Morgunblaðið - 19.01.2000, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2000 31
LISTIR
Enskir gagnrýnendur lofa Sjálfstætt fólk
„Ein frumlegasta
og best skrifaða
skáldsaga
aldarinnar“
GAGNRÝNANDI Titnes Literary
Supplement segir í ritdómi sem
birtur var á gamlársdag að Sjálf-
stætt fólk eftir Halldór Kiljan Lax-
ness sé „ein frumlegasta og best
skrifaða skáldsaga aldarinnar".
Tilefni ritdómsins er að Harvill-
útgáfan hefur nýlega endurútgefið
þýðingu J.A. Thompsons frá 1945
á Sjálfstæðu fólki. Fyrir skömmu
var hér í Morgunblaðinu sagt
stuttlega frá ritdómi um þessa út-
gáfu sem birtist í breska tímari-
tinu Spectatoren sá gagnrýnandi
kallaði Sjálfstætt fólk „undravert
afrek“ ungs höfundar. Báðir gagn-
rýnendurnir taka það fram að þýð-
ingin sé með afbrigðum góð og sé
langt frá því að vera orðin úrelt.
„Villt og napurt ljóð í leikandi
færum prósa“
Báðir tengjagagnrýnendurnir
Sjálfstætt fólk Islendingasögum.
Gagnrýnandi Spectators, Katie
Grant, kallar skáldsöguna beinlín-
is því heiti og titill ritdómsins í
TLS er „Bjartur’s saga“. Grant er
líka sammála gagnrýnanda TLS,
Carolyne Larrington, um að Iiall-
dór hafi mikið vald á skáldsagna-
forminu, Grant tekur raunar
sterkar til orða og segir bókina
„villt og napurt ljóð í leikandi fær-
um prósa.“ Og hún heldur áfram:
„En þrátt fyrir að napurleikinn sé
nfstandi þá eru samtölin full af
ljúfsárum húmor og persónumar
[...] skopmyndir af
Islandi þar sem
menningin er frosin
eins og stærsti hluti
landsins sjálfs."
Gagnrýnendurnir
hrífast ennfremur
mjög af náttúmlýs-
ingum Halldórs en
Grant segir þær án
hliðstæðu.
Þjáist ekki af til-
finningasemi
tíunda áratugarins
Larrington segir
Bjart vera tákn land-
lausra íslenskra
bænda og hugsan-
lega þjóðarinnar sjálfrar. Grant
segir hann ekki þjást af til-
finningasemi tiunda áratugarins
heldur sé hann hetja í anda fyrri
tima, „maður sem reynir að vera
jafn harður og óvæginn f anda og
nagandi kuldinn og slagviðrið sem
hann og fjölskylda hans berjast
gegn allt árið um kring til að
gegna fénu sem heldur í þeim tór-
unni.“
Grant segir ennfremur að Hall-
dóri takist að lýsa innsta kjarna
Ástu Sóllilju af dostojefskri ná-
kvæmni.
Halldór Kiljan
Laxness
Rödd hinnar sér-
íslensku sæmdar
Grant vitnar í orð
Halldórs um að sam-
líðanin sé „uppspretta
hins æðsta saungs" og
segir að í þeim felist
lykilliim að sigurfor
bókarinnar. Laxness
syngur söng - sem
aldrei dettur ofan f til-
finningasemi - um
samlíðan með fátæk-
um heiðarbóndanum
sem er vakinn af alda-
löngum svefni með lof-
orði um nýja og betri
tíma, loforði sem er
svo brotið fyrr en varir, segir
Grant og heldur áfram: „Þegar ár-
ið 1934 kom Laxness auga á að
þrátt fyrir allar sínar háu hugsjón-
ir myndi sósíalisminn bijóta niður
það eina sem kapítalisminn hafði
ekki getað eyðilagt, hina hetju-
legu, harðsvíruðu og beisku sæmd
sem var eina vopn heiðarbóndans
gegn hörðum og bitrum veruleik-
anum. I Sjálfstæðu fólki sýnir Lax-
ness sína einstæðu hæfileika með
því að ljá þessari séri'slensku sæmd
sterka, ógleymanlega og hljóm-
mikla rödd.“
Lágfreyð-
andi sápa
Islenskar barna-
bókmenntir sýnd-
ar í Noregi
Svika-
vefur
KVIKMYNDIR
Háskðlabfð og Bfð-
h ö 11 i n
TVÖFÖLD ÁKÆRA
„DOUBLEJEOPARDY"
★ ★★
Leiksljóri: Bruce Beresford. Fram-
leiðandi: Leonard Goldberg. Aðal-
hlutverk: Ashley Judd, Tommy Lee
Jones, Roma Mafia, Davenia
McFadden. 1999.
TITILL bandarísku spennu-
myndarinnar Tvöföld ákæra eða
„Double Jeopardy“ vísar til laga-
ákvæða um að ekki megi dæma
tvisvar fyrir sama morðið. Ung
kona er dæmd í fangelsi fyrir morð-
ið á manni sínum eftir að hann
hverfur frá borði á skemmtisiglingu
þeirra hjóna, en hún kemst að því að
hvarfið var sviðsett og maðurinn er
ennþá á lífi með son þeirra í felum.
Hér er á ferðinni prýðilegt efni í
spennumynd og ástralski leikstjór-
inn Bruce Beresford, sem sannar-
lega hefur stýrt meiri þungavigtar-
myndum en þessari, fer ágætlega
með það. Myndin er mjög fagmann-
lega unnin á sína Hollywood-vísu og
rækt er lögð við hvert smáatriði í
framleiðslunni og að auki er sagan
skemmtileg og myndin vel leikin
svo úr verður hin besta afþreying.
Fer þar fremst í flokki hin upp-
rennandi leikkona Ashley Judd í
hlutverki móðurinnar og hins
dæmda morðingja. Hún fer nánast
aldrei úr mynd enda fjallar Tvöföld
ákæra fyrst og fremst um hana og
Judd gerir henni ljómandi góð skil
hvort sem hún er að leika áhyggju-
fulla móður, sem þráir að fá son
sinn aftur, svikna eiginkonu, sem
lendir í fangelsi og kemst að raun
um að eiginmaðurinn hefur komið
henni þangað, hefndarþyrstan fyrr-
um tukthúslim, sem leitar uppi eina
sakamanninn í málinu, eða konu
sem er við það að bugast undan
álaginu. Ashley Judd er afbragðsfín
í hlutverki klassískrar spennu-
sagnahetju og tekst að láta áhorf-
endur fá samúð með henni eftir því
sem á líður.
Aðrir leikarar eru einnig góðir
undir stjórn Beresford. Tommy Lee
Jones er hér í hlutverki skilorðsfull-
trúa og er reyndar farinn að endur-
taka sig svolítið í hlutverki hins of-
virka yfirvalds. Roma Mafia fer
með örlítið en mikilvægt hlutverk í
fangelsinu og svo mætti áfram telja.
Beresford hefur gert góða
spennumynd sem byggir á vel
þokkalegu handriti, sem er hæfi-
lega trúverðugt, en stendur og fell-
ur með leikkonunni í aðalhlutverk-
inu. Ashley Judd bregst ekki og fer
létt með að eigna sér myndina.
Arnaldur Indriðason
--------*-♦-*-------
Nýjar bækur
• VITJUN sína vakta ber, safn
greina eftir Jón Ólafsson úr
Grunnavík er komið út hjá Háskóla-
útgáfunni og Góðvinum Grunnavík-
ur-Jóns. Jón Ólafsson var einn af
frumkvöðlum upplýsingastefnunnar
á íslandi og á ýmsum sviðum fyrstur
til að fjalla um ákveðin málefni. Hér
eru prentaðar ritgerðir um skáld-
skap og skáldskaparfræði, íslenska
tungu, náttúrufræði og hagfræði. Að
auki er hér úrval úr bréfum Jóns.
Menningarsjóður styrkti þessa út-
gáfu.
Bókin eríkilju. Verð 1.900 kr. Há-
skólaútgáfan sér um dreifíngu.
SJONVARP
S u n n u d a g s I e i k h ú s i ð
HERBERGI 106: HELGAR-
FERÐ OG HIÐ HEILAGA
Eftir Jóni'nu Leósdóttur. Leikstjóri
Ágúst Guðmundsson. Tónlist:
Gunnar Þórðarson.
Leikendur: Edda Heiðrún Back-
man, Guðlaug María Bjarnadóttir,
Lilja Þórisdóttir, Saga Jónsdóttir.
Baldur Trausti Hreinsson, Hildi-
gunnur Þráinsdóttir.
JÓNÍNA Leósdóttir sýnir ótví-
ræða hæfileika sem höfundur fyrir
sjónvarp með þáttum sínum þrem-
ur sem birst hafa í Sunndagsleik-
húsinu undanfarið. Annar þátturinn
Helgarferð var sérlega vel heppn-
aður, skemmtileg persónusköpun í
bland við lipran og áreynslulausan
texta. Allar upplýsingar um bak-
grunn vinkvennanna fjögurra voru
haglega felldar inn í samtölin og
leikkonurnar veltu sér uppúr hlut-
verkunum af öryggi og krafti. Leik-
stjórnin var látlaus en örugg, hefð-
bundin sjónvarpsleikstjórn þar sem
efnið fær forgang, verkið samið í
þeim stíl og meðhöndlunin í fullu
samræmi við það. í þessum þætti
sameinaðist tvennt á vel heppnaðan
hátt, skemmtun og innihald, stað-
festing á því að við eigum að leggja
rækt við svona framleiðslu; við höf-
um greinilega allt sem þarf til þess,
kunnáttuna og getuna en fjármagn-
ið vantar svo úr verði meira en sýn-
ishorn á nokkurra vikna fresti.
Það heilaga
Dæmigerð brúðkaupsnótt á ís-
landi þar sem hin nýbökuðu hjón
hafa löngu hafið sambúð, eiga barn
og íbúð en guðlega blessun vantar
á allt saman. Þegar svo stóra
stundin rennur upp er brúðurin of-
urþreytt eftir allan undirbúninginn
og steinsofnar strax og hún hallar
höfði á koddann. Brúðguminn situr
einn og sötrar kampavínið.
Leikþátturinn gerist morguninn
eftir þegar hún vill hafa það nota-
legt og gera úr þessu raunverulega
brúðarsælu, hann vill komast heim
og sinna syni þeirra. Upp koma
ýmis mál á milli þeirra, það helst að
hann hafi haldið framhjá henni,
hún vill vita hvort hann elskar hana
eða hvort hann hafi gifst henni
vegna barnsins.
Jónína leggur upp góða hug-
mynd og leikararnir unnu vel úr
henni og sköpuðu trúverðuga mynd
af af þessu ofurvenjulega pari.
Hildigunnur Þráinsdóttir sýndi hér
hlið á sér sem hún hefur ekki feng-
ið tækifæri til fram að þessu, að
leika unga konu - ekki barn eða
ungling - og henni fórst það vel úr
hendi, var eðlileg og sannfærandi
sem hlýtur að vera aðal sjónvarps-
leiks af þessu tagi. Baldur Trausti
hefur fengið fleiri tækifæri frá út-
skrift til að sýna hvað í honum býr
og hann fór vel með hlutverk hins
unga manns. Sannfærandi samleik-
ur fleytti þeim að mestu yfir
hnökra í handritinu þar sem upp-
lýsingar lágu utan á samtölunum í
stað þess að falla inn í persónu-
gerðina.
Þessi þriggja þátta hótelsería
eftir Jónínu Leósdóttur verðskuld-
ar athygli. Ekki fyrir djúpstæðan
skáldskap eða mergjaðan texta
heldur fyrir ágætlega samið og
unnið sjónvarpsefni innan þeirra
marka sem því eru sett. Það er
kúnst útaf fyrir sig. Líklega myndi
liggja vel fyrir Jónínu að semja ís-
lenska sápu ef sá dagur rynni upp
að slík ofrausn færi í framleiðslu
hérlendis.
Hávar Sigurjónsson
OPNUÐ var fyrir skemmstu í Stav-
anger í Noregi farandsýning á ís-
lenskum barna- og unglingabókum
sem komið hafa út seinustu tíu ár.
Sýningin, sem kallast Veganesti -
Niste pá veien, vai- sett upp að til-
stuðlan norska menntamálaráðu-
neytisins en svipuð sýning kom hing-
að frá Noregi fyrir fjórum árum.
Sýningin hefur að geyma 57
barna- og unglingabækur eftir 34
höfunda. Henni fylgir einnig ítarleg-
ur bæklingur um höfundana sem
væntanlega er hægt að nota sem
heimildarrit næstu 6-7 árin.
Við opnun sýningarinnar í al-
menningsbókasafni Stavanger
fylgdu nokkrir höfundar og lista-
menn henni úr hlaði. Aðalsteinn Ás-
berg Sigurðsson og Anna Pálína
Nýjar bækur
• NÝLEGA kom út bókin „Equal
Democracies? Gender and Politics
in the Nordic Countries." Hún er
þýðing á Likestilte demokratier?
Kjpnn og politikk i Norden sem
kom út í upphafi árs 1999 á vegum
Norrænu ráðherranefndarinnar og
Universitetsforlaget. Bókin er af-
rakstur þriggja ára samvinnuverk-
efnis stjórnmálafræðinga og félags-
fræðinga á öllum Norðurlöndunum.
Ritstjórar hennar eru Christina
Bergqvist, Annette Borchorst,
Anne-Dorte Christensen, Viveca
Ramstedt-Silén og Auður Styrkárs-
dóttir.
í kynningu á bókarkápu segir að
Norðurlöndunum sé gjarnan lýst
sem heilsteyptu svæði þar sem jafn-
aðarstefna og jafnrétti kynjanna
beri hátt. Höfundar bókarinnar at-
huga hversu réttmæt þessi lýsing
er, og setja fram tvær rannsóknar-
spurningar: Hvernig er jafnrétti
kynjanna háttað innan hvers lands
Árnadóttir spiluðu og sungu af plötu
sinni Berrössuð á tánum, Aðalsteinn
las upp úr bók sinni Dvergasteinn og
Þórarinn Eldjárn las upp úr ljóða-
bókum sínum. Gunnhildur Hrólfs-
dóttir las upp úr bókinni Það sem
enginn sér og Kristín Steinsdóttir úr
bókinni Fjólubláir dagar. Iðunn
Steinsdóttir hélt erindi um starf sitt
á Islandi sem rithöfundur og Þuríð-
ur Jóhannsdóttir bókmenntafræð-
ingur talaði um ýmis áhrif annarra
miðla sem sjást í íslenskum barna-
og unglingabókmenntum.
Sýningunni fer á norræna barna-
bókamessu í Kaupmannahöfn 18.-
20. febrúar næstkomandi.
Umsjónarmaður sýningarinnar og
ritstjóri bæklingsins er Kristín Birg-
isdóttir.
fyrir sig? Hversu líkar eru Norður-
landaþjóðirnar í raun?
I bókinni er m.a. rannsakað
hvernig þátttöku í stjórnmálum er
háttað og hvernig stefna í velferðar-
og jafnréttismálum birtist í hverju
Norðurlanda um sig, þ.á m. á
Álandseyjum, í Grænlandi og í Fær-
eyjum (þessi sjálfstjórnarsvæði
vilja gjaman verða útundan í um-
ræðu og fræðilegri greiningu á
Norðurlöndunum). Niðurstaðan er
sú, að Norðurlöndin eru um margt
býsna lík, meira að segja svo lík að
full ástæða er að tala um Norður-
landamódel í velferðar- og jafnrétt-
ismálum. Á hinn bóginn hafa þjóð-
irnar farið ólíkar leiðir um margt og
breytileikinn er meiri milli landanna
en rannsóknir hafa hingað til leitt í
ljós. Ástæðan felst ekki fyrst og
fremst í ólíkri menningu þjóðanna
eða stjómmálum, heldur í hinu að
pólitískir gerendur - stjórnmála-
menn, stjórnmálaflokkar, félagsleg-
ar hreyfingar, embættismannakerf-
ið o.s.frv. hafa lagt áherslu á ólíkar
leiðir í jafnréttismálum.
n rSALA ■ IJTSALA
Klapparstíg 44 SÍMI 562 3614