Morgunblaðið - 06.02.2000, Qupperneq 38
i
MORGUNBLAÐIÐ
38 SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2000
MINNINGAR
+ Björn Ingi Stef-
ánsson fæddist í
Winnipeg í Kanada
10. nóvember 1908.
Hann lést á Grensás-
deild Sjúkrahúss
Reykjavíkur aðfara-
nótt mánudagsins
31. janúar síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru hjónin Stefán
Björnsson, f. 14.
mars 1876, d. 3. sept-
ember 1942, prófast-
ur á Hólmum f Reyð-
arfirði, og kona hans
Helga Þórdís Jóns-
dóttir, f. 12. júní 1874, d. 8. febrú-
ar 1957. Stefán var sonur Björns,
bónda í Dölum, Stefánssonar frá
Snartarstöðum í Axarfirði, og
Margrétar Stefánsdóttur, prests á
Kolfreyjustað. Helga var dóttir
Jóns, bónda í Rauðseyjum á
Breiðafirði, Jónssonar og Þórdís-
ar Gísladóttur. Björn átti þrjú al-
systkini en tvö þeirra dóu í
bernsku í Kanada. Bróðir hans,
Jón, lést á Hólmum í Reyðarfirði
vorið 1930. Þá átti Björn tvö hálf-
systkini, sammæðra, Karl Her-
mann í Kanada og Láru, húsmóður
í Reykjavík. Þau eru bæði látin.
Björn kvæntist 12. maí 1934
Þórunni Sveinsdóttur,
f. 12. desember 1913,
d. 1. ágúst 1999. For-
eldrar Þórunnar voru
hjónin Sveinn Einars-
son, múrari, frá Heiði
á Síðu, f. 6. desember
1862, d. 2. maí 1950,
og Amheiður Bjöms-
dóttir frá Þjóðólfs-
haga í Ámessýslu, f.
14. apríl 1883, d. 3.
maí 1967.
Börn Björns og Þór-
unnar eru: 1) Stefán,
sölumaður, f. 28. októ-
ber 1934, kvæntur
Gyðu Guðbjörnsdóttur skrifstofu-
manni og eiga þau fjögur börn. 2)
Helga, verslunarmaður, f. 2. febr-
úar 1937, gift Stefáni Ágústssyni
iðnrekanda og eiga þau þrjá syni.
3) Sveinn, öryrki, f. 13. ágúst 1938.
4) Öm, útibússtjóri, f. 9. apríl
1943, kvæntur Þórdísi Vilhjálms-
dóttur snyrtifræðingi og eiga þau
tvö böm. Auk þess á Örn þrjú böm
frá fyrra hjónabandi. 5) Jón, sjó-
maður, f. 15. janúar 1949, kvæntur
Svönu Júlíusdóttur og eiga þau
þrjú börn. Auk þess á Jón fjögur
börn frá fyrra hjónabandi. 6) Þór-
dís, snyrtifræðingur og móttöku-
ritari, f. 19. janúar 1950, í sambúð
með Stefáni Sæmundssyni flug-
manni en hún á eina dóttur.
Bamabörn Bjöms og Þórunnar
eru 20, barnabarnabörnin 24 og
eitt barnabarnabarnabarn.
Björn fluttist heim frá Kanada
ásamt fjölskyldu sinni fimm ára
gamall og ólst upp á Hólmum í
Reyðarfirði. Hann naut farskóla
og heimakennslu í Reyðarfjarðar-
hreppi, stundaði nám við Gagn-
fræðaskóla Akureyrar, var tvö ár
við nám í Samvinnuskólanum í
Reykjavík og lauk þaðan prófi ár-
ið 1933.
Björn hafði forgöngu um stofn-
un Kf. Fáskrúðsfirðinga árið 1933
og var kaupfélagsstjóri félagsins
frá stofnun til 1946. Björn sat í
stjórn ungmennafélagsins Skrúðs
á Fáskrúðsfirði, var framkvæmda-
stjóri sundlaugagerðar Búða-
hrepps 1938, eftirlitsmaður fyrir
hönd ríkisins með samvinnuút-
gerðarfélagi Búðahrepps og átti
sæti í ýmsum nefndum Búða-
hrepps. Hann var fréttaritari út-
varpsins þar um skeið, var fram-
kvæmdastjóri við byggingu
Hraðfrystihúss Fáskrúðsfjarðar
1938 og fyrsti framkvæmdastjóri
þess og síðar stjórnarformaður.
Árið 1946 flutti hann til Reykja-
víkur og starfaði hjá SÍS. Björn
var þá m.a. fenginn til að taka við
hinum ýmsu kaupfélögum um
lengri eða skemmri tíma.
Utför Björns fer fram frá Foss-
vogskirkju mánudaginn 7. febrúar
og hefst athöfnin klukkan 13.30.
BJORNINGI
STEFÁNSSON
Tengdafaðir minn hefur kvatt
þennan heim, eftir langt og litríkt
ævistarf. Hann var heilsuhraustur
og ótrúlega vel á sig kominn, miðað
við árin níutíu - og einu betur. Bjöm
gat komist allra sinna ferða af eigin
rammleik, var akandi bíl alveg fram
til síðustu jóla. Enda naut hann þess
að komast í sund í Vesturbæjarlaug-
ina nokkrum sinnum í viku og hafði
fyrir sið að fara daglega í gönguferð
í nágrenni við heimili sitt. Minnið
var í góðu lagi og kunni hann frá
mörgu að segja og sagði skemmti-
lega frá, sérstaklega frá fyrri tíð,
uppvaxtarárunum á Hólmum í
Reyðarfirði og árunum á Fáskrúðs-
firði. Björn var fæddur í Winnipeg í
Kanada en fluttist ungur heim til Is-
lands. Áratugum síðar er hann
heimsótti skyldfólk sitt í Winnipeg
Erfisdrykkjur
ÖVcltin^ohúyid
ann-mn
Dalshroun 13
S. 555 4477 » 555 4424
BlónuMstofa
Fríðfinns
Suðurlandsbraut 10,
108 Reykjavík, sími 553 1099.
Opið öll kvöld
til kl. 22 - einnig um helgar.
Skreytingar fyrir öll tilefni.
Gjafavörur.
og Lundar mundi hann vel eftir sér
þar og þekkti aftur húsið sem hann
átti heima í sem barn í Winnipeg.
Óhætt er að segja að Björn lifði líf-
inu lifandi. Hann hafði ánægju af að
ferðast, fór t.d. bæði til Spánar og
Danmerkur á síðustu mánuðum.
Sumarbústaðurinn við Miðfell við
Þingvallavatn átti hug hans allan og
þar voru þau Þórunn öllum stund-
um, og ræktuðu garðinn sinn bæði
þar svo og á Kvisthaganum, þar sem
þau bjuggu lengst af. Garðurinn á
Kvisthaga 9 bar umönnun þeirra
fagurt vitni, allt blómstraði sem
blómstrað gat. Síðastliðið sumar -
þá níræður að aldri - var hann að
gróðursetja sumarblóm við húsið
Grandaveg 47 sér og öðrum til
ánægju. Bjöm var stálsleginn þar til
fyrir stuttu að hann veiktist alvar-
lega og var fluttur á Grensásdeild
Sjúkrahúss Reykjavíkur og lést þar
eftir tveggja vikna legu. Það varð
stutt á milli þeirra hjóna, nákvæm-
lega hálft ár. Þórunn og Björn voru
alltaf nefnd samtímis og höfðu fylgst
að í 65 ár er hún lést skyndilega hinn
1. ágúst sl. Þrátt fyrir breyttar að-
stæður gekk Birni ótrúlega vel að
bjarga sér með góðra manna hjálp.
Eg er þakklát fyrir að hafa átt sam-
leið með Bimi og Þórunni í gegnum
lífið. Minningamar streyma fram
hver af annarri: Árin í sumarbú-
staðnum á Þingvöllum vora ógleym-
anleg, hvort sem var á byggingar-
stiginu eða síðar. Við ferðuðumst ófá
skiptin saman bæði innanlands sem
utan, en síðast en ekki síst mun
minningin um þá væntumþykju og
umhyggju sem ég fann alltaf frá
þeim báðum til mín og fjölskyldunn-
ar ylja mér um alla framtíð. Aldrei
létu Björn og Þórann sig vanta þeg-
ar meiriháttar viðburður var í fjöl-
skyldunni og fylgdust grannt með
öllum sínum stóra afkomendahóp.
Þau vora sterkar persónur hvort á
sinn máta og minnumst við þeirra
með virðingu og þökk. Þeirra verður
nú sárt saknað en mestur er missir
Svenna sonar þeirra, sem þau um-
vöfðu allri sinni ást og alúð.
Að leiðarlokum kveð ég tengda-
föður minn og þakka fyrir samfylgd-
ina. Guð blessi minningu Björn Stef-
ánssonar.
Gyða Guðbjörnsdóttir.
Elsku afi,
nú hefur þú kvatt okkur, mikli
höfðingi, aðeins hálfu ári á eftir
ömmu. Ég veit að vel hefur verið
tekið ámóti þér. Það er erfitt og sárt
að missa þig, svo stór þáttur sem þú
varst í lífí okkar og barnanna. En við
eram þakklát fyrir allan þann tíma
sem við áttum saman og allt það sem
líf þitt gaf okkur.
Minningamar um þig era margar
á langri og farsælli ævi þinni og okk-
ur ákaflega dýrmætar. Ég var ekki
nema rétt farinn að ganga þegar þú
tókst mig fyrst með þér út í garð að
vinna og hvflíkur ævintýraheimur
það var fyrir stráklinginn að fá að
fara á smíðaverkstæðið í bflskúrnum
til að „hjálpa þér“ að smíða fugla-
húsið eða bara að tálga spýtur. Þér
tókst að gera hina einföldustu hluti
svo áhugaverða að dagurinn var að
kvöldi kominn áður en ég vissi af.
Þau vora ófá leikföngin sem þú
smíðaðir handa okkur krökkunum
og sum af þeim era enn í notkun og
það hjá langalangafabarni þínu. Ég
held að betri leikskóla hefði ekki
verið hægt að fá fyrir ungan dreng.
Smám saman lærðum við réttu
handtökin og urðum vel liðtæk til að
hjálpa þér við hin fjölmörgu verkefni
sem þú ætíð hafðir utan venjulegs
vinnutíma. Þar var garðræktin fyrir-
ferðannest. Ef einhver hafði græna
fingur þá varst það þú, afi minn, og
bar garðurinn á Kvisthaganum þess
glöggt merki svo ekki sé minnst á
alla ræktunina á Þingvöllum sem var
einstakt þrekvirki hjá þér og ömmu.
Garðurinn á Grandaveginum fór
heldur ekki varhluta af fingram þín-
um en þar eyddir þú drjúgum tíma á
sumri hverju seinustu árin, og ekki
alls fyrir löngu ræddir þú við mig af
miklum áhuga þær plöntur sem þú
ætlaðir að gróðursetja næsta sumar.
Útfararstofan annast meginhluta allra útfara á höfuSborgarsvæðinu.
Þar starfanú 15 mannsviS útfararþjónustu og kistuframleiðslu.
Alúíleg þjónusta sem bjrggir á langri reynslu
Útfararstofa Kirkjugarðanna ehf.
Vesturhlíð 2-Fossvogi-Sími 551 1266-www.utfarastofa.com
&
Það heillaði mig alltaf þessi óbilandi
áhugi þinn á öllu er viðkom náttúr-
unni og umgengni við hana. Frásög-
ur þínar af uppvaxtaráranum að
Hólmum í Reyðarfirði, þar sem öll
afkoma fólks var svo háð samskipt-
um manns og náttúru, eru minni
fjölskyldu ógleymanlegar. Þann lær-
dóm sem þú dróst og hvernig hann
mótaði lífshlaup þitt. Því miður í
hraða nútímaþjóðfélags virðast þessi
tengsl við uppranann oft glatast.
Virðing þín fyrir daglegum störf-
um og vinnuhlutverki hvers manns
var sterk. Stundum þurftir þú að
skamma okkur og gerðir það kröft-
uglega, okkur til leiðbeiningar og í
þeim tilgangi að koma til skila þeim
raunveruleika sem þú hafðfr upplif-
að frá blautu barnsbeini, en umfram
allt af einstakri væntumþykju.
Eftir því sem árin liðu urðu
tengslin alltaf sterkari og sterkari,
jafnvel þótt samverastundunum
fækkaði á stundum. Áhugi þinn og
umhyggja fyrir afkomendunum var
mikil og þú fylgdist vel með okkur
hvert sem lífið leiddi okkur, út á land
eða út í heim. Ég man sérstaklega
eftir því þegar ég þurfti starfa
minna vegna að flytja austur á land,
hve mikið í mun þér var að ég léti
vita hverra manna ég væri. Og oftar
en ekki þegar nafnið Björn Stefáns-
son var nefnt opnuðust allar dyr,
slíkt var orðspor þitt eftfr áralangt
starf sem kaupfélagsstjóri á Fá-
skrúðsfirði og Hornafirði.
Það var eins með þig og ömmu, þú
máttir ekkert aumt sjá, lítilmagninn
var ykkar skjólstæðingur. Hvernig
þið hafið hugsað um Svenna er ein-
stakt og allt ykkar fórnfúsa starf
fyrir Félag vangefinna er meira en
orð fá lýst. Ég gleymi ekki þegar ég
sat við hliðina á þér sem ungur
drengur á leiksýningu hjá vistmönn-
um að Sólheimum í Grímsnesi og
horfði á tárin renna niður þessar
sterku kinnar, þetta voru að sönnu
gleðitár, gleði yfir vegferð og
ánægju þeirra sem minna mega sín.
Ég er þér þakklátur fyrir öll þau
góðu ráð og aðstoð sem þú hefur
veitt mér í gegnum lifið, sama hvað
kom upp á, það mátti alltaf treysta á
þig. Þú varst sannarlega kletturinn í
þinni stóra fjölskyldu.
Ég er þér þakklátur fyrir þær
stundir þegar þú og Svenni komuð í
morgunkaffi um helgar og heimilis-
hundurinn vék ekki frá ykkur, því
ávallt höfðu þið eitthvað til að lauma
að honum. Og einnig þær fjölmörgu
kvöldstundir síðustu mánuði, og þá
sérstaklega nú í janúar, þar sem við
sátum og spjölluðum um heima og
geima. Hvernig þú leiftraðir af frá-
sagnargleði um upphafsár þín í
kaupfélaginu, samferðamenn, dýrin
þín í Hólmum, veiðiskap og ekki síst
tilgang lífsins. Og alltaf fórstu með
ljóð fyrir okkur sem þú kunnir svo
makalaust mörg. Ef orðið stórmenni
er einhvern tíma réttnefni þá er það
orðið sem ég vil segja um þig. þú
varst sannarlega stór og glæsilegur
á velli en umfram allt með stórt
hjarta.
Guð geymi þig og ömmu og megi
hans friður og blessun hvfla yfir
ykkur.
Elsku Svenni, guð gefi þér styrk
og ég veit að þú ert umvafinn hlýju
og ástúð systkina þinna og þeirra
sem næst þér standa.
Stefán Om Stefánsson.
Fyrsta daginn eftir andlát afa
hljómaði innra með mér; „fallinn er
höfðingi". Þessi orð fylgdu mér stöð-
ugt í gegnum daginn og um leið fór
ég í huga mínum yfir það lífshlaup
afa sem ég þekkti til og hafði kynnst
svo vel.
Það er margt hægt að segja um
afa minn, minningarnar era svo
margar og hjartnæmar að auðvelt
yrði að fylla margar síður með þeim
vitnisburði. Hér verða aðeins ritaðar
nokkrar línur sem þakklætisvottur
fyrir það mikilvæga veganesti sem
hann hefur gefið mér og að hafa
hlotnast þau forrréttindi að hafa
kynnst þessum réttsýna og góða
manni.
Ég kynntist ömmu og afa einstak-
lega vel þar sem ég ólst upp fyrstu
árin í risinu fyrir ofan þau á Kvist-
haganum. Samgangur vai- sérlega
mikill og var heimili þeirra mitt ann-
að heimili.
Mínar fyrstu minningar af afa
voru þegar ég sat á hnjám hans.
Hann hélt í hendur mínar, hossaði
mér og söng og raulaði brosandi út
að eyrarn, vísur og annan kveðskap
sem enn eru mér í fersku minni.
Fjöldi minninga sækja huga minn
þegar ég hugsa til afa. Þegar við
voram flutt á Seltjarnarnesið man
ég hve stoltur ég var af honum þeg-
ar hann tók okkur bræðurna á bakið
einu sinni sem oftar og synti með
okkur út í kaldan sjóinn. Vinirnir
fylgdust með frá bakkanum fullir
áhuga, og hugsaði ég með mér:
„Þetta er sko afi minn“!
Afi var listasmiður og vora marg-
ar stundirnar sem ég var með hon-
um við smíðar í bflskúrnum. Ég sé
enn fyrir mér lítinn strák sem held-
ur í sterka hönd afa síns á leið út í
skúr. Fyrst var mér fengin spýta til
að negla í, en svo lærðist smám sam-
an að beita smíðatólunum. Afi var
markmiðameðvitaður og vandvirkur
með eindæmum og var mér góður
leiðbeinandi við fyrstu handtökin á
svo mörgum sviðum lífsins. Ég fékk
þannig að læra af áralangri reynslu
hans, reynslu sem aðeins fæst með
þrautseigju, vilja og vinnusemi.
Þegar ég lít um öxl sé ég hve afi
hefur mótað djúp spor í mitt líf og
hve mikil fyrirmynd hann hefur ver-
ið mér. Þótt hann hafi verið vinnu-
samur með eindæmum og gustað
hafi af sterkum og ákveðnum pers-
ónuleika hans var hann ástríkur
maður, viðkvæmur og næmur. Ég
man margar stundir þar sem tárin
rannu á viðkvæmum augnablikum.
Hin síðari ár töluðum við saman
um stjórnmál, lífið og tilverana og
einnig bænina. Á þessum sviðum
eins og öðram fékk ég að njóta af
víðsýni hans og viskubranni. Afi var
agaður persónuleiki og mótaðist líf
hans af mikilli reglusemi. Hann
ræktaði líkama sinn og sál af mikilli
kostgæfni. Sund stundaði hann
reglulega og daglega átti hann sínar
stundir frammi fyrir Guði.
Nú er liðið um hálft ár síðan
amma féll frá og nú svo stuttu síðar
hverfur afi einnig á braut. Saddur
lífdaga safnast hann til feðra sinna.
Sáðkorn þessara eðalhjóna lifir í
þeirra afkomendum, þar á meðal í
mínu hjarta. Þau vora mér sem
gluggi inn í fortíðina. Forfeður mínir
og þeirra daglega amstur fengu líf á
vörum þeirra. Ég bið að þessi dýr-
mæti reynsluheimur og arfur megi
lifa í okkur sem eftir stöndum.
Björn Ingi Stefánsson, Kríunesi.
Elsku langafi, frá því að lang-
amma lést fyrir rúmum sex mánuð-
um höfum við verið svo lánsöm að
eiga fleiri dýrmætar stundir með
þér en áður. Nú ert þú farinn til
himnaríkis og langömmu og skilur
stórt skarð eftir þig eins og hún.
Hverjir era svo lánsamir að eiga
langafa og langömmu svo lengi? Þeir
era ekki margir, en við erum ein af
þeim. Langafi, þú varst engum líkur.
Þú varst alltaf jafn skemmtilegur og
heillandi. Sögurnar þínar var enda-
laust hægt að sitja og hlusta á og
hver frásögn svo lífi gædd að maður
hreinlega var kominn á staðinn. I
hvert skipti sem langalangafastrák-
urinn birtist tókstu allur á loft og
fórst að leika við hann. Hver hefði
trúað því að þú værir yffr nírætt,
maður með engar hrakkur og leik-
andi á als oddi við að sýna drengnum
leikföng eða dýr. Elsku langafi, þú
áttir aldrei að deyja. Við vildum hafa
þig hjá okkur alltaf. Heyra fleiri sög-
ur og fara í fleiri bfltúra. Við eram
stolt af því að hafa þekkt jafn mikinn
mann og þú varst. Takk fyrir allar
þessar ánægjulegu stundir, þú hefur
verið okkur ómetanlegur. Minningin
um þig mun lifa ávallt í hjarta okkar.
Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert
bresta.
Á grænum grundum lætur hann mig hvíl-
ast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má
næðis njóta.
Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta
vegu
fyrir sakir nafn síns. Jafnvel þótt ég fari um
dimman dal, óttast ég ekkert illt, því þú ert
hjá mér, sproti þinn og stafur þinn huggar
mig.
Þú býrð mér borð frami fyrir fjendum