Morgunblaðið - 19.01.2000, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2000 19
AKUREYRI
Vernharð Þorleifsson
íþróttamaður KA
VERNHARÐ Þorleifsson júdómaður var val-
inn íþróttamaður KA fyrir árið 1999 en útnefn-
ingin fór fram á KA-deginum, sem haldinn vai-
hátíðlegur í KA-heimilinu sl. sunnudag. Vem-
harð var jafnframt útnefndur íþróttamaður
Akureyrar fyrir árið 1999 á dögunum og er
þetta í annað sinn í röð sem hann hlýtur báða
þessa titla.
Berglind Andrésdóttir, sem einnig keppir
fyrir hönd KA í júdó, hafnaði í öðru sæti í kjör-
inu og Jónatan Magnússon handknattleiks-
maður í því þriðja. Vernharð gerði marga góða
hluti á síðasta ári en hann gat ekki verið við-
staddur útnefninguna á sunnudag, þar sem
hann er við æfingar á erlendri grundu.
Vernharð sigraði í sínum flokki á íslands-
mótinu í júdó og var í sigursveit KA í sveita-
keppninni. Hann sigraði í mínus 100 kg flokki á
Norðurlandamótinu og hafnaði í öðru sæti í
opnum flokki. Hann sigraði í sínum flokki á
Smáþjóðaleikunum og á opna sænska meist-
aramótinu og varð í fimmta sæti á franska
meistaramótinu. Vernharð tapaði hins vegar
fyrir flensunni á heimsmeistaramótinu í Birm-
ingham, eins og Helga Steinunn Guðmun-
dsdóttir, formaður KA, orðaði það við athöfn-
ina á sunnudag. Þá er hann í sérstökum
undirbúningshópi á vegum Júdósambandsins
íyrir Ólympíuleikana í Sydney í sumar.
Berglind Norðurlands-
meistari
Berglind hefur æft júdó með KA sl. þrjú ár
og hún náði mjög góðum árangri á síðasta ári.
Hún sigraði í mínus 63 kg flokki og opnum
flokki á Norðurlandamótinu og var í sigursveit
KA á íslandsmótinu. Þá keppti hún fyrir ís-
lands hönd á Smáþjóðaleikunum.
Jónatan er einn af efnilegustu handknatt-
leiksmönnum landsins en hann hefur einnig
æft fótbolta með félaginu frá unga aldri. Jóna-
tan hefur unnið fjölda íslandsmeistaratitla
með yngri flokkum félagsins í handbolta, leikið
með 16 ára landsliðinu og var fyrirliði 18 ára
landsliðsins sem varð Norðurlandameistari sl.
sumar. Þá lék hann einnig með 21 árs landslið-
inu á Norðurlandamótinu.
Einstakar deildir KA kynntu íþróttagreinar
sínar á KA-deginum og þá reyndu gamlar
íþróttakempur með sér á vellinum í íþróttahús-
inu. Einnig stóð til að íslenska handknattleiks-
landsliðið kæmi norður og léki gegn meistara-
flokksliði KA en af því gat ekki orðið, þar sem
flugsamgöngur fóru úr skorðum um helgina.
Morgunblaðið/Kristján
Vernharð Þorleifsson íþróttamaður KA gat ekki verið viðstaddur útnefninguna á sunnudag
og tók yngsti Islandsmeistari félagsins í júdó, Sindri Snær Rúnarsson, við viðurkenningu
hans. Hann stendur hér framan við Helgu Steinunni Guðmundsdóttur formann KA. Við hlið
hennar standa Jónatan Magnússon og Berglind Andrésdóttir.
Nýr Renault Scénic
- kraftmeiri, öruggari,
Grjótháls 1
Sími 575 1200
Söludeild 575 1220
Þessi vinsæli bíll, sem var útnefndur bíll ársins í Evrópu þegar
hann kom á markað, er nú orðinn enn betri; útlitið að framan er
breytt, vélin kraftmeiri (16 ventla, 107 hestöfl) og öryggið meira
(t.d. ABS kerfi og 4 loftpúðar). Innra rýmið er jafnvel enn snjallara
með aksturstölvu, fleiri sniðugum geymsluhólfum og aftursætum
á sjálfstæðum sleðum. Komdu í B&L og prófaðu kraftmeiri,
öruggari og fallegri Renault Scénic.
RENAULT