Morgunblaðið - 12.02.2000, Page 13

Morgunblaðið - 12.02.2000, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2000 1 3 FRÉTTIR Góð aðsókn að fundi LSR með lífeynsþegum Á FUNDI sem Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins hélt með lífeyr- isþegum um lífeyrissjóðsmál síðast- liðinn íimmtudag var farið yfír þær reglur sem gilda um lífeyrisgreiðslur og fulltrúar sjóðsins greindu frá því hvaða breytingar hefðu orðið á líf- eyrisgreiðslum í kjölfar breytinga á kjarasamningum. Mjög góð aðsókn var að fundinum, að sögn Hauks Hafsteinssonar, framkvæmdastjóra LSR, sem taldi líklegt að um 200 manns hefðu sótt fundinn. Haukur sagði í samtali við Morg- unblaðið að fundurinn hefði verið lið- ur í kynningarstarfsemi Lífeyris- sjóðs starfsmanna ríkisins. Reglur um lífeyrisgreiðslur LSR væru tals- Viðurkenndi þátt sinn í ránum TVITUG stúlka hefur viðurkennt að hafa átt hlut að máli í tveim rán- um snemma í vikunni. Henni hefur verið sleppt úr haldi lögreglu en málin eru í rannsókn. í versluninni Kjalfelli á þriðju- dag dró stúlkan upp hnif og hafði í hótunum við afgreiðslustúlku og hvarf á braut með nokkur þúsund krónur. Deginum áður hafði hún með aðstoð félaga síns hrifsað 20 þúsund krónur úr höndum af- greiðslumanns í Háspennu við Hafnarstræti. Greinargóð lýsing fékkst á parinu og féll grunur á ákveðna einstaklinga. Morgunblaðið/Kristinn Góðar umræður urðu á fundi LSR með lífeyrisþegum. vert ólíkar þeim reglum sem giltu hjá öðrum lífeyrissjóðum og þvi hefði verið talið nauðsynlegt að halda svona kynningarfund. Sagði Haukur að greiðslur LSR breyttust í takt við breytingar sem yrðu á kjarasamningum opinberra starfsmanna en undanfarin ár hefðu einmitt orðið talsverðar breytingar á lífeyrisgreiðslum. M.a. hefði komið fram á fundinum að lífeyrisgreiðslur úr sjóðnum hefðu hækkað um 40% frá því 1. janúar 1997. Greiðslur sjóðsins eru verðtryggð- ar, að sögn Hauks, og taka annars vegar mið af svokallaðri eftirmann- sreglu, þar sem lífeyrisgreiðslur hvers og eins taka breytingum í sam- ræmi við breytingar á launum eftir- manns í starfi, og hins vegar reglu sem miðast við að greiðslunar taki breytingum eftir meðalhækkunum á launum opinberra starfsmanna. Var farið yfir þær reglur, sem um þetta gilda, með lífeyrisþegum á fundinum á fimmtudag en þær fela m.a. í sér að einstakir sjóðfélagar geta valið sjálfir hvort þeir taka líf- eyri eftir eftirmannsreglunni eða meðaltalsreglunni. Haukur sagði að jákvæðar um- ræður hefðu orðið á fundinum og að m.a. hefði komið fram að sjóðfélagar óskuðu eftir því að upplýsinga- streymi og samráð milli lífeyris- sjóðsins og lífeyrisþega yrði aukið. Gleypti nokkra tugi gramma af hassi TOLLGÆSLAN á Keflavíkur- flugvelli stöðvaði 42 ára gamlan karlmann í Leifsstöð síðastliðið mánudagskvöld sem reyndist vera með tæp 300 grömm af hassi í fórum sínum. I farangri mannsins fundust fyrst 170 grömm og er fíknefna- deild lögreglunnar í Reykjavík tók málið til rannsóknar vakn- aði grunur um að maðurinnn hefði smyglað meira hassi með því að gleypa það og smygla því til landsins í maganum.Maður- inn var sendur í röntgen- myndatöku og í framhaldinu krafist stutts gæsluvarðhalds yfir honum í Héraðsdómi Reykjavíkur. Krafan var sam- þykkt og var maðurinn var í haldi lögreglunnar fram á næsta dag uns nokkrir tugir gramma af hassi skiluðu sér niður af fanganum. Að því loknu var honum sleppt úr haldi lögreglu og telst málið upplýst. Fáðu þér notaðan bíi, tilbúinn í veturinn, á betra verði á Kuldakasti í Bílalandi! Grjóthálsi 1 • 575 1230 laugardag 10-16 sunnudag 12-17 Tk bílar betri notaðir bílar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.