Morgunblaðið - 06.02.2000, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.02.2000, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR Körfubolti er líf mitl og yndi Ágúst Már að- stoðar Pétur ÁGÚST Már Jónsson, fyrr- verandi landsliðsmaður og leikmaður KR í knatt- spymu, hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Péturs Péturssonar, þjálfara KR. Ág-úst Már mun liefja störf með Pétri er KR-liðið fer í æfingaferð til Hollands 22. apríl. Króatinn Petar Jelic, sem þjálfaði körfu- boltalið Tindastóls og Hauka fyrir nokkrum árum, býr nú í Zagreb. Hann er þjálfari 2. deildarliðs Bortines og sér einnig um þjálfun yngri flokka félagsins. Hann rekur kaffíhús, sem heitir Cafe Kos eða „Körfuboltakaffíbarinn“ og er í úthverfí Zagreb. Hann sagði í viðtali við Val B. Jónatansson að hann hugsaði mjög hlýtt til íslands. Sagði hann að Króatar stæðu ávallt í mikilli þakkarskuld við íslendinga eftir að þeir voru fyrstir til að lýsa yfír stuðningi við sjálfstæði þjóðarinnar. Jelic fór í háskólann í Zagreb eftir að hann kom frá íslandi og lauk þaðan viskiptafræðiprófi tveimur ár- um síðar. Hann opnaði kaffihús fyrir tveimur árum, auk þess sem hann á stórt verslunarhúsnæði sem hann leigir út. Hann þjálfar 2. deildarliðið Bortines og sér einnig um þjálfun á drengjaflokki félagsins. Hann segir að þó svo að hann hafi nú í ríkara mæli snúið sér að viskiptalífinu sé hann mjög ánægður að geta stundað þjálfun með, vegna þess að líf hans hafi alla tíð snúist um körfubolta. „Körfubolti er líf mitt og yndi,“ segir hann. Mikill íslandsvinur Jelic er mikill íslandsvinur og bauð hann fararstjóm íslenska hand- boltalandsliðsins, sem tók þátt í EM þar í landi á dögunum, í léttan kvöld- verð á veitingastað sínum. Hann sagðist í samtali við blaðamann Morgunblaðsins eiga marga vini á Islandi síðan hann þjálfaði hér á landi fyrir átta árum. Hann þjálfaði lið Tindastóls á Sauðárkróki 1993 og Hauka í Hafnarfirði árið eftir. „Ég er oft í daglegu símasambandi við vini mína á Islandi og sendi mörgum jóla- kort. Mér er mjög hlýtt til íslendinga og eins náttúru landsins, sem er mjög falleg. Áður en ég fór að þjálfa á Islandi var mér sagt að landið væri mjög kalt og að mér myndi aldrei líka við mig þar. Ég sagði: Ailt í lagi og ákvað að prófa. Eftir að hafa dval- ið á íslandi í tvö ár fékk ég allt aðra mynd af landinu. Þar býr gott fólk og ég fann aldrei fyrir því að landið væri kalt.“ Gott að vera á Sauðárkróki Hann þjálfaði Tindastól á Sauðár- króki í eitt ár, síðan fluttist hann til Hafnarfjarðar árið eftir og tók við Haukum. Hann var ekki lengi í starfi hjá Haukum því eftir nokkra mánuði lenti hann í útistöðum við stjórn Hauka og í framhaldi af því var ákveðið að slíta samningum og hann fór heim til Króatíu á miðju tímabili. „Ég er atvinnuþjálfari og vidi ákveðnar breytingar sem Haukar voru ekki tilbúnir að samþykkja. Ég var ekki sáttur við hvernig viðskiln- aðurinn var við Hauka, en er alls ekki að erfa neitt við Hauka og hef fyrirgefið þeim fyrir löngu. Ég kunni vel við mig í Hafnarfirði. Á Sauðár- króki leið mér líka vel, bærinn er Iítill og allir þekkja þar alla. Samfélagið er eins og ein stór fjölskylda. Mér líkaði að mörgu leyti betur við Sauð- árkrók því þar var körfubolti íþrótta- grein númer eitt, en í Hafnarfirði var körfubolti númer þrjú eða fjögur í bænum.“ Skortur á hávöxnum mönnum - Hvað finnst þér um íslenskan körfubolta? „Ég held að íslenska landsliðið hafi verið að bæta sig á undanförnum árum. Sem dæmi um það má nefna að þegar íslenska landsliðið lék við Króata í Evrópuriðli fyrir tveimur árum stóð íslenska liðið fullkomlega uppi í hárinu á því króatíska í leikn- um á í slandi. Ég vona að í sland verði fljótlega með í annarri deild Evrópu- keppninnar, en það er ekki raunhæft að ætlast til að ísland sé með lið í efstu deild í Evrópu. Það sem háir ís- lenska landsliðinu er skortur á há- vöxnum leikmönnum. Þið eigið frá- bæra bakverði eins og Helga Jónas (Guðfinnsson) og Fal (Harðarson). Þetta eru strákar með góða tækni og mikinn hraða. Það hafa öll lið not fyr- ir svona stráka, ekki bara á Islandi. Ég get líka nefnt Teit Örlygsson, sem hefði getað styrkt hvaða lið sem er í Evrópu hefði hann farið utan þegar hann var yngri.“ Gefa ungu strákunum tækifæri Hann segir að íslensk lið eigi ekki að fá til sín erlenda leikmenn í svo miklum mæli, alls ekki lægri leik- menn en tveggja metra og alls ekki neina meðaljóna. „Ég held að íslensk lið hafi verið að fá til sín allt of marga erlenda leikmenn sem eru í öðrum eða þriðja styrkleikaflokki í Banda- ríkjunum. Það er miklu nær að gefa eigin yngri leikmönnum tækifæri og byggja þannig upp gott lið. Það er ekkert óeðlilegt við það að fá há- vaxna erlenda leikmenn vegna þess að ekki er mikið til af þeim á Islandi. En það á ekki flytja inn einhverja meðaljóna sem oftar en ekki minnka í flugvélinni á leiðinni yfir hafið til Is- lands og standa ekki undir vænting- um. Það er hrein peningasóun." Banna erlenda leikmenn Hann segir að króatíska körfu- boltasambandið hafi nú í hyggju að banna erlenda leikmenn í króatísku deildinni næsta tímabil. Það verði gert vegna slæmrar reynslu af er- lendum leikmönnum sem hafa ekki staðið undir væntingum og hefur það komið illa við fjárhag margra félaga. „Ég held að það sé af hinu góða að byggja lið upp á heimamönnum. Yngri leikmenn fá þá tækifæri og þeirra er framtíðin. Ef við ætlum okkur að eignast gott landslið þurf- um við að ala upp góða íþróttamenn og þeir verða að fá tækifæri í félags- liðunum, annars gefast þeir upp og hætta. Ég held að þetta eigi líka við um ísland." Símskeytið frá Jóni Baldvini Hann sagði Króata standa í mikilli þakkarskuld við Islendinga. „Við minnumst Islands fyrir að vera fyrsta þjóðin til að samþykkja og styrkja sjálfstæði Króatíu árið 1990. Við munum aldrei gleyma símskeyt- inu sem barst frá Jóni Baldvini Hannibalssyni, þáverandi utanríkis- ráherra, þar sem hann lýsti yfir stuðningi Islands við sjálfstæði okk- ar. Skeytið var lesið upp í útvai'pinu og það fékk mörg gleðitárin til að renna niður kinnamar. Island og Is- lendingar munu því ávallt eiga sér- stakan heiðurssess í sögu okkar,“ sagði Jelic. Aftur Wallau Massenheim ÞÝSKA handknattleiksliðið Wallau Frankfurt sem breytti um nafn síðasta tímabil - mun aftur heita sinu gamla nafni; Wallu Massenheim, næsta tímabil. Þetta tilkynnti einn af stofnendum og eigandi félagsins Bodo Strömann sem nú kemur á ný til starfa eftir árs veikindahlé. Hann segir að það að binda nafnið við Frankfurt hafi engu skilað og því muni félagið aftur taka upp sitt gamla nafn. Þá tilkynnti Strömann að framtíð félagsins væri trygg því nýir styrktaraðil- ar kæmu nú til liðs við Wall- au næsta tímabil og myndu umsetningur liðsins aukast úr 120 inilljónum í 170 næstu ár. „Við ætlum okkur á þremur árum að komast í heimsklassa á ný,“ sagði Strömann. ^ Morgunblaðið/Ásdís Króatískir Islandsvinir KRÓATINN Petar Jelic, sem þjálfaði lið í körfubolta hér á landi fyrir nokkrum árum og eiginkona hans, Zlatica, eru miklir íslandsvin- ir. Hann hefur nú opnað kaffihús í úthverfi Zagreb jafnframt því að þjálfa lið í króatísku 2. deildinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.