Morgunblaðið - 19.01.2000, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.01.2000, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2000 MORGUNBLAEIÐ FRETTIR Hagdeild Alþýðusambandsins Dagvistargjöld fyrir 8 tíma hjá forgangshópum Sveitarfélög meö 1.500 íbúa eða fleiri, raðað eftir verði í febrúar 2000, skv. útreikningi ASÍ vO' Verðí Verð í Verð í Hækkun Hækkun Hækkun JL M febrúar febrúar febrúar síðasta síðasta frá 1998 1998 1999 2000 árs í kr. árs í % í%. Akureyri kr. 10.267 10.267 10.900 633 6,2% 6,2% Reykjavík 9.500 10.000 11.300 1.300 13,0% 18,9% Hafnarfjötrður 11.440 11.840 12.000 160 1,4% 4,9% Mosfellsbær 11.500 11.500 12.600 1.100 9,6% 9,6% Sauðárkrókur 13.214 12.722 12.722 0 0,0% -3,7% Akranes 10.974 12.139 12.854 715 5,9% 17,1% Kópavogur 10.360 12.545 13.780 1.235 9,8% 33,0% Seltjarnarnes 11.100 11.616 13.939 2.323 20,0% 25,6% Húsavík 16.200 14.200 14.300 100 0,7% -11,7% Selfoss 13.190 13.900 15.013 1.113 8,0% 13,8% Garðabær 11.864 12.214 14.615 2.401 19,7% 23,2% Vestmannaeyjar 13.180 13.821 14.650 829 6,0% 11,2% Reykjanesbær 13.400 14.800 15.515 715 4,8% 15,8% Grindavik 16.200 16.200 16.200 0 0,0% 0,0% Meðalverð 12.314 12.697 13.599 Grétar Þorsteinsson, forseti ASI, um boðsferðir til Austur-Evrópu Finnst ekk- ert þurfa að gera upp Allt að oriðjungs í isekkun á dagvistar- gjöldum SAMKVÆMT útreikningum Hag- deildar ASI hafa gjöld fyrir átta tíma dagvistun barns einstæðra foreldra hækkað um allt að þriðj- ung á síðustu tveimur árum. Mest er hækkunin í Kópavogi eða 33% og á Seltjarnarnesi 25,6%. Á Húsavík hafa gjöldin lækkað um 11,7% og á Sauðárkróki um 3,7%. Hæsta verð fyrir 8 tfma dagvist barns í forgangshóp er í Grindavík eða 16.200 krónur á mánuði. Næst kemur Reykjanesbær með 15.515 krónur. Lægst eru gjöldin á Akur- eyri, 10.900 krónur og í Reykjavík, 11.300 krónur. Bent er á að á ísa- firði verða foreldrar barna í for- gangshópi að vera undir ákveðnu tekjuviðmiði til að njóta afsláttar. Ef reiknað er fullt verð eins og flestir greiða er dagvistun dýrust á Isafírði eða 20.737 krónur á mánuði SPARISJOÐIRNIR hafa undan- farið boðið viðskiptamönnum sínum upp á viðskipti við GSM -banka, sem er nýmæli hér á landi. I lok nóvember sl. fór Sparisjóður Kópa- vogs af stað með GSM-bankann og samkvæmt upplýsingum frá bank- anum hlaut hann strax góðar við- tökur. Mánuði síðar hófu allir spari- sjóðirnir að bjóða viðskiptavinum tengingu við GSM-bankann. Símtækin sjálf hafa þó hamlað notkun bankans, en til að eiga möguleika á að tengjast GSM- bankanum þurfa notendur að eiga síma sem taka sérstök gagnakort, svokallaða Simtool kit síma. Áskrif- samkvæmt yfirlitinu. AUt að fjórðungs hækkun Fram kemur að gjöld fyrir átta tíma dagvistun barns sem ekki er í forgangshópi hafa hækkað um allt endur að GSM-símum hjá Landsím- anum eru rúmlega 100 þúsund og þar af eru um 20% áskrifenda með Simtool kit síma. Að sögn Hildar Grétarsdóttur, forstöðumanns hjá Sparisjóði Kópavogs, er þetta helsti þröskuldurinn í vegi notkunar á GSM-bankanum og að ennþá sé verið að selja síma sem ekki eru Simtool kit símar. Einnig hafa margir keypt sér farsíma nýlega sem ekki taka gagnakortið og eig- endur þeirra hafa því ekki getað notað sér GSM-bankann og eru ekki tilbúnir til þess strax að skipta um síma. Hildur segir að margir hafi sýnt að Qórðung frá 1998. Mest á Sej- tjarnarnesi eða um 25,6% og á Isa- firði um 20,9% en á Húsavík hafa gjöldin lækkað um 12,5%. Þar voru gjöldin hæst í könnun ASI, BSRB og Neytendasamtakanna árið 1998. GSM-bankanum mikinn áhuga, sem hafi það umfram Heimabankann á Netinu að hægt er að framkvæma allar aðgerðir hvar sem er. Hún sagði að fólk ætti að athuga vel hvers konar GSM-síma það er að kaupa sér og ganga úr skugga um að þeir bjóði upp á bæði gagnakort fyrir GSM-banka og jafnframt aðr- ar tækninýjungar sem GSM-kerfið býður notendnum sínum. Að sögn Hildar geta notendur hjá Tali ekki ennþá nýtt sér GSM-bankann. Skráning í GSM-bankann er ókeypis af hálfu sparisjóðanna fyrsta árið. Greiða þarf síðan 14 krónur fyrir hvert SMS-skeyti sem GRÉTAR Þorsteinsson, forseti ASI, segist ekki hafa það á tilfinn- ingunni að hann hafi eitthvað að gera upp vegna boðsferða fulltnia verkalýðshreyfingarinnar til ríkja Austur-Evrópu á tímum kalda stríðsins en Tryggvi Þór Aðalsteins- son, framkvæmdastjóri MFA í Sví- þjóð, fjallaði um í nýjasta frétta- bréfi Eflingar, að tími væri kominn til að einhver tæki að sér að skrifa á sanngjarnan hátt um samskipti ís- lensku verkalýðshreyfingarinnar og ríkja Austur-Évrópu á þessum tíma. Grétar sagði að í þessum boðs- ferðum hefði fólk úr verkalýðs- hreyfingunni hist og að það hefðu ekki eingöngu verið þátttakendur sent er, en upplýsingar eru sendar á milli símans og bankans með þeim hætti. Einnig þurfa þeir sem ekki eru áskrifendur hjá Landssímanum að greiða 500 krónur í stofngjald, en Jjað er 2.200 krónur að öllu jöfnu. I GSM-bankanum er hægt að millifæra á eigin reikning eða reikning annarra, greiða gíró- og greiðsluseðla og fá yfirlit yfir stöðu og færslur bankareikninga og greiðslukorta. Jafnframt er hægt að fá upplýsingar um gengi gjald- miðla og vísitölur og fletta upp í símaskrá Landssímans, sem er samstarfsaðili sparisjóðanna að GSM-bankanum. frá austantjaldslöndunum. „Þarna l voru þátttakendur frá öllum Norð- urlöndunum á ráðstefnunum og það er einfalt í mínum huga að ég hef I ekkert að gera upp í þessum efn- um,“ sagði hann. Ekki alltaf í Austur-Þýskalandi Grétar sagði það rétt hjá Tryggva að hann hefði verið þátt- takandi í ráðstefnunum á árunum 1980-1987. Benti hann á að þær hefðu ekki allar verið haldnar í i Austur-Þýskalandi og að síðasta ráðstefnan hefði til dæmis verið haldin í Danmörku og ein hefði ver- I ið haldin í Finnlandi. „Það er þetta tímabil sem ég þekki,“ sagði hann. „I annan stað mætti skilja það svo að það hefði verið verkalýðshreyf- ingin og þess vegna ASI sem form- lega hefði sent fólk á þessar ráð- stefnur en það var ekki þannig. Þetta voru persónulegar ákvarðanir þeirra sem tóku þátt í þessu og fólk eyddi hluta af sínum fríum til að | taka þátt í þeim.“ Grétar sagði að hann hefði reynd- ar komið á ráðstefnuna í fyrsta sinn á árunum 1959-1960 og þá sem þátttakandi í frjálsíþróttamóti sem þá hefði verið haldið í tengslum við Eystrasaltsvikuna. Sagði hann lík- legt að Frjálsíþróttasamband Is- lands hefði sent íþróttamennina héðan til þátttöku. „Þá var þetta miklu meira að umfangi og meðal annars haldið alþjóðlegt frjáls- | íþróttamót og auðvitað er það ljóst - svona eftir á að hyggja að frá hendi I Austur-Þjóðverja hefur þetta verið til að reyna að opna glugga vestur fyrir og sérstaklega til nágranna- landanna," sagði hann. GSM-banki sparisjoöanna fær góðar viðtökur Símtækin helsti þröskuldurinn Forstjóri fslenskra hveraörvera segir unnið að því að tryggja endanlega fjármögnun fyrirtækisins Einkaleyfi forsenda þess að hægt sé að hagnýta þekkingu JAKOB K. Kristjánsson, rann- sóknarprófessor í líftækni og for- stjóri Islenskra hveraörvera ehf., segir að þegar sé búið að setja ná- lægt eitt hundrað milljónum króna í fyrirtækið og að á næstu vikum verði farið í það að tryggja endan- lega fjármögnun þess. Nokkrir fjárfestar hafi sýnt áhuga á að koma að starfsemi fyrirtækisins og þau mál standi því ágætlega. Jakob lagði áherslu á það í fyrir- lestri sem hann hélt á hádegisfundi Tæknifræðingafélags |slands og Verkfræðingafélags íslands á fimmtudag að einkaleyfi á sviði genarannsókna eins og annarra sambærilegra grunnrannsókna væri höfuðatriði því án einkaleyfis væri ekki hægt að hagnýta eða setja vöru og þekkingu á markað. Sagði hann jafnframt að rökin fyrir sérleyfi eins og því sem iðnað- arráðherra úthlutaði íslenskum hveraörverum í október síðastliðn- um væru einfaldlega þau sömu og t.d. við leit að nýjum fiskimiðum, fyrirtækið legði út í kostnaðarsam- ar rannsóknir sem þrátt fyrir allt væri ekki víst að skiluðu arði. íslenskar hveraörverur fengu úthlutað sérleyfi til rannsókna á 28 hverasvæðum á landinu og sagði Jakob að þótt fyrirtækið hefði gjarnan viljað sérleyfi vegna alls landsins væri það skoðun hans að hér væri um að ræða merkilegustu hverasvæðin á landinu, í það minnsta vegna þeirra rannsókna sem væru á forgangslista Islenskra hveraörvera. Greining sjúkdóma í framtið- inni á grundvelli erfðaefnis Jakob rakti í upphafi máls síns forsögu þess að hann stofnaði fyr- irtækið Islenskar hveraörverur ár- ið 1998 ásamt þeim Kára Stefáns- syni, forstjóra íslenskrar erfða- greiningar, og Hannesi Smárasyni, aðstoðarforstjóra íslenskrar erfða- greiningar. Hafði hann þá staðið í rannsóknum á hitasæknum hvera- örverum um árabil, m.a. í tengslum við starf sitt hjá Iðntæknistofnun, en æ verr gekk að fjármagna þær. Var í framhaldinu samið um það að nýstofnað fyrirtæki þremenn- inganna tæki yfir rannsóknir Iðn- tæknistofnunar og að þeir starfs- menn hennar, sem komið hefðu að þessum rannsóknum, færðu sig yf- ir til Islenskra hveraörvera. Þar starfa nú 15 manns, að sögn Jak- obs, en stefnt er að því að talan verði 18-20 í árslok. Jakob sagði að markmið þeirra rannsókna sem íslenskar hveraör- verur hygðust stunda á þeim 28 hverasvæðum, sem fyrirtækið fékk úthlutað sérleyfi fyrir, væri að leita örvera og síðan raðgreina erfðaefni þeirra í stórum stíl í því skyni að skapa þekkingu í líftækni. Vörurnar sem stefnt væri að því að vinna úr þessum rannsóknum væru DNA-ensím til rannsókna og erfðatækni, ensím fyrir sterkju- og sykuriðnað, önnur iðnaðarensím og ensím í lyfjaframleiðslu, auk þess sem leitað yrði að lyfjavirkum efn- um. Við þessa vinnu yrði til umfangsmikill gagnagrunnur sem selja ætti aðgang að í framtíðinni. Sagði Jakob að erfðatækniiðnaðurinn færi sífellt vaxandi, ekki væri einungis verið að raðgreina allt erfðaefni manns- ins um þessar mundir heldur einnig ýmissa dýra og plantna og nánast öruggt væri að greining sjúkdóma yrði í framtíðinni á grundvelli erfðaefnis. Til dæmis mætti hugsa sér að heilsa sjúklings yrði greind með því að hann setti fingur sinn í vél sem myndi lesa gen hans og greina frá því ef viðkomandi væri t.d. með sykursýki. Verðmætt hugverk búið til úr upplýsingum Jakob sagði hveri sannkallaðar genanámur og bjóða upp á gífur- lega möguleika við genarannsókn- ir. Sigta mætti út tiltekin gen, þ.e. þau gen sem stæðu fyrir nýja eig- inleika, og um leið reyta burt „arf- ann“. Genin væru svo sett í hýsilfr- umur og eiginleikar þeirra þannig leiddir fram en í framhaldinu mætti breyta þeim og blanda sam- an, og þannig þróa genið áfram og endurbæta. Þá væri komin mark- aðsvara sem selja mætti til fyrir- tækja. I raun væri þar með búið að búa til hugverk úr þeim upplýsingum sem safn- að hefði verið, hugverk sem væri verðmætara en upplýsingarnar ein- ar og sér. Jakob sagði muninn á grunnrannsóknum og hagnýtum rannsóknum felast í ólíkum mark- miðum rannsóknanna. Sá sem stundaði grunnrannsóknir ætti sér það markmið að birta niðurstöður rann- sókna á prenti, þær væru gagnslausar ann- ars. Þessu mætti hins vegar snúa við með hagnýtar rannsóknir, með því að birta niðurstöður sínar gerðu vís- indamenn niðurstöðurnar gagns- lausar og verðlausar því þá hefðu allir aðgang að þeim. Hér snerist því allt um að tryggja sér einka- leyfi að þekkingunni til að geta skapað sér verðmæti úr henni. Var sú spurning borin upp á fundinum á fimmtudag hvað það væri eiginlega sem Islenskar hveraörverur kæmu til með sækja um einkaleyfi á og svaraði Jakob því til að reglan væri sú að sækja um einkaleyfi á öllu sem hönd á festi, öllu því sem menn teldu hafa verðgildi. Þannig mætti hugsa sér að fyrirtækið hans sækti um einka- leyfi á annars vegar aðferðum við genaveiðar og hins vegar afurðun- um sjálfum, þeim genum sem fynd- ust í rannsóknunum. JakobK. Kristjánsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.