Morgunblaðið - 06.02.2000, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 06.02.2000, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ Einn frum- kvöðla græ byltingarin Dr. Björn Sigurbjörnsson ráðuneytisstjóri er einn af reyndustu mönnum í rannsóknum á kynbótatækni, en jurtakynbætur og erfða- breytingar á fæðu mannsins eru nú mjög í umræðunni. Elín Pálmadóttir tók því hús á jessum vísindamanni sem í áratugi var í far- arbroddi á alþjóðavettvangi. I aldarlok telur FAO hann einn fjögurra frumkvöðla „grænu byltingarinnar“, sem m.a. bjargaði með nýj- um plöntuafbrigðum þjóðum í Asíu og víðar frá hungurvá. Morgunblaðið/Sverrir Dr. Bjöm Sigurbjörnsson: Einn ijögurra frumkvöðla „grænu byltingarinnar“ að mati FAO. Dr. Bjöm og Helga Pálsdóttir, eiginkona hans, í Kína með fulltrúum kínversku Landbúnaðarakademíunnar í Peking, þegar hann 1988 var kjörinn þar heiðursprófessor fyrir að taka Kínverja með í „hrísgrjónabylting- unni“ svo þeirra hrísgrjón em af þessum afkastamiklu stökkbreyttu afbrigðum. En það hefur engin framför orðið síð- an 1970. Til dæmis hafa engin afbrigði komið fram sem hafa aukið afrakstur- inn á hrísgrjónum. Menn eru komnir í strand og enginn veit af hverju. TIL að átta sig á ferli dr. Bjöms Sigurbjömssonar og þeirra rannsókna sem hann stjómaði á vegum stofnana Sameinuðu þjóðanna vikum við fyrst að upphafmu á íslandi er við höfðum komið okkur fyrir í skrifstofu ráðuneytisstjóra landbúnaðarráðu- neytisins, þar sem hann, aftur á heimavelli, er eftir langa útivist kom- inn í íslenska stjómsýslu landbúnað- armála. Um 1960 tók þessi blaðamað- ur Mbl. fyrst við hann viðtal í Gunnarsholti, þar sem hann þá var með áhugaverðar komræktartilraun- ir og víxlræktun á melgresi. Næsta viðtalsefni var um áratug seinna í Vínarborg, þar sem Bjöm við jurta- kynbótadeild FAO Matvæla- og land- búnaðarstofnun SÞ og Alþjóðakjam- orkustofunina IAEA vann með geislunum á afdrifaríkum nytjajurt- um heimsins að því að fá fram ný af- brigði til að auka hveitiuppskeru heimsins og síðan hrísgrjónaafköstin, sem hvort tveggja varð afdrifaríkt fyrir stóra hluta heims. Bjöm kom heim frá námi 1960 eftir að hafa lokið doktorsritgerð sinni um íslenska melgresið. Hafði þá unnið í þijú sumur við rannsóknir á því í Gunnarsholti. Hann hafði bytjað á að víxlrækta melgresi en var aðallega að rannsaka hvaða erfðategundir væm til á íslandi. „Þetta er kallað stað- brigði, sem þýðir að á mismunandi stöðum á íslandi hafa þróast gjörólík- ar tegundir af melgresi," útskýrir hann... „Til dæmis er það melgresi sem vex í Þykkvabænum áberandi miklu öflugra, stærra og þróttmeira en annað melgresi. Þetta er erfða- fræðileg þróun sem hefur átt sér stað í náttúmnni. Ég var orðinn það þjálf- aður að ég gat þekkt úr hvort mel- gresi kom frá Meðallandinu, Þykkva- bænum eða Hólsfjöllum þó það væri allt í sama reit. Þetta fékk Land- græðslan að vita og hefur lagt áherslu á að nota öflugar tegundir af melgresi, en ekki eins og áður var einhveija blöndu,“ segir Björn. Árið 1961 hafði Bimi, sem þá var sérfræðingur hjá búnaðardeild At- vinnudeildar HÍ, fyrirrennara RALA, verið falið að gera þar rann- sóknir á kornrækt, sem byggðust á því sem Klemens Kristjánsson á Sámsstöðum hafði verið að gera. Og einnig að kanna samspilið milli áburðar, bæði köfnunarefnis og fos- fórs, svo og komþroska. Starf Bjöms fólst í því að kanna þau afbrigði sem til eru í heiminum og gætu hentað hér á fslandi. Hann var þá að leita að er- lendum afbrigðum til viðbótar þeim tveimur íslensku er Klemens hafði verið með, Tampar og Sigur, sem voru notuð hér vegna þess að þau eru svo veðurþolin. Ekkert bítur á þeim, varla hægt að þreslqa þau. „Þetta eru þau afbrigði sem sennilegast hafa verið notuð í Færeyjum og á íslandi frá upphafi, þangað til komrækt lagðist hér niður fyrir líklega 300 ár- um og allt tapaðist sem hér var. Hins vegar var hér búinn tO grautur og brauð úr melgresi fram á þessa öld í Skaftafellssýslum. í kominu var ég með nokkur hundruð afbrigði af byggi og líka hveiti og var að reyna að finna það sem best hentaði. Var í Gunnarsholti með mörg þúsund reiti. Við unnum saman að þessu við Gunn- ar Ólafsson heitinn. Til gaman má geta þess að við komumst svo langt að vera til kynningar með sýningu á kökum úr alíslensku hveiti í sam- vinnu við Húsmæðraskóla Reykja- víkur. Það sem kom út úr þessu var af- brigði frá Svíþjóð, sem hét Mari, og hefur verið uppistaðan í komrækt- inni síðan. Það var kynbætt af Áke Gustafsson, sænskum prófessor í Lundi, sem var mikill vinur minn og ég hafði mikið samband við. Einnig seinna þegar ég var hjá Sameinuðu þjóðunum. Þetta afbrigði var fram- leitt með því að nota röntgengeisla til að framkalla stökkbreytingu. Með þessari stökkbreytingu varð Mari miklu snemmþroskaðra en nokkurt annað afbrigði. Það var eina afbrigðið sem þroskaðist og var notað hér fram á síðustu ár. Þetta afbrigði varð eins og lykilafbrigði, reyndist t.d. mjög vel í fjöllunum á Spáni og var á sínum tíma ræktað víða um heim.“ Bjöm er plöntuerfðafræðingur og hafði sérmenntast í notkun á geislum. Hann átti þá að baki búfræðinám á Hvanneyri, var búfræðikandídat með meistaragráðu í frumuerfðafræði frá Manitoba-háskóla í Kanada og hafði svo tekið doktorsgráðu við Comell- háskóla í New York með ritgerð um íslenska melinn. Rannsóknimar í jurtakynbótum, í sambandi við erfða- fræði og kynbætur, vann hann allar á íslandi, hugðist með því umbæta mel- inn. Aður en hann kom heim hafði hann farið á mörg námskeið til að læra meðferð á geislum og geislavirk- um efnum, sem var ástæðan til þess að á hann var kallað til Vínarborgar til að nota geislun og geislavirk efni í jurtakynbótum. „Það var örlagavald- ur í mínu lífi, fóru 23 ár í það,“ segir hann. Jurtakynbætur með geislun „1963 var ég sem sagt beðinn um að koma í tvö ár sem sérfræðingur í notkun geisla í jurtakynbótum á veg- um Alþjóðakjamorkustofuninnar í Vín. Ætlaði bara að vera í leyfi. Jónas Jónsson búnaðarmálastjóri tók við af mér og hélt áfram við þessar komtil- raunir þangað til litla ísöldin kom. Það var einmitt um 1963 að veðurfar- ið fór að kólna á íslandi og við töpuð- um öllu kynbótaefninu okkar bæði árin 1963 og 1964. Þessi litla ísöld hélt áfram fram um 1970 og gekk illa með komræktina eins og ýmsa aðra rækt- un. Eftir að allur efniviðurinn var þurrkaður út í köldu veðráttunni var því sjálfhætt." Til gamans segir Bjöm sögu af baslinu með komið. 1963 voraði snemma og þeir ákváðu að prófa mjög snemmsáða komrækt á Skóga- sandi. „Við sáðum 8. mars í glamp- andi veðri. Síðan var ákveðið að sá með mánaðar miilibili. 8. hvers mán- aðar og bera saman. Við fórum því austur á Skógasand með heilan leið- angur 8. apríl. Mánaðar gamla byggið var þá komið upp og við sáðum nýju allan þann dag. Eftir langan sólríkan dag fómm við inn í tjald klukkan sjö og klukkutíma síðar fauk tjaldið. Þá kom þessi svokallaði Hákonarbylur, sem hlaut nafn af því að þá fór sitka- grenið og fleira. Ég hafði aldrei lent í öðm eins. Við komumst við illan leik í Skógaskóla til að gista. Ræktunin frá 8. mars og 8. apríl fauk út á sjó með sandinum.“ Bjöm Sigurbjömsson fór svo út til Vínar, ráðinn af Alþjóðakjarnorku- stofnun Sameinuðu þjóðanna, sem var með starfsemi í sambandi við notkun á geislum. Og árið eftir, 1964, var stofnuð sameiginleg deild FAO og Kjamorkustofnunarinnar. Þá varð Bjöm deildarstjóri í jurtakyn- bótadeildinni og stjómaði jurtakyn- bótaverkefnum víða um heim. Var við það í 11 ár í fyrsta áfanganum áður en hann kom heim til að gerast forstjóri RALA. Ætlaði aldrei út aftur, segir hann. í Vín var hann í fimm ár deild- arstjóri í jurtakynbótum og svo frá 1968 aðstoðarforstjóri deOdarinnar, sem náði þá yfir allt svið landbúnað- arins, búfjárrækt, geymslu matvæla, jarðvegsfræði, kynbætur o.fl. Þetta var eina rannsóknadeild FAO. Græna byltingin bjargaði frá hungri Þá var það að blaðamaður á ferð í Vínarborg komst að því að þessar til- raunir vom víðfrægar og skiptu sköpum m.a. í Suðaustur-Asíu. „Það er rétt, við hjálpuðum mikið til vegna þess að við lentum í því að vinna með þeim sem komu á „grænu bylting- unni“. En græna byltingin fólst í að auka meðaluppskem á hveiti í þess- um löndum, frá Miðjarðarhafinu og austur um til Indlands, úr 600 kg á hektara í 6.000 kg. Þetta tókst. Það gerðist líka í Mexíkó og sums staðar í Suður-Ameríku, því þessi nýju af- brigði komu frá Mexíkó. Þar starfaði Norman Borlaug, norskur Amerík- ani, sem fékk íyrir það friðarverðlaun Nóbels. En Borlaug er einn af þess- um fjóram sem FAO telur fmm- kvöðla grænu byltingarinnar. Annar er M.S. Swaminathan, mikill vinur Bjöms sem stjómar samnefndri stofnun er hann byggði upp með öll- um sínum verðlaunum í Indlandi. Hann var sá fyrsti sem fékk World Food Price upp á hálfa milljón dollara og var verðlaunaður nú í haust hjá UNESCO. Heiðursdoktorsnafnbæt- ur hans em raunar 38 talsins. Time Magasín valdi Einstein mann aldai’- innar og um leið vora þeir að leita uppi fremstu menn aldarinnar frá hveiju svæði. Nefndu til fjóra Asíu- menn, tvo frá Indlandi, Mahatma Gandi og Swaminathan númer tvö. Þriðji frumkvöðullinn í grænu bylt- ingunni heitir Afdul Hafis frá Pakist- an, sem á þeim tíma var starfsmaður hjá FAO og sá fjórði dr. Björn Sigur- bjömsson frá Islandi, sem var hjá þessari sameiginlegu deild í Vínar- borg. Tilefni þessa vals hjá FAO er ; grein um upprana grænu byltingar- innar nú í aldarlok. Hún er í vinnslu og Björn er með handritið í skrifstofu sinni. Þar segir að skýrslan frá FAO sé skýrsla fjögurra framkvöðla grænu byltingarinnar. „Það er auðvitað Borlaug sem er höfundur að afbrigðunum sem notuð era, en genin komu frá Japan,“ út- skýrir Bjöm. „Eina sem þau gerðu var að stytta kornið, sem var einmitt það sem við voram að leita eftir til þess að hægt væri að bera meiri áburð á hveitið. í staðinn fyrir að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.