. Og að lesa fyrir okkur drauga-
sögur hafðir þú alveg yndi af, og til
að auka enn meira á áhrifamátt
þeirra brettir þú upp á augnlokin og
grettir þig í takt og það virkaði mjög
vel, við skíthrædd og amma sagði þá:
„Jörgen, hvað ertu að gera með að
hræða börnin.“ Já, lesturinn var þitt
áhugamál og var í raun sama hvað
var lesið. Enda þegar þú hættir í Ál-
verinu þá naustu þín við lestur góðra
bóka og þá sérstaklega bóka um síð-
ari heimsstyrjöldina. -i#
Þú elskaðir allt sem var amerískt,
ef einhverjar nýjungar voru kynntar
þá sagðir þú oft: „Já, þetta kom Kan-
inn með.“ Þú elskaðir hana ömmu
mjög heitt og kallaðir hana alltaf
dúkkuna þína, enda var svo fallegt að
sjá ykkur tvö saman á dánarbeði þín-
um haldast hönd í hönd og kveðja
hvort annað. Þú áttir sjálfur bara
eina dóttur hana Inger sem var þér
mikil hjálp nú síðustu ár og lflta Ingi
maður hennar. Þú hafðir oft orð á því
að þú vissir ekki hvar þú stæðir ef þú
hefðir ekki þau þér við hlið.
Missir þeirra er mjög mikill en
minningin um þig mun ylja okkur öll-
um um hjartaræturnar. Þú varst
mikill fagurkeri og þótti gaman a^.
hafa fínt í kringum þig. Allt varð að
vera fínt og strokið og ekki mátti sjá
neinar sprungur í málningunni þá
varst þú kominn með pensillinn á
loft. Og þú komst nokkrar ferðir
hingað til okkar á ísafjörð til að að-
stoða við málningu og annað sem
þurfti til að dytta að húsinu hjá okk-
ur. Þá fengu börnin mín að kynnast
þér nánar og nutu sömu frásagnar-
hæfileika þinna og ég hafði notið.
Það þótti þeim mjög gaman og minn-
ingin um langafa hjá þeim er mjög
sterk og þótti þeim öllum mjög vænf~
um þig. Og vil ég þakka þér afi minn
kærlega fyrir að hafa fengið að njóta
samvista með þér mín bernskuár og
mína ævi sem komin er.
Hafðu þökk fyrir allt.
Svanlaug Guðnadóttir.
JORGEN MARTIN
JÖRGENSEN
ESTER
BENEDIKTSDÓTTIR
+ Ester Benedikts-
dóttir fæddist á
Akureyri 26. apríl
1908. Hún lést 10.
janúar sfðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Benedikt
Steingrímsson, f.
30.1. 1881 í Árgerði í
Svarfaðardal, skip-
stjóri og hafnarvörð-
ur á Akureyri, d. 7.2.
1960, og Jónína
Rannveig Einars-
dóttir, f. 14.12. 1886,
á Brautarhóli í
Svarfaðardal, húsfrú
á Akureyri, d. 7.9.1949.
Systkini Esterar voru Ingi-
björg, f. 8.7. 1906, Hjalti, f. 7.7.
1910, Arthúr, f. 17.12. 1917, og
Yrsa, f. 4.12.1920. Þau eru öll lát-
in.
Ævistarf Esterar var við þjón-
ustu- og verslunarstörf.
Utför Esterar fór fram í kyrr-
þey, að hennar eigin ósk.
Er ég kom frá Reykjavík, þar sem
ég dvaldi yfir jólahátíðina, fór ég nið-
ur á Dvalarheimilið Hlíð, til Esterar
frænku minnar. Þá sá ég að hún átti
ekki langt eftir, hún andaðist tveim-
ur dögum síðar, 10. janúar, 91 árs að
aldri.
Ég minnist hennai' fyrst, er hún
var í Sápubúðinni efst í Strandgöt-
unni. Ilminn úr búðinni lagði út á
götu. Þótti mér sem ævintýri að
koma til hennar, innan um öll ilm-
vötnin, sápurnar og allavega litar
umbúðir. Var hún Ester svo falleg og
fínleg og passaði svo vel inn í mynd-
ina.
Seinna vann hún í Sjöfn og smá-
tíma í Stjörnuapóteki. En lengst af
vann hún í Vefnaðarvörudeild KEA,
1 tugi ára, allt til 70 ára
aldurs. Þar eignaðist
hún vini og sú vinátta
varði alla tíð, t.d. Kára
Johansen sem var yfir-
maður hennar og Sig-
ríði Valdimarsdóttur
sem hefur verið með
bestu vinum hennar.
Ester var sérlega
trygglynd þeim sem
hún tók, en var ekki all-
ra. Hún var trúuð og
treysti á mátt bænar-
innar. Ester hafði góða
söngrödd og spilaði
mjög vel á orgel. Okkar
samskipti hafa varað meira en hálfa
öld og okkur hefur aldrei orðið sund-
urorða. Það var gagnkvæm væntum-
þykja. Eins var hún dætrum mínum
góð frænka. Sérstaklega naut Ragna
þess, sú yngsta af systrunum.
Margt var Ester til lista lagt. Allt
lék í höndunum á henni. Hún fór til
Danmerkur að læra gluggaútstill-
ingar. Alltaf hlakkaði maður til að
sjá jólaútstillingarnar í KEA-glugg-
unum. Þar fór saman smekkur og
listfengi. Þá þurfti að búa til allt
sjálfur, úr pappa, kreppappír og
bómull, klippa út stjörnur, tré, hús
og jólasveina, lita og líma saman.
Þetta vann hún á kvöldin, langt fram
á nótt. Þá var ekki allt keypt tilbúið
eins og gert er í dag.
Margt vorum við búnar að bralla
saman í gegnum tíðina og árviss var
sláturgerð á haustin. Kveið ég alltaf
fyrir, en með Ester var allt miklu
léttara, hún sló á létta strengi, svo
þetta vai'ð bara ánægjulegt.
Það var alveg ótrúlegt hvað þessi
granna kona hafði mikið úthald, ég
vai- oft uppgefm þegar hún blés ekki
úr nös tuttugu árum eldri en ég, hún
var ótrúleg. Hana munaði ekki um,
komin yfir áttrætt, að ganga bæinn á
enda.
Henni þótti mjög vænt um sitt fólk
og var því innanhandar. Sérstakir
kærleikar voru milli hennar og Eddu
systurdóttur hennar sem býr í
Reykjavík. Fólkið hennar reyndist
henni líka vel. Hún hefði ekki getað
verið svona lengi ein heima í íbúðinni
sinni, til 91 árs aldurs, ef bróðurson-
ur hennar, Benedikt Arthúrsson,
hefði ekki litið til hennar á hverjum
degi og hans góða kona, Hrönn,
hjálpað til. Einnig hjálpaði henni
Sigurbjörg Guðmundsdóttir, dóttir
Þórunnar æskuvinkonu Esterar,
með fatnað og ýmislegt annað og
eiga þau miklar þakkii' skilið.
Miklir kærleikar voru á milli Est-
erar og Huldu mágkonu hennar og
töluðust þær við á hverjum degi.
Þótti Ester mjög vænt um systkini
sín og börn þeirra og íylgdist vel
með þeim. Ester var síðust af systk-
inum sínum til að kveðja. Allt var
þetta gott og vandað fólk.
Kæra frænka.
Farþúífriði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt
(V. Briem.)
Sigurlaug Ingólfs.
Ester frænka bjó á Skólastígnum,
á Akureyri, á mínum grunnskólaár-
um og gekk ég því fram hjá húsinu
hennar daglega á leið minni í skól-
ann. Var það ósjaldan sem ég mætti
henni á þeirri leið og var hún þá búin
að ganga um hálfa Akureyri þann
daginn, jafnvel bæði niður á Eyri og
lengst upp á Brekku, en Ester
frænka fór allt fótgangandi.
Á laugardögum hafði ég það hlut-
verk að fara með blöðin til Esterar.
Henni vai' alveg sama þótt hún fengi
ekki blöðin daginn sem þau komu út,
fannst meira vit í að endurnýta blöð-
in og lesa þau eftir að mín fjölskylda
hafði safnað þeim saman eftir vik-
una. Það brást ekki að einhverju
góðgæti læddi hún að mér í þessum
föstu ferðum og þannig varð það min
uppvaxtarár.
Ester frænku tókst oft að koma
mér á óvart með skemmtilegum
gjöfum, litlum og stórum. Eru þau
ófá heimilistækin sem ég hef fengið
að gjöf frá henni en á 18 ára afmæli
mínu byrjaði hún að gefa mér í búið.
Erfitt var að launa Ester til baka all<£r
góðvildina í minn garð en hún hafði
gaman af því að safna litlum vín-
flöskum og passaði ég mig á því að
kaupa handa henni þannig flöskur í
hverri utanlandsferð. Er dóttir mín
fæddist á síðasta ári passaði Ester
frænka upp á að hún fengi fæðingar-
gjöf þótt hún gæti ekki lengur farið í
búð og keypt hana sjálf. Mynd af
dóttur minni vildi Ester fá í herberg-
ið sitt á dvalarheimilinu Hlíð, en því
miður var sú mynd aðeins búin að
vera þar í tvo daga er kallið kom.
Farþúífriði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
GekkstþúmeðGuði,
Guðþérnúfylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Þín frænka
Ragna Sigurlaug
Ragnarsdóttir.
Sérfræðingar
í blómaskreytingum
við öll tækifæri
I ISftl blómaverkstæði I
I HlNNA* |
Skólavörðustíg 12,
á liorni Bergstaðastrætis,