Morgunblaðið - 06.02.2000, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2000 39
MINNINGAR
mínum,
þú smyrð höfuð mitt með olíu, bikar minn
erbarmafullur.
Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga
mína, og í húsi drottins bý ég langa ævi.
(Dav.sálmur 23.)
Katrín Hclga, Elín Rut og
Haukur Jóscf Stefánsbörn.
Aðfaranótt mánudagsins 31. jan-
úar sl. andaðist á Grensásdeild
Landspítalans heiðursmaðurinn
Björn Ingi Stefánsson.
Hann var lengst af heilsuhraustur
enda lifði hann heilsusamlegu lífi
með því að iðka sund og útiveru af
ýmsu tagi. Aðdragandinn var því
ekki langur.
Laugardaginn 15. janúar brá svo
við að á hann sótti óeðlilegt mátt-
leysi og önnur vanlíðan sem varð til
þess að hann var fluttur á sjúkra-
hús. í ljós kom að hér var um hægf-
ara heilablæðingu að ræða. I fyrstu
virtist svo sem að bati væri sýnileg-
ur, en síðan breyttist ástandið til
verri vegar og sorgarfregnin barst
þann seinasta dag janúar.
Hér skulu ættir Björns ekki rakt-
ar, en aðeins þess getið að hann var
sonur hjónanna Stefáns Björnsson-
ar, prófasts að Hólmum í Reyðar-
firði, og konu hans, Helgu Jónsdótt-
ur, ættaðri úr Breiðafjarðareyjum.
Björn var fæddur í Winnepeg í
Kanada en ólst upp á Hólmum fram
til unglingsára. A uppvaxtarárum
sínum vann hann ýmis tilfallandi
störf tengdum búskap, en einnig við
sjósókn ásamt því að sem unglingur
vann hann um skeið í Landsbanka
íslands á Eskifírði.
Vorið 1933 lauk Björn námi í
Samvinnuskólanum. Eftir það var
ævistarf hans ráðið.
Hann tileinkaði samvinnustarfinu
starfskrafta sína. Hann var einn for-
göngumanna að stofnun Kaupfélags
Fáskrúðsfirðinga haustið 1933 og
fyrsti kaupfélagsstjóri þess, eða til
ársins 1946. Hann var mikill félags-
málamaður, hrókur alls fagnaðar á
samkomum og skemmtunum en
gætti hófs í hvívetna. Fljótlega varð
hann virkur félagi í ungmennafélag-
inu og sat í stjórn þess. Var fram-
kvæmdastjóri við byggingu sund-
laugar og sat í ýmsum nefndum á
vegum Búðahrepps og valdist einnig
til annarra opinberra trúnaðar-
starfa. Hann var næmur fyrir því
sem til framfara horfði í atvinnumál-
um og stóð m.a. fyrir byggingu
hraðfrystihúss. Hann varð fyrsti
framkvæmdastjóri þess og síðar
stjórnarformaður.
Af þessu má ráða að hann hafði
mörg járn í eldinum og var sístarf-
andi.
Enginn vafi er á því að margt var
erfitt í rekstri fyrirtækja á fyrir-
stríðsárunum, enda gáfust margir
upp. Björn var bjartsýnismaður og
hafði ávallt einhver ráð. Uppbygg-
ing atvinnuvega í byggðarlaginu var
eitt af meginmarkmiðum hans. Sú
staða batnaði stórum með byggingu
frystihússins.
Til að bæta hag kaupfélagsins á
seinustu árum stríðsins keypti hann
fisk af smærri bátum, tók á leigu,
ásamt öðrum aðilum, færeysk skip
sem sigldu með aflann til sölu er-
lendis. Vitað er að þetta bætti hag
kaupfélagsins til muna.
Það var um og eftir 1940 sem und-
irritaður man fyrst eftir samfélag-
inu á Fáskrúðsfirði og þeirri reisn
sem var yfir málefnum kaupfélags-
ins. Eiginkona Björns var sæmdar-
konan Þórunn Sveinsdóttir, en hún
lést í ágústmánuði í fyrra. Fjöl-
skyldan bjó í sama húsi og verslunin
var í. Undirritaður átti þar margar
ánægjustundir við leik með elsta
syni þeirra, Stefáni. Þessar stundir
koma oft upp í hugann þegar hugsað
er til liðinna æskuára. Þórunn og
Björn voru glæsilegt par sem geisl-
aði af hvar sem þau fóru. Góðvild og
greiðvikni var höfð að leiðarljósi
enda náðu þau góðu félagslegu sam-
bandi við íbúa staðarins og greiddu
götu margra. Þau voru sívinnandi,
hún við heimilisstörfin en hann við
fyrirtækið.
Einn hátt hafði Björn á við starf
sitt sem ekki var algengur í þá daga.
í átökum við erfið verkefni fannst
Birni oft gott að brjóta upp starfs-
daginn. Þegar líða tók á dag kallaði
hann gjarnan á okkur strákana á sil-
ungsveiðar eða til annarrar útivist-
ar. Allir höfðu gott og gaman af, og
skemmti hann sér vel við að láta
okkur leysa ýmsar þrautir.
Að því loknu settist hann oft á
skrifstofu sína aftur og vann þá
langt fram á nótt.
I starfi eins og hans koma oft upp
mál sem leysa verður með með
málamiðlun útávið. Ég veit að
stundum bar hann þannig málefni
upp við konu sína. Hún var fljót að
sjá kjarna málsins og gaf yfirlýsing-
ar byggðar á eigin sannfæringu.
Þótt ef til vill væri meiningarmunur
í fyrstu, varð oftast sameiginleg nið-
urstaða og eftir það stóð hún eins og
klettur við hlið manns síns.
Sumardag nokkurn árið 1946
flutti fjölskyldan til Reykjavíkur.
Það var dapurlegur dagur í huga
flestra Fáskrúðsfirðinga þegar fjöl-
skyldan kvaddi og Esja lagði frá
bryggju eftir hið hefðbundna brott-
fararflaut.
Nú hófst nýr þáttur í lífi Björns er
hann tók við mismunandi störfum á
vegum SÍS.
Hann átti sem fyrr segir þægilegt
með að umgangast fólk og sennilega
af þeirri ástæðu fór hann í kaupfélög
víðsvegar um land til leiðsagnar og
miðlunar af reynslu sinni og rak þá
oft fyrirtækin til skemmri tíma.
Lengst mun hann þó hafa starfað í
innheimtu- og fjármáladeildinni.
Björn nýtti tíma sinn vel. Frítíma
sinn notaði hann ýmist til lagfær-
inga heima fyrir eða þau hjónin
dvöldu í sumarbústað sínum við
Þingvallavatn þar sem þau fundu af-
þreyingu við garð og blómarækt í
faðmi íslenskrar náttúru. Oftast
voru þau með Svein son sinn með
sér sem meira þurfti á þeim að halda
en hin börnin. Heimili þeirra hjóna
var einstakt fyrir gestrisni og mynd-
arskap í hvívetna. Einn afkomanda
þeirra heyrði ég segja að Björn hafi
alltaf búið á fimmstjörnu hóteli.
Þetta segir sína sögu um sambúð
þeirra hjóna þar sem góðmennskan
sat í fyrirrúmi.
A skömmum tíma eru þau hjónin
Björn og Þórunn horfin á vit al-
mættisins. Ljóst er að þórunn tekur
þar á móti Birni með sínu blíða
brosi. Ég minnist þeirra beggja með
hlýhug og djúpri virðingu. Börnum
þeirra, öðrum aðstandendum og vin-
um votta ég samúð mína.
Ágúst Karlsson.
Mér brá í brún er ég frétti fyrir
fáeinum dögum lát uppáhalds-
frænda míns, Björns Inga Stefáns-
sonar, fyrrverandi kaupfélagsstjóra
og starfsmanns SIS. Skömmu áður
hafði ég hitt hann hjá sonarsyni
hans, Guðmundi Stefánssyni, og var
hann þá hress í bragði, þótt greini-
legt væri að nokkuð var af honum
dregið sökum nýlegra veikinda.
Björn Ingi fæddist 10. nóvember
1908 í Winnipeg í Kanada, en fluttist
5 ára gamall með foreldrum sínum
til íslands og ólst upp á Hólmum í
Reyðarfirði. Þau voru Helga Jóns-
dóttir, fædd á Rauðseyjum á Breiða-
firði, og Stefán Björnsson, fæddur á
Kolfreyjustað í Fáskrúðsfirði. Stef-
án varð prestur á Hólmum og síðar
prófastur á Eskifirði. Móðir mín,
Herborg, var föðursystir Björns
Inga.
Björn stundaði nám við Sam-
vinnuskólann í Reykjavík og lauk
þaðan prófi vorið 1933. Síðla sumars
það ár var stofnað Kaupfélag Fá-
skrúðsfirðinga og var Björn kaupfé-
lagsstjóri þess frá upphafi þar til í
júní 1946. Þá fluttist hann til
Reykjavíkur og starfaði hjá Sam-
bandi íslenskra samvinnufélaga
(SÍS) fram undir 1980. Þar vann
hann m.a. að eftirlitsstörfum og var
einnig fenginn til þess að taka að sér
tímabundin framkvæmdastjórastörf
hjá ýmsum kaupfélögum. Björn var
uppörvandi stjórnandi, hagsýnn
maður og lagtækur, og naut hvar-
vetna óskoraðrar virðingar, jafnt
meðal viðskiptamanna kaupfélag-
anna, starfsfólks og forystumanna
samvinnuhreyfingarinnar.
Auk aðalstarfa sem kaupfélags-
stjóri vann hann ötullega að ýmsum
félagsmálum. Á Fáskrúðsfirði sat
hann þannig í stjórn ungmennafé-
lagsins Skrúðs, var framkvæmda-
stjóri sundlaugargerðar Búða-
hrepps, átti sæti í hafnarnefnd, var
framkvæmdastjóri við byggingu
Hraðfrystihúss Fáskrúðsfjarðar
o.fl. o.fl.
Björn Ingi var gæfumaður í
einkalífi. Vorið 1934 kvongaðist
hann Þórunni Sveinsdóttur, mikilli
mannkosta konu. Hún reyndist
honum góð eiginkona og móðir og
bjó honum gott og myndarlegt
heimili. Þau eignuðust 6 börn. Nú
eru barnabörnin 20, og barna-
barnahópurinn er stór og mann-
vænlegur. Þau hjónin, Þórunn og
Björn, voru ávallt samhent í ein-
stakri gestrisni og hjálpsemi, ekki
síst gagnvart þeim sem minna
máttu sín.
Björn Ingi var hár og myndarleg-
ur maður, sannkallað glæsimenni í
sjón og raun. Hann var skemmtileg-
ur í umgengni, hjálpsamur og sann-
ur vinur vina sinna. Þau hjón reynd-
ust foreldrum mínum einstaklega
vel, þegar þau bjuggu í sama húsi á
Fáskrúðsfirði, enda þótti mömmu
minni og pabba mjög vænt um Björn
og Þórunni, og hélst sú vinátta alla
tíð. Sem unglingur vann ég sumar-
tíma við Kaupfélagið á Fáskrúðs-
firði undir stjórn Björns. Hann var
mér ávallt mjög góður húsbóndi og
lærði ég margt af honum, m.a. að
sýna eldra fólki virðingu.
Björns Inga mun ávallt minnst
með þakklæti, söknuði og virðingu.
Blessuð sé minning hans.
Unnsteinn Stefánsson.
+ Ingibjörg Ragna
Ólafsdóttir fædd-
ist í Brekkubæ á
Hellissandi hinn 12.
nóvember 1925. Hún
lést á gjörgæsludeild
Landspítalans hinn
24. janúar síðastlið-
inn. Foreldrar henn-
ar voru Ólafur Pét-
ursson frá Malarrifi
og Guðrún Ágústa
Rögnvaldsdóttir frá
Fagradalstungu.
Fjölskyldan bjó á
Hellissandi þar til
Ragna var 12 ára, en
fluttist þá til Reykjavíkur. Al-
bræður Rögnu eru Pétur og
Rögnvaldur. Eftir andlát Guðrún-
ar, móður Rögnu, kvæntist Ólafur
faðir hennar Hönnu Jónsdóttur.
Synir Hönnu eru Birgir Pétursson
og Gunnar Gunnlaugsson. Sonur
Hönnu og Ólafs er Árni.
Hinn 27. nóvember 1954 giftist
Það kviknaði bál og hrifsaði ömmu
okkar frá okkur. Það tók líf hennar
næstum mánuð að fjara út, og við
gátum bara staðið hjálparlaus hjá og
treyst því að Guð stýrði þessu á rétta
braut. Þegar amma fékk loks hvfld
frá vélum, lyfjum og skurðaðgerðum
létti okkur, en á sömu stundu urðum
við endanlega að horfast í augu við
þá staðreynd að hún væri horfin og
kæmi aldrei aftur. Við getum ekki
lengur heimsótt hana á fallega heim-
ilið hennar í Fannborginni, sem hún
var svo stolt af. Þar varð flest logum
að bráð, allt fína smádótið sem hún
sankaði að sér og naut þess að
skreyta með, og myndirnar af lang-
ömmustelpunni sem mun ekki muna
eftir henni eða fá að kynnast henni.
Við getum að minnsta kosti sagt
Mörthu Guðrúnu frá langömmunni
sem veggfóðraði hjá sér með mynd-
um af henni, og spjallaði við mynd-
irnar þegar aðskilnaðurinn varð of
langur.
Amma naut þess að vera um-
kringd fjölskyldu sinni, og glöðust
var hún þegar allir afkomendur
hennar voru komnir saman hjá
henni. Þeim tilefnum fækkaði eftir
að Ragna yngri og Bjarni fluttu til
Bandaríkjanna til náms, og urðú þá
þessir samfundir okkur öllum þeim
mun dýrmætari. Nú verðum við að
halda lífinu áfram, vera sterk, og
gera ömmu stoltari af okkur en
nokkru sinni fyrr. Við trúum því að
hún fylgist með okkur og passi upp á
okkur þaðan sem hún er núna. Við
Ragna Árna Frí-
mannssyni si'ma-
verkstjóra, f. 26.5.
1925, d. 21.10. 1992.
Börn þeirra eru Frí-
mann símsmiður, f.
14.10. 1952, og Guð-
rún Ágústa leik-
skólakennari, f. 15.7.
1955, gift Krist-
mundi Jónassyni
matreiðslumeistara,
f. 13.6. 1951. Börn
Guðrúnar og Krist-
mundar eru Ragna,
hjúkrunarfræði-
nemi, f. 12.5. 1976,
gift Bjarna Vilhjálmi Halldórssyni
stærðfræðingi, þeirra dóttir er
Martha Guðrún, f. 30.3.1997; Árni
Jónas blikksmíðanemi, f. 10.10.
1980, unnusta hans er Erla Björg
Birgisdóttir, f. 23.6. 1981; og
Snædís, f. 26.1.1988.
Útför Rögnu fór fram frá Kópa-
vogskirkju 28. janúar.
erum svo heppin að tilheyra sam-
heldinni og ástríkri fjölskyldu, sem
er ómetanlegt á svona stundum.
Sorgin er sár, en það er óhjákvæmi-
legt að syrgja þá sem maður elskar.
Ef maður gæti ekki elskað af ótta við
að missa væri lífið lítils virði. Við
elskum þig amma, þú lifir áfram í
okkur, sorgum okkar og gleði. Von-
andi nær gleðin fljótlega yfirhönd-
inni á ný, því þannig myndir þú vilja
hafa það. Megi Guð gefa okkur og
fjölskyldunni okkar allri styrk til að
yfirvinna sorgina og gleðjast yfir því
að hafa átt þig meðan líf þitt entist.
Með kveðju og von um að þér líði
vel.
Þín ömmubörn,
Ragna, Ámi Jónas og Snædís.
Við dveljum hér við hvílurúm þitt klökk
og kveðjum þig í hinsta sinni, vina.
En til þín streymir heitust hjartans þökk
fyrir horfna tíð og kæru samfylgdina.
Þín endurminning eins og geisli skín
á okkar leið og mýkir þjartans sárin.
Já, vertu sæl, við sjáumst, vina mín,
í sælu guðs, er þerrar harmatárin.
(Ók. höf.)
Elskuleg frænka mín. Allt er í líf-
inu hverfult. Nýtt ár er ekki búið að
líta dagsins ijós þegar dóttir þín
hringir og segir mér þær skelfilegu
fréttir að þú hafir orðið fyrir slysi,
sem síðan leiddi til þess að líf þitt
slokknaði 24. janúar.
Það þarf ekki að lýsa Rögnu fyrir
þeim sem þekktu hana, hún var fal-
leg kona, raungóð og hjartahlý. Þau
hjónin Ragna og Árni voru samhent,
gestrisin og skemmtileg heim að
sækja, með létta lund og gamansöm.
Eftir að Ámi lést snögglega 1992
helgaði hún börnum sínum og barna-
bömum líf sitt, þau vom hennar
gleði.
Ég á margar góðar og skemmti-
legar minningar eins og þegar við
fóram til sólarlanda fyrir fimm áram
eða í dagsferðina í Þórsmörk, þar
var blæjalogn en úrhellisrigning.
Hvað það var notalegt eftir gönguna
að koma í skálann og fá kaffi og
kleinur fyrir utan nestið okkar, eða
öll símtölin sem við áttum. Þeirra
sakna ég sérstaklega.
Ég þakka þér af öllu hjarta fyrir
allt sem þú varst mér og mínum. Guð
blessi minningu þína.
Ingibjörg.
Mig langar til að skrifa fáein orð
um hana Rögnu mína. Ég kynntist
henni fyrir 25 áram er við hjónin
fluttum í parhúsið við hlið þeirra.
Betri nágranna er vart hægt að
hugsa sér. Hún reyndist mér yndis-
lega vel þegar ég missti manninn
minn, var þá mikið hjá mér og var
Persónuleg,
alhliða útfararþjónusta.
Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson,
útfararstjóri útfararstjóri
Útfararstofa íslands
Suðurhlið 35 ♦ Sími 581 3300
Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/
mér mikill styrkur. Eins þegar við
hjónin fórum til útlanda, þá gátu
börnin okkar alltaf leitað til þeirra
hjóna ef eitthvað kom upp á.
Það vora ófáar stundirnar sem við
fengum okkur kaffi úti í gróðurhús-
inu hjá henni og þá var mikið hlegið
og ýmis mál rædd. Ég veit að Ámi
hefur tekið vel á móti Rögnu sinni
því að þau vora mjög samrýnd.
Það kemur svo margt upp í hug-
ann hjá manni á svona stundum. Það
vora til dæmis ófá gamlárskvöldin
sem við glöddumst saman og lifa í
minningunni.
Ég veit, Ragna mín, að kvalirnar
era að baki. Eg vil votta Frímanni,
Gunnu og fjölskyldu, mína dýpstu
samúð.
Trygga samfylgd þökk sé þér
það mun hugur geyma.
Allt sem varstu mínum og mér
munégaldreigleyma.
Guð launi þér alla þína góðvild.
Hinsta kveðja,
Jóhanna.
OSWALDS
sfMi 551 3485
ÞjÓNUSTA ALLAN
SÓLARHRINGINN
ADALSHL1 I I iB • 101 RI YKJAVÍK
IjlII
Diivíf) Inger Óltifur
l hjiirtirstj. I ’tftinirstj. t ItJ'nrtirstj.
LÍKKISTUVINNUSTOIA
EWINDAR ÁRNASONAR
INGIBJÖRG RAGNA
ÓLAFSDÓTTIR