Morgunblaðið - 06.02.2000, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 06.02.2000, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLaÐIÐ Morgunblaðið/Arni Sæberg Hjörleifur Jakobsson segir öflugt þróunarstarf fara fram í nánu samstarfi viÖ sjávarútveginn. STEFNUMAÐ ÞVÍAÐ VERÐA ÍFORYSTUÁ HEIMSVÍSU VlSSDPn/XIVINNULÍF Á SUNIMUDEGI ► Hjörleifur Jakobsson er fæddur 7. apríl árið 1957 á Norð- firði. Hjörleifur varð stúdent frá Menntaskólanum í Kópa- vogi árið 1977. Hann útskrifaðist úr vélaverkfræði frá Há- skóla fsland árið 1981 og lauk meistaraprófi frá Oklahoma State University árið 1983. Að námi loknu starfaði IJjörleif- ur lyá Orkustofnun í eitt ár. Þaðan lá leiðin til Eimskipafé- lagsins þar sem árin urðu fimmtán. Hann var sölumaður fyrsta hálfa árið. Forstöðumaður Ameríkudeildar í þrjú ár, forstöðumaður Eimskips í Rotterdam í eitt ár, forstöðumað- ur áætlanaflutninga í fjögur ár og framkvæmdastjóri rekstrarsviðs og síðar innanlandssviðs síðustu fimm árin. Hann var ráðinn forstjóri Hampiðjunnar í júní í fyrra. Hampiðjan er búin öflugnm tækjabúnaði. eftir Önnu Gunnhildi Ólafsdóttur. AMPIÐJAN hf. var stofnuð af þrettán mönnum, sem flestir voru tengdir íslensk- um sjávarútvegi, hinn 5. apríl árið 1934. Þrautseigja ein- kenndi fyrstu skrefin enda full þörf á því í erfiðu rekstrarumhverfí fyr- irtækisins á upphafsárunum. Sam- keppnin við innflutt veiðarfæri var hörð og ekki hægt að ganga að verndartollum vísum eins og í ýms- um öðrum iðngreinum auk þess sem gengisskráning íslensku krón- unnar var oft og tíðum óhagstæð rekstri fyrirtækisins. Hjörleifur Jakobsson, núverandi forstjóri Hampiðjunnar, segir að sú staðreynd hafi ekki endilega haft slæm áhrif á rekstur fyrirtækisins þegar til lengri tíma sé litið. „Frum- kvöðlamir með Guðmund S. Guð- mundsson í broddi fylkingar þurftu að hafa sig alla við til að halda fyrir- tækinu gangandi fyrstu árin. Tvisv- ar var því alvarlega hreyft hvort ástæða væri til að gefa reksturinn upp á bátinn. í hvorugt skiptið varð úr því heldur ákveðið að þreyja þorrann í von um betri tíð. Reksturinn var aðlagaður erfið- um skilyrðum og beltin spennt því að ekkert mátti fara úrskeiðis til að illa færi. Smám saman styrktist fyr- irtækið og þurfti ekki að glíma við sama vanda og ýmsar aðrar iðngr- einar þegar vemdartollar vom af- lagðir í tengslum við EFTA-samn- inginn á sínum tíma. Enn er mönnum eflaust í fersku minni hvernig fór um margar þessara iðngreina þegar tollaverndin var af- lögð.“ Gloría verður Gloría Vöxtur fyrirtæksins hefur verið mestur hin síðari ár. „Hampiðjan er fyrst og síðast veiðarfæraframleið- andi. Við þjónum netagerðum um allt land með net og kaðla og hófum síðan sjálfir þróun flottrolla um miðjan níunda áratuginn. Skemmti- leg saga er til af því hvernig flot- trollin okkar fengu nafnið Gloría. Páll Eyjólfsson skipstjóri á Haraldi Kristjánssyni hafði verið að prófa fyrir okkur flottroll til karfaveiða með töluverðum byrjunarerfiðleik- um. Langþreyttur hreytti hann út úr sér um leið og flottrollið lenti á bryggjunni eftir vonlausan túr: „Allt er það nú eins þarna í Hamp- iðjunni. Þeir eru alltaf að gera ein- hverjar gloríur." Orðið var gripið á lofti og eftir að flottrollið hafði verið lagað með frábærum árangri var ákveðið að flottroll frá okkur yrðu markaðssett undir nafninu Gloría,“ segir Hjörleifur og minnir á að fyr- irtækið framleiði því til viðbótar sérstaka ofurkaðla fyrir fyrirtæki í sjávarútvegi og olíuiðnaði. Ef á heildina er litið er markaðs- hlutdeild fyrirtækisins um 70% á innanlandsmarkaði og mest í netun- um. Markaðsvirði fyrirtækisins var um 2,7 milljarðar um síðustu ára- mót. Hluthafar voru um 600. Hampiðjan færir út kvíarnar Af 330 starfsmönnum fyrirtækis- ins starfar réttur helmingur á er- lendri grund. „Útrás fyrirtækisins hefur í gegnum tíðina mótast bæði af varnar- og sóknarstefnu. Fyrstu skrefin voru tekin til Portúgals árið 1990. Sú aðgerð flokkast væntan- lega undir varnaraðgerð því aðal- ástæðan var sú að þensla á íslandi hafði valdið því að erfitt hafði verið að fá starfsfólk í iðnframleiðsluna árin á undan. Hluti garnframleiðsl- unnar var fluttur til smábæjarins Pombal mitt á milli borganna Lissa- bon og Portó. Nú starfa þar á bilinu 70-75 manns við framleiðsluna. Með vaxandi velgengni hefur mark- aðs- og þjónustustöðvum verið komið upp í jafn ólíkum heimshlutum og Namibíu, Nýja-Sjálandi, Seattle og Noregi síðustu ár. Verkefni þess- ara starfsstöðva er sala á vörum Hampiðjunnar ásamt því að sinna viðhaldi og viðgerðum fyrir ein- staka viðskiptavini. Að jafnaði starfa 10 manns í þessum útibúum, aðallega sölumenn og netagerðar- menn.“ Fjárfest til framtíðar Hampiðjan fjárfesti í tveimur fyrirtækjum seint á síðasta ári. „Við festum kaup á öllum hlutabréfum í fyrirtækinu J. Hinriksson í byrjun desember. J. Hinriksson hefur aðal- lega einbeitt sér að smíði toghlera og haslað sér völl erlendis með vör- uþróun og markaðssetningu á því sviði undir vörumerkinu Poly-Ice. Með kaupunum hefur því verið stuðlað að því að hægt sé að bjóða útgerðarmönnum heildarlausn í kaupum á veiðarfærum. Fyrirtækin hafa selt um og yfir helming fram- leiðslunnar á svipuðum mörkuðum erlendis. Sölu- og markaðsstöðvar Hampiðjunnar ættu því að nýtast fyrirtækinu enn betur en áður eftir kaupin." Hampiðjan bætti um betur með kaupum á meirihluta hlutafjár í írska fyrirtækinu Swan Net um miðjan desember. „Fyrirtækið framleiðir flottroll og hefur aðsetur í Killybegs á vesturströnd írlands. Tilgangurinn með kaupunum er einkum tvíþættur. Annars vegar að nýta sterka markaði Swan Net í Bandaríkjunum, Suður-Ameríku og á írlandi og Bretlandseyjum. Hins vegar að sjá fyrirtækinu að hluta til fyrir hráefni en við erum einu flottrollsframleiðendurnir sem sinnum grunnframleiðslu úr plast- kornurn." Jákvætt starfsurahverfi Með kaupunum er gert ráð fyrir að velta samstæðunnar geti aukist um hartnær 50% en hún var um 1.500 milljónir á síðasta ári. „Við höfum verið í hópi 5 stærstu fyrir- tækja á þessu sviði í heiminum und- anfarin ár. Stefnan er að gera enn betur og vera í fararbroddi í þjón- ustu og framleiðslu fyrir útgerðir í heiminum. Lykillinn að þessum vexti er án efa jákvætt starfsum-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.