Morgunblaðið - 19.01.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.01.2000, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Ómar Opnun Þj ó ðminj asafnsins dregst BÚIÐ er að tæma húsnæði Þjóðminjasafnsins og rífa mikið innan úr því svo eftir standa aðeins veggir og þak. Unnið er að byggingu nýs inn- gangs sunnanmegin við Þjóðminjasafnið. Upphaflega var ætlunin að opna safnið eftir endurbætur hinn 17. júní í ár en núverandi áætl- anir gera ráð fyrir opnun þess ári síðar. Langan tíma tók að undirbúa geymslur fyrir muni safns- ins. Þór Magnússon þjóðminjavörður segir að nú sé verið að endurskoða verkáætlanir og fjár- mögnun í ljósi fjárveitinga til verksins og telur hann að mikla bjartsýni þurfi til að ætla að það takist að opna safnið á næsta ári. Líklega sé skynsamlegra að miða við opnun þess ári síðar eða árið 2002. Héraðslæknirinn í Reykjavík Flensan hefur náð hámarki FLENSAN sem gengið hefur í Reykjavík undanfarnar vikur hefur náð hámarki að mati Lúð- víks Olafssonar héraðslæknis en auk flensu hefur heyrst um fjölmarga sem hafa þjáðst af veirusýkingu í maga. Lúðvík sagði að heldur hefði di’egið úr flensunni undanfarna daga samkvæmt þeim upplýs- ingum sem hann hefði frá bráðamóttöku Landspítalans og frá Læknavaktinni. Sagði hann töluvert álag hafa verið á bráðamóttökunni en ekki væri eingöngu ílensunni um að kenna. Nefndi hann sem dæmi að desember sl. hefði verið annasamasti mánuðurinn frá því deildin var opnuð. „Það má reyndar ekki kenna flensunni alfarið um það,“ sagði hann. „Hún fór ekki að hafa áhrif fyrr en í lok mánaðarins." Lúðvík kvaðst kannast við að auk flensunnar hafi magapest herjað á borgarbúa síðustu sex vikur eða svo. Þetta væri að öll- um líkindum veirusýking en erfitt væri að slá nokkru föstu um það þar sem fá sýni hefðu borist til rannsóknar. Hlæja saman einu sinni í mánuði STUNDUM er sagt að hláturinn Iengi lífið og víst er að Hlátur- klúbbur Kópavogs hefur það á stefnuskrá sinni að hlæja dátt og innilega og viðhalda þannig heilsu félagsmanna sinna. Sigurbjörg Björgvinsdóttir, forstöðukona Gjábakka, sem er önnur tveggja félagsmiðstöðva eldri borgara í Kópavogi, segir að hláturklúbburinn sé tæplega ársgamall og til hans hafi verið stofnað eftir fréttaflutning af Dönum sem hittust þúsundum saman og hlógu sér til heilsu- bótar. „Reyndar má segja að hug- myndin að stofnun klúbbsins hafi kviknað á kynningardegi félagsheimilanna Gjábakka og Gullsmára. Þá er opið hús í báðum félagsheimilunum hér í Kópavogi og eitthvað varð til þess að salurinn ætlaði hrein- lega að rifna af hlátri. Ég sagði fólkinu að hlæja bara áfram, því hláturinn lengdi víst Iífið og upp frá því varð þessi klúbbur til,“ útskýrir Sigurbjörg. Hananú!, sem er félagsskap- ur Kópavogsbúa eldri en 50 ára og hefur það að markmiði að búa félagsmenn undir eftir- Iaunaaldurinn, hefur haft um- sjón með menningarlífi eldri borgara í bænum og félags- menn tóku að sér umsjón með hláturklúbbnum undir forystu Ásdísar Skúladóttur. „Hópur- inn hittist alltaf einu sinni í mánuði og hlær hressilega sam- an,“ segir Ásdís, en mest hafa um 40 manns sótt samkomurn- ar. En er fólki alltaf hlátur í hug? - „Það er nú mesta furða. Fyrst í stað þurfti aðeins að kynda upp með skemmtisögum, eða örbröndurum, eins og við nefnum þá, en nú er það ekki lengur nauðsynlegt. Nú kemur fólk bara og hlær. Og hlær og hlær,“ segir Sigurbjörg graf- alvarleg. Hláturklúbburinn hefur feng- ið lækni til að útskýra hollustu þess að hlæja vel og innilega endrum og sinnum og að sögn Sigurbjargar hefur uppátækið mælst afar vel fyrir. „Er þetta ekki einmitt málið? Er það ekki hláturinn sem lengir lífið?“ Tillaga um breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur Mislæg gatnamót á mótum Miklu- og Kringlumýrarbrautar Á FUNDI borgarstjórnar nk. fimmtudag verður lögð fram tillaga frá borgarfulltrúum Sjálfstæðis- flokksins um að núgildandi aðal- skipulagi 1996-2016 verði breytt þannig að gert verði ráð fyrir mis- lægum gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Megin- tilgangur breytinganna er að greiða fyrir umferð og bæta umferðar- öryggi vegfarenda, segir í tillögunni. I greinargerð með henni kemur m.a. fram að gatnamótin séu ein þau fjölförnustu í borginni. Umferðar- álagið hafi aukist verulega undanfar- in ár og haft í för með sér vaxandi slysahættu og umferðartafir. Um- ferðarþunginn og bið á gatnamótun- um hafi jafnframt í för með sér að umferð um íbúðahverfi aukist þegar vegfarendur sjá sér hag í að stytta sér leið þar í gegn. Afleiðingin sé aukin slysahætta í hverfunum fyrir börn á leið í skóla og aðra vegfarend- ur. Bent er á að í aðalskipulagi áranna 1986-2010 hafi verið gert ráð fyrir að gatnamótin yrðu mislæg en við end- urskoðun skipulagsins árið 1987 hafi þeirri ákvörðun verið breytt og þess í stað samþykkt að stýra umferðinni LÖGREGLAN á Selfossi stöðvaði um kvöldmatarleytið í gær ökumann bifreiðar sem grunaður var um að hafa ekið undir áhrifum áfengis eða lyfja og sendi hann til sýnatöku á heilsugæslustöð. Ökumaðurinn var frjáls ferða sinna að lokinni af- með umferðarljósum. Ljóst sé að slík gatnamót anni ekki umferð með sama hætti og mis- læg gatnamót með þeim afleiðingum að afkastagetan minnki. Minnt er á að flest slys á Miklubraut verði við gatnamót Kringlumýrarbrautar. greiðslu lögreglunnar á málum hans en lögreglan hélt bifreið hans eftir. Tilkynning barst um ökumanninn frá borgara, en ábendingar frá borg- urum verða að sögn lögreglu oft til þess að ölvaðir ökumenn eru stöðv- aðir í umferðinni. Stöðvaður eftir tilkynningu frá borgara Sérblöð í dag 4 ^teust b g 0 <mskra Verðlaunakrossgáta ► Þættir - íþróttir ► Kvikmyndir - Fólk Hálfur mánuður af dagskrá frá miðvikudegi til þriðjudags Á MIÐVIKUDÖGUM 650 milljónir fyrir sigur á EM í knattspyrnu / C1 Vala stökk 4,10m og vann á móti í Malmö / C1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.