Morgunblaðið - 19.01.2000, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2000 45
HERMANN
BJARNASON
+ Hermann
Bjarnason fædd-
ist í Búðardal 9. nóv-
ember 1925. Hann
lést í sjúkrahúsinu í
Stykkishólmi 24.
desember síðastlið-
inn og fór útför hans
fram frá Dalabúð 4.
janúar.
Þeim manni sem nú
er kvaddur eru mínar
fyrstu minningar
bundnar frá þvíég var
ung og smá. Dimmt
haustkvöld sit ég á hnalli úti í fjósi á
Þórustöðum. Týra af oh'ulugt kastar
bjarma á föðursystur mína sem
keppist við að mjólka kýrnar. Enn er
ég of ung til þess starfa en einhvern
félagsskap má af barnunganum
hafa, framar myrkrinu einu. Skyndi-
lega berst okkur kvæðalag utan úr
dimmu haustsins og inn úr dyrunum
snarast keikur, rauðbirkinn maður.
Það er ekki á honum að sjá að ghmt
hafi verið daglangt við skreikar
skriður og brattar brúnir fjalla. Þar
er hann Hermann á Leiðólfsstöðum
kominn í eftirleit svo sem oft síðar.
Þessi innkoma hans þar og þá hefur
oftlega komið mér í hug síðar er við
kynntumst betur. Þó aldur færðist
yfir hann sem aðra þá hélt hann
þessu létta fasi hins sterkbyggða,
vinnandi manns. Jafnvel í erfiðum
veikindum, sem að lokum lögðu
hann að velli, hélt hann reisn sinni
og léttri lund meðan stætt var.
Eins og títt var á hans ungdóms-
árum þurfti Hermann vinur minn
snemma að leggjast þungt á árarnar
í lífsins ólgusjó. Og ævinlega fylgdi
honum sú snerpa sem dugði til að sjá
fyrir sínu í lífsbaráttunni. Við jörð
sinni tók hann lítt ræktaðri, en að
leiðarlokum hans eru Leiðólfsstaðir
glæsilegt býli sem ber búsáhuga og
dugnaði bóndans hið besta vitni.
Það var gestkvæmt hjá þeim Her-
manni og Sigrúnu enda glöð og góð
heim að sækja, þess nutum við vinir
þeirra óspart. Þær stundir viljum
við hér þakka sem og heimsóknir
þeirra í hestaferðum til okkar Bitr-
unga gegn um árin.
Hermann Bjarnason var maður
sem fór gjarnan svolítið sínar eigin
leiðir í lífinu, kunni stundum að
koma samferðamönnum sínum á
óvart, gat verið glettinn og margráð-
ur.
En þelið var stórt og hlýtt, krafan
til lífsins sú að sjá sér farborða á eig-
in verkum, kunna að búa að sínu.
í Hermanni vini mínum hef ég
máski fundið mestan „Bjart í Sum-
arhúsum" meðal bænda. Trúin á
landið og eigin vinnandi hendur reis
hæst.
Ég mun lengi minnast þeiiTa
stunda er Hennann sat við eldhús-
borðið mitt og sagði mér sögur, þær
kunni hann margar. Bar þar hæst
frásagnir af fyrri tíðar Laxdæling-
um. Svo djúpa virðingu og væntum-
þykju bar hann til þessara vina sinna
að frásögnin lifnaði við í hans með-
förum og maður allt í einu vissi mik-
ið meira og skildi.
Mér fannst það ætíð einnig bera
hans virðingu fyrir gengnum sam-
ferðamönnum vitni hversu mjög
hann vildi vanda frágang á þeirra
legstað, þá þeirra göngu lauk. Ég
vona að einhver þeirra sem lifa hann
heima í dalnum hans fari varfærnum
höndum um hans hinsta hvílustað.
Er hlý ljós aðventunnar bárust frá
híbýlum okkar út í skammdegið
hófst lokaórusta Hermanns við sjúk-
dóminn sem undanfarna mánuði
hafði hrjáð hann. Sjálfur aðfanga-
dagur veitti svo lausnina. Ég mun
minnast okkar siðustu samfunda, er
hann kom til okkar Bitrunga í rétt-
irnar. Með bros á vör, en þreyttur
kvaddi hann okkur hinsta sinni,
beinn í baki hvarf hann út í haust-
myrkrið.
Eftirlifandi ættingjum Hermanns
sendi ég og mitt fólk dýpstu samúð-
arkveðjur við fráfall hans.
Mér býður í grun að á hinar
ókunnu heiðar handan
landamæra lífs og
dauða hafi Hermann
vinur minn lagt með
sama hug og kjarki
sem og þær í lifandi lífi
og vona að hinn bleiki
jór hafi með reisn og
sóma borið hann inn í
sólarlagið.
Óla Friðmey
Kjartansdóttir.
Sveitungi minn er
dáinn.
Ég sendi þér kærar kveðjur,
nú komin er lífs þíns nótt,
þig umvefji blessun og bænir,
égbiðaðþúsofirrótt.
Þó svíði nú sorg mitt hjarta
þá sælteraðvitaafþví,
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
(Þ.S.)
Hermann var mér mikið og hon-
um þótti alltaf vænt um mig.
Ég þakka Hermanni fyrir það
góða sem hann gaf mér og mínum
börnum. Ég hef tekið á móti orðum
Hermanns í blíðu og vondu. Það hef-
ur oft verið erfitt að horfast í augu
við hann, og hvernig á að vinna úr
orðum hans og vanda. En þegar upp
er staðið var Hermann góður maður.
Við töluðum oft saman um rétt og
rangt, þá fundum við vanda. Ég er
honum þakklát því hann bað mig að
koma og tala við sig. Þegar hann lá
fárveikur hér á Akranessjúkrahús-
inu töluðum við saman um barátt-
una. Og hann bað mig að standa við
hliðina á sér, því nú tæki á hann að
berjast við sjúkdóm sinn. Það voru
honum erfiðar stundir. Þín var óskin
að fá að sjá mín yngstu börn. En því
miður varstu farinn þegar ég ætlaði
að sýna þér þau. Ég læt gamla mynd
duga sem ég á af þér. Nú hefur Her-
mapn fengið hvíldina löngu.
Ég þakka honum samfylgdina.
Guð blessi minninguna.
Fyrrverandi tengdamóður minni
og ástvinum öllum sendi ég samúð-
arkveðjur.
Kveðja.
Erla.
+
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
AUÐBJÖRG BRYNJÓLFSDÓTTIR,
Stekkjarflöt 15,
Garðabæ,
lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur mánudaginn
17. janúar.
Gunnar H. Kristinsson,
Gunnar I. Birgisson, Vigdís Karlsdóttir,
Þórarinn Sigurðsson,
Kristinn H. Gunnarsson,
Sigrún B. Gunnarsdóttir,
Karl Á. Gunnarsson,
Guðrún J. Gunnarsdóttir,
Katrín Gunnarsdóttir,
Hafsteinn H. Gunnarsson,
Auðbjörg Brynja Bjarnadóttir, Bjarki V. Guðnason,
barnabörn og barnabarnabörn.
Aldís Rögnvaldsdóttir
María Sif Sveinsdóttir,
Elsa Friðfinnsdóttir,
Hjörleifur Ingólfsson,
Guðlaug Bernódusdóttir,
+
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
MAGNÚS J. GEORGSSON
framkvæmdastjóri,
Lindarbraut 2,
Seltjarnarnesi,
lést á heimili sínu þriðjudaginn 18. janúar.
Jarðarförin auglýst síðar.
Sveinbjörg Símonardóttir,
Nína Hildur Magnúsdóttir, Þórður Andrésson,
Georg Magnússon, Margrét Blöndal,
Pálína Magnúsdóttir, Árni Geir Sigurðsson
og barnabörn.
+
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, systir, amma og langamma,
SIGURBORG ÞÓRA SIGURÐARDÓTTIR,
frá Borgarhöfn í Suðursveit,
Skógargerði 1,
andaðist á Vífilsstaðaspítala miðvikudaginn
12. janúar.
Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju föstu-
daginn 21. janúar kl. 13.30.
Jóhann Kristmundsson,
Jónína Jóhannsdóttir, Sigurður G. Benediktsson,
Sigurður Jóhannsson, Halldóra Rikarðsdóttir,
Vilborg Jóhannsdóttir, Reynir Sverrisson,
Óskar Jóhannsson Jórunn Jónsdóttir,
Sigrún Jóhannsdóttir,
Jóhanna Sigurðardóttir,
barnabörn og langömmubörn.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
HÖRÐUR INGÓLFSSON,
Hólabraut 7,
Hafnarfirði,
lést á heimili sínu að kvöldi mánudagsins
17. janúar.
Kristjana Valdimarsdóttir,
Guðbjörg Harðardóttir,
Erlingur Harðarson,
Linda Björk Harðardóttir,
tengdabörn og barnabörn.
+
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi,
langafi og langalangafi,
GUÐBJÖRN EINARSSON,
frá Kárastöðum
í Þingvallasveit,
Frostafold 20,
Reykjavík,
lést á Vífilsstaðaspítala mánudaginn 17. janúar.
Elín Steinþóra Helgadóttir,
Gunnlaugur Geir Guðbjörnsson,
Guðrún Guðbjörnsdóttir,
Erla Guðbjörnsdóttir,
Einar Guðbjörnsson,
Helgi Guðbjörnsson,
Kári Guðbjörnsson,
Böðvar Guðmundsson,
Kristinn Víglundsson,
Þóra Einarsdóttir,
Anna María Langer
og fjölskyldur.
+
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
SJÖFN SIGURÐARDÓTTIR,
Hagamel 30,
Reykjavfk,
lést á Landakotsspítala mánudaginn 10. janúar.
Útförin hefur farið fram.
Einar Baldvinsson, Þóra Guðrún Óskarsdóttir,
Sigurður Baldvinsson, Lizzi Baldvinsson,
Baldvin Baldvinsson, Björg Guðmundsdóttir,
Óskar Einarsson,
Baldvin Einarsson,
Reynir Einarsson,
Kristína Sigurðardóttir,
Sjöfn Sigurðardóttir
og langömmubörn.
+
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
ÞÓRDfS JÓNSDÓTTIR,
dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri,
áður til heimilis
á Eyrarvegi 5,
sem lést þriðjudaginn 11. janúar, verður
jarðsungin frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn
20. janúar kl. 13.30.
Hildigunnur Sigurbjörnsdóttir, Viðar Þórðarson,
Árni Sigurbjörnsson, Anna Sigtryggsdóttir,
Björg Guðrún Sigurbjörnsdóttir, Jakob Þórðarson,
barnabörn og barnabarnabörn.
m
+
Móðir okkar og tengdamóðir,
KATRÍN N. VIGFÚSSON,
Grenimel 41,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík
föstudaginn 21. janúar kl. 13.30
Fyrir hönd barnabarna, langömmubarna og
annarra aðstandenda,
Elsa Tómasdóttir Grimnes, Per Grimnes,
Guðbjörg Tómasdóttir, Guðbjartur Kristófersson,
Karen Tómasdóttir, Auðun H. Einarsson.