Morgunblaðið - 12.02.2000, Page 1

Morgunblaðið - 12.02.2000, Page 1
36. TBL. 88. ÁRG. LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS __ Heimastjórn Norður- Irlands leyst frá völdum Belfast, London. Reuters, AFP, AP. VÖLD heimastjórnar Norður-ír- lands voru í gær færð á ný til London eftir að ekki tókst að setja niður deil- ur um afvopnun Irska lýðveldishers- ins (IRA). Ríkisstjómir írlands og Bretlands sögðu þó seint í gærkvöld að nýjar tillögur frá IRA fælu í sér raunhæfan möguleika á friðarsátt- mála. Peter Mandelson, ráðherra Norður-írlandsmála í bresku ríkis- stjóminni, kvaðst vona að afnám heimastjómarinnar yrði til skamms tíma, því mikill árangur hefði náðst undanfama daga. Að sögn Mandelson þjónar ákvörðun um afnám heimastjórnar þeim tilgangi að forðast enn frekari upplausn. Afnám heimastjómarinn- ar kemur í kjölfar skýrslu um af- vopnunarferli IRA, en í skýrslunni kemur fram að IRA hefur ekki hafið afvopnun líkt og gert hafði verið ráð íyrir og sagði David Trimble, forsæt- isráðherra heimastjómarinnar, stjómarslit því óumflýjanleg. Ríkisstjóm Bretlands vonast til þess að með tímabundnu afnámi megi draga úr hættu á að flokkur Trimbles, stærsti flokkur sam- bandssinna (UUP), dragi sig út úr stjómarsamstarfinu. Slíkt hefði í för með sér að boða yrði til nýma kosn- inga á Norður-írJandi og kynni ný stjóm að vera mótfallin þeim mála- miðlunum sem heimastjórnin byggir á, en núverandi heimastjóm hefur verið við völd sl. 9 vikur. Töluverður árangur Haldið verður áfram viðræðum um afvopnun IRA. Mandelson sagðist ekki vilja vekja falsvonir, en árangur viðræðna undanfarinna daga væri umtalsverður. „Okkur hefur miðað áleiðis, en ekki nægjanlega til að leysa deiluna um afvopnun IRA.“ Gerry Adams, leiðtogi Sinn Fein, hins pólitíska arms IRA, lét í það skína skömmu áður en Mandelson tilkynnti um afnám heimastjórnar- innar að IRA hefði lagt nýjar hug- myndir um lausn vopnadeilunnar íyrir bresku ríkisstjórnina. Adams Tillögur IRA sagðar vekja vonir um raunhæfan friðarsáttmála Peter Mandelson Gerry Adams neitaði að tjá sig frekar um þær, en sagði hugmyndimar þess eðlis að leysa mætti vopnadeiluna. Mandelson sagði tillögur IRA ekki hafa borist fyrr en eftir að ákvörðun um afnám heimastjórnar var tekin. Hann væri ekki kunnugur nýjustu tillögum IRA. En reyndust þær jafn vænlegar og gefið hefði verið í skyn væri það vissulega jgrundvöllur fyrir lausn deilunnar. „Eg vil leysa þetta mál jafn fljótt og auðið er og ef þró- un mála ... er jafn ör og sumir gefa til kynna er ég viss um að við getum leyst þetta mjög hratt,“ sagði Mandelson, en kvað þó heima- David stjómina aðeins Trimble taka til starfa á ný náist samkomulag milli UUP og Sinn Fein um afvopnun IRA. Trimble svartsýnn Trimble var ekki jafn bjartsýnn og Mandelson. Sinn Fein hefði gert lítið til að leysa vopnadeiluna og lét hann í Jjós vonbrigði með að ekki hefði verið komið til móts við UUP. „Það er slæmt að þetta [afnám heima- stjómar] skuli hafa reynst nauðsyn- legt,“ sagði Trimble. „Við höfum tek- ið áhættu, en aðrir hafa ekki gert það sama. Það er ekkert rúm fyrir einka- heri og vopn þeirra í stjórnmálum Norður-írlands.“ Trimble sannfærði flokksbræður sína á síðasta ári um að veita IRA lengri frest til afvopnunar og hét því jafnframt að segja af sér ef IRA af- vopnaðist ekki og er því pólitískur ferill hans í hættu. UUP virðist ekki hafa áhuga á frekari málamiðlunum eins og er. „Ákvörðun okkar í lok nóvember um að verða íyrri til var tekin í von um að IRA fylgdi á eftir,“ sagði Trimble. „Þegar það varð síðan ljóst að IRA hefði ekki fylgt í kjölfar- ið varð staða okkar óviðunandi." Skýrslan, sem var fyrst gerð opin- ber í gær, sýnir fram á að IRA virð- ist ekki hafa hafið afvopnun. í gær- kvöld sögðust stjórnvöld á írlandi hafa fengið í hendur nýja útgáfu af skýrslu de Chastelains sem varpaði nýju [jósi á málið og kynni hún einn- ig að vera gerð opinber. Reuters Rússneskir hermenn milli húsarústa í höfuðborg Tsjetsjníu, Grosní, en miklar skemmdir hafa orðið á borginni. Rússar þjarma áfram að uppreisnarmönnum í Tsjetsjníu Otti við hryðjuverk Moskva, Gudermes, Tókýd. AP, AFP, Reuters. • £g fæ ferðapunkta þegar ég borga fas te ig n a gjöldi n með boðgreiðslum! jy^g ICELANDAIR fSf RÚSSNESKAR herþyrlur og flug- vélar hafa síðustu sólarhringa haldið uppi látlausum árásum á stöðvar tsjetsjneskra uppreisnarmanna í fjöllunum suður af höfuðborginni Grosní. Rússar beita nú í fyrsta skipti frá upphafi átakanna sl. haust sprengjum sem vega 1,5 tonn, eftir að hafa aðeins notað 500 kílóa sprengjur hingað til. Hin rússneska ITAR- TAS'S-fréttastofa sagði rússnesk hemaðaryfirvöld búa sig undir að senda 50.000 manna herlið til Suður- Tsjetsjníu til að uppræta aðskilnaðar- sinna. Talsmaður Alþjóðaráðs Rauða krossins í Moskvu tjáði AFP-fréttast- ofunni í gær að notkun Rússa á 1,5 tonna sprengjunum stangaðist á við Genfar-sáttmálann, alþjóðlegan samning um mannúðarrétt. Yftrmenn í rússneska hemum staðhæfa hins vegar að notkun sprengjanna sé í samræmi við alþjóðlegar skuldbind- ingar Rússa. Igor Ivanov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði í gær að rússnesk yftrvöld væntu þess að friður yrði að fullu kominn á í Tsjetsjníu í júlí á þessu ári. Hann sagði einnig von á George Robertsson lávarði, fram- kvæmdastjóra Atlantshafsbanda- lagsins (NATO), til Moskvu í næstu viku til að ræða samskipti Vestur- landa og Rússa. Maskhadov boðar skæruhernað Forseti Tsjetsjníu, Aslan Maskh- adov, lýsti því yfir í gær að uppreisn- armenn hefðu innan skamms skæru- hemað um gjörvalla Tsjetsjníu. Upp- reisnarmenn stefndu að því að ná aftur yfirráðum yfir Grosní, sem Rússar hafa haft á valdi sínu síðan 1. febrúar sl. Lögregla í Moskvu var í viðbragðs- stöðu í gær vegna ótta við að tsjetsjn- eskir hryðjuverkamenn létu til sín taka í borginni. Mun lögregla verða sérstaklega á varðbergi yfir helgina, að því er talsmaður rússneska innan- ríkisráðuneytisms sagði í gær, vegna hótana tsjetsjneskra hryðjuverka- manna. Rússar telja að enn séu á bilinu 150-200 uppreisnarmenn í Grosní og ekki fleiri en um 10.000 óbreyttir borgarar. Langflestir íbúar hafa forð- að sér á flótta undan sprengjuregni rússneska hersins, sem hefur lagt 80% af mannvirkjum Grosní í rúst, að talið er. Reuters Jörðin kort- lögð á ný GEIMSKUTLUNNI Endeavor, eða Viðleitni, var skotið á loft við Kenn- edy-geimstöðina á Canaveral-höfða á Flórída í gær. Ferð geimskutlunn- ar hefur seinkað um fimm mánuði en sex geimförum er ætlað að kort- leggja jörðina þannig að unnt verði að útbúa af henni þrívíddarkort ólíkt öllum öðrum. I þessu skyni voru 13 tonn af radar- og skönnun- arbúnaði höfð með í for. Israelar svara með flugskeyta- árásum Jcrúsalem, Beirút, Naqoura. AP, AFP. SPENNA milli ísraels og Líb- anon jókst á nýjan leik í gær eftir árás hizbollah-skæruliða á sveitir Israela í Suður-Líbanon. ísraelar svöruðu fyrir sig með flugskeytaárás á búðir Hizboll- ah. Fresta varð fundi alþjóð- legs eftirlitshóps með sam- skiptum ísraels og Líbanon. Frestun fundarins kom til eftir að Ehud Barak, forsætis- ráðherra ísraels, skipaði full- trúum Israels að yfirgefa fund; inn í kjölfar árásar Hizbollah. í árásinni fórst einn ísraelskur hermaður og annar særðist. Israelskar hersveitir svöruðu með flugskeytaárásum á búðir skæruliða Hizbollah og héldu báðar sveitir árásum sínum áfram seinni partinn í gær. Eftir að slitnaði upp úr fundi eftirlitsnefndarinnar sögðust talsmenn ísraela ekki hafa átt annarra kosta völ. Líbanska sendinefndin sagði viðbrögð ísraela sýna að þeir vildu ekki draga úr spennu milli ríkjanna. ísraelar hefðu ekki áhuga á að leysa málin innan nefndarinn- ar, heldur vildu auka hernaðar- legan óróleika á svæðinu. Að sögn fulltrúa Frakklands og Bandaríkjanna í eftirlits- nefndinni verður framhald á viðræðum við bæði ríkin. MORGUNBLAÐIÐ 12. FEBRÚAR 2000

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.