Morgunblaðið - 19.01.2000, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 19.01.2000, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ V örn gegn hneyksli „Markmiðið með því að setja þessar reglur var að minnka hættuna á því að óþrúttnirfjármálamenn gœtu keypt sér greiða hjá stjórnmálaflokkum og látið þá hygla sér í valdakerfinu. “ OFT hafa komið upp hér hneyksl- ismál sem þjóðin og ráðamenn hennar hafa sýnt lítinn áhuga og einfaldlega tekist á við með viðeig- andi hætti - sleppt því. Menn hafa verið sammála um að málið væri stormur í tebolla. En stundum furða ég mig á því hvað áhuginn er lítill þótt staðreyndir liggi á borð- inu. LandbúnaðarráðheiTann okkar, Guðni Agústsson, var til dæmis ekki hrifinn af því að þýskir emb- ættismenn skyldu fara að ræða meint skattsvik íslenskra hrossa- útflytjenda þegar hann var þar gestur á hestamannamóti. Peir skilja ekki íslenska menningu, sagði ráðherrann, hann var miður sín og hneykslaður. Hann hefur áreiðanlega rétt fyrir sér, eins og VIDHORF °“sti1egir demókratar í ET“ hafa arum saman komist upp með að þiggja stórar fúlgur í flokkssjóðinn án ■tji, þess að geta um gefendur. Bók- haldið yfir greiðslurnar var, ef þannig má orða það, einfalt. Lista- menn myndu líka segja að það hafi einkennst af naumhyggju. En nú er stund hins hrákalda sannleika runnin upp. Hvers vegna hafna menn í svona kviksyndi og það fyrirvara- laust? Svörin eru mörg en ein ástæðan er augljós: Lagasetning. Þjóðverjar settu á níunda ára- tugnum lög um að greiðslur í flokkssjóði skyldu vera háðar ákveðnum reglum sem eiga að tryggja að almenningur geti vitað hverjir séu helstu bakhjarlar stjórnmálaflokka. Greiði einhver meira en 20 þúsund mörk, um 800 þúsund krónur, í sjóðinn verður flokkurinn að skýra frá nafni um- rædds gefanda. Markmiðið með því að setja þessar reglur var að minnka hætt- una á því að óprúttnir fjármála- menn gætu keypt sér greiða hjá stjómmálaflokkum og látið þá hygla sér í valdakerfinu. Þjóðverj- ar eru ekki einir um að setja slík lög; Bandaríkjamenn hafa þegar gert það, Bretar og fleiri á leiðinni. En er sennilegt að þetta verði gert hér, að flokkamir verði dregnir út úr skotum sínum, skip- að að greina frá því hverjir hafi verið stærstu gefendurnir? Fyiir skömmu minntist Davíð Oddsson forsætisráðherra á mál Helmuts Kohls, fyrrverandi kanslara, í sjónvarpsþætti. „Þetta væri svona eins og það vantaði í skýrslur Al- þýðuflokksins tuttugu þúsund krónur," sagði forsætisráðherra og sagði málið ekki merkilegt. Það er alveg rétt hjá honum að fjárhæðin sem slík er ekki há mið- að við önnur fjármálahneyksli hjá stórþjóðum.Kohl hefur viðurkennt að hafa tekið við alls um 75 mil- ljónum króna fyrir hönd flokksins á síðustu valda’árum sínum. Enginn hefur í alvöm gefið í skyn að hann hafi verið að nota peningana í eigin þágu en athygl- isvert var að sjá að kanslarinn lagði áherslu á að vísa á bug slík- um ásökunum með miklum þunga. Hvers vegna að vera að mótmæla með offorsi ásökunum sem ekki komu fram? Til að reyna að öðlast i' samúð þeirra fjölmörgu Þjóðverja sem hefðu talið óverjandi að bera slíkar ásakanir á borð. En málið snerist um flokkinn, ekki kanslar- ann sjálfan. Það sem verið er að gagnrýna er að flokkarnir, tækin í stjórn- málabaráttunni, skuli ekki gefa okkur kost á því að fylgjast betur með því sem gerist í innra lífi þeirra. Og alveg ástæðulaust að láta sem verið sé að tortryggja að óþörfu íslenska stjómmálamenn þótt bent sé á að hægt sé að mis- nota líka leyndina hérlendis. Við vitum of lítið um fjármögn- un flokkanna og þess vegna er of auðvelt fyrir hvem sem er að full- yrða að hún sé ekki við hæfi. Ef íslensk erfðagreining gefur út yfirlýsingu um að fyrirtækið hafi stutt nokkra flokka fyrir síð- ustu kosningar er ekkert óeðlilegt við að kjósendur spyrji hvers vegna ekki sé heppilegra að slíkar greiðslur séu upplýstar jafnóðum. Þá geta kjósendur sjálfir metið hvort þeim finnist þeir sjá merki um að umrætt fyrirtæki séu að hafa áhrif á stefnu flokkanna. Slíkt mat verður auðvitað ekki fræði- lega skothelt heldur alltaf litað af fyrirframhugmyndum þess sem metur en það hlýtur að vera betra að hann sé að minnsta kosti með staðreyndir á hreinu. Fjármálamaður er sagður greiða stórfé í sjóði Reykjavíkur- listans og borgarstjóri sakaður um að leyna því. En málið hefði ekki verið neitt „mál“ ef fjárstreymið hefði verið öllum ljóst sem vildu fá upplýsingar um það. Flokksmenn Alþýðubandalag- sins fá að vita að bókhald flokksins sé nú öllum opið en ekki hefur tek- ist almennilega að greiða úr flækj- unum í bókhaldi flokksins fyrr á árum. Ætli slík vandamál væru ekki minni og viðráðanlegri ef töl- urnar hefðu alltaf legið fyrir? Og þá eru það gagnrökin. Bandaríkjamenn hafa um árabil notast við lagasetningu sem á að tryggja að einstök fyrirtæki eða auðmenn geti ekki haft óeðlileg áhrif á bak við tjöldin. Ef þeir vilja nota peningana sína til að öðlast völd gera þeir það fyrir allra aug- um, kaupa auglýsingar og fleira sem við á að éta í kosningabaráttu. En samt er farið á bak við lögin, þau teygð og toguð á allavegu. Þetta er allt háiTétt en ná- kvæmlega sams konar rök má færa gegn öllu sem erfitt er að setja skilvirk lög um vegna þess að menn reyna stöðugt að finna á þeim smugur. Skattareglur eru nærtækt dæmi. Eitt helsta einkennið á stjórn- málaflokkum á Vesturlöndum núna er einmitt að þeim gengur illa að halda trausti almennings. Er þá besta lausnin að gera lítið úr því þegar fjármálahneyksli er- lendis varpa rýrð á alhi flokka og ýta óbeint undir þá landlægu hugsun hér og annars staðar að stjórnmálamenn séu allir spilltir en láti bara sjaldan grípa sig í ból- inu? Skynsamlegar og sanngjarn- ar reglur um fjórmál íslensku flokkanna, sem nú þegar njóta fjárstuðnings í sambandi við þing- störf og útgáfumál, eru áreiðan- lega léttvæg fórn á altari for- sjárhyggjunnar ef menn vilja fyrirbyggja enn meiri tortryggni meðal almennings. Um einkaleyfi á sviði líftækni ÞAD mátti lesa und- arleg tilskrif Ólafs Hannibalssonar stjórn- armanns í Mannvemd, í Mbl. hinn 11. janúar síðastliðinn þar sem flutt var útlegging Ól- afs af boðskap Julians nokkurs Borgers. Inn- tak greinarinnar var að einkaleyfi ógni vísind- um, seinki lækningu sjúkdóma og að „einka- leyfa-lögfræðingar“ hafi náð „kverkataki...á erfðafræðirannsókn- um“ í þeim tilgangi að koma í veg fyrir eðli- legar framfarir í læknavísindum. Er því haldið fram að framangreindir lögfræðingar stuðli að því að hugmyndir séu „bældar“ og þróun hindruð, allt í því skyni að nýta einkaleyfi til „fjárkúg- unar á samfélaginu, einkum sjúkl- ingum og heilbrigðiskerfi" eins og fullyrt er. Greinin ku byggjast á óbirtri könnun sem gerð mun hafa verið af „vísindamönnum í Kalifomíu og Pennsilvaniu" en ekki er haft fyrir því að tilgreina hverjir hafa fram- kvæmt könnunina og í hvaða til- gangi._ Þó óbirt sé er könnunin að mati Ólafs og Borges „gleggsti vitn- isburður" um það sem þeir kalla „genaæðið". Ljóst er af lestri grein- arinnar að hvorki Ólafur né Borger þessi hafa vald eða áhuga á því að fjalla um bandarískan einkaleyfarétt svo vel sé eða þýðingu einkaleyfa fyrir framþróun í læknavísindum. Rétt er því að upplýsa um nokkur grundvallaratriði er snerta banda- rískan einkaleyfarétt og samspil hans við líftækni- og lækningaiðnað svo menn geti dregið eigin ályktanir af gagnsemi einkaleyfa fyiir Banda; ríkjamenn og jarðarbúa almennt. I stjórnarskrá Bandaríkjanna er kveð- ið á um heimild til löggjafans til að stuðla að framgangi vísinda og lista með því að veita frumkvöðlum einkarétt í tiltekinn tíma á ráð- stöfun þess sem skapað er. Að baki þessu ákvæði býr það sjónar- mið að hvetja skuli ein- staklinga til þess að stuðla að framþróun í vísindum og listum enda muni samfélagið allt njóta góðs af þegar til lengri tíma er litið. Með veitingu einka- réttar til fjárhagslegr- ar hagnýtingar er sköpuð hvatning til fólks um að skapa eitthvað hagnýtt sem geti í senn veitt því fjárhagslegan ávinning og komið öðrum til góða. Við út- færslu þessarar meginreglu í löggjöf þarf að hyggja að tveimur gi-undvall- arþáttum, í fyrsta lagi einkaréttar- tímanum og í öðru lagi þörf almenn- ings fyrir frjálsan aðgang að uppgötvunum. í Bandaifkjunum eins og í öðrum aðildarlöndum að samningnum um Alheimsviðskipta- stofnunina, WTO, er viðunandi gild- istími einkaleyfis talinn tuttugu ár. Gegn veitingu einkaleyfis gerir löggjafinn kröfu til að einkaleyfishaf- inn upplýsi um allt sem uppfinningu varðar. Þannig verður uppfinningin til frjálsrar notkunar að einkaleyfis- tímanum liðnum. í einleyfaverndinni felst einkaréttur til þeirrar hagnýt- ingar sem krafa um einkaleyfi felur í sér. Er öðrum óheimilt að nýta upp- finningu ef hún fellur innan útgefins einkaleyfis jafnvel þó að engin tengsl séu á milli uppgötvana. Til þess að fá einkaleyfavernd í Bandaríkjunum þarf uppfinning að uppfylla ákveðin skilyrði. Hún þarf að vera hagnýt, frumleg, ný og má ekki vera augljós kunnáttumönnum í Einkaleyfi Fullyrðingar um að einkaleyfi ógni vísindum og seinki lækningu sjúk- dóma, segir Hrdbjartur Jónatansson, eru öfug- mæli sem bera vitni um þekkingarskort. viðkomandi grein. Þá verður upp- finningin að öðru leyti að vera hæf til verndar en einkaleyfavemd fæst ekki fyrir náttúrulögmál eða það sem finnst í lífríkinu, hvort heldur er um dýr, plöntur eða menn að ræða. Það er hins vegar meginregla að allt sem maðurinn hefur búið til getur verið hæft til einkaleyfaverndar. í grein Ólafs er vikið að „ákvörðun" Hæsta- réttar Bandai'íkjanna frá 1980 og fullyrt að hún hafi opnað „leiðir til að fá einkaleyfi á ákveðnum lífverum sem er að finna úti í náttúrunni". Hér ranglega vísað til mikilvægustu dómsúrlausnar Hæstaréttar Banda- ríkjanna á sviði einkaleyfaverndar hin síðari ár, Diamond v. Chakrabar- ty. I því máli reyndi á hvort tilteknar bakteríur (e. micro-organism) sem ekki fínnast í náttúrunni en búnar voru til af vísindamönnum, í þeim til- gangi að brjóta niður hráolíu og minnka þannig mengunarhættu af olíuslysum, teldust vera hæfar til einkaleyfaverndar. Ymsir mæth' menn, þ.m-f. Nóbelsverðlaunahafar, voru fengnir til þess að lýsa yfir skoðunum sínum um að mannkyninu myndi stafa stór hætta af ef uppfinn- ing Chakrabartys fengi einkaleyfa- vernd. Erfðafræðirannsóknir voru sagðar fara út í öfgar og leiða af sér mengun og sjúkdóma, skemma Hróbjartur Jónatansson Lóðaúthlutun í Reykjavík MEISTARAFÉ- LAG húsasmiða í Reykjavík, sem er hagsmunafélag verk- taka í almennri mannvirkjagerð þar sem fagkunnáttu er krafist af viðkomandi stjórnvöldum hefur verulegar áhyggjur af þeirri þróun sem nú á sér stað varðandi út- hlutun lóða í Reykja- vík. í þeirri umræðu sem átt hefur sér stað um málefni bygging- áriðnaðarins að und- anförnu, meðal annars um verðlag og hækk- anir á húsnæði hafa margir þeir að- ilar sem um þessi mál hafa fjallað ekki nema að óverulegu leyti gert að umtalsefni þær ákvarðanir borg- aryfirvalda, sem vissulega hafa mikil áhrif á verðlag fasteigna. Sú mikla þensla sem verið hefur í þjóðfélaginu og mikil eftirspurn eftir húsnæði hefur áhrif til hækk- unar. Hinu má ekki gleyma að ný aðferðarfræði við úthlutun lóða hjá Reykjavíkurborg, þar sem fyrst er ákveðið lágmarksverð á bygginga- rétti og í framhaldi útboð þ.e. kaup á byggingarétti, hefur haft í för með sér verulega hækkun bygging- arlóða eins og nú er reyndar komið í ljós. Nýlegt útboð á byggingarétti 1. útboðsáfanga í Grafarholti, sýnir verulega hækkun á lóðaverði. I stað gatnagerðar- gjalda verður nú að gera kauptilboð í byggingarétt allra lóða í Grafarholti nema nokkrar einbýl- ishúsalóðir sem seldar eru á föstu verði. Sam- kvæmt almennri gjaldskrá gatnagerð- argjalda hefði þessi úthlutun gert 178 milljónir króna en byggingaréttur þess- ara lóða seldist fyrir tæplega 430 milljónir króna. Ennfremur er ljóst að bygginga- kostnaður lækkar ekki þegar skilyrt er hver hanna skuli hús á nokkrum lóðum í hverfinu og borgaryfirvöld ákveða verðlag- ningu á hönnun sem er langt um- fram það sem greitt er í dag á al- mennum markaði. Embættismenn borgarinnar sem kynntu málið á fundi með fulltrúum Meistarafélags húsasmiða, Sam- tökum iðnaðarins og Samiðnar full- yrtu að með þessu útboðsfyrir- komulagi fengjust nær eingöngu alvöruverktakar. Niðurstaðan sýn- ir hið gagnstæða því flestir af reyndustu byggingaverktökum í borginni með mörg hundruð manns í vinnu fengu ekki úthlutun. Hvers vegna ekki, jú, aðallega vegna þess að þeir hafa ekki áhuga á því að spenna lóðaverð í Reykjavík upp úr öllu valdi sem leiðir til stórhækkun- Baldur Þór Baldvinsson ar á íbúðaverði, ekki bara á Grafar- holti heldur einnig á hinum al- menna íbúðamarkaði í Reykjavík og nágrenni. Byggingameistarar eru auðvitað fylgjandi frjálsræði á bygginga- markaðnum en til að það virki i reynd verður að vera eðlilegt fram- boð af byggingarlóðum en ekki lóðaskortur eins og blasir við í dag. Borgarstjóri hefur lýst því yfir að fara skuli sér hægt í útvíkkun borgarinnar. Fyrir ungt fólk sem Lóðaúthlutun Borgarstjóri hefur lýst því yfír að fara skuli sér hægt í útvíkkun borgar- innar, segir Baldur Þór Baldvinsson. Slík yfir- lýsing verður ekki skilin á annan veg en að ungt fólk leiti annað en til Reykjavíkur um lóðaút- hlutun. er í þeim hugleiðingum að byggja sér húsnæði í Reykjavík verður slík yfirlýsing ekki skiíin á annan veg en skilaboð til þess að leita fyrir sér með lóð annars staðar en í Reykjavík. Kjörnum borgarfulltrú- um ber skylda til þess að sjá traustum byggingaraðilum fyi'ir lóðum svo nýta megi alla þá reynslu, þekkingu, tæki og mann- skap sem þeir hafa yfir að ráða. Höfundur er formaður Meistarafélags húsasmiða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.