Morgunblaðið - 06.02.2000, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 06.02.2000, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2000 41 Erfiðast fyrir hann var að sjá eymd fólks, sérstaklega bama. Hann var viðkvæmur, en skilningsríkur, skarpgreindur og umhyggjusamur fjölskyldufaðir og bróðir, frumburð- ur móður sinnar og vildi allt fyrir alla gera. Hvemig sættir maður sig við að fá ekki að fylgja bömum sínum eftir til fullorðinsára eða finna ilminn af bmmi trjánna einu sinni enn? Hven- ær verður þráin eftir hvfld svo sterk að líkaminn gefur eftir? Það er margt sem flýgur í gegnum huga minn þessa dagana. Svörin em fá og asnaleg. Ég sakna bróður míns, mest sakna ég þess að hafa ekki haft meiri tíma með honum. Mér brá þegar ég sá alla verð- launapeningana og bikarana, sem hann hafði fengið fyrir góðan árang- ur í skák og bridge. Hann var mikill keppnis- og baráttumaður eins og sást svo glögglega í veikindum hans. Ég fel minn elskulega bróður Guði á vald og okkur öll hin líka. Sérstak- lega bið ég skaparann að líta til með Toddu, Björk, Amdísi og Bjarti, pabba mínum og Jóhönnu, Mörtu, Eddu, Hönnu, Herði og Bettý og fjölskyldum þeirra. Guð geymi ykk- ur öll. Sigurborg (Sirrý). Elsku frændi, þegar ég sest niður til að setja á blað hinstu kveðju mína til þín kemur margt upp í hugann - allt of margt, og ég veit vart hvar byrja skal. Hvort ég ætti að tala um allt sem þú gafst af þér, útgeislunina frá þér eða þína mörgu kosti. Það virðist bara svo óþarft því að allir sem þig þekktu þekktu þetta allt vel. Mig langar því að segja þér frá þeim áhrifum sem þú hafðir á mig alveg frá fæðingu. Þú varst alltaf mikill keppnismaður sem aldrei gafst upp og ef það gerðist að þú fórst ekki með sigur af hólmi var ekkert gefið eftir til að það kæmi ekki fyrir aftur. Sá mikli vilji og sú orka sem gerði þig að þeim manni sem þú varst smituðu líka út frá sér til allra sem þig þekktu. Þú sýndir mér að ég gæti gert allt sem hugurinn stæði til ef viljinn væri fyrir hendi og það hef ég í hyggju að gera, ímyndunaraflið verður eina hindrunin. Þú varst líka kletturinn í fjölskyld- unni okkar, alltaf til staðar og alltaf sterkur en steigst ekki fram fýrr en þörf var á. Því var það svo erfitt þeg- ar þú féllst frá, þú bognaðir aldrei heldur stóðst eins og klettur alveg fram á síðasta dag. Fjölskyldan gengur núna í gegn- um erfiða tíma en ég veit að hvert og eitt okkar hefur í sér hluta af keppn- isskapinu þínu svo að þegar lengra dregur frá stöndum við uppi sterkari og samstæðari en áður og þannig munt þú hafa áhrif á okkur um ókomna tíð. Jóhanna. Guðni Sigurbjamason eyddi mest- um starfsaldri sínum sem lögreglu- maður, og lengst af sem rannsóknar- lögregíumaður. Það var á þeim vettvangi sem undirritaður kynntist Guðna. Þegar Rannsóknarlögregla ríkisins var lögð niður í júlí 1997 fluttist starfsvettvangur okkar Guðna til Sýslumannsins i Hafnar- firði. Breytingum þessum fylgdi ón- eitanlega óvissa og röskun á daglegu starfsmunstri. Það lá fyrir að álag yrði töluvert í upphafi, þar sem okk- ur fylgdu málaflokkar, sem í starfs- tíð RLR höfðu ekki verið rannsakað- ir heima í héraði. Á þessum tímamótum reyndist það mikil gæfa að hafa Guðna að samstarfsmanni. Við unnum áður í sömu deild, í samstilltum hópi góðra félaga, en nú urðum við að snúa bök- um saman í bókstaflegri merkingu og reyna að standa undir þeim vænt- ingum sem til okkar voru gerðar. Þegar litið er til baka, þá held ég það sé óhætt að segja að við höfum kom- ist frá þessu vandræðalaust, án þess að fara hamförum, eða setja okkur í stellingar gagnvart nýjum sam- starfsmönnum. Þáttur Guðna í því hvemig til tókst verður seint ofmet- inn og á ég honum mikið að þakka, bæði persónulega og faglega. Það er til lítils að fara upphöfnum orðum um hæfni Guðna í starfi, enda er starfsvettvangurinn þorra fólks sem betur fer óþekktur. Þá hefði lof- ræða í formi minningargreinar ekki átt upp á pallborðið hjá Guðna. Það vita þeir sem til þekkja að eftir því sem álagið var meira og verkefnið flóknara því betur naut Guðni sín. Skákmaðurinn og bridsspilarinn vann markvisst og beitt og missti sjaldan þráðinn. Var framsetningin gjarnan á þann hátt að þegar upp var staðið hlaut hann virðingu manna, beggja megin við borðið. Það lætur engan ósnortinn að fylgjast með þriggja ára baráttu samstarfsmanns við krabbamein. Sú leið var mörkuð smá sigrum hér og þar, með jafnmörgum áföllum, en vonin og baráttan alltaf til staðar. Það er til lítils að spyrja um tilgang. En svo vitnað sé í heimsbókmenn- tirnar, þá komst Birtingur að því, í lokakafla bókar Voltaire, að kapt- einninn á skútunni lætur sér fátt um finnast þó mýsnar í kjalsoginu krefj- ist þess að fá að vita hvert skuli sigla. Þá sé ég fyrir mér örlaganornirnar á heiðinni í upphafsþætti leikrits Shakespeare, Macbeth, þar sem nornirnar fara hamförum að vefa ör- lög manna. Örlagavefur Guðna Sig- urbjarnasonar var sleginn harkalega undanfarin misseri, svo ekki sé kveð- ið fastar að. Það er eins og kerling- arnar á heiðinni hafi komið sér sam- an um að hafa vefinn sérlega dökkan og meiða vin okkar á sem fjölbreyti- legastan máta. Mál var að linnti, megi góður drengur hvfla í friði. Eg þakka samfylgdina við Guðna Sigurbjamason og sendi börnum hans, eiginkonu, foreldrum og öðr- um aðstandendum samúðarkveðjur. Gísli I. Þorsteinsson. Kveðja frá lögreglunni í Hafnarllrði Þegar ungir menn í blóma lífsins falla frá setur okkur hljóða og við spyrjum hver sé tilgangur lífsins. Fráfall Guðna kom okkur vinnufé- lögum hans ekki á óvart þar sem hann hafði átt í baráttu við illvígan sjúkdóm og síðustu mánuðir hafa verið honum erfiðir. Guðni kom til starfa sem rannsóknarlögreglumað- ur í lögreglunni í Hafnarfirði árið 1997. Hann hafði starfað sem lög- reglumaður í 22 ár, í lögreglunni í Reykjavík, hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins og síðast hjá lögreglunni í Hafnarfirði. Það duldist engum sem kynntist Guðna að þar fór drengur góður. Hann var dulur maður og flíkaði ekki tilfinningum sínum. Hann var kapp- samur bæði í leik og starfi. Hann var góður skákmaður og stundaði þá íþrótt auk þess sem hann var góður bridsspilari og vann til verðlauna í báðum þessum greinum. Guðni var virkur félagi í samtökum rannsókn- arlögreglumanna. Eðliskostir Guðna nýttust honum vel í starfi lögreglumanns. Hann náði góðum árangri í rannsóknum afbrota þar sem honum tókst að byggja upp traust við menn sem af einhverjum ástæðum höfðu villst út af þeirri braut er leikreglur samfé- lagsins setja. Guðni var fastur fyrir ef því var að skipta, en fyrst og fremst var hann hreinskiptinn í öll- um samskiptum og átti það sama við um alla. Þegar ég hitti Guðna síðast var hugurinn enn óbugaður og sama æðruleysið, er hann hafði sýnt í veik- indunum, þó sjúkdómurinn hefði náð yfirtökum. Fyrir hönd lögreglunnar í Hafnar- firði vil ég þakka samstarfið og óska föllnum félaga velfarnaðar á þeirri leið sem okkur öllum er ætlað að fara. Eiginkonu, börnum, foreldrum og ættingjum Guðna eru sendar samúðarkveðjur. Egill Bjarnason. Veistu aðvoninertil húnvex inni í dimmu gili og eigir þú leið þarum þá leitaðu íurðinni leitaðu á syllunum ogsjáðu hvarþausitja lítil og veikbyggð vetrarblómin lítil ogveikbyggð einsogvonin (ÞuríðurGuðm.) Kynni okkur Guðna hófust 1966 þegar við gengum barnungir í Tafl- félag Reykjavíkur. Við vorum í hópi ungra skákáhugamanna sem héldum hópinn náið fram á fullorðinsárin og samband okkar allra er enn nátengt þó við hittumst sjaldnar í erli fullorð- insáranna. Ég kynntist Guðna hvað best er við fórum í skákferðalög inn- anlands sem erlendis. Nokkrum Norðurlandamótum tefldi hann á með ágætum árangri og svo var hann einn af okkur sem fórum í hið fræga skákferðalag með Jóhanni Þóri og Benóný til Bandaríkjanna 1978. Þar var margt brallað og mér er minnisstætt að við vildum ávallt hafa Guðna með okkur þegar við fór- um í könnunarferðir, við vissum að við værum öruggir með Guðna okkur til fulltingis. Guðni var öflugur skák- maður og fastur fyrir. Þeir eiginleik- ar reyndust honum vel í ævistarfinu hjá lögreglunni. Ég veit að félagar hans þar sakna hans mikið, því Guðni kom alltaf fram af heiðarleika og æðruleysi. Sjúkdómurinn sem dró hann til dauða er oft miskunnarlaus, en vonin er alltaf til staðar. Ég vil votta eigin- konu hans og dætrum, ættingjum og vinum innilega samúð mína. Við strákarnir í taflfélaginu höfum misst traustan vin. Guð blessi minningu Guðna Sigurbjarnasonar. Gens una sumus. Sævar Bjarnason. Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinamar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Um hvem látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða Ijóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar em beðnir að hafa skímarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein- ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar era birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali era nefndar DOS-textaskrár. Þá era ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. + Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og systir, ÁSA SIGRÍÐUR STEFÁNSDÓTTIR, Reykjavíkurvegi 35A, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju þriðju- daginn 8. febrúar kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Systrafélag Víðistaðakirkju. Unnur Sveinsdóttir, Þórir Kjartansson, Ása Sigríður Þórisdóttir, Kjartan Þórisson, Edda Lilja Guðmundsdóttir, Kristmann Ágúst Stefánsson. + GÍSLI STEFÁNSSON lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur miðvikudaginn 26. janúar sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Aðstandendur. + Við þökkum af alhug öllum þeim fjölmörgu, sem auðsýndu okkur samúð, hlýhug og vinát- tu vegna andláts okkar ástkæra SIGURÐAR O. PÉTURSSONAR bankastarfsmanns, Kambaseli 27, Reykjavík. Anna Kjartansdóttir, Kjartan Hauksson, Karina Pedersen, Pétur Sigurðsson, Harpa Sigurðardóttir, Gunnar Þór Sigurðsson, Pétur Ottesen, Sara Rut Kjartansdóttir, Sigurður Alex Pétursson, Þór Ottesen, Björn O. Pétursson, Guðrún H. Vilhjálmsdóttir. + Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og langalangafa, GUÐBJÖRNS EINARSSONAR frá Kárastöðum í Þingvallasveit, Frostafold 20, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Reykjalundar og Vífilsstaðaspítala. Elín Steinþóra Helgadóttir, Gunnlaugur Geir Guðbjörnsson, Guðrún Guðbjörnsdóttir, Böðvar Guðmundsson, Erla Guðbjörnsdóttir, Kristinn Víglundsson, Einar Guðbjörnsson, Helgi Guðbjörnsson, Þóra Einarsdóttir, Kári Guðbjörnsson, Anna María Langer og fjölskyldur. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa, sonar og bróður, LÁRUSAR SVEINSSONAR trompetleikara. Sérstakar þakkir fá starfsfólk gjörgæsludeildar Sjúkrahúss Reykjavíkur, Karlakórinn Stetnir, Stefnurnar, Reykjalundarkórinn, FlH, Sinfóníu- hljómsveit (slands og aðrir tónlistarflytjendur. Ingibjörg Lárusdóttir, Björn Óli Ketilsson, Þórunn Lárusdóttir, James Healy, Hjördís Elín Lárusdóttir, Ægir Örn Björnsson, Sigurlaug Sara, Ágúst Leó, Þórunn Lárusdóttir, Birgir D. Sveinsson, Jórunn Ámadóttir, Leó S. Sveinsson, Sigurlaug Guðmundsdóttir, Elsa Helga Sveinsdóttir, Þorsteinn Theódórsson. >
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.