Morgunblaðið - 06.02.2000, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2000 11
FRÉTTIR
kaður, þótt nokkuð hafi áunnist í Evrópusam-
starfinu. Brýna nauðsyn ber til að efla grunn-
rannsóknir í læknisfræði og líffræði með stuðn-
ingsaðgerðum og styrlq'um frá opinberum og
einkaaðilum. Finnar hafa farið þá leið í út-
hlutun rannsóknarstyrkja að deila út fáum en
stórum styrkjum til aðila, sem sýnt hafa mikla
rannsóknarvirkni. Þetta hefur gefist vel og
styrkt stöðu Finna á þessu sviði umfram önnur
Norðurlönd.
Þriðji þáttur læknisfræðirannsóknanna
tengist starfi einkaíyrirtækja s.s. Islenskrar
erfðagreiningar, Flögu, Össurar o.fl. Glæsileg-
ur árangur þessara fyrirtækja byggist á fram-
leiðslu eða fyrirheitum um markaðsvöru og
grundvallast á innlendu og erlendu áhættufé.
Full ástæða er að búast við enn frekari land-
vinningum á þessu sviði.
í framtíðinni blasir við aukið alþjóðlegt sam-
starf, einkum við Evrópulönd þar sem Islend-
ingar munu nýta sér sérstöðu sína í faralds-
fræði og erfðavísindum auk þess sem þjóðin
mun færa sér í nyt hátt menntastig, mikil kynni
af alþjóðlegum aðstæðum, einsleitni þjóðarinn-
ar og jákvæði gagnvart þátttöku í vísindarann-
sóknurn."
Bein framlög ríkisins vonlaus
Jónas Hallgrímsson, prófessor og for-
stöðumaður Rannsóknarstofu Háskólans, segir
að fyrst og fremst eigi rannsóknir í læknisfræði
hér á landi að vera hliðstæðar því sem gerist í
öðrum löndum. Vísindamenn leiti eftir styrkj-
um til rannsókna og sæki þá í samræmi við
verðugleika viðkomandi verkefnis.
„Að ákveðnu leyti gengur þetta svona fyrir
sig hér á landi og að einhverju leyti erum við
enn að þróa aðferðir okkar. Vísindamenn
sækja hér í Vísindasjóð og aðrir semja sjálfir
við fyrirtæki um ákveðna þætti rannsókna, t.d.
erfðatæknifyrirtækin. Þá er hægt að semja við
önnur fyrirtæki, opinber eða einkarekin, um að
stunda og þróa hagnýtar rannsóknir. Ég tel
fullvíst að hægt sé að finna fyrirtæki sem sjá
framtíð í því að styðja grunnrannsóknir,“ segir
Jónas.
Bein framlög til rannsókna úr ríkissjóði seg-
ir hann hins vegar vonlaus. ;,Þar ræður alltaf
sjónarmið neyslunnar. Við Islendingar emm
frábrugðnir mörgum öðrum þjóðum að þessu
leyti. í Þýskalandi, svo dæmi sé tekið, starfa
margar frægar akademískar stofnanir og hafa
gert við góðan orðstír í hundruð ára. Að fjár-
magna rekstur þeirra og rannsóknir þykir
sjálfsagt og engum dettur í hug að skera þar
niður. Það væri eins og að fækka skyndilega
kirkjum eða sjúkrahúsum. Vilji til þess er ein-
faldlega enginn og slíkar vísindastofnanir
þykja sjálfsagður hluti af lífi og sögu þjóðarinn-
ar. Vissulega hefur þær sett niður á milli en svo
hafa þær jafnan náð sér aftur á strik.“
Rekstrartölur ekki
nægilega gegnsæjar
t |
Jónas bendir á að hér álandi fari meirihluti
allra rannsókna í læknisfræði fram innan
veggja sjúkrahúsanna. „Þar gildir að sumir
standa sig vel og aðrir alls ekki. Við vitum ekki
af hverju sá munur
stafar, einfaldlega
vegna þess að
rekstrartölur
sjúkrahúsanna eru
ekki nægilega
gegnsæjar. Það
þyrfti að brjóta
niður slíkai' heild-
artölur og sjá hvað
fer annars vegar til
kennslu og rann-
sókna og hins veg-
ar til lækninga og
hjúkrunar. Þá sést
hið raunverulega
hlutfall og hægt er
að greina orsakir
þess að sumum
gengur ekki sem
skyldi; hvort viðkomandi þurfi hjálp, fjármagn,
betra starfsfólk eða hvort hann sé hreinlega
ekki starfi sínu vaxinn.
Þegar sundurgreindar tölur liggja fyrir er
auðveldara að greina hinn raunverulega vanda
og þá ætti metnaður menntamálaráðuneytisins
að standa til þess að hlúa sem mest að háskóla-
þættinum og heilbrigðisráðuneytisins að gera
lækningaþáttinn sem mestan."
Að mati Jónasar skortir talsvert á að hér á
landi séu uppfylltir þeir þættir sem geri
sjúkrahús að háskólasjúkrahúsi. „í slíku
sjúkrahúsi eiga tengslin við Háskólann ekki að
vera einhver afgangsstærð. Fyrir sjúkrahúsið
eiga tengslin við Háskólann að vera til fram-
dráttar, ekki síst í þeirri akademísku tengingu
sem óhjákvæmilega fylgir með í kaupunum.
Við getum nefnt Landspítalann sem dæmi. Ég
tel að breyta ætti honum í alvöru háskóla-
sjúkrahús, t.d. með því að ganga beint til samn-
inga við Háskólann um að í spítalanum fari
fram kennsla og rannsóknir. Þetta hefur áður
verið gert hér á landi, í tilfellum Landakots og
Borgarspítalans, eins og rekstri þeirra var áð-
ur háttað. Ég er ekki viss um að þessir samn-
ingar hafi verið meira en nafnið eitt; en þeir
gerðu það þó að verkum að þetta urðu háskóla-
sjúkrahús. Þessa samningaleið fór Landspíta-
linn aldrei. Ef gera á hann að alvöru háskóla-
sjúkrahúsi verður að leggja sérstaklega
fjármagn í rannsóknir og kennslu og greina
það frá hinni almennu lækningaþjónustu
sjúkrahússins."
Jónas segir að í gegnum tíðina hafi háskóla-
þátturinn ekki mætt nægilegum skilningi í
stjórn Landspítalans. „Eg segi ekki að menn
hafi staðið í vegi fyrir þessu; slíkt væri ekki
sanngjamt. Skilningurinn hefur hins ekki verið
nægur og þar af leiðandi ekki verið grundvöllur
til útvíkkunar rannsóknarstarfseminnar.
Naumt og áætlað rekstrarfé hefur verið látið
duga.“
Hann bætir því þó við að hann bindi miklar
vonir við nýráðinn forstjóra Ríkisspítalanna,
Magnús Pétursson. Þar fari maður sem hafi
mikinn áhuga á rannsóknum. Það sé afar gleði-
legt.
Breytinga að vænta
Tvennt nefnir Jónas að lokum sem ljóst er að
muni fyrr eða síðar breyta núverandi fyrir-
komulagi rannsókna innan sjúkrahúsanna.
Annars vegar sé hinn mikli og eftirtektarverði
kraftur í erfðatæknifyrirtækjum á borð við ÍE
og Urði, Verðandi, Skuld (UVS). Hann hafi
opnað augu stjórnmálamanna við Austurvöll
fyrir þeim sóknarfærum sem felist í vísindum í
framtíðinni og þá ekki síst þeim gríðarlegu
hagsmunum sem séu í húfi. Hins vegar sé ljóst
að ganga þurfi til samninga um nokkrar prófes-
sorsstöður á næsta ári í kjölfar nýrra Háskóla-
laga og þá þurfi að semja á nýtt um vinnuað-
stöðu háskólafólks innan sjúkrahúsanna.
„Þá kemur eflaust margt athyglisvert upp á
yfirborðið. Margir hafa orðið til þess að
skammast yfir mikilli eyðslu og þenslu í kostn-
aði við heilbrigðiskerfið. Minna hefur farið fyr-
ir raunverulegu mati á verðmætum sem skap-
ast í þjónustu, kennslu og rannsóknum. Ef það
gerist yrði sú breyting einkar ánægjuleg,“ seg-
ir Jónas.
Sérfræðimenntun mest erlendis
Jónas Magnússon, prófessor og yfirlæknir
skurðdeildar Landspítalans, segir að vegna
mikilla breytinga á sjúkrahúskerfinu, m.a. í
tengslum við Háskólann, sé ekki gott að segja
til um besta fyrirkomulagið á rannsóknum í
læknisfræði hér á landi. „Það sem einkennir
kerfið er að sérfræðimenntun fer að mestu
fram erlendis og
þannig eru ungir
læknar ekki á
landinu þegar þeir
eru hvað afkasta-
mestir í rannsókn-
um,“ segir hann
og bendir á að þótt
hægt sé að auka
doktorsnám við
deildina sé ekki til
fjárveiting fyrir
rannsóknum
tengdum því.
,Að mínu mati
hefur gengið sér
til húðar það kerfi
að hafa hlutastöð-
ur kennara í
læknadeild. Um-
ræða fer nú fram um háskólaspítala og sérf-
ræðingar hans yrðu eflaust kennarar við
læknadeild og munu fá þá akademísku umbun
sem þeir væru bærir til. Nota mætti það fé sem
farið hefur til að greiða hlutastörfin í rannsókn-
arsjóði. Sérfræðingar geta þá fengið rannsókn-
arleyfi og haft tíma tO að sinna rannsóknum án
þess að vera með áhyggjur af klínísku starfi á
meðan. Sambland klínískrar vinnu ogvísinda-
vinnu er afar mikilvægt við læknakennslu,"
segir hann.
Um styrki segir Jónas að sennOega sé far-
sælast að hafa þá fáa en veglega. Þannig sé
unnt að skapa stei'k rannsóknarteymi. Um leið
sé ljóst að opna verði leiðir og mynda hefð og
jákvæðan jarðveg fyrir einkafyrirtæki tO að
fjárfesta í grunnrannsóknum.
Vísindin tekin föstum tökum
Einar Stefánsson, prófessor og yfirlæknir
augndeOdar Landspítalans, segir að horfa
verði annars vegar á framkvæmdina sem slíka
og hins vegar fjármögnunina, þegar rætt sé um
rannsóknir í læknavísindum. „Þótt þetta teng-
ist oft er líka vel hægt að líta á þetta svo að-
skilda þætti,“ segir hann.
Einar segir um framkvæmdina, að ljóst sé að
grundvöllur allra rannsókna eigi að liggja í Há-
skólanum, stofnunum hans og þeim akadem-
íska jarðvegi sem þar sé í kring. Upp úr slíkum
jarðvegi eigi síðan að spretta öflug rannsóknar-
fyrirtæki sem tekið geti að sér einstök verkefni
sem séu talin vænleg, þróað þau áfram, skapað
markaðsáætlun kringum þau og að lokum búið
til úr þeim verðmæti. „Þetta hafa Banda-
ríkjamenn gert í
ríkum mæli og er
ein ástæða þess
hve gífurlegt for-
skot þeirra er í
tölvu- og líftækni á
heimsvísu," segir
Einar.
I þessu sam-
bandi bendir Einar
á að tvennt sé há-
skóli og háskóli. A
erlendum tungum
séu til greining-
arnar university
og college, en há-
skóli sé orðið sam-
heiti yfir margvís-
legar
menntastofnanir hér á landi. „Samt er aðeins
einn alvöru háskóU hér á landi, alvöru rann-
sóknai'háskóli," segir Einar og vísar til þess að
erlendis geti aðeins þeir skólar kallað sig uni-
versity sem standi fyrir öflugri rannsóknar-
starfsemi samhliða hefðbundinni kennslu.
Þáttur rannsóknarfyrirtækjanna er geysi-
mikilvægur, að mati Einars. Slík fyrirtæld hafi
einmitt sprottið upp úr háskólaumhverfi og séu
nú meðal stærstu og framsæknustu fyrirtækja
hér á landi. Líklegt sé að slíkum fyrirtækjum
muni enn fjölga á næstu árum, íslenskum vís-
indum til heOla.
„Það þarf að rækta grunninn betur. I há-
skólaumhverfinu er ekki aðeins framleidd
grunnþekkingin; fræin og sprotarnir sem rann-
sóknarfyrirtækin gera svo að blómum sem
bera ávöxt, ekki síður er þar skapað hæft
starfsfólk - vísindamennimir sem er helsta
auðlindin og grundvöllur alls.“
Einar telur augljóst að helsti galli Háskólans
sé að hann sé ekki nægilega öflug rannsóknar-
og vísindastofnun. „Háskólinn hefur lengi búið
við fjársvelti og samanburður við háskóla er-
lendis hefur verið miður hagstæður. Þróunin
hefur verið til batnaðar, en enn er talsvert í
land að viðunandi staða náist,“ segir Einar.
Fyrirtæki og féiög vaxtarbroddar
Reynir T. Geirsson, prófessor og yfii'læknir
kvennadeildar Landspítalans, segir að rann-
sóknir í læknisfræði fari að miklu leyti fram á
stóru sjúkrahúsunum í Reykjavík og í minna
mæli á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Um
sé að ræða faralds-
fræðilegar rann-
sóknir, rannsóknir
á sviði gæðamála,
lækningaaðferða
og grunnrannsókn-
ir, gerðar í sam-
vinnu við innlenda
aðfla, svo sem
læknadeild eða
aðrar defldir há-
skólans eða með
öðrum sterkum
innlendum aðilum,
eins og ÍE,
Krabbameinsfé-
laginu eða Hjarta-
vemd. Nokkuð sé
einnig um rann-
sóknir í samvinnu
við erlenda aðila, bæði einstök verkefni og fjöl-
þjóðaverkefni.
„Innanlands eru þetta íslenskar sjálfseignar-
stofnanir, reknar að hluta af rfldnu, þar sem
góð vinna er unnin í grunnrannsóknum og
faraldsfræðirannsóknum. Svo koma nú til öflug
fyrirtæki eins og íslensk erfðagreining sem
gjörbreytt hefur íslensku lífvísindasamfélagi
og sem margir aðilar innan spítalanna eiga nú
þegar mjög góða og frjóa samvinnu við,“ segir
Reynir og nefnir einnig fyrirtæki eins og UVS
og Flögu. Hann segir að þetta séu vaxtar-
broddamir í læknisfræðirannsóknum hér á
landi.
„í heflsugæslunni fara einnig fram talsverð-
ar rannsóknir, margar mjög góðar. Á spítölun-
um er unnið við allt frá tiltölulega einföldum en
mikOvægum verkefnum með læknanemum og
öðrum heilbrigðisfræðanemum og upp í há-
gæða rannsóknir þar sem beitt er nýrri erfða-
tækni eða hendingarvalsformi, svo eitthvað sé
nefnt.
Rannsóknir verða að halda áfram á öllum
þessum sviðum. Innan spítalans þarf að stuðla
að því að fá læknislærða starfsmenn til að
stunda meiri vísindavinnu, m.a. með því að
greiða þeim hærri laun sem eru virkir á þeim
sviðum og veita þeim betri aðstöðu. Standi þeir
sig ekki í rannsóknunum eða hætti þeim,
minnki launin og aðstaðan aftur,“ segir Reynir.
Samvinna við aðila um spítala
Hann telur að rannsóknir verði í auknum
mæli gerðar í samvinnu við aðila utan spítalans
sem hafa fjármagn og aðstöðu að bjóða hér á
landi og í samvinnu við erlend og jafnvel ís-
lensk fyrirtæki, s.s. í lyfjaiðnaði og líftæknið-
naði. Sumar rannsóknir hafi byggst á íslensk-
um styrkjum, þ.e. frá Vísindasjóði,
Hallgrímsson
Jónas
Magnússon
Rannsóknasjóði HÍ og fleiri sjóðum, þ.m.t.
mikilvægum vísindasjóðum spítalanna. Ein-
stökum deildum þurfi að gera kleift að hafa eig-
in rannsóknarsjóði að auki, þangað sem af-
rakstur ýmissa sérverkefna fer.
Reynir telur að samningaferli við aðila utan
spítalans hafi nú verið markað betur með góð-
um rammasamningum, sem síðan hafi verið út-
færðir fyrir einstök verkefni. „Rannsóknar-
sjóðina stóru þarf að efla, en aðhald um
styrkina er orðið gott. Ég tel að stjómvöld
þurfi að vinna að því að viðhalda vissu frelsi til
að vinna að rannsóknum á íslandi án íþyngj-
andi reglna eða gjaldtöku. Einnig er ljóst að
efla verður líftæknuðnað og læknisfræðirann-
sóknir utan spítalanna. Sama gildir um verk-
efni sem eru kostuð úr innlendum rannsókna-
sjóðum," segir hann og bætir við að
einstaklingar með góð verkefni og hugmyndir
þurfa að geta komið þeim áfram, sótt sjálfir fé
og fengið umbun í góðri aðstöðu og jákvæðu
andrúmslofti spítala, heilsugæslustöðva og
sjálfseignarstofnana á heilbrigðissviði.
„Mjög mikOvægt skref í þessa átt væri form-
leg stofnun háskólasjúkrahúss þar sem sam-
einuð yrði starfsemi háskóla og spítala og lagð-
ur saman skerfur beggja til rannsókna. Þannig
mætti efla þær og skapa á hverju fræðasviði
góða aðstöðu til grunnrannsókna og klínískra
rannsókna," segir Reynir.
Sameiginleg vísindastofnun
Að hans mati gæti þetta gerst með eins kon-
ar sameiginlegri vísindastofnun á hinu nýja
sameinaða sjúkrahúsi þar sem spítalinn,
læknadeildin og hjúkrunarnámsbrautin rækju
saman rannsóknaraðstöðu og fjái-mögnun
rannsókna. Heilbrigðisráðuneytið viðurkenndi
mikilvægi þess að efla rannsóknir og kennslu
til að tryggja framsækið og leitandi viðhorf
innan spítalanna og tryggði sér um leið mestu
gæði í þjónustu. Sá skerfur sem spítalinn legði
tfl, húsnæði, kostnaður við rannsóknarþjón-
ustu, ritarastörf og fleira yrði færður til stofn-
unarinnar og háskóladeildirnar leggðu mOdð til
einstakra fræðigreina í sömu stofnun. Mennta-
málaráðuneytið kemur á þann hátt á móts við
framlag HeObrigðisráðuneytisins. Þessari vís-
indastofnun yrði stjórnað af Háskóla og spítala
í sameiningu, enda myndi spítalinn ávallt
tryggja fé tO stofnunai’innar á móti Háskólan-
um.
„Þetta myndi einnig þýða að Háskólinn tæki
beinan þátt í stjómun spítalans, allt inn í æðstu
stjóm. Forstöðumannakerfi einstakra fræða-
sviða á spítalanum þarf að tengja akademísk-
um stöðum í Háskólanum og tryggja að for-
stöðumennimir, bæði karlar og konur, hafi
mikil áhrif á það hvernig spítalinn er rekinn í
því skyni að sjá tO þess að starf spítalans snúist
líka um rannsóknir og kennslu, þjónustu-
hlutverkinu til hagsbóta."
Forstöðumaður slíkrar stofnunar, ætti að
mati Reynis, að vera sá sem hefur besta há-
skólaferilinn og hans hlutverk fælist í stefnu-
mörkun við eflingu þjónustu, klinískra- og
grunnrannsókna og kennslu, en í stjórn hins
klíníska sviðs yrðu líka færir aðilar sem bæra
sína ábyrgð á rannsóknum og kennslu. „I slík-
um háskólaspítala hefðu allir háskólamenntað-
ir menn kennslu- og rannsóknarskyldu sem
forsendu ráðningar, en sumir í ábyrgðarmeiri
stöðum, þ.e. prófessorar, dósentar, lektorar og
aðjúnktar, fengju tækifæri tO að sinna kennslu
og rannsóknum sem stærri hluta af sinni vinnu.
Launin yrðu ein, en menn þæðu þau að hluta tfl
frá Háskóla. Að viðbættu starfi á spítalanum
yrðu þeir betur settir en þeir sem ekki hafa
slíka ábyrgð,“ segir Reynir ennfremur, en
hann vfll aukinheldur að hugað verði að breyt-
ingum á ráðningarformi manna svo að tryggt
sé að störf dreifist á fleiri hendur um leið og
mönnum séu tryggð góð laun. „Menn mega
ekki sinna háskólahlutverkinu sem aukabitl-
ingi, eins og oft hefur verið til þessa. Hætt er
við að það verði ef menn em ráðnir í 137-150%
störf eða svo. Eitthvað verður þá undan að láta
og það hefur háð rannsóknum hér talsvert að
mínu mati,“ segir Reynir.
Víðtæk og alþjóðleg
menntun styrkleiki
Guðmundur Þorgeirsson, prófessor og yfir-
læknir á Landspítalanum, hefur talsvert velt
fyrii’ sér stöðu rannsókna í læknisfræði hér á
landi. Hann stýrði vinnuhópi um heilbrigðisvís-
indi á þingi Rannís nýverið og segir umræðu
þar hafa verið fjörlega og líflega. Reyndi hóp-
urinn að meta styrk, veikleika, tækifæri og
ógnanir þær sem steðja að þessu sviði hérlend-
is.
„Helsti styrkleOíi okkar hér á landi er hin
víðtæka og alþjóðlega menntun starfsfólks í
heilbrigðiskerfinu, sérstaklega visindamanna,“
segir hann. „Læknar og aðrir þeir sem tengjast
heilbrigðisvísindum hafa oft náin tengsl við er-
lendar stofnanir, ekki síst þær sem þeir sjálfir
námu við á sínum yngi-i áram. Slík tengsl end-
ast oft lengi og þetta er greinilegur styrkur.
Frændur vorir Danir hafa t.d. lengi öfundað
okkur af því hversu sigldir læknar era hér á
landi.