Morgunblaðið - 12.02.2000, Page 28

Morgunblaðið - 12.02.2000, Page 28
28 LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Mesta úrhelli í sunnanverðri Afríku í allt að hálfa öld Tugir manna hafa farist í flóðum Hreysi í fátæktarhverfí norðan við Jdhannesarborg hrynja fram af árbakka vegna vatnavaxta eftir mesta úr- helli í Suður-Afriku í 50 ár. I gær var vitað um 77 menn látna og búist við að sú tala ætti eftir að hækka. Maputo, Gaboronc, Jdhannesarborg. Reuters, AP, AFP. VITAÐ er að a.m.k. 77 manns hafa farist í flóðum í sunnanverðri Afríku af völdum úrhellis síðustu daga og óttast er að tala látinna hækki til muna þar sem björgunar- sveitir hafa ekki komist á afskekkt svæði vegna mikilla skemmda á vegum og brúm. Hundruð þúsunda manna hafa misst heimili sín eftir mesta úrhelli á svæðinu í allt að hálfa öld. Stjórn Mósambík óskaði í gær eftir alþjóðlegri neyðaraðstoð að andvirði 2,7 milljóna dala, tæplega 200 milljóna króna, til að hægt yrði að bjarga fólki á flóðasvæðunum. Stjórnin sagði að a.m.k. 160.000 manns hefðu misst heimili sín og þyrftu á hjálp að halda. Brýn þörf væri fyrir gúmmíbáta, björgunar- vesti, tjöld, rafala og ýmsan annan búnað til að hjálpa fólkinu. Suður- afríski herinn sendi þyrlur til að- stoðar björgunarsveitunum í land- inu. Mikið tjón í Mósambík Að minnsta kosti 35 manns hafa látið lífið í flóðunum í Mósambík, að sögn þarlendra fjölmiðla. Yfirvöld vöruðu við malaríu- og kólerufar- aldri á flóðasvæðunum og Barna- hjálp Sameinuðu þjóðanna hefur sent þangað lyf við sjúkdómunum. Luisa Diogo, fjármálaráðherra landsins, sagði að talið væri að allt að 800.000 manns hefðu orðið fyrir tjóni af völdum flóðanna. Hann bætti við að hjálparbeiðnin í gær væri aðeins til bráðabirgða því talið væri að landið þyrfti neyðaraðstoð að andvirði 15 milljóna dala, rúms milljarðs króna. Flestir vegir í og við Maputo eru ófærir og nokkrar brýr hafa hrun- ið, þannig að nokkrir bæir í grennd við höfuðborgina eru einangraðir. Uppskera á þúsundum hektara lands hefur eyðilagst og óttast er að flóðin hafi alvarlegar afleiðingar fyrir efnahag Mósambík því stærsta iðnaðarsvæði landsins er í Maputo þar sem tjónið hefur verið einna mest. Að minnsta kosti 39 manns hafa farist í flóðunum í Suður-Afríku og um 100.000 manns hafa misst heim- ili sín. Þetta eru mestu flóð í land- inu í hálfa öld og óttast er að ástandið versni þar sem spáð er meiri rigningu um helgina. Mann- tjónið hefur verið mest í tveimur héruðum norðan við Jóhannesar- borg, Northern Province og Mpumalanga, þar sem 34 hafa látið lífið og tuga er enn saknað. Búist er við að dánartalan hækki þar sem erfitt hefur verið fyrir björgunarsveitir að komast á af- skekkt svæði í héruðunum vegna skemmda á vegum og járnbrautum. Þúsundir manna hafa einnig misst heimili sín í Botsvana í mestu flóðum í landinu í 30 ár. Að minnsta kosti þrír hafa beðið bana og Mompathi Merafhe, utanríkisráð- herra Botsvana, sagði að a.m.k. 5.100 heimili, aðallega moldarkofar, hefðu eyðilagst í norðurhluta lands- ins. Norðmenn vilja Stolt- enberg Ósló. Reuters. JENS Stoltenberg, varaformaður norska Verkamannaflokksins, nýt- ur miklu meiri stuðnings sem næsti forsætisráðherra en Kjell Magne Bondevik, núverandi for- sætisráðherra og leiðtogi Kristi- lega þjóðarflokksins. I skoðanakönnun sem Verdens Gang birti í gær kemur fram, að 61% kjósenda vill að Stoltenberg verði forsætisráðherra en 39% Bondevik. Var könnunin gerð eftir að Thorbjörn Jagland, leiðtogi Verkamannaflokksins, lýsti yfir að hann ætlaði að víkja fyrir Stolten- berg sem forsætisráðherraefni flokksins í næstu kosningum þótt hann yrði formaður hans áfram. Jagland hefur verið kennt um slakt gengi Verkamannaflokksins í skoðanakönnunum og Bondevik hefur ávallt verið vinsælli en hann. Viðbrögð Stoltenbergs við könn- uninni voru að minna á að þing- kosningar yrðu ekki fyrr en í sept- ember á næsta ári og ekkert sem benti til stjórnarskipta fyrr. -------------------- Tölvuþrjót- ar hrekktu forseta Mexíkóborg. Reuters. TÖLVUÞRJÓTAR sendu á fimmtu- dag út netbréf til fjölda manna í Mexíkó sem látið var líta út fyrir að Ernesto Zedillo, forseti Mexíkó, hefði sent. Efni netbréfsins var ræða sem forsetinn hélt á sunnudag þar sem hann útskýrir aðgerðir mexík- óskrar lögreglu þegar bundinn var endi á níu mánaða hústöku náms- manna í einum háskóla Mexíkóborg- ar. Samkvæmt upplýsingum frá for- setaskrifstofu Mexíkó hafði efni ræðunnar ekki verið breytt að ráði en talin er hætta á að þrjótarnir kunni að endurtaka leikinn síðar og þá með mun alvarlegri afleiðingum. Afleiðingar ránsins á afgönsku farþegaþotunni Bretar gætu orðið að veita fólkinu landvist London, Kabúl. AP, AFP, Reuters, The Daily Telegraph. LJÓST var orðið í gær að aðeins um 30 af alls 164 Afgönum sem voru um borð í Boeing 727-þotu Ariana-flug- félagsins þegar hún lenti á Stansted- flugvelli í Bretlandi sl. sunnudag vilja hverfa aftur til heimahaganna frá Bretlandi. Bresk yfirvöld sögðu að þotunni yrði ekki leyft að fara strax aftur til Afganistans, eins og stjóm landsins hefur krafist, þar sem hún væri í svo lélegu ástandi vegna skorts áviðhaldi. Tristar-leiguþota frá Kambódíu lenti á herflugvelli skammt frá Lond- on í gær og var ætlunin að hún færi á brott með þá sem vildu fara heimleið- is og ekki hafa farið fram á landvist. Mikil umræða er í breskum fjöl- miðlum og á þingi um að hætta sé á að Bretland verði takmark fleiri flug- ræningja ef rétt sé að markmiðið hafi frá upphafi verið að fá þar pólitískt hæli. Jack Straw innanríkisráðherra hefur heitið því að fara persónulega yfir allar umsóknir Afgananna um landvist. Grunur leikur á að sumir farþeganna hafi verið með í ráðum og hafi raunverulegt markmið ránsins verið að komast burt frá Afganistan sem er eitt fátækasta ríki í heimi, þjakað af borgarastríði og undir stjóm islamskra ofsatrúarmanna, ta- lebana. Um milljón afganskra flótta- manna er nú í Pakistan, hundruð þúsunda að auki hafa farið til annarra íanda, þar af um 4.000 til Bretlands. Hvatt til staðfestu „Við megum ekki láta það gerast að ímynd landsins sem auðvelt tak- mark fyrir fólk sem vill fá hæli eflist enn,“ sagði William Hague, leiðtogi íhaldsflokksins, og hvatti stjóm Tony Blairs til að sýna staðfestu. Bretar hafa handtekið og yfirheyrt 22 af þeim sem voru um borð, flu- græningja og nokkra farþega sem grunaðir eru um aðild. Yfirlýsing fulltrúa talebanastjómarinnar í Evrópu, Rahmatullah Safi, á fimmtu- dag um að yrðu flugræningjamir sendir til Afganistan myndu þeir verða dæmdir í samræmi við shariah, lög islams, og fá dauðadóm hefur enn flækt málið. Farþegar sem ekki hefðu átt aðild að ráninu væru á hinn bóginn saklausir og yrðu ekki ákærð- ir en Bretar. ættu ekki að veita fólk- inu landvist, sagði hann. Þá myndu flugvélar með umsækjendur um landvist lenda daglega í landinu. Fréttaskýrendur benda á að sæki farþegar um landvist en verði samt sendir heim muni þeir að líkindum verða sakaðir um að hafa svikið land sitt og verða refsað, þrátt fyrir um- mæli Safis. Aðrir embættismenn talebana sögðu þó ekki víst að dauða- dómur yrði niðurstaðan en hótunin er sögð geta auðveldað verjendum flu- græningjanna að fá breska dómstóla til að veita þeim landvist á þeirri for- sendu að líf mannanna sé ella í hættu. „Hreystiyrði herra Straws hafa ef til vill dugað til að friða hægrimenn en með þeim tók hann ekkert tillit til borgaralegra réttinda," sagði dag- blaðið The Guardian sem oftast er hliðhollt stjóm Verkamannaflokks- ins. Einnig er bent á að mál af þessu tagi dragist mjög á langinn vegna anna hjá dómurum, um 4.000 mál bíði nú afgreiðslu dómstóla. Fólkið í flug- vélinni sé flest án skilríkja þar sem vélin var í innanlandsflugi, ekkert stjómmálasamband sé milli Breta og talebana og því margt sem geti tafíð afgreiðslu. Fjöldi þeirra sem sóttu um póli- tískt hæli í Bretlandi jókst um 53% í fyrra miðað við árið á undan og segja ijölmiðlar skýringuna meðal annars þá að Bretar geri sér far um að hlíta ákvæðum í alþjóðasamningum um réttindi flóttafólks. Önnur Evrópu- ríki hiki ekki við að senda flóttafólk burt og hafi þau hert mjög stefnuna í þeim efnum síðustu árin. „Hvað flaug þessi vél yfir mörg að- ildarríki Mannréttindasáttmála Evrópu á leið sinni frá Moskvu til Reuters Karl og tvær konur úr röðum farþega afgönsku farþegaþotunnar yfir- heyrð af lögreglu eftir að gíslatakamir gáfust upp. Bretlands?" spurði Anne Widde- combe, fulltrúi íhaldsflokksins í málaflokki Straws, á þingi. The Daily Mail gaf í skyn efasemdir um að far- þegamir væru raunveruleg fómar- lömb og sagðist vilja veðja að eftir fimm ár yrðu flestir þeirra enn í Bretlandi. Æsifréttablaðið Sun sagði í gær að málið væri eitt svindl frá upphafi og Bretlandi hefði verið breytt í „ruslatunnu" heimsins. Hægriblaðið The Daily Telegraph sagði að þótt fólkið hefði ef til vill uppmnalega ver- ið að flýja bág kjör hefði rás viðburða valdið því að það ætti á hættu ofsókn- ir ef það færi heim. A hinn bóginn hvatti blaðið til þess að lög um rétt flóttafólks yrðu endurskoðuð með það í huga að flestir flóttamenn væra nú frekar að bæta efnalegan hag sinn en flýja ofsóknir. Breska stjómin hefur gagnrýnt Rússa harðlega fyrir að reyna ekki að stöðva flugræningjana þegar milli- lent var í Moskvu en láta þess í stað Bretum eftir að leysa vandann. Heimildarmenn segja að breskir sérfræðingar í flugránum hafí m.a. beitt þeirri aðferð að þreyta ræn- ingjana með stanslausum viðræðum, teygt endalaust lopann. Sex manna hópur hafi skipt með sér verkefninu og staðið 12 stunda vaktir. Hafi helsti fulltrúi hinna síðarnefndu ver- ið orðinn þegjandi hás eftir sam- skiptin. „Ef flugræningjamir báðu um penna var rætt í þaula hvort hann ætti að vera rauður eða blár. Væri beðið um lyf þurfti að ráðfæra sig við lækna og síðan rætt frekar hvort það ættu að vera töflur, hylki eða smyrsl,“ sagði þreyttur en jafnframt ánægður lögreglumaður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.