Morgunblaðið - 06.02.2000, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2000
MORGUNBLaÐIÐ
Morgunblaðið/Arni Sæberg
Hjörleifur Jakobsson segir öflugt þróunarstarf fara fram í nánu samstarfi viÖ sjávarútveginn.
STEFNUMAÐ ÞVÍAÐ VERÐA
ÍFORYSTUÁ HEIMSVÍSU
VlSSDPn/XIVINNULÍF
Á SUNIMUDEGI
► Hjörleifur Jakobsson er fæddur 7. apríl árið 1957 á Norð-
firði. Hjörleifur varð stúdent frá Menntaskólanum í Kópa-
vogi árið 1977. Hann útskrifaðist úr vélaverkfræði frá Há-
skóla fsland árið 1981 og lauk meistaraprófi frá Oklahoma
State University árið 1983. Að námi loknu starfaði IJjörleif-
ur lyá Orkustofnun í eitt ár. Þaðan lá leiðin til Eimskipafé-
lagsins þar sem árin urðu fimmtán. Hann var sölumaður
fyrsta hálfa árið. Forstöðumaður Ameríkudeildar í þrjú ár,
forstöðumaður Eimskips í Rotterdam í eitt ár, forstöðumað-
ur áætlanaflutninga í fjögur ár og framkvæmdastjóri
rekstrarsviðs og síðar innanlandssviðs síðustu fimm árin.
Hann var ráðinn forstjóri Hampiðjunnar í júní í fyrra.
Hampiðjan er búin öflugnm tækjabúnaði.
eftir Önnu Gunnhildi Ólafsdóttur.
AMPIÐJAN hf. var
stofnuð af þrettán
mönnum, sem flestir
voru tengdir íslensk-
um sjávarútvegi, hinn
5. apríl árið 1934. Þrautseigja ein-
kenndi fyrstu skrefin enda full þörf
á því í erfiðu rekstrarumhverfí fyr-
irtækisins á upphafsárunum. Sam-
keppnin við innflutt veiðarfæri var
hörð og ekki hægt að ganga að
verndartollum vísum eins og í ýms-
um öðrum iðngreinum auk þess
sem gengisskráning íslensku krón-
unnar var oft og tíðum óhagstæð
rekstri fyrirtækisins.
Hjörleifur Jakobsson, núverandi
forstjóri Hampiðjunnar, segir að sú
staðreynd hafi ekki endilega haft
slæm áhrif á rekstur fyrirtækisins
þegar til lengri tíma sé litið. „Frum-
kvöðlamir með Guðmund S. Guð-
mundsson í broddi fylkingar þurftu
að hafa sig alla við til að halda fyrir-
tækinu gangandi fyrstu árin. Tvisv-
ar var því alvarlega hreyft hvort
ástæða væri til að gefa reksturinn
upp á bátinn. í hvorugt skiptið varð
úr því heldur ákveðið að þreyja
þorrann í von um betri tíð.
Reksturinn var aðlagaður erfið-
um skilyrðum og beltin spennt því
að ekkert mátti fara úrskeiðis til að
illa færi. Smám saman styrktist fyr-
irtækið og þurfti ekki að glíma við
sama vanda og ýmsar aðrar iðngr-
einar þegar vemdartollar vom af-
lagðir í tengslum við EFTA-samn-
inginn á sínum tíma. Enn er
mönnum eflaust í fersku minni
hvernig fór um margar þessara
iðngreina þegar tollaverndin var af-
lögð.“
Gloría verður Gloría
Vöxtur fyrirtæksins hefur verið
mestur hin síðari ár. „Hampiðjan er
fyrst og síðast veiðarfæraframleið-
andi. Við þjónum netagerðum um
allt land með net og kaðla og hófum
síðan sjálfir þróun flottrolla um
miðjan níunda áratuginn. Skemmti-
leg saga er til af því hvernig flot-
trollin okkar fengu nafnið Gloría.
Páll Eyjólfsson skipstjóri á Haraldi
Kristjánssyni hafði verið að prófa
fyrir okkur flottroll til karfaveiða
með töluverðum byrjunarerfiðleik-
um. Langþreyttur hreytti hann út
úr sér um leið og flottrollið lenti á
bryggjunni eftir vonlausan túr:
„Allt er það nú eins þarna í Hamp-
iðjunni. Þeir eru alltaf að gera ein-
hverjar gloríur." Orðið var gripið á
lofti og eftir að flottrollið hafði verið
lagað með frábærum árangri var
ákveðið að flottroll frá okkur yrðu
markaðssett undir nafninu Gloría,“
segir Hjörleifur og minnir á að fyr-
irtækið framleiði því til viðbótar
sérstaka ofurkaðla fyrir fyrirtæki í
sjávarútvegi og olíuiðnaði.
Ef á heildina er litið er markaðs-
hlutdeild fyrirtækisins um 70% á
innanlandsmarkaði og mest í netun-
um. Markaðsvirði fyrirtækisins var
um 2,7 milljarðar um síðustu ára-
mót. Hluthafar voru um 600.
Hampiðjan færir út
kvíarnar
Af 330 starfsmönnum fyrirtækis-
ins starfar réttur helmingur á er-
lendri grund. „Útrás fyrirtækisins
hefur í gegnum tíðina mótast bæði
af varnar- og sóknarstefnu. Fyrstu
skrefin voru tekin til Portúgals árið
1990. Sú aðgerð flokkast væntan-
lega undir varnaraðgerð því aðal-
ástæðan var sú að þensla á íslandi
hafði valdið því að erfitt hafði verið
að fá starfsfólk í iðnframleiðsluna
árin á undan. Hluti garnframleiðsl-
unnar var fluttur til smábæjarins
Pombal mitt á milli borganna Lissa-
bon og Portó. Nú starfa þar á bilinu
70-75 manns við framleiðsluna.
Með vaxandi velgengni hefur mark-
aðs- og þjónustustöðvum verið komið
upp í jafn ólíkum heimshlutum og
Namibíu, Nýja-Sjálandi, Seattle og
Noregi síðustu ár. Verkefni þess-
ara starfsstöðva er sala á vörum
Hampiðjunnar ásamt því að sinna
viðhaldi og viðgerðum fyrir ein-
staka viðskiptavini. Að jafnaði
starfa 10 manns í þessum útibúum,
aðallega sölumenn og netagerðar-
menn.“
Fjárfest til framtíðar
Hampiðjan fjárfesti í tveimur
fyrirtækjum seint á síðasta ári. „Við
festum kaup á öllum hlutabréfum í
fyrirtækinu J. Hinriksson í byrjun
desember. J. Hinriksson hefur aðal-
lega einbeitt sér að smíði toghlera
og haslað sér völl erlendis með vör-
uþróun og markaðssetningu á því
sviði undir vörumerkinu Poly-Ice.
Með kaupunum hefur því verið
stuðlað að því að hægt sé að bjóða
útgerðarmönnum heildarlausn í
kaupum á veiðarfærum. Fyrirtækin
hafa selt um og yfir helming fram-
leiðslunnar á svipuðum mörkuðum
erlendis. Sölu- og markaðsstöðvar
Hampiðjunnar ættu því að nýtast
fyrirtækinu enn betur en áður eftir
kaupin."
Hampiðjan bætti um betur með
kaupum á meirihluta hlutafjár í
írska fyrirtækinu Swan Net um
miðjan desember. „Fyrirtækið
framleiðir flottroll og hefur aðsetur
í Killybegs á vesturströnd írlands.
Tilgangurinn með kaupunum er
einkum tvíþættur. Annars vegar að
nýta sterka markaði Swan Net í
Bandaríkjunum, Suður-Ameríku og
á írlandi og Bretlandseyjum. Hins
vegar að sjá fyrirtækinu að hluta til
fyrir hráefni en við erum einu
flottrollsframleiðendurnir sem
sinnum grunnframleiðslu úr plast-
kornurn."
Jákvætt starfsurahverfi
Með kaupunum er gert ráð fyrir
að velta samstæðunnar geti aukist
um hartnær 50% en hún var um
1.500 milljónir á síðasta ári. „Við
höfum verið í hópi 5 stærstu fyrir-
tækja á þessu sviði í heiminum und-
anfarin ár. Stefnan er að gera enn
betur og vera í fararbroddi í þjón-
ustu og framleiðslu fyrir útgerðir í
heiminum. Lykillinn að þessum
vexti er án efa jákvætt starfsum-