Morgunblaðið - 19.01.2000, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2000 5f
FOLKI FRETTUM
Amerísku tónlistarverðlaunin veitt á mánudag
Lauryn Hill
og Shania
Twain sig-
ursælar
SÖNGKONURNAR Shania Twain
og Lauryn Hill hlutu tvenn verð-
laun hvor á Amerísku tónlistarhá-
tíðinni sem fram fór á mánudaginn,
en hvorug þeirra mætti á svæðið til
að taka við verðlaunagripunum.
Sveitasöngvarinn Garth Brooks
vann einnig til tvennra verðlauna
auk þess að vera kosinn listamaður
áratugarins og Garth mætti gal-
vaskur á hátíðina og þakkaði öllum
sem hann þekkir fyrir þá velvild
sem honum hefur verið sýnd f
gegnum árin. „Ég er viss um að
fólk þarf ekki að taka sér frí frá
Garth,“ sagði söngvarinn, en hann
á það til að tala um sjálfan sig í
þriðju persónu. Hann var valinn
vinsælasti karlkyns listamaðurinn í
flokki sveitasöngvara og einnig
hlaut hann verðlaun fyrir bestu
sveitaplötuna.
Shania Twain var valin besta
söngkonan bæði í sveitasöngva- og
rokk/popptónlistarflokki.
Sálarsöngkonan Lauryn Hill var
tilnefnd sem besta söngkonan og
einnig fyrir bestu plötu í sálar- og
blústónlistarflokki og vann hún
bæði verðlaunin.
Að venju nældi hin unga Britney
Spears sér í verðlaun en hún hefur
verið einkar sigursæl á hátíðum
sem þessum upp á síðkastið. Hún
var tilnefnd í þremur ílokkum en
endaði með ein verðlaun í kjölt-
unni, sem besti nýliðinn. Hún er
einnig tilnefnd til Grammy-verð-
launa sem veitt verða í næsta mán-
uði og hafði hún þetta að segja um
það: „Ég mun mæta á Grammy-
hátíðina án þess að búast við neinu.
Þannig að ef ég fæ verðlaun verður
það einkar skemmtilegt og sérstakt
fyrir mig.“ Whitney Houston var
einnig tilnefnd til verðlauna en
vann engin, sem var kannski ágætt
því hún mætti ekki á hátíðina frek-
ar en stöllur hennar Hill og Twain.
Mariah Carey lætur sig hinsveg-
ar ekki vanta þar sem hún getur
baðað sig í frægðarljóma og athygli
enda fékk hún sérstök afreksverð-
laun þar sem hún hefur átt gífur-
legri velgengni og vinsældum að
fagna í gegnum árin.
Carlos Santana lét sig heldur
ekki vanta á svæðið og tók lög af
metsöluplötu sinni fyrir gesti.
Santana er gamall i hettunni og
komst aftur í sviðsljósið á síðasta
Hún er alltaf fersk
og falleg hún Britn-
ey Spears sem túk
við verðlaunum sem
besti nýliðinn í tón-
listinni.
Mariah Carey var angurvær
á svip og þakkaði pent fyrir
sig er hún vann afreksverð-
laun á hátíðinni.
ári með plötu sinni „Supernatural".
Ricky Martin er orðinn fasta-
gestur á tónlistarhátíðum sem
þessum og fer þá yfirleitt heim
með verðlaun sem besti suður-am-
eríski tónlistarmaðurinn. Hann
breytti ekki út af vananum á mánu-
dag og brosti sínu blíðasta til gesta
er hann tók við verðlaunagripnum.
Tilnefningar til Amerísku tónlist-
arverðlaunanna eru valdar út frá
sölu platna og spilun laga í útvarpi
í Bandaríkjunum. Nokkur þúsund
óbreyttra borgara velja síðan þá
tónlistarmenn sem komast á verð-
launapall. Tónlistarmennirnir sjálf-
ir bíða þó eflaust spenntari eftir
Grammy-verðlaunahátíðinni sem
fram fer í febrúar, enda er það virt
hátíð, svipuð Óskamum sem mikill
heiður og upphefð hlotnast af að
vinna.
Howie D, söngvarinn úr hljóm-
sveitinni Backstreet Boys, kom
og tók við verðlaunum fyrir
hönd sveitarinnar, sem var valin
besta hljómsveitin.
FEGUR
mbl.is
Gestum mbl.is býðst sérstök forsýning á kvikmyndinni
AMERÍSK FEGURÐ (AMERICAN BEAUTY)
í Háskólabíói fimmtudaginn 27. janúar kl. 21
Eina sem þarf að gera er að skrá sig á mbl.is
og þá er hægt að vinna:
Ferð fyrir tvo til Lundúna
með Samvinnuferðum Landsýn
Boðsmiða fyrir tvo á
Ameríska fegurð (American Beauty)
Amerísk fegurð er í senn fyndin og átakanleg. Kvikmyndinni er leikstýrt
af Sam Mendes eftir handriti Alan Ball. Kevin Spacey og Annette Bening
sýna stórleik í hlutverki hinna fullkomnu hjóna en...
...líttu nær!
/»>mbl.is
' f ■< ■> '4- hiimssmiatim/i.
-J\LL.TAt= GITTHWKT) NÝTl
Reuters
Hljómsveitin N’Sync skemmti sér og öðrum af miklum krafti.