Morgunblaðið - 19.01.2000, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 19.01.2000, Blaðsíða 54
MORGUNBLAÐIÐ 54 MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2000 — ---------------------------- V etrarsúpur Matur og matgerð Það sem Kristín Gestsdóttir kallar vetrarsúpur eru matarmiklar súpur, sem ylja og metta í senn. Jafnvel mætti flokka þessar súpur undir pottrétti. Okk- ar íslenska kjötsúpa gæti líka tilheyrt vetrarsúpum. Fyrir nokkrum árum var mér boðin sjóðheit íslensk kjötsúpa á heitum sumardegi. Eg gleymi ekki hversu erfitt ég átti með súpuna, eins og mér finnst hún góð á haustin og vetuma. Nú fæst alltaf mjög mikið af græn- meti, bæði fersku og frosnu, sem við get- um soðið í súpu, ann- að hvort eitt sér eða með kjöti, fiski, kjúklingum og baun- um og búið til matarmiklar, hollar súpur. Gott brauð hentar vel með öllum þeim súpum. Hér er boðið upp á kjúklingasúpu með hvítlauk o.fl. og þykka sellerí/lauksúpu með gráðaosti. Mikil umræða hef- ur verið í vetur út af sýktum kjúkl- ingum, einkum ferskum. Mér dettur ekki í hug að kaupa ferska kjúkling og þá frosnu þíði ég und- antekningarlaust í ísskáp. Þegar ég undirbý kjúklinginn fyrir mat- reiðslu set ég hann á bakka eða stórt fat og dreg einnota plast- hanska á hendurnar. Þeir fást í apótekum og kosta ekki mikið. Þeir ættu að vera til á hverju heimili og nota við matargerð ef maður er með sár á höndunum. Bakkann og hnífana eða skærin sem notuð eru við kjúklingana þarf síðan að þvo mjög vel með sápuvatni. 3. Opnið tómatdósina og hellið innihaldinu í pottinn. 4. Afhýðið engiferrótina og rífið niður 1 sm. bút, setjið saman við. Sjóðið við hægan hita í 30 mínút- ur. 5. Þvoið gulrótina, skerið í sneiðar og setjið út í. Afhýðið hvít- laukinn og síðan hvem geira, setj- ið geirana heila út í. Sjóðið áfram í aðrar 30 mínútur. Athugið salt- magnið. 6. Takið pottinn af hellunni, tak- ið alla kjötbita úr, kælið ölítið og fjarlægði bein og húð. Skerið kjöt- ið í bita og setjið aftur í pottinn. 7. Sjóðið í 5 mínútur og súpan er tilbúin. Meðlæti: Brauð. Sellerísúpa med gráðaosti Kiúklingasúpa m/hvítlauk o.fl. 1 stór sellerírót 1 stórlaukur 25 g smjör + 'A dl matarolía 1 frekar lílill kjúklingur 2 msk. hveiti 1 frekar stór laukur 2 lítrar kjötsoð eða vatn og soð- 2 msk. matarolía kraftur 2 tsk. salt 1 lítill gróðaostur 1 tsk. svört piparkorn mikið af ferskri steinselju / _______2 lítrar sjóðandi vatn_____ 1 hálfdós niðursoðnir tómatar 1 heill hvítlaukur ______2 frekar stórar gulrætur smábiti fersk engiferrót, má sleppa 1. Setjið matarolíu í pott, saxið laukinn og sjóðið í henni í 5 mínút- ur. Hafið hægan hita og gætið þess að laukurinn brúnist ekki. 2. Klippið eða skerið kjúkling- inn í sundur. Losið lærin frá, klippið síðan upp með bringubein- inu og losið líka bakið frá. Raðið öllu þétt í pottinn. Stráið salti yfir og hellið sjóðandi vatni í pottinn. Setjið pipakom út í. 1. Afhýðið sellerírótina og rífið gróft á rifjárni eða í gænmetis- kvöm. Afhýðið lauk og saxið. 2. Setjið smjör og olíu í pott og sjóðið lauk og sellerírót í feitinni við mjög hægan hita í 5-7 mínútur. Stráið þá hveitinu yfir og hærið saman við. 3. Hellið soðinu yfir og sjóðið við hægan hita í 20 mínútur. 4. Skerið gráðaostinn smátt, setjið út í og látið súpuna vera á hellunni við suðumark í 20 mínút- ur. 5. Klippið steinselju yfir og ber- ið á borð. Meðlæti: Brauð Myndakvöld Ferðafélagsins FYRSTA myndakvöld Ferðafélags ^ íslands á árinu verður haldið í 'kvöld, miðvikudagskvöldið 19. jan- úar, kl. 20:30 í Fl-salnum í Mörk- inni 6. Einar Haukur Kristjánsson sýnir og segir frá ýmsum forvitnilegum stöðum, en hann er sérstaklega kunnugur Snæfellsnesi og Vestur- landi, en hefur auk þess farið vítt og reitt um landið. Einar hefur skrif- ð tvær árbækur Ferðafélagsins, um Snæfellsnes 1982 og 1986. Hann mun sýna og segja frá þeim slóðum og fleiri forvitnilegum stöðum, m.a. austan af Langanesi. Minnt verður á þorraferð í Þórsmörk 21.-23. jan- úar og þorrablótsferðina: Dalir- Snæfellsnes 19.-20. febrúar. Ferðaáætlun 2000 mun liggja frammi á myndakvöldinu og kaffi- veitingar eru að lokinni sýningu. Allir eru velkomnir meðan húsrými leyfir og aðgangur er 500 kr. ÍDAG VELVAKAJVDI Svarað í síraa 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Þakkir til Brimborgar MIG langar að koma á framfæri þökkum til starfs- manna Brimborgar fyrir einstaklega góða þjónustu sem ég fékk þar íýrir jól. Ég á bíl sem ég nota mikið, en skömmu fyrir jólin bilaði hann og leit út fyrir að ekki ynnist tími til að koma hon- um í lag fyrir hátíðirnar. Panta þurfti varahluti er- lendis frá og miklar annir voru hjá fyrirtækinu. En með því að allir lögðust á eitt í umboðinu, fékk ég bíl- inn fyrir jól. Ég sendi starfsfólki Brimborgar ofsalega góðar þakkir fyrir sérlega góða þjónustu og liðlegheit. Sigrún Hjartardóttir. Póstkort óskast til eftirtöku RAGNAR hafði samband við Velvakanda og vill hann vita, hvort einhver ætti í fórum sínum, póstkort af tveimur litlum mótorbát- um, umdæmisnúmer sést á öðrum bátnum, VE-88, en ekki á hinum. Þetta voru fyrstu mótorbátarnir á ís- landi. Hann þarf að fá lán- aða mynd af þessum bátum vegna skrifa um þá í Sjó- mannadagsblað Vest- mannaeyja. Ragnar hafði rekist á póstkort með mynd af þessum bátum í Kola- portinu, en áttaði sig ekki á þvi, að þetta voru þessir sömu bátar. Edinborg eða Gísli J. Johnsen gáfu póst- kortið út. Ef einhver á þetta kort í fórum sínum og vill lána Ragnari það til eft- irtöku, þá er Ragnar í síma 568-7174. Sammála Unni ÉG hef verið að lesa pistla í Velvakanda þar sem Unnur kvartar undan viðskipta- háttum í versluninni Mon- soon. Vil ég taka undir það sem þessi kona segir. Ég hef lent í því að fá innleggs- nótu sem var skömmtuð til 2 mánaða og skilyrði að ekki yrði tekið út á útsöiu. Finnst mér viðskiptavinum sýnd mikil óvirðing með þessu og mun ég beina við- skiptum mínum annað. Ég vii í leiðinni nefna dæmi um góða þjónustu í svipuðu máli. Var það í Sví- þjóð en þar keypti ég föt sem pössuðu ekki. Skilaði ég fótunum og fékk í stað- inn gjafakort sem gilda í 10 ár og gilda einnig á útsöl- um. Eru sem sagt bein- harðir peningar og mér gert kleift að versla þar hvað sem er hvenær sem er, hvort sem er á útsölu eða ekki. Ester Sigurðardóttir. Stöð 2 og Lottó ÉG vil beina þeirri áskorun til forsvarsmanna laugar- dagslottósins að það verði aftur fært á Stöð 1. Ástæð- an fyrir því er sú að þar sem ég bý norður á landi er alls ekki hægt að ná Stöð 2. Lottó er leikur allra lands- manna og ætti að vera á stöð allra landsmanna, Stöð 1. Með kveðju. Reið kona fyrir norðan. Tapad/fundiö Gullhringur fannst í Kópavogi KVENGULLHRINGUR fannst við Alfatún í Kópa- vogi, mánudaginn 17. jan- úar sl. Upplýsingar hjá Guðrúnu eða Pálínu í síma 564-2554. Þríkross týndist ÞRÍKROSS, merktur Stef- án á bakhliðinni, týndist í desember sl. einhvers stað- ar í Reykjavík. Skilvís finn- andi er vinsamlegast beð- inn að hafa samband við Elínu í síma 567-5824. Grá úlpa og GSM-sími týndust LJÓSGRÁ ullarúlpa, herra, og Ericsson GSM- sími týndust sl. föstudags- nótt við Lækjartorg við pylsuvagninn. Skilvís finn- andi vinsamlega hafi sam- band í síma 587-3634. Ensk vasabók í óskilum ENSK vasabók fannst fyrir framan Vörðuskóla. Upp- lýsingar í síma 552-5886. Dýrahald Kettlingar fást gefins NÍU mánaða kassavanir kettlingar fást gefins á góð heimili. Upplýsingar gefur Eyjólfur í síma 565-5935. Feðgar á heimleið eftir Gagnveginum í hlákunni um helgina. Morgunblaðið/Ómar Víkverji skrifar... FORVITNILEGT er að skoða tölur um flutning fólks um land- ið og hvar fólki fjölgar og hvar því fækkar. I tölum um mannfjöldaþró- un á íslandi síðustu 10 ár kemur m.a. fram að hlutfall íbúa á höfuð- borgarsvæðinu hefur hækkað úr 56,8% í 61,5% á árunum 1989 til 1999. Á þessum tíu árum hefur það svo til staðið í stað á Suðurnesjum en lækkað í öðrum kjördæmum. Mest er fækkunin hlutfallslega á Vestfjörðum, rúm 15%, og ef litið er á breytingu frá árinu 1998 til 1999 er fækkunin einnig mest á Vestfjörð- um. XXX RÁTT fyrir fjölgun á höfuðborg- arsvæðinu hefur íbúum ekki fjölgað hjá öllum sveitarfélögunum þar. Þannig fækkaði þeim til dæmis um 31 á Seltjamarnesi milli áranna 1998 og 1999 sem þýðir 0,66% fækk- un íbúa. Þá varð fjölgun íbúa minnst í Garðabæ eða 0,41%. Einhvern tíma var því haldið fram að fasteigna- skattar væru einna lægstir í þessum bæjarfélögum og því mætti ætla að þar hefði íbúum jafnvel getað fjölgað enn meira. En kannski er farið að þrengjast um lóðir. Mesta fjölgun íbúa meðal sveitarfélaga á höfuð- borgarsvæðinu varð í Mosfellsbæ, 6,42%. í Reykjavík var fjölgunin 1,33% og í Kjósarhreppi 2,88% þar sem íbúum fjölgaði um fjóra. Sé litið á einstaka staði út um land kemur í ljós að Búðahreppur á Aust- fjörðum og Höfðahreppur á Norður- landi vestra hafa mátt þola einna mesta fækkun íbúa milli áranna 1998 og 1999 eða um 5,84% og 5,62%. Þá varð 4,49% fækkun í Isafjarðar- bæ og 4,26% á Vopnafirði. En þeir staðir eru líka til úti á landi þar sem íbúum hefur fjölgað, til dæmis í Ár- borg (Selfossi og nágrenni) og Hrunamannahreppi þar sem íbúum fjölgaði um 3,13% og um 3,21% í Hveragerði, á Djúpavogi fjölgaði íbúum um 2,84%, á Seyðisfirði um 2,73%, um 1,66% á Austur-Héraði og um rúmt 1% í Eyjafjarðarsveit. xxx MARGS konar skýringar eru vitaskuld á búferlaflutningum. Atvinna, laun, nám og margs konar félagsleg aðstaða fyrir utan aðrar langanir og þrár manna svo sem vegna sambands við ættingja og þar fram eftir götunum. í umræðu um byggðamálin hafa menn býsnast yfir þeirri ósvinnu að fólk skuli flykkjast á suðvesturhornið og leyfa sér að yf- irgefa góðar og fallegar byggðir víða um land. Öðrum finnst sjálfsagt að menn sæki á þennan landshluta sem hefur upp á allt að bjóða. Hér verður að hafa í huga að áhersla okkar sem búum á þessu horni er kannski alltof mikil á eigin hag og það er stundum eins og fátt gerist annars staðar á landinu en hér. Undantekning er umræðan um virkjanamálið á Aust- urlandi. En niðurstaða þessara hug- leiðinga út frá búferlaflutningunum er kannski sú að stilla ekki upp landsbyggðinni og höfuðborgar- svæðinu sem andstæðum pólum. Blómleg byggð á að geta þróast þokkalega á báðum þessum svæð- um, sem hvort hefur sín sérkenni og sérþarfir, en hvorugt getur án hins verið. Þéttbýlið verður að líta á sig sem þjón dreifbýlis að nokkru leyti og dreifbýlið hefur miklu hlutverki að gegna fyrir þéttbýlið. Þess vegna má ímynda sér að eitthvert jafnvægi þurfi að vera fyrir hendi, spurning er hvort hlutfallið er 61% á móti 39% þéttbýlinu í hag eða eitthvað annað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.