Morgunblaðið - 06.02.2000, Blaðsíða 48
OÍ?89:U
^48 SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Dýraglens
Ljóska
AJÁHANNERFYRIR
wÍccnI úfotboltaklúbbinn
i. hennar
KVOLDVERÖI! ) x—, uhumi
JAFNVELPOAÐPÆR
RÍFIST ENDALAUST UM
ADPEIRRAEIGIÐ
BARNSE BEST
ENPÆR VAOA ALLARI
VILLUPARSEMHANN
KALLIMINNER
LATTUPIG
DREYMA
VJNKONA!,
LATTU PIG
DREYMA!
Ef við tökum lestur, reikning
og sögu, herra, hvað
gerum við þá á morgun.
Það á alltaf að leggja stund á sögu
á morgnana, Magga, áður en
nokkuð annað getur gerst.
Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Sonnetta
Williams
Shakespeare
Frá Solveigu Brynju
Grétarsdóttur:
LAUGARDAGINN 8. janúar sl. var
sýnd í ríkissjónvarpinu myndin
Sense and Sensibility (Vit og við-
kvæmni) eftir sögu Jane Austen. Af
því tileftii langar mig til að kom á
framfæri eilítilli athugasemd. í
myndinni er einum þrisvar sinnum
vitnað í 116. sonnettu Williams
Shakespeare og farið með brot úr
henni, varla þó nema eitt og hálft eða
tvö erindi. í öll skiptin var í sýningu
ríkissjónvarpsins sett upp íslensk
þýðing í textalínum. Af ákveðnu orða-
vali í fyrsta erindinu hvarílaði hugur
minn strax til þýðingar Daníels Á.
Daníelssonar (1902-1995) skálds og
fyrrv. héraðslæknis á Dalvík og víðar,
sem gaf út á bók þýðingu sína á öllum
sonnettum Shakespeares, 154 talsins
(William Shakespeare; SONNETT-
UR; Bókaútgáfa Menningarsjóðs;
Rvk. 1989). Greip ég þegar til bókar-
innar og fullvissaði mig um að þangað
væri þýðingin sótt. Kom mér því
mjög á óvart þegar á skjánum birtust
stafimir H.H. aftast og innan sviga í
síðasta skiptið sem vitnað var í sonn-
ettuna. Reikna ég með að þar sé átt
við Helga Hálfdanarson, hinn mikil-
virka og góðkunna Shakespeare-þýð-
anda, sem að vísu á í fórum sínum
þýðingu á umræddri sonnettu en hef-
ur þó í símtali staðfest við mig að er
ekki sú sem notuð var í þetta sinn.
I heild er sonnettan svona í þýð-
ingu Daníels, birt með góðfúslegu
leyfi rétthafa og útgefanda:
116
Tveir hjartans vimr hvergi meinbug sjá
á helgum eiði: rangnefnd er þá tryggð
ef breytist húnþábrigðirþolamá,
ef bifast þá hún mætir lygð og styggð.
Nei! hún er viti byggður bjargi á,
í byljum haggast ei, en lýsir fleyi
sem úthafs-farsins himinstjama há,
þar hæðin verður mæld en stærðin eigi.
Hún er ei kennd við tímans tál og sýnd
þó tærist hennar ijóða kinn og vör,
en ein og söm, til undanláts ei biýnd
hún endist meðan stendur lífsins fór.
Því ef ég mótsögn er við þennan sann
ég aldrei reit - og tryggð ei prýðir mann.
Finnst mér báðir þessir jöfrar vera
þess verðugir að rétt sé með höfund-
arverk þeirra farið.
SOLVEIG BRYNJA
GRÉTARSDÓTTIR,
Laufvangi 5, Hafnarfirði.
Nýtt ár, öld
og árþúsund
Frá Helgu R. Ingibjargardóttur:
ÞJÓÐIR heims, allt frá smáríki
lengst í austurátt, hafa nýlega, með
lifandi og litríkum hætti, eins og
sjónvarp hér gaf okkur kost á að
fylgjast með, fagnað veglega hinum
miklu mótum hins kristna tímatals.
Hér á ísa-köldu-landi var einnig vel
fagnað með margvíslegum hætti
þessum miklu tímamótum, m.a. með
meiri flug- og skoteldum en áður
hafa þekkst hér.
Þó voru hér á meðal okkar vitring-
ar og nokkur hópur fylgjenda þeirra,
sem ákváðu að bíða eitt ár með fögn-
uð sinn, því hin miklu mót væru enn
ekki upprunnin, því m.a. sé 0 ekki að
finna í hinu rómverska talnakerfi og
því verði að byrja talninguna frá
fæðingu Jesúbamsins í Betlehem,
sem hið kristna tímatal er miðað við,
á tölunni 1, eins og þegar við teljum
tær og fingur, eða kartöflur upp úr
poka. Auk þessa koma lærðar útlist-
anir, sem við fáfróð eigum erfitt með
að skilja. Þær minna mig á litla frá-
sögn, sem vinur minn einn sagði mér
eitt sinn eftir samstarfsmanni sín-
um, tryggingastærðfræðingi, sem
nam þau fræði í nágrannalandi hjá
hálærðum fræðingi í þeirri grein.
Þegar líða tók að lokum námsins í
tölfræðinni, sagði námsmaðurinn,
glettinn á svipinn, bað lærifaðirinn
unga manninn að yfirlíta skýrslu
eina, sem hann umbeðinn hafði gert
fyrir stórfyrirtæki í landinu. Það
gerði hinn ungi lærisveinn og fór síð-
an á fund skýrsluhöfundarins, sem
spurði: Skildir þú þetta? Já, var
svarið, en haldið þér að móttakand-
inn skilji skýrsluna? Nei, svaraði
hinn hálærði með blendnum svip, og
hann á alls ekki að skilja skýrsluna.
Það var nú það, og svo er nú það, að í
samfélagi okkar er þó nokkuð af lær-
dómsmönnum, sem leitast við að
gera sig ómissandi, með því að gera
einfalda og augljósa hluti óskiljan-
lega. Þegar svo er komið er óhjá-
kvæmilegt að tiikalla rándýra sér-
fræðinga til að leysa málin. Lengi
dugði heilbrigð skynsemi eða brjóst-
vit til að leysa viðfangsefni á farsæl-
an hátt.
Við mæður vitum að börn fæðast
ekki eins árs, hvað sem fingra- og
kartöflutalningu líður. Á fyrsta ald-
ursárinu umtölum við þau sem svo
og svo margra daga, vikna eða mán-
aða gömul. Er 12 mánuðir eru liðnir
frá fæðingu barnsins tendrum við
glaðar eitt ljós og fögnum yfir undri
lífsins. Vona að þetta sé öllum ljóst,
einnig fræðimönnum okkar.
HELGAR. INGI-
BJARGARDÓTTIR,
Espigerði 2, Reykjavík.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.