Morgunblaðið - 06.02.2000, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Reuters
Frumbyggja-
list í Austurvegi
KONA nokkur virðir fyrir sér verk á sýningarinnar er „Veröld draum-
sýningu á frumbyggjalist á Hermit- anna - hefðbundin og nútímaleg list
age-safninu í Pétursborg. Yfirskrift frá Ástralíu".
Ljóða-
tónleikar
í Salnum
HULDA Björk Garðarsdóttir sópran
heldur ljóðatónleika í Salnum mánu-
dagskvöldið 7. febrúar kl. 20.30
ásamt þeim Steinunni Bimu Ragn-
arsdóttur píanóleikara og Ármanni
Helgasyni klarínettuleikara. Á tón-
leikunum verða flutt verk eftir Alb-
an Berg, Ifjálmar H. Ragnarsson,
Hugo Wolf, Johannes Brahms og
Franz Sehubert.
Hulda Björk Garðarsdóttir lauk
bmtfararprófi frá Söngskólanum í
Reykjavík árið 1994. Hún hafði áður
stundað söngnám við Tónlistarskóla
Eyjafjarðar. Hulda Björk nam sfðan
við Listaháskólann í Berlín og hélt
þaðan til London þar sem hún hlaut
styi'k frá Associated Board til að
stunda nám við Royal Academy of
Music. Þaðan lauk hún Postgradu-
ate RAM Diploma árið 1998.
Hulda Björk söng í Kantötu nr. 3
eftir J.S. Bach í Hallgrímskirkju í
janúar sl. og hefúr komið fram á hin-
Steinunn Bima Ragnarsdóttir, pianóleikari, Hulda Bjöjrk Garðarsdótt-
ir, sópran og Ármann Helgason, klarinettuleikari.
f’SPH £ 1 U'i I ||
JrK' >
i
um ýmsu tónleikum bæði sem ein-
söngvari og í samsöng með öðmm.
Hún hlaut styrk frá Félagi íslenskra
leikara árið 1999. Þau verkefni sem
hún mun fást við á næstunni em
hlutverk Fiordiligi í Cosi fan tutte
eftir W. A. Mozart á Tónlistarhátíð
Amersham í London, og hlutverk
Súsönnu í Brúðkaupi Fígarós hjá
Garsington Opera í Oxfordshire.
Miðasala Salarins er opin virka
daga frá kl. 9-16.
Úttekt Kirsten Hastrup
á fræðimennskuhefð
KIRSTEN Hastrup er danskur
mannfræðingur, mörgum íslending-
um kunn, því hún hefur skrifað tvö
doktorsrit um íslenskt samfélag.
Fyrst fyrir tuttugu árum um þjóð-
veldistímann, síðan annað fyrir ára-
tug um tímabilið 1400-1800, en sama
ár birtist auk þess greinasafn hennar
um mannfræðirannsóknir sínar á Is-
landi. Nýlega sendi hún svo frá sér
fjórðu íslandsbókina, sem færir
rannsóknir hennar til nútímans. Um
fyrstu bókina skrifaði ég í DV (vorið
1987), að aðferðin væri frumleg og
frjó, en of mikið skorti á að höfundur
réði við sögulegar heimildir íslenskar.
Hastrup hefur í nokkur ár verið
mannfræðiprófessor við Kaup-
mannahafnarháskóla. I tilefni
þúsaldamótanna hefur hún nú sent
frá sér rit sem íjallar um fræði-
mennsku - annað en náttúruvísindi -
um síðastliðið tveggja og hálfrar ald-
ar skeið. Vel hefði mátt hefja ritið
fyrr, ef gengið hefði verið út frá texta-
fræði, t.d., þá hefði landi okkar Árni
Magnússon komið við sögu. En
Hastrup miðar eðlilega við mann-
fræði, enda þótt hún hafi kynnt sér
grannfræði, og dragi fram það sem
sameiginlegt er fræðum, öðrum en
náttúruvísindum, en það er að fást við
aðstæður fólks og sköpunarverk.
Hastrup hefur rit sitt á upplýsingar-
tímanum, á 18. öld, og upphafið mark-
ast af miklum rannsóknarleiðangri
sem Friðrik konungur fimmti sendi
til hinnar sælu Arabíu (Yemen), undir
forystu Carsten Niebuhr. Leiðang-
ursmenn áttu að rannsaka sem flest,
landaskipan, jurtir út frá flokkun
Linnés, mál fólksins og siðvenjur.
Niebuhr lifði einn af, leiðangurs-
manna, en þessi leiðangur leiddi til
merkilegra uppgötvana. Hastrup
segir frá öðrum rannsóknum, meðal
Grænlendinga, indíána, og frá rann-
sóknum sjálfrar sín á Islandi. En
meginefni bókarinnar er þó ekki að
fjalla um einstakar rannsóknir eða
vísindaniðurstöur, heldur helstu
stefnur og viðhorf sem tíðkast hafa í
fræðimennsku á þessum tíma, rök-
ræða kosti þeirra og takmarkanir. Oll
eru þau enn við lýði, þótt tískan hafi
borið þau til vegs eitt af öðru. í sem
stystu máli má rekja að Upplýsingar-
menn sáu íyrir sér fræðimann einsog
hann stæði utan við heiminn og safn-
aði hlutlægum staðreyndum, sem síð-
an þurfti bara að flokka samvisku-
samlega í kerfi. En með rómantíkinni
Kirsten Hastrup hefur skrifað bok, Vilje
til viden, þar sem hún gagnrýnir m. a.
íslenska fræðimenn. Að mati Arnar
Ólafssonar er þetta víðfeðmt rit, vel
rökstutt og einkar vel skrifað.
Jónas Gísli
Kristjánsson Pálsson
á öndverðri 19. öld kom
meiri áhugi á menn-
ingu, einnig allt annars
konar en evrópskri fm-
menningu, nú hófst
m.a. þjóðsagnasöfnun.
þessu fylgdi hins vegar
oft e.k. framandgerv-
ing, (orientalisering),
þar sem megináhersla
var lögð á það sem að-
skildi frumstæðar þjóð-
ir frá okkur, einkum
var þá lögð áhersla á að
hinir hefðu eiginleika
sem neikvæðir þóttu í
vestrænni menningu,
svo sem leti, losta,
mútuþægni oil. þ.h.
Gegn einfaldri staðreyndatrú Upp-
lýsingarmanna, hafa menn fyrir
löngu bent á það, að staðreyndir verði
til þegar menn flokka skynhrif um-
hverfisins eftir hugmyndakerfi sínu,
og í sögunnar rás hafa kerfi stað-
reynda oftlega breyst eftir því hvaða
hugmyndakerfi ríkti. Af þessu hafa
sumir gengið svo langt að telja þá
flokkun ósambærilega frá einu menn-
ingarsvæði til annars, og t.d. bent á
mismunandi greiningu litrófsins í liti
á mismunandi málsvæðum, þannig
nær t.d. blátt ekki yfir öll sömu lit-
brigði þegar farið er frá einu menn-
ingarsvæði til annars, þannig ættu
mörg lykilhugtök að vera óskiljanleg
fólki frá öðrum menningarsvæðum.
En það er augljós fjarstæða, svo sem
hver lesandi getur sannreynt í næstu
málningarbúð, við greinum miklu
fleiri litbrigði en við eigum orð yfir.
En mjög útbreitt afbrigði fyrrgreinds
viðhorfs er að telja menningarheima
ósambærilega, og að einungis inn-
fæddir geti fjallað af skilningi um
menningu sína. Spyija mætti þá,
hvers vegna fólk hrífst af listaverkum
frá ólíkum menningarsvæðum og
tímum, ef það skilur ekki grundvall-
aratriði þeirra, hvers vegna meta
menn þá hvarvetna t.d. Hómerskvið-
ur, Shakespeare, íslendingasögur,
Eddukvæði, Dante. Hastrup leggur
áherslu á að fræðileg umfjöllun feli
ævinlega í sér fjarlægingu frá við-
fangsefninu. En andstætt viðhorf for-
dæmir hún einnig með rökum og
dæmum, en það er að telja heiminn
allan vera orðinn eina heild, þar sem
vestræn viðhorf ríki hvarvetna. Sitja
þá mannfræðingar á alþjóðlegum
flugvöllum víða um lönd og horfa
þreyttum augum á hamborgara, kók,
og fistölvur í alnetssambandi. En
Hastrup leggur áherslu á að kanna
verði þau sérkennilegu fyrirbæri sem
enn séu stöðugt að verða til við mis-
munandi þjóðfélagsaðstæður.
Hér er ekki rúm til að víkja að
mörgu í bókinni. En hverfum loks að
einstökum dæmum. Hastrup segist
sjálf hafa verið gagnrýnd fyrir fram-
andgervingu af Gísla Pálssyni mann-
fræðingi, því hún setji hærra frásagn-
ir um fortíðina og sérstaka
persónulega reynslu en raunverulega
félagslega hegðun íslendinga. En
þessi orð finnst Hastrup sýna raun-
hyggju, þ.e. trú á óumdeilanlegar
staðreyndir í anda Upplýsingarinnar.
Einnig deilir hún á Jónas Kristjáns-
son handritafræðing sem dæmi frum-
byggjaréttar, en það viðhorf hefur
verið mjög í tísku undanfarið, að kon-
ur einar geti dæmt um kvennabók-
menntir, samkynhneigðir einir um rit
homma, einungis innfæddir indíánar
geti raunverulega skilið menningu
indíána, o.s.frv. Jónas hefúr haldið
því fram, að einungis íslendingar geti
fyllilega gripið Islendingasögur, því
þeir einir tah enn málið sem þær voru
samdar á, og hafi landslag sagnanna
daglega fyrir augum. - Á móti mætti
benda á, að þótt við getum lesið sög-
umar á frummálinu, þá hafa mörg
lykilhugtök nú allt annað inntak en
þá, t.d. sæmd, himinn, djöfull og hel-
víti, synd, fyrirgefning, náð, o.s.frv.
Skyldi ekki sanntrúað kaþólskt sam-
félag standa nær hugsunarhætti
sagnanna, sem samdar voru á há-
miðöldum. Og skyldi ekki þjóðfélags-
legt umhverfi fólks skipta meiru en
fjallasýn. Samfélag þar sem venju-
legt rfldsvald er lítilsmegnugt, en fá-
einar voldugar fjölskyldur takast á,
svo lykilhugtök verða ætt, sæmd og
blóðhefnd. Skyldu ekki Sikileyingar
eða Rússar í Mafíuveldi nútímans þá
standa hugarheimi Islendingasagn-
anna næst. Ekki segir Hastrup þetta,
en leggur réttilega áherslu á frelsi
fræðimanna; til að velja sér viðfangs-
efni og aðferðir, en meginmáli skipti
síðan að láta sína ályktun takast á við
niðurstöður annarra. Ótækt sé að for-
dæma kenningu vegna þess hver hafi
sett hana fram, vegna þjóðemis hans,
trúar, kynferðis, kynhneigðar eða
annars. Állar túlkanir eiga rétt á að fá
að koma fram, og skoðast, takast á,
en auðvitað em þær ekki allar jafn-
góðar. Fræðimenn eiga að bera þær
saman og rökstyðja hver sé best.
Fræðimennska er félagslegt fyrir-
bæri og alþjóðlegt. Hastrap fylgir því
Jóni hraki með orðum Stefáns G.:
Hugði ei sannleik hóti betri
hafðan eftir Sankti-Pétri
heldur en ef svo hending tækist
húsgangurinn á hann rækist.
Þetta er víðfeðmt rit, og mikið yfir-
lit lærdóms, vel rökstutt, og einkar
vel skrifað. Það ætti að vera aðgengi-
legt öllum almenningi sem dönsku
les, þótt fletta þurfi upp einstökum
orðum, svo sem ontologi.
Kirsten Hastrap: VUjen til viden.
En humanistisk grandbog
Gyldendal 1999,320 bls.
Örn Ólafsson
Nyjar geislaplötur
• ÚT ER komin geislaplatan
„Hve glöð er vor æska“ þar
sem Sigríður Björnsdóttir frá
Kleppustöð-
um syngur ís-
lensk ein-
söngslög við
píanóundir-
leik Úlriks
Ólasonar.
Sigríður
Björnsdóttir
fæddist 9.
nóvember ár-
ið 1918 á
Grænanesi við Steingríms-
fjörð en ólst upp á Kleppu-
stöðum, innsta bæ í Staðardal
undir Steingrímsfjarðarheiði,
elst tólf systkina.
„Foreldrar Sigríðar, Björn
og Elín frá Kleppustöðum
voru höfðingjar heim að sækja
og enginn kotungabragur á
neinu hvort sem um var að
ræða atlæti eða umræðu.
Kleppustaðir var menningar-
heimili þar sem íslensk al-
þýðumenning átti sér djúpar
rætur. Bjöm, faðir Sigríðar,
hafði afar fagra söngrödd og
var söngmaður góður.
Snemma fór að bera á óvenju
góðum sönghæfileikum Sigríð-
ar. Tveggja ára var hún farin
að syngja hárri raustu og sagt
er að Bjöm bóndi á Kleppu-
stöðum hafi átt þá ósk í brjósti
að Sigríði dóttur hans gæfist
tækifæri til að læra söng. Það
var þó ekki fyrr en Sigríður
var komin vel á áttræðisaldur-
inn að hún hóf markvisst
söngnám þó kórsöng hafi hún
stundað alla tíð,“ segir í
fréttatilkynningu.
Nú síðsumars „um hábjarg-
ræðistímann", eins og Sigríð-
ur segir sjálf, lagði hún land
undir fót, komin á nfræðisald-
ur, og hélt til Reykjavíkur til
að láta gamlan draum verða
að veruleika, en það var að
syngja inn á tónband nokkur
íslensk einsöngslög og að
varðveita þar með rödd sína.
Þessar hljóðritanir hafa nú
verið gefnar út og hlaut út-
gáfan styrk frá framkvæmda-
stjórn Árs aldraðra en Polar-
fonia Classics ehf. sér um
útgáfuna.
Geisladiskinn tileinkar Sig-
ríður minningu foreldra sinna
Bjöms og Elínar frá Kleppu-
stöðum.
Diskurinn er fáanlegur í
mörgum hljómplötuverslunum
en hann er einnig hægt að
panta hjá útgefanda, polar-
fonia@itn.is.
Sigríður
Björnsdóttir