Morgunblaðið - 19.01.2000, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 19.01.2000, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Pils og peningar Hilmir Snær Guðnason í hlutverki síra Jóns í Myrkrahöfðingjanum. Myrkrahöfðinginn í Panorama á kvikmynda- hátíðinni í Berlín KVIKMYNÐIR Laugarásbíó PIPARSVEINNINN - „THEBACHELOR" ★★ Leikstjóri Gary Sinyor. Hand- ritshöfundur Steve Cohen. Tón- skáld Joe Murphy. Kvikmyndatök- ustjóri Simon Archer. Aðalleikendur Chris O’Donnell, Re- née Zellweger, Hal Holbrook, Ja- mes Cromwell, Edward Asner, Pet- er Ustinov, Brooke Shields. Lengd 101 mín. Bandarísk. New Line, 1999. SANNLEIKURINN er sá að myndir á borð við Piparsveininn eru löngu farnar sömu leið og geirfugl- inn. Gamaldags, rómantískar gam- anmyndir um gildi sem snerta okkur lítið í dag. Klaufaleg bónorð sem valda sambandsslitum voru örugg- lega úrvalsmyndefni á þriðja ára- tugnum þegar Buster Keaton gerði myndina sem Piparsveinninn er byggður á. Að auki var Keaton ótví- ræður snillingur, besti látbragðsleik- ari sögunnar, að Chaplin (mögulega) einum undanskildum. Sjálfsagt hef- ur efnið hentað hæfileikum hans og tíðarandanum, ástarævintýrið ljúfa smogið undir skinnið. Kvikmynda- húsagestir samtímans hafa skráp, og hann þykkan. Heimurinn hefur elst um mörghundruð ár á einni öld. Jimmie (Chris O’Donnell), er ung- ur maður sem hefur vafið konum um fingur sér. Hann telur sig loks vera búinn að finna þá einu sönnu, Önnu (Renée Zellweger), en orðar bónorð- ið óheppilega svo allt fer í vaskinn. Kannski var hann ekki alveg til- búinn. Jimmie vinnnr hjá afa sínum (Peter Ustinov) og er einkaerfingi karlsins. Er hann hrekkur uppaf kemur í Ijós að Jimmie verður að gifta sig innan rösklega sólarhrings, annars fær hann ekki grænan eyri. Fam að þessu hefur myndin rúllað andskotalítið áfram, nú tekur bæði fyrirsjáanleg og álappaleg fram- vinda við. Jimmie gerir sér ljóst að lokum að hann elskar Önnu, þá er hann búinn að biðla til allra gömlu sjensanna og gott betur. Það sem er enn betra, Anna, sem búin er að gefa frat í strákinn, kemst að sömu niður- stöðu með Jimmie. Handritshöfundurinn reynir að velta fyrir sér siðferðilegum spum- ingum um auðæfi og ást en hefur ekki erindi sem erfiði. Það sem eftir stendur er einskonar Grimmsævin- týri um náunga, bannsettan aula, sem í rauninni þráh- peninga framar öllu, ástamálin eru ekki trúverðug. Að hluta til má rekja það til hins unga O’Donnells. Hollywood er nefnilega búin að eignast nýjan Rock Hudson í þessum fjallmyndarlega og geðuga strák sem hefur afar takmar- kaða útgeislun í mótleiknum við kvenpersónurnar. Hudson karlinn lúrði á sínum útskýringum fram í andlátið, O’Donnell viðist hins vegar dauðyfli að eðlisfari, það verður pín- legt í námunda við Zellweger, hina æsilegu og hörkugóðu leikkonu (Jer- ry Maguire). Mesta furða hvað hún getur haldið höfði með jafn afleitlega illa skrifað hlutverk og hún hefur úr að moða í þessari skaðlausu og vina- legu tímaskekkju. Gamlir, traustir skapgerðarleikarar með alvöru af- rekaskrá, Asner, Cromwell, Hol- brook og Ustinov, setja svolítinn svip á gang mála. Ai-tie Lang stendur sig líka sómasamlega sem Marco, vinur og vinnufélagi söguhetjunnar. Sá aukaleikari sem stelur senunni er þó, af öllum mönnum, Brooke Shields, leikkona sem hefur ekki getið sér orð fyrir slík afrek, heldur þveröfugt. Margt getur skemmtilegt skeð. Sæbjörn Valdimarsson KVIKMYNDIN Myrkrahöfðinginn eftir Hrafn Gunnlaugsson hefur verið valin til að taka þátt í Pan- orama-dagskránni á kvikmynda- hátíðinni í Berlín í febrúar. Berlínarhátíðin er önnur helsta kvikmyndahátíð heims og er eft- irsótt að koma mynd inn í opin- bera sýningardagskrá hátíðarinn- ar. Ásamt keppninni er Panorama veigamesta dagskrá hátíðarinnar og segir Þorfinnur Ómarsson framkvæmdastjóri Kvikmyndasjóðs íslands mikinn heiður að því að koma mynd þar að. Þátttaka í Panoraina gefi mikla möguleika á að ná til er- lendra fjölmiðla og dreifíngarað- ila, sem sækja hátiðina frá öllum heimshornum. Þetta er í þriðja skipti sem kvikmynd frá Hrafni Gunnlaugs- syni er valin í Panorama í Berlín. Hrafn hlaut athygli fyrir mynd sína Hrafninn flýgur á sínum tíma, en sýningarnar þar höfðu, að sögn Þorfinns, veruleg áhrif á velgengni myndarinnar og leik- stjórans á alþjóðavettvangi, og síðar var kvikmyndin Hin helgu vé einnig valin þar til þátttöku. Til viðbótar má geta þess, að tveir leikarar í kvikmyndinni Myrkrahöfðingjanum hafa verið valdir til að taka þátt í Shooting Stars-leikarakynningunni á Ber- línarhátíðinni, en þar verða 19 ungir kvikmyndaleikarar kynntir fjölmiðlum, leikstjórum og um- boðsmönnum. Hilmir Snær Guðnason verður fulltrúi Islands og Alexandra Rappaport, sem einnig lék í Myrkrahöfðingjanum, verður fulltrúi Svíþjóðar. Að sögn Þorfinns vekur Shoot- ing Stars mikla athygli á Berlín- arhátiðinni; fjölmiðlar sýna bæði leikurum og kvikmyndum þeirra. áhuga. Þetta er í annað skipti sem íslenskur leikari er valinn til þátttöku í Shooting Stars, en Ingvar E. Sigurðsson tók þátt í þessari kynningu í fyrra. Nýjar bækur • LJÓÐABÓKINN „Til vina minna“ eftir Eyrúnu Ósk Jónsdótt- ur er önnur bók höfundar. Hún er 18 ára og stundar nám á sálfræðibraut við Flensborgarskólann í Hafnar- firði. Árið 1997 gaf hún út sína fyrstu ljóðabók, bókina Gjöf, ásamt móður sinni Eygló Jónsdóttur. Ásamt því að semja Ijóð hefur Eyrún Ósk einnig skrifað smásögur, leikþætti og blaðagreinar. Eyrún Ósk er meðlimur í Soka Gakkai Int- ernational, sem eru alþjóðleg friðar- og mannúðarsamtök búddista. Hún hefur nokkrum sinnum farið utan á vegum samtakanna og flutt erindi hér heima um þau málefni sem þar voru til umræðu. Á sl. Þorláksmessu flutti Eyrún Ósk ávarp á Ingólf- storgi fyrir hönd íslenskra friðar- hreyfinga í árlegri friðargöngu þeirra. Útgefandi er Eyrún Ósk Jóns- dóttir. Kápumynd gerði Sjöfn Jóns- dóttir og um prentun sá Prentsmið- jan Asrún. • HÁSKÓLAÚTGÁFAN hefur gef- ið út bókina Borg og náttúra eftir Trausta Valsson. Reykjavík, íslensk menning og búseta mótuðust í nánu samspili við höfuðskepnurnar jörð, vatn, loft og eld. Fáar nútímaborgir njóta þessa nána samspils við náttúrana en það er einmitt þetta atriði sem ljær Reykjavík hve mest af fegurð sinni og dýpt, segir í tilkynningu. Hefðbundin vestræn menning hefur, andstætt þessu, tilhneigingu til að Ííta á tvenndarpör, eins og t.d. borg og náttúru, sem andstæður, sem ekki séu líklegar til að geta haft ávinning af því að komið sé á tengsl- um milli þeirra. í þessari bók er það útskýrt að tvenndarpör eins og t.d. borg og náttúra, hús og garður, era pör sem geta styrkt hvort annað, á hliðstæð- an hátt og rautt og grænt í litafræð- inni. Með því að tefla þeim saman verður til samverkandi heild sem getur lyft skipulagi og arkitektúr borga á hærra stig. Bókin er í kilju. Verð 1.980 kr. Há- skólaútgáfan sér um dreifmgu. Þakkir til þeirra sem þær eiga skildar BÆKUR Greinasafn SIMONE DE BEAUVOIR. HEIMSPEKINGUR, RIT- HOFUNDUR, FEMÍNISTI. Ritstjórar: Irma Erlingsdóttir og Sigríður Þorgeirsdóttir. Rannsóknastofa í kvennafræðum, Háskólaútgáfan 1999,135. bls. FIMMTUGSAFMÆLI bókar Si- mone de Beauvoir Hins kynsins var víða vel fagnað í fyrra enda um að ræða eitt af grundvallarritum femín- ískra fræða og eitt merkasta heim- spekirit 20. aldarinnar. Rannsóknast- pfa í kvennafræðum við Háskóla Islands stóð fyrir málþingi um verk- ið, höfundinn og önnur skrif hennar síðastliðið vor og rétt fyrir jólin sendi Rannsóknastofan frá sér bókina: Si- mone de Beauvoir. Heimspekingur, rithöfundur, femínisti. I bókinni er að finna þau fimm erindi sem flutt voru á ráðstefnunni og allítarlegan inng- ang um Beauvoir eftir ritstjórana Irmu Erlingsdóttur og Sigríði Þor- geirsdóttur. En það sem einna mest- um tíðindum sætir er að í bókinni er einnig frumbirt íslensk þýðing Torfa H. Tulinius á Inngangi Simone de Beauvoir að Hinu kyninu. Þessi tutt- ugu blaðsíðna inngangur höfundar gefur góða innsýn í hugmyndafræði verksins og efnistök Beauvoir. Auk þess er hann afbragðsgott dæmi um hinn skemmtilega, meinhæðna stíl sem Beauvoir beitir víða í verkinu. Þessi inngangur er víða notaður sem kennsluefni og því frábært að fá hann í ísjenskri þýðingu. í inngangi ritstjóranna fjalla þær Irma og Sigríður um stöðu og mikil- vægi Hins kynsins í femínískri um- ræðu frá útgáfuárinu 1949 og til okk- ar daga. Þá rekja þær ævisögu Simone de Beauvoir í grófum drátt- um með áherslu á feril hennar sem heimspekings, rithöfundar og femín- ista. Báðar eiga þær síðan greinar í bókinni og nefnist grein Irmu Erl- ingsdóttur bókmenntafræðings: „Hitt kynið í fimmtíu ár. Viðtökur og viðhorf í Frakklandi“. Enginn er spá- maður í sínu föðurlandi, segir mál- tækið og er mjög fróðlegt að lesa um þá fordóma, kvenfyrirlitningu og heift sem fram koma í viðtökum ýmsra mætra manna á verkinu þegar það kom fyrst út. Einn þeirra sem varði verkið var Maurice Nadeau, þekktur gagnrýnandi, og orð hans lýsa vel tíðarandanum: „Gagnrýn- endur þola ekki að kona, sem auk þess er heimspekingur, tali opinskátt um kynlíf og reynsluheim kvenna" (bls. 48). Irma greinir vel viðtökumar og ástæður fordæmingarinnar og tengir þær við franskt samfélag á greinargóðan hátt. Hún fjallar ekki aðeins um viðtökur verksins um miðja öldina heldur rekur hún um- ræðuna fram til 1999 og segir frá því hvemig „Simone de Beauvoir varð skyndilega eitt helsta viðmiðið í deil- unum um nýtt framvarp til jafnréttis- laga í Frakklandi veturinn 1998-99“ (bls.57). Sigríður Þorgeirsdóttir heimspek- ingur nefnir grein sína: „Konur og líkaminn: Frá Beauvoir til Butler“. Hún veltir fyrir sér hvaða erindi Hitt kynið eigi við samtíma okkar og skoð- ar verkið „í ljósi femínískra fræða samtímans, einkum hins svokallaða „póstfemínisma““ (bls. 101). Sigríður tengir hugmyndir Beauvoir við hug- myndir Judith Butler, sem er ein þeirra fræðikvenna sem hvað mest era í umræðunni um póstmódem- isma og póstfemínisma í dag. Hin fleyga setning Beauvoir: „Maður fæðist ekki kona, heldur verður kona“ er grandvöllur þess sem í dag er nefnt mótunarhyggja (andstæða eðlishyggju). Butler gengur í grund- vallaratriðum út frá mótunarhyggju í sínum kenningum en hún gengur skrefinu lengra en Beauvoir og full- yrðir að líkaminn sé jafnmikill tilbún- ingur og sjálfsmyndin eða þær kynja- skilgreiningar sem menning okkar grundvallast á og streitist við að við- halda. Samanburðurinn á hugmynd- um Beauvoir og Butler um líkamann er fróðlegur og Sigríður sýnir fram á að meintir fordómar þeirrar fyrr- nefndu gagnvart kvenlíkamanum (og meðgöngunni sérstaklega) eiga sér skýringar í samfélagslegri stöðu kvenna á ritunartíma verksins. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir mannfræðingur skrifar greinina „Konan með kyndilinn. Áhrif Simone de Beauvoir á íslenska kvennabar- áttu“. Eins og titill greinarinnar ber með sér er það mat Sigríðar Dúnu að Beauvoir hafi haft áhrif á kvennabar- áttu á Islandi ekki síður en annars staðar. Sigríður tengir hugmyndir Beauvoir við þætti úr stefnuskrá mismunandi kvenna- hreyftnga á Islandi, svo sem Rauðsokka, Kvennalistakvenna og Sjálfstæðra kvenna: „...í íslenskri kvennabar- áttu er Simone de Beauvoir konan með kyndilinn, konan sem gaf þeim þremur ólíku kvennahreyftngum sem ég hef fjallað hér um nothæfar hugmyndir til að endurskapa konur sem félagslegar persón- ur í íslensku samfélagi ogpenningu“ (bls. 79). í greininni „Úr ástinni í eldinn“ fjallar Dagný Kristjánsdóttir bók- menntafræðingur um skáldsöguna Mandarínarnir (1954) og reynir að sýna fram á að í henni setji Beauvoir fram kenningar um heimspeki ástar- innar og alvarlega gagnrýni á kenn- ingar tilvistarstefnunnar. Dagný seg- ir þessa skáldsögu vera einá róttækustu og erfíðustu bók Simone de Beauvoir og ástæða þess er um- ræða verksins um kynið og ástina. Mandarínamir var bókin sem Beau- voir skrifaði næst á eftir Hinu kyninu og í því tengir hún saman „teoríuna og lífið,“ að mati Dagnýjar. Greining Dagnýjar er athyglisverð og sérstak- lega samanburður hennar á hug- myndum Beauvoir og Sartre um ást- ina. Samanburður á kenningum Simo- ne de Beauvoir og Jean-Paul Sartre er einnig viðfangsefni Vilhjálms Árnasonar heimspekings í síðustu grein bókarinnar sem nefnist „Tví- ræð frelsunarsiðfræði". Vilhjálmur dregur í stuttri grein skýra mynd af megininntaki tilvistarstefnunnar og þeim mismun sem er á kenningum Sartre annars vegar og Beauvoir hins vegar. Hann telur að Sartre hafi vanmetið þátt aðstæðna í lífi hvers einstaklings, að- stæðna sem óhjá- kvæmilega skerða það „frelsi sem tilvistar- stefnan boðar að við séum öll dæmd til.“ Beauvoir hafi, hins veg- ar, gert sér glögga grein fyrir því að að- stæður, t.d. kvenna og ýmissa minnihluta- hópa, skerða frelsi þeirra og getu til ábyrgðar til muna. Það er mat Vilhjálms að Sartre hafi þegar leið á höfundarferil hans gert „sér betur grein fyrir álagi aðstæðnanna í lífi einstaklinga" (bls. 132), þar hafi hann vafalaust lært nokkuð af félaga sínum Simone de Beauvoir. Hann gleymir þó að þakka henni en þakkar öðram felaga sínum, Merleau-Ponty fyrir að hafa kennt sér. Þótt Simone de Beauvoir fengi engar þakkir írá Sartre var það von hennar að hennar yrði minnst sem fjölhæfs heimspekings og rithöfund- ar því hún skrifaði fjölda bóka, innan margra bókmenntagreina. Eftir hana liggur á þriðja tug bóka: Hún skrifaði rit á sviði heimspeki og félagsvísinda, sjálfsævisöguleg rit, sex skáldsögur og eitt smásagnasafn og ferðabækur. En þrátt fyrir ótvíræða fjölhæfni hennar og fjölbreytni sem rithöfund- ar, er það fyrst og fremst vegna Hins kynsins sem nafn hennar lifir enn í dag og mun vafalaust gera um ókomna tíð. Það er ótvíræður fengur að greinasafni því sem hér hefur ver- ið um fjallað, það er skyldulesning fyrir allar þær konur og alla þá karla sem láta sig umræðuna um jafnrétti og samskipti kynjanna nokkra vai-ða. Soffía Auður Birgisdóttir Simone de Beauvoir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.