Morgunblaðið - 19.01.2000, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 19.01.2000, Blaðsíða 46
46 MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og son LÁRUS SVEINSSON trompetleikari, Leirutanga 35b, Mosfellsbæ, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur þriðjudaginn 18. janúar. Ingibjörg Lárusdóttir, Þórunn Lárusdóttir, Hjördís Elín Lárusdóttir, Ægir Örn Björnsson, Sigurlaug Sara, Ágúst Leó, Þórunn Lárusdóttir. + Ástkær móðursystir okkar, föðursystir, mág- kona og frænka, ESTER BENEDIKTSDÓTTIR, dvalarheimilinu Hlíð, áður til heimilis á Skólastíg 9, Akureyri, lést mánudaginn 10. janúar. Útförin hefur farið fram i kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug. Guð blessi ykkur. Edda Ingólfsdóttir, Guðmundur Bjarnason, Bjargmundur Ingólfsson, Aðalbjörg Karlsdóttir, Bára Arthursdóttir, Eggert E. Bollason, Benedikt Arthursson, Hrönn Friðriksdóttir, Hulda Sigurjónsdóttir, Sigurlaug Ingólfsdóttir og fjölskyldur þeirra. + Okkar elskulegi sonur, bróðir, mágur og föð- urbróðir, BENEDIKT INGI JÓHANNSSON, Keldulandi 15, Reykjavík, (Herninggade 12, Kaupmannahöfn), verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju á morgun, fimmtudaginn 20. janúar, kl. 13.30. Guðbjörg Benediktsdóttir, Örlygur Þórðarson, Gylfi Þórðarson, Karitas M. Jónsdóttir, Gústaf Reynir Gylfason, Benedikt Gísli Gylfason, Óskírður Gylfason. + Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞORSTEINN DAVÍÐSSON, dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, lést mánudaginn 17. janúar. Útförin verður gerð frá Akureyrarkirkju þriðju- daginn 25. janúar kl. 13.30. Ingólfur H. Þorsteinsson, Hrefna Helgadóttir, Guðmundur Þorsteinsson, Birna F. Björnsdóttir, Héðinn Þorsteinsson, Stefanía Einarsdóttir, afabörn og langafabörn. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, LILJA SIGURÐARDÓTTIR frá Hvaleyri, sem lést miðvikudaginn 12. janúar, verður jarðsungin frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði fimmtu- daginn 20. janúar kl. 15.00. Birgir Jónsson, Ingibjörg Jónsdóttir, Karólína Ágústsdóttir, Fjóla Bára Friðfinnsdóttir, Guðmundur Friðfinnsson, Reynir Friðfinnsson, Konráð Friðfinnsson, Sigurður Friðfinnsson, Sólrún Friðfinnsdóttir, Sigfríður Friðfinnsdóttir, Inga Tryggvadóttir og fjölskyldur. BALDUR JÓSEF JÓSEFSSON + Baldur Jósef Jós- efsson fæddist í Keflavík 27. maf 1963. Hann lést í bíl- slysi 30. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Keflavíkurkirkju 7. janúar. Elsku kæri Balli, það var mikið áfall fyrir mig að missa þig úr þessari jarðvist, hvað þá fyrir börn þín, systkini, ættingja og móður, er þú varst ætíð svo nákominn. En hvað veit ég, kannski hefur Guð almáttugan vant- að brosandi og glaðan trommuleik- ara í englasveit sína, því þú lýstir ætíð upp umhverfi þitt með létt- leika, brosi og góðu geði. Við kynntumst fyrir um það bil 23 árum, en þá varst þú að ljúka skólagöngu þinni hér á Suðurnesjum. Eg sá um að keyra þig í skól- ann þar sem ég hafði það starf að aka skóla- börnum frá Höfnum til Keflavíkur og Njarð- víkur. Mér er það minnis- stætt er ákveðið var að lagfæra gamla skólahúsið í Höfnum í sjálf- boðavinnu. Þá varst þú strax reiðu- búinn til hjálpar ásamt flestum ung- mennum Hafna til þess að vinna við þessa framkvæmd. Þú varst alltaf í fararbroddi, lítill naggur, hörkudug- legur og alltaf með brandara á vör- unum. Frá fyrstu stundu urðum við einstaklega góðir vinir og félagar og aldrei hefur neitt breytt því hvað sem á daga okkar hefur drifið, við umgengumst hvor annan með kær- leika og virðingu, og við þekktum kosti og galla hvor annars. Ég man hvað þú varst hreykinn og ánægður sl. sumar er við sátum heima hjá þér á þínu nýja heimili og vorum að tala um líf okkar og þrár, tónlist, listir, og almenna framkomu fólks hvort við annað, þegar ég sagði þér hversu vænt mér hefði þótt um pabba þinn (en hann hafði látist stuttu áður) og hversu mér þætti þið feðgarnir vera líkir í framkomu, svo virðulegir og vel talandi og einstak- lega heillandi persónuleikar. Ég man hvað þú varst ánægður er ég sagði þér að ég vildi að þú lékir á + Ástríður Sigurð- ardóttir, hús- freyja og ljósmóðir, fæddist á Oddsstöðum í Lundarreykjadal 9. desember 1913. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness 10. desem- ber siðastliðinn og fór útför hennar fram frá Lundarkirkju 18. des- ember. Það er vordagur fyrir rúmum 30 árum. Ég stend á hlaðinu á Odds- stöðum, burstaklipptur í gallabuxum með stóru uppábroti og í hvítbotna gúmmískóm og horfi á eftir bíl foreldra minna renna úr hlaði. Langþráður draumur minn hafði ræst - ég var kominn í sveit til Ástu og Kristjáns frænda míns á Oddsstöðum. Þar dvaldi ég stóran hluta bernskunnar og átti á Odds- stöðum mitt annað heimili fram á fullorðinsár og hjá þeim leið mér vel. Við fráfall Ástu er margs að minnast. Oftsinnis hef ég setið við eldhúsborðið með hönd undir kinn með- an hún sagði mér sögur af ferðum við erfiðar aðstæður að vitja sængurkvenna. Enn get ég séð hana fyrir mér spretta úr hlaði á gæðingi frá Oddsstöðum eða Kristján bera hana á bakinu yfir ána, en þaðan var farið á jeppa sem geymd- ur var í skúr hinum megin á bakk- anum. Frá því að ég stóð á hlaðinu á Oddsstöðum eins og fyrr er getið hefur margt á dagana drifið og sumt af því rifjuðum við upp í haust heima hjá Sigrúnu dóttur hennar í síðasta skipti sem við hittumst og auðvitað hlógum við mikið. Mér er þó efst í huga sú um- hyggja sem hún bar fyrir mér alla tíð líkt og ég væri hennar eigið barn. Hún stóð mér nálægt þegar eitthvað á bjátaðiog gladdist er hún vissi að vel gekk. Spurningar og at- hugasemdir eins og til dæmis „hvernig gengur að börga af hús- inu“ eða „er ekki ómögulegt að hún Lilja sé að læra á trompet, það belgir út kinnarnar á svona fallegri stelpu“ voru mér aldrei óþarfar enda sagðar af kristaltærri um- hyggju og hreinskilni eins og henni var eðlilegt. Hún kenndi mér að umgangast fólk hleypidómalaust og gera engan mannamun. En það reyndist mér seinna meir gott veg- anesti er ég hóf störf á vettvangi þar sem reynir töluvert á mannleg samskipti. Nokkru fyrir andlát hennar ræddum við saman í síma drjúga kvöldstund. Enn sem fyrr vildi hún ráða mér heilt enda vissi hún að það gustaði dálítið. Þegar við kvöddumst sagði hún: Vertu blessaður, Gummi minn, og þakka þér fyrir. Ég segi nú á þessari stundu: Vertu blessuð, Ásta mín, og þakka þér fyrir allt. Blessuð sé minning hennar. Guðmundur Garðar. ÁSTRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR HELGA KRISTINSDÓTTIR + Helga Kristins- dóttir fæddist á Dallandi í Húsavík- eystri 25. maí 1947. Hún lést á heimili sínu 28. desember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Sauðárkróks- kirkju 8. janúar. Um leið og ég minn- ist Helgu frænku minnar vil ég þakka fyrir allar þær dýr- mætu stundir sem við áttum saman. Ég, borgarbarnið, var þeirrar hamingju aðnjótandi að fá að dveljast hjá þeim hjónum í nokkur sumur. Þar öðlaðist ég dýrmæta lífsreynslu sem ég mun búa að alla tíð. Þegar ég kom í sveitina var sauð- burðurinn í fullum gangi og fyrir mér sem óreyndu borgar- bami var sauðburður- inn stórkostlegt kraftaverk og að sjá öll þessi nýju líf verða til. Mikil upplifun var fyrir mig að fá að halda á lömbunum undir mörkun. Á dvöl minni í Víði- nesi lærði ég að umgangast dýrin og skilja þarfir þeirra og hegðun. Helga var bóndakona af lífi og sál eins og þær gerast mestar og best- ar á Islandi. Hún elskaði það heitt bæinn sinn og sveitina að það var henni kvöl að fara burtu þótt aðeins tímabundið væri. Helga var höfð- ingi heim að sækja og enginn sem kom í Víðines fór þaðan svangur. Minningarnar um Helgu frænku eru æði margar og eru með mínum dýrmætustu minningum. Þótt Helga sé horfin á braut verður hún ávallt í huga mínum þar sem hún var, svo nátengd lífinu í sveitinni. Ég kveð hana með miklum sökn- uði en með minningum sem ég geymi í hjarta mínu alla tíð. Elsku Siggi, Inga, Halli, Aron, Sindri, Víðir, Eyrún, Nökkvi, Sveinbjörg og systkini Helgu, söknuðurinn er mikill megi Guð styrkja ykkur á þessum erfiðu tím- um. Guð geymi ykkur öll. Jóhanna Lilja Hólm. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA STEFÁNSDÓTTIR, Stóragerði 24, áður til heimilis í Hafnarstræti 8, ísafirði, sem andaðist á Landakotsspítala þriðjudaginn 11. janúar, verður jarðsett frá Fossvogskirkju í dag, miðvikudaginn 19. janúar, kl. 15. Elsa Finnsdóttir, Örn Arnar Ingólfsson, Magnús E. Finnsson, Bergljót Davíðsdóttir, Stefán Finnsson, Einfríður Þórunn Aðalsteinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.