Morgunblaðið - 06.02.2000, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2000
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Listrænn
^ sigur í
Operunni
Morgunblaðið/Golli
„Rannveig Fríða Bragadóttir var stórkostleg Lúkretía,"
segir meðal annars í dómnum.
OPERA
íslenska óperan,
Ingólfsstræti
LÚKRETIA SVÍVIRT
Ópera eftir Benjamin Britten. Óp-
erutexti eftir Ronald Duncan
byggður á leikritinu Le viol de
Lucrece. Óperan var frumsýnd í
Glyndebourne-óperunni 12. júlí
1946. Söngvarar: Finnur Bjarna-
son, Emma Bell, Sigurður Skag-
fjörð Steingrímsson, Jan Opalach,
Olafur Kjartan Sigurðarson, Rann-
veig Fríða Bragadóttir, Anna Sig-
ríður Helgadóttir og Hrafnildur
Björnsdóttir. Hljómsveitarstjóri:
Gerrit Schuil; leikstjóri: Bodo Ig-
esz; aðstoðarleikstjóri: Ingunn As-
dísardóttir; búningar: Þórunn
Sveinsdóttir og lýsing: Jóhann
Bjarni Pálmason.
Frumsýning, fóstudagskvöld
kl. 20.00.
EFTIR vel heppnaðan frum-
flutning á óperunni Peter Grimes í
Sadler’s Wells-óperunni í London í
júní 1945, pantaði Glyndebourne-
óperan nýja óperu hjá tónskáldinu
Benjamin Britten. Frumflutningur
Peter Grimes markaði tímamót í
óperusögu Breta; með henni hófst
nýtt blómaskeið í breskri óperu-
hefð eftir aldalangt hlé. Peter
Grimes var stór ópera og krafðist
mikils umbúnaðar. Þegar að óperu-
smíðinni fyrir Glyndebourne kom,
þótti Britten ögrandi að reyna að
takmarka kraftana sem þurfti til að
flytja verkið, og semja óperu með
svipaða umgjörð og óperur fyrstu
óperutónskáldanna.
Til varð The Rape of Lucretia;
Lucretia svívirt, samin við texta
Ronalds Duncans, fyrir átta söngv-
ara og þrettán hljóðfæraleikara.
Efniviður óperunnar og umfang
minnir líka óneitanlega á enskt
meistaraverk frá 17. öld, óperuna
Dido og Aneas eftir Purcell, sem
byggð er á rómverskri sögu um
harmþrunginn dauða Dídó Karþ-
agódrottningar. Óperan Lucretia
svívirt er byggð á sögum Livíusar
og Óvíðs frá dögum Rómarveldis
og segir frá atburðum er áttu sér
stað meðan Etrúrar réðu enn lög-
um og lofum í Róm árið 509 fyrir
Krist. Þrír hermenn, Kollatínus og
Júníus, sem eru Rómverjar, og
Tarkvíníus, sem er sonur etrúska
konungsins í Róm, eru í herbúðum
rétt utan borgarinnar. Kvöldið áð-
ur höfðu aðrir hermenn úr flokkn-
um riðið heim til Rómar, til að
koma konum sínum á óvart, en
komust þá að því að allar eigin-
konurnar höfðu verið mönnum sín-
um ótrúar, nema Lúkretía, eigin-
kona Kollatínusar. Þessar fregnir
vekja mikið umtal í herbúðunum,
og Ijóst er að Kollatínus nýtur nú
meiri virðingar fyrir vikið. Júníus
fyllist öfund, enda kona hans meðal
hinna ótrúu, og með slægð egnir
hann Tarkvíníus til að heimsækja
Lúkretíu og láta reyna á dyggðir
hreinleikans. í skjóli nætur heldur
Tarkvíníus af stað, ólmur af losta
og girnd.
Annar þáttur óperunnar hefst
heima hjá Lúkretíu, þar sem hún
situr og sinnir kvenlegum dyggðum
með vinnukonum sínum, Biöncu og
Lúsíu; saumar út og spinnur. Tark-
víníus bankar og biðst næturgriða
og Lúkretía vísar honum til her-
bergis. Um nóttina læðist hann inn
til Lúkretíu, vekur hana með kossi,
- en þegar hún vill ekki þýðast
hann nauðgar hann henni. Morgun-
inn eftir lætur Lúkretía sækja
mann sinn, sem bregst fljótt við og
sér hvað gerst hefur. Kollatínus er
góður maður og elskar konu sína
heitt og er fús að fyrirgefa henni.
Lúkretía afber hins vegar ekki
smánina og banar sjálfri sér. Óta-
ldar eru tvær öndvegispersónur
óperunnar; karlakór og kvennakór.
Þessar persónur, sungnar af Finni
Bjarnasyni og Emmu Bell, gegna
lykilhlutverki í óperunni. Þær
mynda í senn formleg tengsl við
leiklistarlega fortíð og kór gríska
harmleiksins; en eru jafnframt
tengsl nútímans við sögutíma óper-
unnar. Kórpersónurnar eru sögup-
ersónur, en veigra sér þó ekki við
að skipta sér af atburðarásinni
þegar þvi er að skipta, og lesa jafn-
vel hug persónanna. Þær taka af-
stöðu til persónanna og leggja
kristið gildismat á gjörðir þeirra.
Þar með greina þær líka sjálfar sig
frá sögupersónunum, þar sem enn
var hálf þúsöld til fæðingar Krists
er sagan gerist. Þetta er ákaflega
snjallt bragð hjá höfundum óper-
unnar og skapar mikla dýnamík í
kringum stuttan og einfaldan sög-
uþráð. Kórpersónurnar verða eins
konar fulltrúar áheyrandans á svið-
inu, ef til vill rödd höfundarins, en í
það minnsta samviska fjöldans sem
þarf að horfa upp á viðbjóðslegt of-
beldi gagnvart hreinleika og sak-
leysi. Til að auka dýpt sögunnar er
hún einnig saga samskipta Róm-
verja og Etrúra. Etrúrarnir eru of-
beldismennimir sem hafa svívirt
Róm með hersetu sinni, og Róm-
verjar reyna að losna undan kúgun
þeirra rétt eins og Lúkretía berst
gegn Tarkvíníusi.
Islenska óperan tekst nú á við
sitt annað líf með nýjum stjórnend-
um sem ráðnir voru til hússins í
vor. Verkefnaval vetrarins hefur
þegar vakið mikla athygli. Sýning í
haust á óperunni Mannsröddinni
eftir Poulenc hlaut feiknagóðar við-
tökur. Sýning á óperu Brittens
sýnir djörfung og þor nýju óperu-
stjóranna. Báðar óperurnar eru frá
miðri okkar öld og báðar utan hins
hefðbundna vinsældalista óperu-
húsanna. Eftir þrotlaust uppbygg-
ingarstarf frumherjanna er Is-
lenska óperan búin að slíta
barnsskónum og komin á næsta
stig tilveru sinnar. Frumsýningin á
Lúkretíu markar tímamót í óperu-
flutningi á Islandi. Hver einasti
þáttur sýningarinnar var fullkom-
lega fagmannlegur og heildarsvip-
urinn stílhreinn og óhemju sterkur.
Söngvararnir voru allir góðir og
allir mjög greinilega vel undirbúnir
fyrir hlutverk sín. Hrafnhildur
Björnsdóttir í hlutverki Lúsíu
vinnukonu Lúkretíu túlkaði afar
fallega feimnu ungu stúlkuna og
Anna Sigríður Helgadóttir var frá-
bær sem Bianca fóstra Lúkretíu.
Samsöngsatriði þeirra í blómasen-
unni og með Rannveigu Fríðu í
spunasenunni voru hrífandi falleg.
Slóttugi óþokkinn Júníus var sung-
inn af hollenska söngvaranum Jan
Opalach. Mikilúðleg rödd hans og
ísmeygilegur leikur gerðu hann að
fullkomnu fóli; hann var frábær í
hlutverkinu. Sigurður Skagfjörð
Steingrímsson fór á kostum í hlut-
verki Kollatínusar; falleg og þýð
rödd hans hentar hlutverki góð-
mennisins afar vel. Olafur Kjartan
Sigurðarson var frábær í hlutverki
Tarkvíníusar. Hann túlkaði vel þá
breytingu sem verður á glaumgos-
anum Tarkvíníusi þegar hann
skynjar gegnum rótarhjal Júníusar
að það eina sem getur fullnægt og
hamið losta hans og græðgi er að
ná Lúkretíu, þeirri einu sem víst er
að vill hann ekki. Rannveig Fríða
Bragadóttir var stórkostleg Lúkr-
etía. I upphafi er hún sem helgi-
mynd, - hrein, fögur, góð og ósn-
ertanleg, en örvænting hennar varð
magnþrungin eftir árás Tarkvín-
íusar. Stærstu hlutverkin, hlutverk
kóranna, voru í höndum Finns
Bjarnasonar og Emmu Bell. Erfitt
er að hugsa sér að hægt hefði verið
að koma þessum hlutverkum betur
til skila. Bæði eru framúrskarandi
söngvarar og stórkostlegir túlk-
endur og hver einasti tónn, hvert
einasta atkvæði og hver einasta
hreyfing voru meitluð og þrungin
merkingu. Það var áberandi að
söngvararnir í sýningunni voru all-
ir raddlega mjög hæfir til að takast
á við hlutverk sín. Þar var enga
hnökra að finna. Músíkölsk túlkun
var gríðarlega sterk og samspil
söngvara og þrettán manna hljóm-
sveitarinnar virkilega gott. Hljóm-
sveitin lék af nákvæmni og snerpu
og afar músíkalskt, en einu sinni
örlítið óhreint þar sem óbóið var
með sólóstrófu á móti strengjum.
Svei mér ef það er ekki það eina
sem hægt er að tína til af hnjóði um
þessa stórgóðu sýningu.
Tónlist Benjamins Brittens er
óviðjafnanlega falleg; svo vel samin
við orðið og svo hrein og bein og
laus við allt tildur og hittir beint í
hjartastað. Tónlistin og frábær
texti Duncans eru mögnuð heild,
þar sem spilað er á mannlegar til-
finningar á ótrúlega áhrifaríkan
hátt. Spurningar um siðferði og
græðgi, ást og losta, líf og dauða
eru vaktar upp, en ekki síst spurn-
ingar um fyrirgefningu og virð-
ingu. Hver þarf að fyrirgefa hverj-
um hvað þegar konu er nauðgað?
Þarf hún ekki að fyrirgefa sjálfs-
virðingu sinni það tjón sem sóminn
og dyggðin hafa beðið?
Það jók enn á áhrifamátt sýning-
arinnar hve frábærlega vel hefur
tekist með búninga, sviðsmynd og
lýsingu. Þórunn Sveinsdóttir klæð-
ir fólkið í tímalausa en sígilda bún-
inga sem eru stílhreinir og mjög
fallegir. Sviðsmyndin er ótrúlega
einföld, og ótrúlega vel heppnuð.
Hún samanstendur af fjórum
veggjum úr stöðluðu sýningar-
veggjakerfi. Veggirnir eru eins og
net úr mjóum álstöngum, tveir háir
og tveir lægri, og eru þeir færðir
milli staða til að skapa nýja og nýja
mynd með mismikilli dýpt inn í
flatt sviðið. Samspil þessara und-
ursamlegu veggja og lýsingar Jó-
hanns Bjarna Pálmasonar var stór-
fenglegt. Með litaðri lýsingu
breyttist grár málmurinn jafnt í
dimmbláa sindrandi stjörnunótt
sem heita rósfingraða morgun-
skímu. Þegar Tarkvíníus nálgast
herbergi Lúkretíu er skugga hans
varpað í margfaldri stærð á bak-
grunn sviðsins, og er það mjög
áhrifaríkt og sterkt. Úppfærsla
Bodo Igezs er heillandi í einfald-
leika sínum, þar er tónlistin í aðal-
hlutverki, ekkert prjál og engin til-
gerð.
Það er ljóst að nýir stjórnendur
óperunnar hafa hér unnið stóran
listrænan sigur. Metnaður þeirra
og dirfska hafa skapað stórkostlega
sýningu, þar sem fara saman yndis-
leg tónlist, frábær söngur og
áhrifamikið drama í einstaklega
heilsteyptri og fallegri umgjörð.
—
Við styrkjum spennandi
menningarviðburði
á Norðurlöndum
Nú eru síðustu forvöð að sækja um styrki til norrænna menn-
ingarverkefna.
Hafið samband við skrifstofu Norræna menningarsjóðsins
í Kaupmannahöfn til að fá upplýsingar, umsóknareyðublöð
eða leiðbeiningar.
Á vefsíðu sjóðsins má lesa um starf hans og eins hvaða
verkefni hafa hlotið styrk.
Pantið umsóknareyðublöð skriflega eða símleiðis, einnig
er hægt að sækja þau á vefsíðu sjóðsins. Athugið ný umsókn-
areyðublöð! Umsóknir þurfa að vera póststimplaðar í síðasta
lagi 15. mars 2000 til að koma til greina við endanlega af-
greiðslu þeirra.
NORRÆNI
MENNINGARSJÓÐURINN
Store Strandstræde 18, DK-1255 Kpbenhavn K, Danmörk.
Sími: +45 33 96 02 00. Netfang: kulturfonden@nmr.dk
Veffang: www.nordiskkulturfond.dk
MYNDLISTASKÓLINN
THE REYKJAVÍK SCHOOL OF ART
í REYKJAVÍK
Hringbraut 121 « 107 REYKJAVÍK » SÍMI 551 1990
Myndlist fyrir börn í Gerðubergi
vorönn 2000
Myndlistaskólinn í Reykjavík býður upp á 12 vikna námskeið fyrir
börn í Gerðubergi og hefst kennslan jariðjudaginn 8. febrúar nk.
Fyrir 6—10 ára börn þriðjudaga kl. 15.15-17.00
Fyrir 10—12 ára börn miðvikudaga kl. 14.30-17.30
Skráning á skrifstofu skólans á Hringbraut 121
í símum 551 1990 og 551 1936
Skrifstofan er opin mán.-fim. 14-18, fös. kl. 14-17.
Bergþóra Jónsdóttir