Morgunblaðið - 06.02.2000, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2000 33
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
EINKAREKSTUR
í HEILBRIGÐIS-
KERFINU
ISAMTALI við Morgunblað-
ið í gær segir Jónas Hall-
grímsson, prófessor og for-
stöðumaður Rannsóknastofu
Háskólans í meinafræðum:
„Ég hef alla tíð verið fylgjandi
því, að beitt sé tvenns konar
aðferðum við rekstur sjúkra-
húsa hér á landi. Annars vegar
ríkisrekstur í breyttri mynd og
hins vegar einkarekstur.
Landakotsspítali var dæmi um
hið síðarnefnda. Hann var síð-
ar felldur undir hatt Sjúkra-
húss Reykjavíkur og er nú rek-
inn á sama hátt og aðrir
ríkisspítalar af föstum fjárlög-
um. Ég tel að það hafí verið
voðalegt slys.“
Þetta er áreiðanlega rétt
mat hjá Jónasi Hallgrímssyni.
Sú ákvörðun Matthíasar
Bjarnasonar, þáverandi heil-
brigðisráðherra, að greiða fyr-
ir sjálfstæðum rekstri Landa-
kotsspítala á sínum tíma,
einkenndist af mikilli fram-
sýni.
Síðan segir Jónas Hall-
grímsson: „Með gegnsæju bók-
haldi gefst kostur á að reikna
út nákvæmt verðmæti einstak-
ra aðgerða í lækningaþætti
sjúkrahúsa, t.d. hvað kostar að
fjarlægja botnlanga eða hvað
kostar að lækna krans-
æðastíflu. Fyrir hverja aðgerð
væri síðan greitt ákveðið gjald,
óháð hverjir eigendur sjúkra-
hússins væru. Þar með myndi
heilbrigð samkeppni skjóta
rótum í rekstrinum, unnt væri
að bera saman rekstur sjúkra-
húsanna og fylgja eftir því,
sem vel væri gert.“
Einar Stefánsson, prófessor
og yfirlæknir augndeildar
Landspítalans, segir af sama
tilefni í samtali við Morgun-
blaðið í gær um núverandi
kerfi við rekstur sjúkrahús-
anna: „Megingallinn að mínu
viti er sá, að þar með slitnar
samhengið milli framleiðslu og
tekna sjúkrahúsanna. Sjúkra-
hús með mikil afköst og marga
sjúklinga eyða þá meiru en
fastar tekjur þeirra leyfa en
þau sjúkrahús, sem loka deild-
um og gera helzt ekki neitt,
koma mjög vel út. Það segir sig
sjálft að slíkt kerfi er ekki
hvetjandi. Það er beinlínis letj-
andi ... Þetta er í sjálfu sér
sósíalískt rekstrarkerfi, sem
hefur algjörlega gengið sér til
húðar. Það gengur aldrei upp,
að samhengi sé ekkert milli út-
gjalda og kostnaðar. Ekki í
rekstri heilbrigðiskerfisins og
raunar ekki í neinum rekstri."
Undir orð þessara tveggja
lækna vill Morgunblaðið taka
enda eru þau í samræmi við þá
stefnu blaðsins mörg undan-
farin ár, að hvetja til þess að
tekinn verði upp einkarekinn
valkostur í heilbrigðiskerfinu.
Að vísu má segja, að vísir sé að
slíkum valkosti í rekstri
læknastofa, sem er orðinn
nokkuð umfangsmikill, þar
sem ýmsar aðgerðir eru fram-
kvæmdar, sem áður voru ein-
göngu gerðar á sjúkrahúsun-
um sjálfum.
Þessi rekstur er hins vegar
mjög takmarkaður og getur
aldrei orðið til þess að saman-
burður myndist á milli hans og
reksturs stóru sjúkrahúsanna.
Nútímalegir stjórnunar- og
rekstrarhættir auðvelda mjög
að reka stórt sjúkrahús í
einkarekstri á þeim grunni,
sem Jónas Hallgrímsson bend-
ir á, þ.e. að greiða ákveðið
gjald fyrir ákveðna aðgerð,
óháð því hver sé eigandi við-
komandi sjúkrahúss. Nú eru til
svo fullkomin tölvukerfi, sem
m.a. er byrjað að taka í notkun
í íslenzkum fyrirtækjum, að
þau kostnaðargreina nákvæm-
lega hvern einasta þátt í
rekstri fyrirtækja og segja til
um hver kostnaður sé við hann
og þegar um almenn viðskipta-
fyrirtæki er að ræða, hvort
hagnaður eða tap er á viðkom-
andi rekstrarþætti.
Einu raunverulegu rökin,
sem færð hafa verið fram gegn
einkarekstri sjúkrahúsa eru af
siðferðilegum toga spunnin.
Þar takast á sjónarmið um það,
hvort fullkominn jöfnuður eigi
að ríkja um aðgengi að heil-
brigðisþjónustu eða hvort þeir
sem það vilja eigi að hafa rétt
til þess að greiða fyrir þá þjón-
ustu. Hér er þó einungis um að
ræða einn þátt af mörgum í
rekstri einkarekins sjúkrahúss
vegna þess að eins og Jónas
Hallgrímsson setur dæmið
upp, mundi einkarekið sjúkra-
hús fyrst og fremst byggja
rekstur sinn á almennri þjón-
ustu en greiðslan fyrir hverja
aðgerð kæmi úr almannasjóð-
um með sama hætti og hjá rík-
isreknu sjúkrahúsi. Þetta þýð-
ir m.ö.o. að ríkið kaupir
þjónustu fyrir þegnana hjá
einkareknu sjúkrahúsi alveg
eins og ríkið kaupir þjónustu
fyrir ungmenni hjá einkarekn-
um skólum.
Þótt vafalaust sé hægt að
færa margvísleg rök fyrir því
að sameina stóru sjúkrahúsin
tvö og þá ekki sízt til þess að
koma í veg fyrir tvöföld há-
tæknikerfi er það áleitin
spurning, hvort ekki eigi jafn-
framt að opna leið til þess að
upp rísi einkarekið sjúkrahús,
a.m.k í aðra röndina.
M: í framhaldi af
því, sem þú hefur sagt
mér um þjóðsöguna,
langar mig að spyrja
þig um drauma.
G: Þegar ég var lít-
ill, hafði ég mér til
skemmtunar í einverunni að hugsa
um drauma. Ég heillaðist af hinum
furðulegu heimum draumsins. Þar
fann ég nýja veröld, í senn dýrðlega
og ógnarlega. Ég lagði ekki trúnað á
þessa drauma mína, gerði ekki ráð
fyrir því, að þeir hefðu neina sér-
staka þýðingu. Það voru aðeins
myndir draumsins, sem heilluðu mig
og urðu mér ómótstæðilegar. Þegar
ég svo seinna meir kynntist mynd-
listinni, fannst mér eitthvað skylt
með hinum annarlega veruleik
draumsins og þessari list.
Þegar maður hugsar um myndir
margra mikilla listamanna eins og
Patiniers, Bosch, Brueghels, Goya
eða Picassos, þá er maður staddur í
hinum furðulegu heimum draums-
ins. Jafnvel mynd eftir Titian getur
minnt á fagran draum, líkt og mynd
eftir Brueghel minnir að sumu leyti
á vondan draum. í draumum losnar
hugurinn við ok hins ytra veruleika,
en hin ótamda skynjun tilfinningar-
innar tekur við. Þá birtist manni nýr
veruleiki, og mér finnst oft, að það
sé undirrót listarinnar. Taktu eftir
því, Matthías, að svo margir lærðir
menn, en baðstofukaldir í listinni,
eru venjulega ófrjóir, - en ýmsir
aðrir sem stundum virðast lítt lærð-
ir, jafnvel veraldaraf-
glapar, ef mér leyfist
að nota svo ljótt orð,
eru fullir af skemmti-
legum og stórfurðu-
legum hugsunum, sem
verka eins og balsam
og terpentína á þeirra skemmtilegu
list. Lærðir menn segja í dag, að
listin sé ekki realistísk. Mér finnst
það ágætt, að við unum glaðir við
það, þangað til við verðum leiðir á
þvílíkum ummælum og finnum ein-
hver önnur ný og betri.
Já, mér finnst, að heimur draums-
ins ráði oft miklu í list nútímans,
Miró, Klee, Chagall og margir fleiri
miklir meistarar hafa gert ágæt
listaverk, sem eiga lítið skylt við
hina bundnu og óskáldlegu skynjun
vökunnar. Þau eru miklu fremur af-
sprengi hinnar taumlausu sýnar
þess, sem sefur og dreymir, þar sem
allt er svo furðulegt og óvænt. Ég
hef alltaf heillazt af þessari veröld,
hún er ólík hinum litlausa heimi
hversdagsleikans. Láttu ekki viður-
kennda menn halda utan um hand-
legginn á þér, athugaðu ekki etíkett-
ur þeirrar hefðar, sem lifir í dag.
Það er gott að kunna sitt fag, en sá,
sem ræktar ekki furðuheima sálar
sinnar og drauma, getur auðveld-
lega glatazt.
Ég las einhvem tíma sögu eftir
einhvern Maxiam. Hún byrjar á
draumi. Hún var svo hryllileg, að ég
gat ekki lesið hana alla, að mér
fannst, en líklega hef ég samt gert
það. Sagan minnti á mynd eftir
Goya. Og svo eitt að lokum: í draum-
um er aldrei sagt neitt nema undir
rós. Þig dreymir, að þú akir bíl, það
gæti bent til þess, að þú hugsaðir
um fagra konu; og ef þú hittir Alex-
ander mikla á auðnum Persíu, þá
eru það líklegast örlög þín, sem birt-
ast þér. Og ef þig dreymir, að þú
sért orðinn vatnskrani, sem gleymzt
hefur að skrúfa fyrir, gæti það bent
til þess, að þú værir þyrstur. Það er
litur og líf og skemmtilegur húmor í
svona symbólik eða táknmyndum,
en á bak við allt einhver ógnþrungin
alvara.
M: Hefur þig ekki dreymt eitt-
hvað nýlega?
G: Mig dreymdi draum í fyrrinótt,
þú hafðir verið að tala við mig. Ég
var hræddur um, að þú ætlaðir að
skrifa ævisögu mína, en mér leiðast
ævisögur. Aftur á móti var þessi
draumur mín ævisaga. Allt, sem ég
hef sagt þér af lífi mínu, er hvers-
dagslegt. Þessi stutti draumur -
hann hefur kannski staðið yfir eitt
augnablik, ég veit það ekki - er
einnig mjög hversdagslegur. En í
honum birtist mér samt allt líf mitt
til þessa dags. Þetta er ósköp venju-
legur draumur um lítilfjörlegt efni,
en ég skynja hann sem list og form
hans er mér að skapi. Ég er mjög
veikur fyrir formi, það mætti jafnvel
taka dýpra í árinni og segja, að það
væri líf mitt og dauði, þrátt fyrir það
að ég er í senn indivídúalisti og an-
arkisti.
HELGI
spjall
REYKJAVÍKURBRÉF
RISTNIHÁTÍÐ EIN-
stakra kirkna hófst
með miklum glæsibrag
í Garðabæ um síðustu
helgi. Þar var bæði
messað á sunnudags-
morgun og síðar efnt
til mikillar lista- og
menningarhátíðar sem fjöldi fólks tók þátt í
og varð Garðbæingum og Kjalamesprófasts-
dæmi til mikils sóma.
Kristnihátíð var að vísu sett á síðastliðnu
ári í Matthíasarkirkju á Akureyri.
Ómetanleg arfleifð er lítilli þjóð dýrmætt
veganesti í því volki og þeim hraða sem ein-
kennir samtímann og hollt að líta um stund
um öxl og minnast þeirra stóru viðburða sem
við teljum enn hvað mikilvægasta á leið okkar
inn í ókunna framtíð. Kristin arfleifð er ekki
einungis mikilvæg trúarinnar vegna, heldur -
og ekki síður - vegna þeirrar menningarlegu
reisnar sem hún hefur skilað okkur á óróa-
tímum.
Það var rétt sem formaður menningar-
nefndar Garðbæinga, Lilja Hallgrímsdóttir,
sagði í upphafi menningarveizlunnar, að
kristnin hefði átt mikilvægan þátt í varð-
veizlu tungunnar, en hún er dýrmætasta eign
okkar frá fornu fari. Það er á þessa tungu
sem heimsbókmenntir hafa verið skrifaðar.
Engin tunga önnur getur varðveitt þennan
fjársjóð, hversu vel sem að verki er staðið.
Það er þessi arfur sem hefur stækkað þjóð-
ina öðru fremur og aukið henni virðingu, eflt
hana til fullveldis og sjálfstæðis og veitt henni
þegnrétt meðal siðaðra menningarþjóða. Við
þennan arf hafa bætzt aðrir mikilvægir þætt-
ir listar og menningar og hefur kristin kirkja
og kristin trú ekki átt minnstan þátt í því að
þessi arfleifð varð til.
Islendingar skrifuðu ávallt á eigin tungu,
Biblían varð undirstöðurit lútherskrar menn-
ingarviðleitni og þýðing Odds á Nýja testa-
mentinu kom þegar í kjölfar þeirra stórvirkja
sem unnin voru í Þýzkalandi og nokkrum
löndum öðrum eftir nýsköpunarstarf Lúthers
sjálfs. Sálmakveðskapnum hrakaði að vísu
mjög og var ekki með þeirri reisn sem sjá má
í kaþólskum Sólarljóðum, Lilju og fleiri helgi-
kvæðum, en það stóð fljótt til bóta og ekki
leið á löngu þar til Hallgrímur Pétursson, sr.
Ólafur á Söndum og aðrir slíkir komu til sög-
unnar. Jón Vídalín, byskup, var einn þeirra
frumherja lútherskrar trúar sem mest kvað
að og var þess sérstaklega minnzt í Vída-
línskirkju - og var við hæfi. Lesnir voru kafl-
ar úr postillu hans sem setti á sínum tíma
mark sitt á nánast hvert íslenzkt heimili og
þótti þar þá jafn sjálfsagður gestui- og vin-
sælt dagblað nú á dögum.
ÞAÐ VAR ÁREIÐ-
anlega margt sem réð
úrslitum um það að
við héldum tungunni,
auðhyggja bókmenntastarf,
prédikanir, einangr-
un og heilbrigður metnaður lítillar þjóðar
sem barðist við veraldlega fátækt, með and-
legan auð sem veganesti. Þess er ekki sízt
vert að minnast nú þegar auðhyggja og pen-
ingafár eru talin mikilvægasta veganesti til
valda og virðingar.
Norðmenn prédikuðu fljótlega á danska
tungu og telja sumir að það hafi ráðið úrslit-
um um þróun norskunnar. Við prédikuðum
aldrei á annarri tungu en okkar eigin og telja
ýmsir einnig, að það hafi ráðið úrslitum. Það
sýndi a.m.k. manndóm og andlegt þrek og
hlýtur að vera einn mikilvægasti vegvísir
okkar inn í þá óvissu framtíð sem við blasir.
MARGAR KENN-
ingar hafa verið viðr-
aðar um ástæður þess
að íslendingar tóku
kristna trú á Alþingi árið 1000, án blóðsút-
hellinga. I nýlegri trúarsögu erlendri er því
haldið fram að ástæðan hafi verið sú, að ís-
lendingar hafi með því móti reynt að forðast
ásókn Ólafs konungs Tryggvasonar en ýmsir
höfðu af því miklar áhyggjur að slík afskipti
væru yfirvofandi. Hinu er þá ekki heldur að
neita að afskipti konungs af þessari þróun
voru mikil og sást hann ekki alltaf fyrir í þeim
efnum. Bent hefur verið á að hann hafði fjóra
höfðingjasyni í gíslingu um þessar mundir,
einn úr hverjum fjórðungi, og hafi það haft
sín áhrif, enda nokkuð augljóst.
Um þetta hafa gömul rit fjallað af sagn-
fræðilegri ástríðu og miklu listfengi og ekki
Friðsamleg
sambúð
Andlegur
auður - og
ástæða til annars en taka þau alvarlega, bæði
Kristni sögu Sturlu Þórðarsonar og önnur
þau rit sem um þessi mál fjölluðu. Þau eru
skrifuð harla nálægt þáttaskilum kristni og
heiðni og miklar líkur til að unnt sé í grófum
dráttum að byggja á heimildagildi þeirra.
Þess má þá einnig geta að hér á landi var
margt fólk kristið og augljóst að ásatrúar-
menn sýndu því mikið umburðarlyndi og létu
það í friði fara svo fremi sem vígamenn sýndu
goðum þeirra og hörgum þá siðlegu nær-
gætni sem menntuðu fólki ætti að vera eigin-
leg. Þó voru' undantekningar á þessu, en ekki
að ástæðulausu, eins og sagan um Stefni og
refsingar hans bera vott um.
En það hefur áreiðanlega ráðið miklu um
þróunina hvað margt kristið fólk var hér á
landi og þá ekki síður hvað margir létu príms-
ignast eins og Egill en með því móti gátu
heiðnir menn átt eðlileg samskipti við kristið
fólk. Var það að sjálfsögðu mikilvægt fyrir ís-
lendinga, svo mikla verzlun sem þeir höfðu
við móðurlandið í austri, Noreg.
Auk þess er náttúrulega ástæða til að að
gæta þess, sem miklu skipti um úrslit málsins
á sínum tíma, þ.e. að ásatráarmenn voru fjöl-
gyðistráar og sem slíkum þótti þeim ekki
verra að bæta Hvíta-Kristi inní tráarkerfi sitt
og styrkja það þannig með jafnsterkum boð-
bera guðlegi'ar forsjónar og raun bar vitni.
Hefur það áreiðanlega átt sinn þátt í því að
sættir tókust á Alþingi um málatilbúnað Þor-
geirs goða frá Ljósavatni.
Landnáms-
maður
nýrrar trúar
SUMIR HAFA
BENT á að nú sé ekki
hægt að halda uppá
afmæli siðaskipta, en
nútíminn sé framhald
þeirra fremur en kaþ-
ólskrar turnunar uppúr þúsund. Því er þá til
að svara að þróunin hefur verið með þeim
hætti að lítill munur er á kaþólskri trá og sið-
bótinni, a.m.k. enginn eðlismunur þótt blæbr-
igði séu þar nokkur. Við erum ekki að halda
uppá afmæli Lúthers eða siðbótarmanna,
ekki heldur hinnar almennu kaþólsku kirkju,
heldur þeirra þáttaskila þegar Kristur sjálfur
nam land á þessum fjai’lægu slóðum; við er-
um í raun að minnast þess landnámsmanns
sem mest áhrif hefur haft á sögulega þróun
og arfleifð okkar allra. Af þeim sökum eru
þessi tímamót mikilvæg minning alls kristins
fólks, hvar í flokki sem það stendur - og fer
vel á því.
Það hlýtur að vekja nokkra athygli og vera
talsvert uppörvunarefni, hvernig höfundm-
mestu Islendinga sögunnar, Njálu, fléttar
kristnitökuna inn í það listaverk, sem mest er
allra rita bókmennta okkar, að Biblíunni
sjálfri undanskilinni að sjálfsögðu, en hún er
ekki afrek þessarar þjóðar, heldur annaiTar
þjóðar sem við höfum ævinlega átt góð sam-
skipti við, gyðingaþjóðarinnar. Um Biblíuna
hefur verið sagt, að höfundur hennar sé guð
sjálfur. Svo merka rithöfunda höfum við að
vísu ekki átt, en um þetta sagði Ben-Gurion á
Þingvöllum, þegar hann hitti Ólaf Thors þar
um rióðir í heimsókn sinni fyrir margt iöngu,
að Israelar væru þjóð bókarinnar en Islend-
ingar þjóð bókanna.
Hitt er svo annað mál að Guðbrandsbiblía
og þýðing Odds eru með mestu afrekum ís-
lenzkrar tungu og arfleifð þeirra meiri og
mikilvægari en svo, að henni verði gerð nokk-
ur endanleg skil. Biblían á rætur í sögu gyð-
inga en Njála í sögu Islendinga.
Það getur varla verið tilviljun að hinn
kristni þáttur var fléttaður inn í Njáls sögu
og þá augljóst að höfundur hefur haft Kristni
sögu Sturlu við höndina, þegar hann samdi
hið mikla rit sitt. Sturla var sem sagt ekki
langt undan, þegai- Njála var samin, hvað
sem öðru líður. Hann var á næstu grösum -
og líklegast að hann hafi verið á eigin túni; að
hann hafi verið í túninu heima.
Hjarta hvers
manns -
þingstaður
FYRR ER NEFNT
að hátíð einstakra
kirkna hafi hafizt í
Garðabæ með guðs-
þjónustu, að sjálf-
sögðu. Þar flutti Dav-
íð Oddsson, forsætisráðherra, ávarp og
komst m.a. svo að orði:
„Nú er ekki svo að skilja að þeir sem hafna
trúnni á Guð séu að amast við trúarþörf og
trúariðkun hinna. Þeir virðast fremur líta á
trá og guðsdýrkun sem sérvisku sem sjálf-
sagt sé að umbera enda er það aðalsmerki
hins íslenska nútímamanns að umbera flest
Laugardagur 5. febrúar.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
og hneykslast á fáu. En það kemur þó oft
fram að sumum þykir það ótvírætt merki
gáfna, þroska og þekkingar, þegar því marki
er náð, að maður hafi loks reiknað Guð eða
rökstutt hann út úr lífi sínu. Og vissulega er
það rétt að gáfur eða menntun eru ekki skil-
yrði þess að maður fái tráað. Sælir eru fátæk-
ir í anda, segir þar og Kristur sjálfur bendir á
að opinn barnshugur sé frjósamasti akurinn
fyrir frækorn himnanna en margt sé á hinn
bóginn hulið spekingum og hyggindamönn-
um. En það gefur þó ekki tilefni til að álykta
að gáfur, þekking og vísindi skapi endilega
óftjótt arfabeð, þar sem trá fái alls ekki þrif-
ist. Öði-u nær. Þau dæmin eru mörg og yfir-
gnæfa hin um að þeir sem lengst hafa komist
í þekkingarleitinni á hverri tíð standi á ný
jafnfætis barninu og séu opnastir fyrir því að
tilveran verði ekki skýrð nema að Guð hafi
þar sitt rám, sé upphafið og endirinn. Þeir
komast með öðrum orðum að því, að sú mikla
þekking sem mannheimur býr yfir, og hefur
aldrei verið meiri en nú og aldrei jafn að-
gengileg og aldrei eins létt að safna í einn
punkt, nái þó enn ótrálega skammt. Tráin
taki við þar sem þekkingunni sleppir enda
hafi það ekki síst verið tráarþörfin í bland við
efann sem knúði menn áfram í þekkingarleit-
inni. Tráarþörfin virðist öllum eðlisbundin,
þó víkja megi henni til hliðar um stund og
jafnvel breiða þykkt lag efans yfir hana lengi
vel og stundum um allt það skamma skeið
sem hverjum og einum okkar er skammtað.
Og með sama hætti og sannfæring trúaðra er
svo vel umborin af þeim samferðamönnum
sem efast eða telja sig jafnvel hafa reiknað
trúna út af borðinu eða að minnsta kosti út úr
tölvunni sinni, þá ber að umbera þá hina
sömu - og reyndar vona að þeir haldi áfram
að reikna og fjalla um það sem þeir kalla rök-
leysur tráarinnai’ því það er allt þáttur í leit,
mikilli leit. Og skrifað stendur að sá sem leit-
ar muni að lokum finna og verður þá kannski
glaðastur þegar hann finnur að endingu allt
annað en hann hélt að hann væri að leita að.
Því miður eru þeir alltof margir sem búið
hafa við ástleysi alla sína tíð og enn fleiri sem
lifa þurfa sínu lífi án listar. Og drýgstur hluti
mannkyns lifir enn án þess að kynnast pen-
ingum í neinum þeim mæli sem jafnvel þeir
íslendingar, sem minnst hafa á milli hand-
anna, hafa nú. En allir eiga þeir sína sögu og
tráarþörf af einhverju tagi. Saga íslenskrar
þjóðar og saga kristni hafa verið samtvinnað-
ar alla tíð í þessu landi, ekki aðeins eftir hina
formlega kristnitöku. Hér voru fyrir kristnir
menn, írskir munkar, þegar heiðnir landnem-
ar komu. Og landnemar höfðu með sér þræla
og ambáttir sem trúðu á Krist hinn kross-
festa og ríghéldu með sjálfum sér í það vega-
nesti, þótt hljótt færi, sem eina hjálpræðið í
þeim ógnum sem yfir þau hafði dunið.
Þess vegna má færa fyrir því rök að á ís-
landi hafi ætíð fundist kristnir menn frá því
að maðurinn sté fyrst fæti þar á land. Veit ég
ekki um nokkurt annað land í víðri veröld
sem þá sögu hefur að segja. íslendingar
ákváðu með formlegum hætti á Alþingi við
Öxará að taka upp kristinn sið. Það var mikil
og heilladrjúg ákvörðun, sem enn hefur ríku-
legt gildi. En með henni var þó ekki ákveðið
að sérhver íslendingur skyldi vera kristinn í
þeim skilningi að hann öðlaðist frá og með
þeirri samþykkt trá á Guð í sínu hjarta. Það
gerist ekki þannig. Slík ákvörðun verður ekki
teMn nema af einstaklingnum sjálfum.
Handaupprétting á Þingvöllum árið þúsund
eða við Austurvöll þúsund árum síðar getur
skapað umgjörð og sMlyrði fyrir kristinn sið í
landi með allri þeirri blessun sem honum
fylgdi og fylgir. En hjarta hvers manns er sá
þingstaður þar sem hann einn og með sjálfum
sér gi-eiðir atkvæði með eða á móti því að
ganga persónulega í samfélag með Kristi.
Það er leynilegasta kosning sem þekkist enda
hefur niðurstaða hennar úrslitaþýðingu."
Að lokum er ástæða til að vitna í fornar frá-
sagnir af M-istnitökunni og aðdraganda henn-
ar. Er þá ekki úr vegi að velja sinn hvorn
kaflann úr þeim ritum sem nefnd hafa verið
hér að framan, Kristni sögu Sturlu Þórðar-
sonar og Njálu. Þar er sagt frá svipuðum at-
burðum og eftirminnilegum og ekM úr vegi
að staldra við þá, þegar þess er minnzt að
hjörturinn mikli fór himinskautum til ís-
lands, en þá tóku horn til himins, eins og seg-
ir í Sólarljóðum.
I Kristni sögu segir m.a. svo:
„Hallur lét flytja þá til Álftafjarðar hins
syðra í Leiruvog og setti upp skip þeirra þar,
er nú heitir Þangbrandshróf, en Hallur færði
skipfarminn heim á túnvöll sinn og gerði þar
tjald, það er þeir Þangbrandur voru í. Þar
söng Þangbrandur messu.
Hinn næsta dag fyrir Mikjálsmessu þá létu
þeir Þangbrandur heilagt að nóni.
Þá var Hallur þar í tjaldinu. Hann spurði:
„Hví léttið þér nú verki?“
Þangbrandur segir: „Á morgun er hátíð
Mikjáls höfuðengils.“
Hallur spurði: „Hversu er hann háttaður?“
Þangbrandur svarar: „Hann er settur til
þess að fara mót sálum kristinna manna.“
Síðan sagði Þangbrandur margt frá dýrð
guðs engla.
Hallur mælti: „Voldugur mun sá, er þessir
englar þjóna.“
Þangbrandur segir: „Guð gefur þér þessa
sMlning."
Hallur sagði um kveldið hjónum sínum: ,Á
morgun halda þeir Þangbrandur heilagt guði
sínum, og nú vil ég, að þér njótið þess, og
skuluð þér ekki vinna á morgun, og skulum
vér nú ganga að sjá athæfi kristinna manna.“
Um morguninn veitti Þangbrandur tíðir í
tjaldi sínu, en Hallur gekk og hjón hans að sjá
athæfi þeirra og heyrðu klukknahljóð og
kenndu ilm af reykelsi og sáu menn skrýdda
guðvef og purpura.
Hallur spm-ði hjón sín, hversu þeim þókn-
aðist athæfi kristinna manna, en þau létu vel
yfir. Hallur var skírður laugardaginn fyrir
páska og hjón hans öll þar í ánni. Hún er síð-
an kölluð Þvottá."
í Njáls sögu er þessum þætti um aðdrag-
anda íslenzkrar kristni lýst með þessum
hætti:
„Þetta spurði Hallur af Síðu; hann bjó að
Þvottá í Álftafirði. Hann reið til sMps við þrjá
tugi manna; hann fer þegar á fund Þang-
brands og mælti til hans: „Ganga ekM mjög
kaupin við menn?“ Hann sagði, að svo var.
„Nú vil ég segja þér mitt erindi,“ segir Hall-
ur, „að ég vil bjóða yður öllum heim til mín og
hætta á, hvort ég geti kaup fyrir yður.“
Þangbrandur þakkaði honum og fór þangað.
Um haustið var það, að Þangbrandur var
úti snemma um morgun og lét skjóta tjaldi og
söng messu í tjaldinu og hafði miMð við, því
að hátíð var mikil. Hallur mælti til Þang-
brands: „I hverja minning heldur þú þennan
dag?“ „Michaels engils," segir hann. „Hver
rök fylgja engli þeim?“ segir Hallur. „Mörg,“
segir Þangbrandur; „Hann skal meta allt það,
sem þú gerir, bæði gott og illt, og er svo
miskunnsamur, að hann metur allt það meira,
sem vel er gjört." Hallur mælti: „Eiga vildi ég
hann mér að vin.“ „Það munt þú mega,“ segir
Þangbrandur; „Og gefst þú honum þá í dag
með guði.“ „Það vil ég þá til skilja,“ segir
Hallur, „að þú heitir því fyrir hann, að hann
sé þá fylgjuengill minn.“ „Því mun ég heita,“
segir Þangbrandur. Tók Hallur þá skírn og
öll hjú hans.“
(Ur kristni þætti Njálu)
Frá kristnitöku árið 1000 er sagt í íslend-
ingabók Ara fróða, sem flestar heimildir
yngri styðjast við, beint eða óbeint, þ.á m. Ól-
afs saga Tryggvasonar eftir Odd munk
Snorrason, Ólafs saga Tryggvasonar eftir
Gunnlaug munk Leifsson (ísl. þýðing varð-
veitt í brotum), Kristni saga Sturlu og þannig
einnig kristni þáttur Njáls sögu.
Frásögnin af Þorgeiri goða frá Ljósavatni
og kristnitökunni sjálfri er mjög svipuð í
Kristni sögu og Njálu og ber ekki í milli í
neinu því er máli skiptir.
En þess ber að gæta að Kristni saga er
sagnfræðirit, en Njála söguleg skáldsaga - þó
líMega einnig dæmisaga um illvirki Sturl-
ungaaldarmanna á 13. öld, skrifuð um það
leyti sem Sturla Þórðarson dvaldist í Fagur-
ey á Breiðafirði og stjórnaði þar ritverkstæði
sínu, en þar bjó hann seinustu ár ævinnar. Þá
höfðu aðrá- þekktfr höfundar aldarinnar safn-
azt til feðra sinna.
Kristin arfleifð er
ekki einungis mik-
ilvæg tiTÍarinnar
vegna, heldur - og
ekki síður - vegna
þeirrar menning-
arlegu reisnar
sem hún hefiir
skilað okkur á
óróatímum.