Morgunblaðið - 12.02.2000, Síða 24

Morgunblaðið - 12.02.2000, Síða 24
24 LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2000 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Kögun hf. kaupir 60% í Yef- miðlun ehf. KÖGUN hf. hefur keypt rúmlega 60% hlutafjár í fyrirtækinu Vefmiðl- un ehf. sem rekur vefsetrið NetDokt- or.is. Að því er fram kemur í fréttatil- kynningu frá Kögun hf. mun Vefmiðlun einbeita sér að útgáfu og rekstri vefsetra með ýmsu sniði þar sem komið verður á framfæri efni tii neytenda, jafnframt því sem ætlunin er að byggja upp starfsemi í tengsl- um við viðskipti á Netinu. í tilkynningunni segir að með kaupunum sjái Kögun hf. fram á út- víkkun starfseminnar inn á svið rekstrar vef- og netsetra, en dóttur- félög Kögunar hafí í dag ýmsa starf- semi með höndum sem falli vel að rekstri slíkra setra svo sem umfangs- mikillar þýðingarmiðstöðvar. Skil milli faglegs efnis og rekstrar Kögun hf. hyggst tryggja að skýr skil verði á milli faglegs efnis sem sett er fram á NetDoktor.is og rekstrar vefsetursins. Skipuð verður sérstök ritstjóm fyrir vefsetrið auk þess sem leitað verður samstarfs við lækna og aðrar heilbrigðisstéttir um faglega þáttinn. Frá því NetDoktor- .is hóf starfsemi í lok síðasta árs hef- ur vefsetrið notið mikillar athygli og heimsóknir inn á vefsíðuna skipta tugum þúsunda í viku hverri, segir í tilkynningunni. ------H-t------- Nýskráningar hlutafélaga 24% fjölgiin milli ára NÝSKRÁNINGUM hlutafélaga og einkahlutafélaga fjölgaði um 24% á milli áranna 1998 og 1999, að því er fram kemur í frétt frá Hagstofu ís- lands. Árið 1998 voru 1.505 ný félög skráð en á síðasta ári voru 1.865 ný hlutafélög og einkahlutafélög skráð. Á tímabilinu 1995-1998 fjölgaði nýskráningum hlutafélaga og einka- hlutafélaga um 127%. Flest félög voru skráð á höfuðborgarsvæðinu, 1.296, eða 69,5% en hlutfall nýskrán- inga hlutafélaga og einkahlutafélaga hefur verið á bilinu 65,l%-70,4% á árunum 1995-1999. 29% nýskráninga á árinu 1999 var í yfirflokknum fasteignaviðskipti, leigustarfsemi og ýmis þjónusta. Næst á eftir voru yfirflokkamir verslun og ýmis viðgerðarþjónusta, 18%, byggingarstarfsemi og mann- virkjagerð, 11%, og iðnaður, 11%. --------------------- NatWest gefst upp gegn RBS Reuters NATIONAL Westminster Bank í Bretlandi, NatWest, hefur tilkynnt að hann sé hættur að berjast fyrir sjálf- stæði sínu, og hefur mælt með því við hluthafa sína að þeir taki tilboði Royal Bank of Scotland, RBS, í hlutabréf bankans, en með því mun verða til sjöundi stærsti banki Evrópu og sá þriðji stærsti á Bretlandseyjum. Eftir fimm mánaða baráttu RBS um að ná yfirráðum yfir varð ákvörð- un þriggja af fimm stærstu hluthöf- um NatWest á síðustu þremur dögum um að sfyðja tilboð RBS til þess að stjóm NatWest ákvað að fallast á að gefa eftir. Baráttan um NatWest er sú umfangsmesta um yfirráð yfir banka í sögu Bretlands, en baráttan stóð milli RBS og Bank of Scotland. Samruninn er metinn á tæpa 2.500 milljarðakróna. Þess má geta að Royal Bank of Scotland er samstarfsaðili Lands- banka íslands í innleiðingu árangurs- stjómunarkerfis bankans. Seðlabanki Islands hækkar vexti og víkkar vikmörk gengisstefnunnar Stýrivextir hækkaðir um 0,3 prósentustig BANKASTJÓRN Seðlabanka ís- lands hefur ákveðið að hækka vexti um 0,3 prósentustig. Jafn- framt hefur bankastjórnin ákveðið, að höfðu samráði við ríkisstjórn, að víkka vikmörk gengisstefnunn- ar og verða þau hér eftir 9% í hvora átt frá miðgildi í stað 6% áð- ur. Gengi krónunnar er tengt við körfu sem er samsett af myntum helstu viðskiptalanda og endur- speglar inn- og útflutning íslands. í samtali við Morgunblaðið segir Birgir ísleifur Gunnarsson, seðla- bankastjóri, að víkkun vikmarka gengisins skapi skilyrði til frekara aðhalds í peningamálum, til að draga úr verðbólgunni. „Ástæðan er að okkur hefur fundist að þegar gengið nálgast efri mörkin er eins og það rekist á ósýnilegan vegg, sem þó er innan við núverandi vik- mörk. Með víkkun vikmarka hefur gengið möguleika á að hækka meira,“ segir Birgir ísleifur. í frétt frá Seðlabankanum kem- ur fram að víkkun vikmarkanna felur í sér viðbótarskref til að auka sveigjanleika gengisstefnunnar. „Með því að víkka vikmörkin er komið í veg fyrir að gengisstefnan hamli frekara aðhaldi í peninga- málum. Víkkun vikmarkanna nú og hækkun vaxta Seðlabankans fela því í sér skýran ásetning um að peningastefnan skuli öðru frem- ur stuðla að lítilli verðbólgu," segir í fréttinni. Þar kemur einnig fram að í september árið 1995 voru vik- mörkin víkkuð úr 2,25% í hvora átt, í 6%. „Sú ráðstöfun var fyrst og fremst gerð í varúðarskyni sak- ir þess að í upphafi þess árs var síðustu hömlum á skammtíma- hreyfingum fjármagns til og frá landinu aflétt,“ segir í fréttinni. Þá segir að gengi krónunnar hafi orð- ið hæst 28. desember sl. eða 4,9% yfir miðgengi, þ.e. rúmlega 1% innan vikmarkanna. Seðlabankinn hefur engin viðskipti átt á milli- bankamarkaði fyrir gjaldeyri síðan 14. júní á síðasta ári og hefur því ekki haft áhrif á gengi krón- unnar með beinum hætti síðan þá, að því er fram kemur í frétt- inni. Táknræn skilaboð út á markaðinn Neðri mörk gengisskrán- ingarvísitöl- unnar miðuð- ust áður við um 108 en miðast eftir víkkunina við 104,66. Efri mörkin verða 125,36 og miðgildið óbreytt eða 115,01. „Eftir því sem gildi vísitölunnar lækkar, styrkist gengi krónunnar og heldur því meira aftur af verð- bólgunni, segir Arnar Jónsson, sérfræðingur í gjaldeyrisviðskipt- um á viðskiptastofu Landsbank- ans, aðspurður um almenn mark- mið með víkkun vikmarka. Hann segir ljóst að gengi krónunnar muni ekki styrkjast verulega strax á mánudaginn en með aðgerðunum sé opnað fyrir styrkingu hennar til lengri tíma litið. Arnar segir víkkun á vikmörk- um fyrst og fremst skilaboð út á markaðinn. „Það hefur í sjálfu sér ekki svo mikla þýðingu að vik- mörkin séu víkkuð þar sem Ijóst er að Seðlabankinn hefði ekki gripið til aðgerða þó fyrri vikmörk hefðu verið rofin. Þarna er í raun verið að opna fyrir frekari styrkingu krónunnar með táknrænum hætti og festa eins konar flotgengis- stefnu f sessi þar sem opnað er fyrir meiri sveiflur á gengi krón- unnar.“ í hálffimm-fréttum Búnaðar- bankans í gær kemur fram að með víkkun vikmarka hafi verðbólgu- markmið peningamálastefnunnar verið sett ofar markmiðinu um stöðugt gengi og að aðgerðin sé væntanlega hugsuð sem skilaboð til aðila vinnu- markaðar- ins um hóf- samar launahækk- anir. Búnað- arbankinn spyr einnig hversu mik- ið svigrúm Seðlabank- inn hafi í raun til að slá á verð- bólgu með hækkandi gengi. „Með aðgerðum sínum er bankinn að flytja inn lægri verðbólgu en einn- ig að auka líkurnar á viðvarandi viðskiptahalla. Samkeppnishæfni innlendra framleiðenda mun enn versna. Gefi gengi íslensku krón- unnar eftir verður lending íslensks efnahagslífs mjög harkaleg," segir í hálffimm-fréttum Búnaðarbank- ans í gær. Vaxtahækkunum í heiminum fylgt eftir Birgir ísleifur segir ákvörðun um 30 punkta vaxtahækkun eiga rætur að rekja til þess að frá því vextir voru hækkaðir síðast, 12. janúar sl., hafi vextir í helstu við- skiptalöndum íslands hækkað. Þar vísar Birgir til vaxtahækkunar seðlabanka Bandaríkjanna, Evr- ópu, Svíþjóðar, Danmerkur, Kan- ada, Sviss og síðast Bretlands í fyrradag. „Vaxtamunurinn hefur minnkað af þessum ástæðum og vaxtahækkunin sem tekur gildi hér á landi á mánudag er fyrst og fremst til að vinna upp það aðhald sem við höfum misst niður. Þessar aðgerðir eiga rætur að rekja til þess að við viljum halda aðhalds- samri peningastefnu áfram og stuðla að hærra gengi og vinna gegn verðbólgunni og þenslunni," segir Birgir ísleifur. I frétt frá Seðlabankanum kem- ur fram að vaxtahækkunin hafi þann tvíþætta tilgang að auka vaxtamuninn gagnvart útlöndum á ný eftir nýlegar vaxtahækkanir í viðskiptalöndunum og að undir- strika enn frekar ásetning bank- ans um að nýta aukið svigrúm gengisstefnunnar til þess að draga úr verðbólgu. Hækkunarferlinu ekki lokið Að mati Arnars Jónssonar er ákvörðun Seðlabankans um vaxta- hækkun mjög skynsamleg á þess- um tímapunkti. í ársfjórðungs- skýrslu Landsbankans sem kynnt var í lok janúar kom fram að Landsbankinn teldi líklegt að stýrivextir Seðlabankans myndu hækka um 25-50 punkta fyrir marslok. „Vextir hafa verið hækk- aðir alls staðar í okkar helstu við- skiptalöndum undanfarið, nema í Japan og Noregi,“ segir Arnar. „Vaxtamunurinn hafði því minnkað og tekið til baka hluta af vaxta- hækkun Seðlabanka íslands i byrj- un janúar." Að mati Arnars er hækkunarferlinu ekki lokið. „Það er ljóst að ísland verður að fylgja vaxtahækkunum annarra ríkja eft- ir til að viðhalda vaxtamuninum." Arnar segir fullsnemmt að spá því hvenær vextir hækki næst hér á landi. „Það veltur á því hvað gerist erlendis en líklegt er að þetta verði látið duga í bili og að fylgst verði með verðbólgunni í því sam- bandi.“ Hann segir lækkun á vísitölu neysluverðs síðasta mánuðinn ekki hafa mikið að segja fyrir verðbólg- una yfir árið. Útsölurnar hafi þar mikið að segja og líklegt sé að vísi- talan hækki á ný. „Það eru allir sammála um að verðbólgan sé allt of há og aðhaldsaðgerðir Seðla- bankans nú eru mjög skynsamleg- ar út frá verðbólgusjónarmiði," segir Arnar. Hagnaður FISK 345 milljónir króna í fyrra Fiskiðjan Skagfirðingur hf. , Úr ársreikningi 1999 eaalÉiwuúa Rekstrarreikningur 1999 1998 Breyting Rekstrartekjur Milljónir króna 2.422,2 2.256,6 +7,3% Rekstrargjöld 1.087,1 1.126,1 -3,46% Afskriftir -310,5 -311,0 -0,2% Fiármunatekiur ífiármaqnsqiöld) -67.0 -187,7 -64,3% Eignarskattur -3,1 0 Haqnaður af reqluleqri starfsemi 342.7 69.0 +396.7% Hagnaður ársins 344,9 78,8 +337,7% Efnahagsreikningur 31.12.99 31.12.98 Breyting Eignir samtals Milljónir króna 3.053,6 2.953,1 +3.4% Eigið fé 1.069,4 703,3 +52,1% Skuldir 1.984.3 2.249,7 -11,8% Skuldir og eigið fé samtals 3.053,6 2.953,1 +3.4% REKSTRARTEKJUR Fiskiðjunnar Skagfirðings hf. á síðasta ári voru 2.422 milljónir króna og hækkuðu um 7,31% á milli ára, en rekstrargöld án afskrifta og fjármagnskostnaðar voru 1.699 milljónir króna og hækkuðu um 0,59%. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnskostnað var 723 miUjónir króna eða 29,86%. Afskriftir voru 311 miHjónir króna og fjármagnsgjöld voru 67 milljónir króna. Hagnaður fyrir skatta var því 345,8 milljónir króna, en að teknu tilliti til skatta og óreglulegra tekna er hagnaður FISK 344,8 miHjónir króna. Veltufé frá rekstri var 627,5 millj- ónir króna, eða 25,9% af tekjum. Veltufjárhlutfall er 1,59 og eiginfjár- hlutfall 0,35. Nettóskuldir FISK eru 1.340 milljónir króna og niðurstaða efnahagsreiknings 3.053 miHjónir. Útlttlð á margan hátt gott en bllkurálofti Jón Eðvald Friðriksson, fram- kvæmdastjóri FISK, segir að jákvæð rekstramiðurstaða byggist á góðu starfsfólki FISK til sjós og lands, ásamt því að ytri skilyrði voru fyrir- tækinu á margan hátt hagstæð, m.a. hátt afurðaverð og auðveld þorsk- veiði. Hann segir að útlitið hvað þetta ár varðar sé á margan hátt gott, en þó séu blikur á lofti. Sterk staða krón- unnar gagnvart evrópumyntum komi talsvert við fyrirtækið, þá sé óvissa í kjaramálum og neikvæð umræða um sjávarútveginn verði smátt og smátt til þess að erfiðara verður að fá hæft fólk til að starfa í greininni. Þá hafi miklar olíuverðshækkanir undan- fama mánuði mikil áhrif á reksturinn, auk þess sem karfaveiðin hafi verið fremur léleg og meira hafi þurft að hafa fyrir því að veiða þorskinn jafn- framt því sem hann hafi verið smærri. Starfsmönn- um boðin hlutabréf í Línu.Neti STARFSMÖNNUM Línu.- Nets og Orkuveitu Reykjavík- ur verður á næstunni boðið að kaupa hlutabréf í Línu.Neti að nafnverði 10 milljónir á geng- inu 3, að sögn Guðmundar Þór- oddssonar, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkiu-. Samþykkt var á veitustjórn- arfundi í vikunni að leggja hlutafjáraukninguna til við borgarráð sem kemur saman á fundi á þriðjudag. Lína.Net er dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur og alfarið í eigu veitunnar. í samþykktum Línu.Nets er einungis gert ráð fyrir einum hluthafa í félaginu og því mun samþykktunum verða breytt, að sögn Guð- mundar, enda stendur til að gera Línu.Net að almennings- hlutafélagi í næstu framtíð. Guðmundur segir óskir hafa borist frá starfsmönnum um að fá að kaupa hlutabréf í félaginu og að þeim hafi nú verið til- kynnt um væntanlegt tilboð. Um 470 starfsmenn er að ræða en hámarksupphæð sem hægt verður að kaupa fyrir er 150.000 krónur að nafnverði.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.