Morgunblaðið - 19.01.2000, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 19.01.2000, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2000 19 AKUREYRI Vernharð Þorleifsson íþróttamaður KA VERNHARÐ Þorleifsson júdómaður var val- inn íþróttamaður KA fyrir árið 1999 en útnefn- ingin fór fram á KA-deginum, sem haldinn vai- hátíðlegur í KA-heimilinu sl. sunnudag. Vem- harð var jafnframt útnefndur íþróttamaður Akureyrar fyrir árið 1999 á dögunum og er þetta í annað sinn í röð sem hann hlýtur báða þessa titla. Berglind Andrésdóttir, sem einnig keppir fyrir hönd KA í júdó, hafnaði í öðru sæti í kjör- inu og Jónatan Magnússon handknattleiks- maður í því þriðja. Vernharð gerði marga góða hluti á síðasta ári en hann gat ekki verið við- staddur útnefninguna á sunnudag, þar sem hann er við æfingar á erlendri grundu. Vernharð sigraði í sínum flokki á íslands- mótinu í júdó og var í sigursveit KA í sveita- keppninni. Hann sigraði í mínus 100 kg flokki á Norðurlandamótinu og hafnaði í öðru sæti í opnum flokki. Hann sigraði í sínum flokki á Smáþjóðaleikunum og á opna sænska meist- aramótinu og varð í fimmta sæti á franska meistaramótinu. Vernharð tapaði hins vegar fyrir flensunni á heimsmeistaramótinu í Birm- ingham, eins og Helga Steinunn Guðmun- dsdóttir, formaður KA, orðaði það við athöfn- ina á sunnudag. Þá er hann í sérstökum undirbúningshópi á vegum Júdósambandsins íyrir Ólympíuleikana í Sydney í sumar. Berglind Norðurlands- meistari Berglind hefur æft júdó með KA sl. þrjú ár og hún náði mjög góðum árangri á síðasta ári. Hún sigraði í mínus 63 kg flokki og opnum flokki á Norðurlandamótinu og var í sigursveit KA á íslandsmótinu. Þá keppti hún fyrir ís- lands hönd á Smáþjóðaleikunum. Jónatan er einn af efnilegustu handknatt- leiksmönnum landsins en hann hefur einnig æft fótbolta með félaginu frá unga aldri. Jóna- tan hefur unnið fjölda íslandsmeistaratitla með yngri flokkum félagsins í handbolta, leikið með 16 ára landsliðinu og var fyrirliði 18 ára landsliðsins sem varð Norðurlandameistari sl. sumar. Þá lék hann einnig með 21 árs landslið- inu á Norðurlandamótinu. Einstakar deildir KA kynntu íþróttagreinar sínar á KA-deginum og þá reyndu gamlar íþróttakempur með sér á vellinum í íþróttahús- inu. Einnig stóð til að íslenska handknattleiks- landsliðið kæmi norður og léki gegn meistara- flokksliði KA en af því gat ekki orðið, þar sem flugsamgöngur fóru úr skorðum um helgina. Morgunblaðið/Kristján Vernharð Þorleifsson íþróttamaður KA gat ekki verið viðstaddur útnefninguna á sunnudag og tók yngsti Islandsmeistari félagsins í júdó, Sindri Snær Rúnarsson, við viðurkenningu hans. Hann stendur hér framan við Helgu Steinunni Guðmundsdóttur formann KA. Við hlið hennar standa Jónatan Magnússon og Berglind Andrésdóttir. Nýr Renault Scénic - kraftmeiri, öruggari, Grjótháls 1 Sími 575 1200 Söludeild 575 1220 Þessi vinsæli bíll, sem var útnefndur bíll ársins í Evrópu þegar hann kom á markað, er nú orðinn enn betri; útlitið að framan er breytt, vélin kraftmeiri (16 ventla, 107 hestöfl) og öryggið meira (t.d. ABS kerfi og 4 loftpúðar). Innra rýmið er jafnvel enn snjallara með aksturstölvu, fleiri sniðugum geymsluhólfum og aftursætum á sjálfstæðum sleðum. Komdu í B&L og prófaðu kraftmeiri, öruggari og fallegri Renault Scénic. RENAULT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.