Morgunblaðið - 06.02.2000, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
HUGVEKJA
ÍDAG
Kirkjan ísam-
tíð og sögu
*
I hjarta hverrar íslenzkrar byggðar
stendur kirkja. Stefán Friðbjarnarson
gluggar í bók um „guðfræði þjónustunn-
ar í sögu og samtíð“ í leit að svari við
spurningunni: hvert er hlutverk
kirkjunnar á okkar dögum?
TIL SKAMMS tíma
vóru íslenzk byggðarlög
fámennir, strjálbýlir
sveitahreppar. Þeir
breyttust Mtt frá einni
öld til annarrar. Það var
ekki fyrr en á morgni
20. aldarinnar, með vél-
væðingu fiskiskipaflot-
ans, að þéttbýli tók að
myndast við sjávarsíð-
una, þar sem hafnar-
skilyrði vóru góð og
fengsæl fiskimið undan
landi. Þéttbýli með
verzlun og iðnaði, er
þjónaði nálægum sveit-
um, fylgdi í kjölfarið
(Blönduós, Egilsstaðir,
Hella, Selfoss, Vík o.fl.).
Eitt eiga öll þessi sveit-
arfélög sameiginlegt,
stór og smá, kauptún
sem sveitir, að
ógleymdum byggða-
hverfum höfuðborgar-
svæðisins: heilaga
kirkju í hjarta byggðar.
Sums staðar er kirkjan
orðin eins konar byggð-
artákn. Dæmi: Matt-
híasarkirkja á Akureyri
og Kópavogskirkja.
Hallgrímskirkja í
Reykjavík er og eitt af
helztu táknum höfuð-
borgarinnar.
En hvað er kirkja? Og hvað er
að vera „heilagur að köllun til“, en
þau orð notar Páll postuli um söfn-
uðinn í Korintu. Bréf Páls postula
til safnaðarins í Korintu vísa okk-
ur máski veg í leitinni að svörum
við þessum spumingum.
Einar prófessor Sigurbjömsson
segir í bók sinni, Embættisgjörð -
guðfræði Jjjónustunnar í sögu og
samtíð: „I Korintusöfnuði var mik-
ið um flokkadrætti, menn deildu
um trúaratriði, afstöðu til dauð-
ans, siðferði sumra virtist á lágu
stigi og menn mátust um, hvers
konar trúarreynsla væri háleit-
ust...“ Þessi lýsing kemur nútíma-
fólki ekki ókunnunglega fyrir
sjónir. Þrátt fyrir ótrúlegar breyt-
ingar í mannheimi á tveimur ár-
þúsundum hefur maðurinn sjálfur,
eðli hans og þrár, ekki breytzt að
ráði.
Og þrátt fyrir breyskleika fólks-
ins í Korintusöfnuði nefndi Páll
postuli það „heilagt". „Ástæðan er
sú,“ segir prófessor Einar í bók
sinni, „að hugtakið heilagur merk-
ir í Biblíunni ekki það sem er lýta-
laust í siðferðilegri merkingu. Hei-
lagt í Biblíunni er það sem Guð
hefur helgað sér. Söfnuðir Guðs
eða kristnir menn era heilagir, af
því að Guð hefur helgað þá sér.“
Kristur er höfuð kirkjunnar. Hann
er ljós heimsins ogmannkynsins.
Hann er heilagur. „Hann kallar
kirkju sína,“ segir Einar prófessor
Sigurbjömsson, „til þess að vera
heilög og vera ljós hans á jörðu.
Kirkjan getur því aldrei verið hei-
lög í sj álfri sér og án Krists
slokknar Ijós hennar. Hann kallar
kirkjuna með orði sínu, innsiglar
hana sér í skíminni. Hann fæðir
hana og endumýjar köllun hennar
í sífellu með orði sínu og máltíð.“
„Ég er hið lifandi brauð, sem
steig niður til jarðar af himni.
Hver sem etur af þessu brauði
mun lifa að eilífu. Og brauðið, sem
égmungefayður, erholdmitt,
heiminum tillífs" (Jóh. 6,51). Ein-
ar Sigurbjömsson segir og í bók
sinni, þar sem hann er að fjalla um
myndlíkingar Biblíunnar, að
myndin af líkama Krists eigi við
söfnuðinn sem guðsþjónustu-
samfélag. Hún taki líka til safnað-
arstarfs til uppbyggingar. „Hún er
mjög mikilvæg og lýsir samfélagi
sem er í senn ein heild og samsett
af mörgum... Myndin lýsir eðli
kirkjunnar og sambandi við Krist
og tjáir um leið köllun kirkjunnar
til að vera það sem myndin felur í
sér.“ Það er síðan skírnin, sakra-
menti skímarinnar, sem gerir ein-
staklingana að meðlimum hins
kristna safnaðar, „að limum á lík-
ama Krists“. Hitt sakramentið,
altarissakramentið, máltíð Drott-
ins, tengir safnaðarmeðlimina inn-
byrðis í samfélagi við skapara
himins og jarðar. Enn segir Einar
prófessor Sigurbjömsson: „Kirkj-
an er samfélag í heilögum anda
eða musteri heilags anda... Það er
því heilagur andi sem á að móta
kirkjuna, stuðla að játningu henn-
ar, og móta vitnisburð hennar...
Heilagur andi er lífskraftur
kirkjunnar." Pistlahöfundur telur
að sérhver lesandi bókarinnar
„Embættisgjörð - guðfræði þjón-
ustunnar í sögu og samtíð" sé mun
betur að sér, eftir lestur en áður, í
skilningi á eðli og tilgangi
kirkjunnar á okkar dögum. Niður-
staðan kemur m.a. og einkar vel
fram í þessum orðum: „Kirkjan er
lýður Guðs á ferð gegnum tímann
og á sér áfangastað meðal hverrar
kynslóðar. Hann safnar sínum
dreifðu limum. Messan er áning-
arstaður Guðs lýðs, þar sem hann
á stutta dvöl á ferð sinni og hver
kristinn maður sækir sér næringu
og styrk til þjónustu við meðbræð-
ur sína og systur fyrir kraft hei-
lags anda.“
VELVAKAIVDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Fáránleg kjör
NÚ er algjörlega gengið
fram af fólki. Eins og allir
vita þá hækkuðu laun þing-
manna og ráðherra eftir
kosningar, meira en nokk-
urn tímann gæti gerst í
kjarasamningum almenn-
ings. Þrátt fyrir að þeir fái
dagpeninga á sumrin, risnu
og styrki.
Eg var að tala við konu
hjá Tryggingastofnun rík-
isins og hún sagði mér að
hjón á bótum mættu ekki
hafa hærri tekjur saman-
lagt en u.þ.b. 41.000 kr. eða
u.þ.b. 20.000 kr. hvort fyrir
sig, til að tekjumar þeirra
skertust ekki. Sem sagt, ef
þær fara upp fyrir u.þ.b.
41.000 kr. þá verður tekju-
skerðing.
Ég taldi konuna vera að
grínast og þetta væri ekki
raunhæft, ég taldi að eng-
inn gæti farið að semja
slíkt. En hún sagðist hafa
þetta skrifað fyrir framan
sig og að hinir háu herrar á
þinginu hefðu ákveðið
þetta. Ég sagði henni að
það væri eins og að henda
mat fyrir hunda, samanber
þessa fáránlegu lágu upp-
hæð, en samt staðfesti hún
þetta.
Ég spyr, hvernig voga
þeir sér að bjóða fólki upp á
þessi fáránlegu kjör? Það
er augljóst að þeir telja sig
ekki þurfa að bera virðingu
fyrir lífskjörum fólks al-
mennt. Þessa svívirðingu á
ekki að umbera. Þessir
þingmenn virðast hafa for-
dóma gagnvart veiku fólki
og þetta á að kæra til
mannréttindaráðs. Þessum
mönnum þarf að segja upp
störfum vegna grimmdar
og ómennsks hugarfars í
garð almennings. Ingibjörg
tryggingaráðherra er varla
ein í ráðum.
Ef fólki er ekki nú orðið
ljóst hvernig hugarfar
stjómmálamanna í garð al-
mennings er, þá em allir
sem blindir kettlingar. Hér
sést það augljóslega að þeir
telja fólk ekki mega njóta
svipaðra kjara og þeir sjálf-
ir telja sig hafa rétt á og era
með skítkast á fólk í
bókstaflegum skilningi.
Það þarf að reka þetta fólk
úr stjóm vegna skorts á
mannlegu siðferði. Á þess-
um málum á að taka strax.
Fólk í öðram löndum hef-
ur deilt á sína opinberu rfk-
isstarfsmenn og fólk hér á
einnig að sýna dug, en ekki
vera eins og sofandi sauðir
þegar þessi málefni spretta
upp hérlendis.
Virðingarfyllst,
Katrín Halldórsdóttir,
Bústaðabletti 10, Rvík.
Augnsjúkdómur?
SIGRÍÐUR hafði samband
við Velvakanda og vildi hún
fá að vita hvers konar
augnsjúkdómur hrjáði
landsmenn. Sagðist hún
hafa tekið eftir að margir
þeir sem fram kæmu í sjón-
varpi blikkuðu mikið aug-
unum og var hún að velta
því fyrir sér hvort þetta
væri sjúkdómur. Eins vildi
Sigríður fá að vita hverjir
stjórnuðu leiðakerfi SVR,
þar væri alltaf verið að
breyta númeram vagnanna
og sagði hún það til mikilla
óþæginda fyrir fólk.
Keflavíkurvegur
RANNVEIG hafði sam-
band við Velvakanda og
langaði að koma með smáá-
bendingu vegna Keflavík-
urvegarins. Fyrir stuttu
lokaðist vegurinn í tvo tíma
vegna slyss. Það komst
enginn leiðar sinnar á þess-
um tíma. Hvað ef það yrði
nú slys á veginum og stór-
slys á flugvellinum í Kefla-
vík? Hvorki sjúkrabílar né
aðrir kæmust á slysstað.
Er ekki orðið tímabært að
gera eitthvað í málunum og
breikka veginn þannig að
fólk kæmist leiðar sinnar
þótt eitthvað kæmi upp á.
Ofsóknir gegn köttum
ÉG er mikið á móti þessum
ofsóknum sem kettir hafa
orðið fyrir að undanfómu.
Ég á sjálf kött og ég kvíði
þvi að þurfa að halda hon-
um inni á meðan á þessum
aðgerðum stendur. Mér
finnst þetta vera mikil
frekja og þetta varðar við
lög og stjórnarskrá Is-
lands. Það má alls ekki líta
á ketti sem annars flokks.
Dýravinur.
Tapad/fundid
Svört hliðartaska
týndist
SVÖRT hliðartaska týndist
laugardagskvöldið 29. jan-
úar sl. í miðbæ Reykjavík-
ur. Skilvís finnandi er
vinsamlegast beðinn að
hafa samband við Arnar í
síma 694-5010.
Nokia í fánalitunum
GSM-sími af gerðinni Nok-
ia 5110 málaður í íslensku
fánalitunum týndist í mið-
bæ Reykjavíkur fyrir um
það bil hálfum mánuði.
Upplýsingar í símum 555-
3406 895-5582.
Dýrahald
Golden/labrador tík
vantar heimili
GOLDEN/labrador blönd-
uð tík, tveggja ára gömul,
óskar eftir góðu heimili.
Hún hefur farið á hlýðnin-
ámskeið. Upplýsingar gef-
ur Valgerður í síma 863-
0893.
Kanínustrákur
fæst gefins
KANÍNUSTRÁKUR fæst
gefins á gott heimili. Upp-
lýsingar gefur Helena í
síma 551-6399.
Kettlingar fást gefins
ÞRÍR tveggja mánaða
svartir og kassavanir kettl-
ingar fást gefins á góð
heimili. Upplýsingar í síma
554-1596.
Kisustelpur
fást gefins
TVÆR níu vikna yndisleg-
ar kisustelpur fást gefins.
Upplýsingar í síma 567-
2499 og 897-2499.
Víkverji skrifar...
GEGNDARLAUS sykurneysla
íslendinga var enn einu sinni
til umræðu í vikunni, í tilefni tann-
verndardagsins. Víkverji hefur oft
haft orð á þessu vandamáli en góð
vísa er aldrei of oft kveðin og því er
ástæða til að rifja upp upplýsingar
sem fram komu í auglýsingu frá
tannverndarráði. Þar kemur fram
að hver íslendingur borðar að með-
altali 53 kíló af sykri á ári! Fimmtíu
og þrjú kíló að meðaltali á mann,
segi og skrifa. Ennfremur að hver
íslendingur drekki að meðaltali 142
lítra af gosdrykkjum áril Þetta eru
ótrúlegar tölur. Víkverji drekkur
sjálfur afskaplega lítið af gosdrykkj-
um og sykraðum söfum - honum
finnst íslenska vatnið svo dásamlegt
að það er í öndvegi - þannig að þeg-
ar tillit er tekið til „sérvitringa" eins
og hans, og þess að margt fúllorðið
fólk drekkur lítið af gosdrykkjum,
er ljóst að margir drekka ótrúlega
mikið af þessum óhollu sykur-
drykkjum. Yngsta kynslóðin er
sjálfsagt verst hvað þetta varðar en
taka þyrfti ærlega í lurginn á henni.
Er ekki hægt að gera eitthvað raun-
hæft til að sporna við þessari þróun
XXX
ÍKVERJI heyrði í þættinum ís-
land í bítið á föstudagsmorgun-
inn að dósent í tannlækningum fór
ekki fögram orðum um kókómjólk-
ina. Sagði hana mjög sæta; tók
þannig til orða að hún væri nánast
eins og síróp. Börnin á heimili Vík-
verja hrakku við þegar þau heyrði
yfirlýsinguna, og trúðu þá loksins -
sem betur fer - því sem foreldramir
hafa verið að jarma um í nokkur ár
um gosdrykki og sætu safana.
XXX
UNG vinkona Víkverja er á leik-
skólanum Mánabrekku á Sel-
tjamarnesi, þar sem gefið er út
fréttabréfið Brekkufréttir. í nýjasta
hefti þess era eftirfarandi dagsönn
gullkorn, eins og þau era nefnd, frá
því forsetahjónin heimsóttu leik-
skólann fyrir tveimur áram.
í fyrsta lagi þetta: „Þegar forseta-
hjónin komu gangandi ásamt föra-
neyti frá Eiðistorgi var börnunum á
Gulagerði [en á þeirri deild eru þau
yngstu] bent á að nú væru forseta-
hjónin að koma. Brast þá eitt barnið
í grát. Þegar farið var að spyrja
barnið hvað væri að kom í Ijós að það
hefði ekki skilið eða þekkt orðið for-
setahjón og hélt að um væri að ræða
forsetahjól. Því vora vonbrigðin yf-
irþyrmandi að sjá hóp ókunnugs
fólks í stað hjóls.“
í öðra lagi þetta: „Á einni deild
studdi forsetinn hendi á borð þar
sem meðal annars ein stúlka var að
perla. Stúlkan leit mjög einbeitt á
forsetann og sagði: „Viltu gjöra svo
vel að hætta að hrista borðið svona,
ég er að perla.““
Og í þriðja lagi: „Einn drengur
kallaði til forsetans og sagði.
„Heyrðu, hittumst við ekki á balli
einu sinni?““
Tilsvör barna geta verið frábær,
eins og dæmin sanna. í umræddu
fréttabréfi er einnig þessi stutta
saga. Leikskólakennarinn segir við
krakkana: Passið ykkur á spýtunni,
þið getið fengið flís í hendurnar. -
Ekki ég, sagði einn drengur. Ég er
með flísvettlinga!
XXX
JIM Rogers og Paige Parker -
bandaríska parið sem hélt upp í
þriggja ára ferðalag um heims-
byggðina á gulu Mercedez Benz-bif-
reiðinni frá íslandi fyrir rúmu ári -
era nú stödd í París. Skv. upplýsing-
um á heimasíðu þeirra á fostudags-
morguninn höfðu þau lagt að baki
56.273 kílómetra á því rúma ári sem
þau hafa verið á ferðinni, en ferða-
laginu lýkur ekki fyrr en eftir tæp
tvö ár, í árslok 2001.
Ferðin hófst hérlendis 1. janúar
1999, leið þeirra lá þvínæst um Bret-
land og síðan meginland Evrópu,
austur alla Asíu, austur að Kyrra-
hafi og síðan aðra leið til baka vestur
til Moskvu, yfir til Norðurlanda og
síðan aftur niður á meginlandið þar
sem þau flökkuðu um frá því síðla á
síðasta ári. En nú era þau sem sagt
stödd í París og framundan er akst-
ur niður alla Afríku, þaðan austur á
Arabíuskagann, áfram til Suður- og
Suðaustur-Asíu og þaðan niður til
Eyjaálfu.
Þegar þar að kemur, eftir ferðalag
um Astralíu, hyggjast þau sigla frá
Perth á vesturströnd álfunnar, suð-
ur fyrir Afríku og lenda syðst í Suð-
ur-Ameríku. í Rio Gallegos í Argen-
tínu, nánar tiltekið. Þaðan verður
ekið upp alla Suður-Ameríku, Mið-
Ameríku og upp til Norður-Amer-
íku. Leiðin liggur upp með vesturs-
trönd Bandaríkjanna, inn í Kanada
og til Alaska og síðan aftur austur
um Kanada og niður til Washington,
höfuðborgar Bandaríkjanna. Þang-
að ætla þau að koma í árslok 2001.
Víkverji fylgist reglulega með
ferðum þeirra skötuhjúa á Netinu.
Til dæmis á slóðinni www.millen-
iumadventure.com eða 4x4abc.com/
Jim Rogers - sem hægt er að mæla
með. Þarna er að finna greinar, ljós-
myndir, kvikmyndir, kort af ferða-
leiðinni og sitthvað fleira.
XXX
VÍKVERJI getur ekki stillt sig
um að birta eftirfarandi pistil,
sem er að finna í nýjasta eintaki
netblaðsins Deiglunni, sem kom út
skömmu fyrir helgi: „Milljarðamær-
ingurinn Þorsteinn Vilhelmsson er
einn eigenda Stoke Holding, sem á
2/3 í Stoke City. Kunningi Deiglunn-
ar hafði á orði í gær að Þorsteinn
ætti að rúna söluhagnað sinn af
Samherjahlutnum niður í þrjá millj-
arða slétta meðþví að kaupa fram-
herja handa Stoke fyrir 150 milljón-
ir. Það yrði þá dýrasti leikmaðurinn
í sögu félagsins. Þorsteinn hefði
reyndar getað keypt Stoke City
rúmlega sjö sinnum fyrir söluhagn-
aðinn...“