Morgunblaðið - 12.02.2000, Page 36

Morgunblaðið - 12.02.2000, Page 36
36 LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ Toskana matargerð Cappaninis Toskanakokkurinn Mario Cappanini hefur glatt gesti Perlunnar síðustu daga. Steingrímur Sigurgeirsson ræddi við hann og fékk nokkrar uppskriftir ITALINN Mario Cappanini hefur undanfarin kvöld boðið gestum Periunnar upp á sýn- ishom af matargerð Toskana- héraðs. Upphaflega áttu Toskana- dagar Perlunnar að standa fram yfir þessa helgi en vegna mikillar eftir- spurnar hefur verið ákveðið að gefa gestum kost á að gæða sér á Tosk- anaseðlinum, sem Cappanini hefur sett saman, fram að mánaðarmót- um. Cappanini er frá Siena og hefur komið víða við á ferli sínum. Að loknu námi fór hann til starfa í Sviss árið 1962 þar sem hann dvaldi í fjög- ur ár. Þaðan hélt hann til Bretlands, þá tii Bandaríkjanna og loks aftur til Englands þar sem hann gifti sig. 1976 opnar hann eigið veitingahús í Siena, sem hann rekur enn, en frá árinu 1995 hefur hann einnig ferð- ast um heiminn til að kynna matar- gerð Toskana og vín í samvinnu við vínframleiðandann Banfi, sem er stærsti framleiðandinn á Montalc- ino-svæðinu. Cappanini segist yfir- leitt ferðast á veturna, þegar rólegt er í Siena, og mun hann til að mynda halda í sína þriðju Japansför innan skamms. Cappanini segist mjög ánægður með að fá tækifæri til að koma til ís- lands. Hann hafi fengið frábærar móttökur og það hafi verið gott tækifæri að fá að vinna með frábær- um fagmönnum á borð við Sturlu Birgisson, yfirmatreiðslumeistara Perlunnar. Með hráefnin var hann ánægður, ekki síst lambið sem hann segir stórkostlegt. „Áður en ég kom hingað og sá lambið velti ég þeirri spurningu upp við Perlumenn hvort að hugsanlega væri best að nota nýsjálenskt lamb. Þeir töldu svo ekki vera og ég skil hvers vegna.“ Þá hafi verið tilvalið að nýta saltfiskinn, enda rík saltfísksneysluhefð á Ítalíu og marga klassíska rétti að finna á borð við Bacalá alla Livornese, sem er steiktur saltfiskur í sósu er bygg- ir (aldrei þessu vant) á tómötum, hvítlauk og papriku. Cappanini segist hafa sett saman klassískan seðil í stað þess að fara út í einhvers konar nouvelle cuisine, líkt og nú væri vinsælt. Hann vildi sýna hina hefðbundnu matargerð héraðsins. „Að mörgu leyti er mat- argerð Toskana matargerð fátæka mannsins. Mat- argerð sem bygg- ir á því sem er til. Konurnar fóru á markaðinn og elduðu síðan úr því sem þær fengu þar. Dæmi um sígild- an en einstaklega einfaldan rétt er Pancanella. Brauði, sem farið var að verða hart, var stungið ofan í vatnsbrunn heimilisins og vætt í gegn. Það var síðan pressað og bætt saman við það tómötum, basil, fersk- um lauk, sellerí, góðri ólívuolíu og örlitlu ediki. Líklega er Pancanella besta dæmið um matargerð fátæka mannsins og er þessi réttur enn not- aður sem forsmakk á mörgum veit- ingahúsum.“ Þá segir hann að í Toskana sé mikið af villibráð, hérum og villi- svínum, sem setji svip sinn á matar- gerðina. Sælkerinn Vísindavefur Háskóla f slands Hver fann upp peningana? www.opinnhaskoli2000.hi.is Nú hafa borist vel á fjórða hundrað spurningar til Vísindavefsins og birtu svörin eru komin á fjórða tug. Ekki er hlaupið að því að svara öll- um spurningunum og eru gestir því beðnir að hafa biðlund. Umferð um vefsetrið er afar mikil. Vegan þessa mikla fjölda spurninga eru gestir beðnir að hafa spurningar sínar stuttar og hnitmiðaðar og hugleiða ef til vill hvort viðfangsefni þeirra snúist í raun og veru um vísindi. Einnig viljum við benda gestum á að Vísindavefurinn fjaliar meðal annars um tæknina kringum okkur. Spurningar um hugvisindi hafa ekki heldur verið ýkja margar. Hvernig vinnur ísskápurinn? A síðu Vísindavefjarins í Morg- unblaðinu 29. janúar var fjallað um þá spumingu hvort unnt væri að hita eldhúsið upp með ísskápnum. Svar við þessu hefur síðan verið birt á Vísindavefnum. En í svarinu í blaðinu skolaðist til lýsingin á því hvernig ísskápurinn vinnur. Villan skiptir að vísu ekki máli gagnvart meginatriðum svarsins en er engu síður hvimleið. Við ætlum að hafa það sem sannara reynist gagnvart lesendum blaðsins með þessu svari. í ísskápum, frystikistum og öðr- um kælivélum er yfirleitt vökvi sem hefur lægra suðumark en hitastigið (kuldinn) sem við viljum ná. Ef við viljum til dæmis ná kælingu niður í -18 Celsíusstig, þurfum við að nota vökva sem sýður við lægri hita en það. Slíkt efni er þá gas við venju- legar aðstæður og þéttist ekki fyrr en hitinn er kominn niður fyrir þetta mark. Þegar efnið kemur í snertingu við hólfið sem kæla skal er það í vökvaformi. Það kemur í meira rými með minni þrýstingi en það var áður og gufar því upp. Við það dregur það til sín varma úr matnum í kælihólfinu. Dælan þrýstir gasinu inn í hlykkjóttu leiðslurnar sem eru venjulega aftan á ísskápnum. Þar er meiri þrýstingur, gasið þéttist og Mario Cappanini glaðbeittur í eldhúsi Perlunnar. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Pastaréttir frá Toskana Mario Cappanini veitti góðfús- lega uppskriftir af nokkrum þeim réttum sem eru á Toskana- seðlinum. Ekki fyigja með ná- kvæmar mælieiningar en góðir heimiliskokkar ættu ekki að vera í vandræðum með að áætla það magn sem þarf. Penne með Mascarpone og valhnetum Þetta er mjög góður pasta- réttur er byggir á Penne-rörum. Þau eru soðin samkvæmt leið- beiningum og varist að ofsjóða. Sneiðið niður nokkrar sneiðar af soðinni skinku, mjög fínt, og hitið á pönnu við fremur vægan hita í góðri ólífuoiíu ásamt fínt niðurskornum lauk, hvftlauk og rauðri papriku. Þegar búið er að mýkja þetta er ítölskum tóm- ötum úr dós bætt við og saltað. Sjóðið niður í smástund og bæt- ið við vænni skeið af Mascarp- oneosti. Bætið pastanu á pönn- una og sáldrið ferskum, muldum valhnetukjörnum yfir. Sjávarréttapasta í eldföstum járnpotti (cass- erole) er oha hituð. Bætið við kræklingum í skel, öriitiu smjöri og niðursneiddum lauk, hvítlauk og steinselju. Þegar þetta er orðið heitt er lokið sett á. Þegar skeljarnar byrja að opnast er tveimur vænum skvettum af hvítvíni bætt við. Eftir 5-10 mínútur ætti krækl- ingurinn að vera orðinn mjúkur og er hann þá tekinn úr skeljun- um. Sósan er gerð þannig að smálaukur og steinselja eru hit- uð á pönnu í óh'fuolfu. Þegar laukurinn er orðinn gylltur er smokkfiskhausum, skomum í bita, bætt út á pönnuna. Þegar þeir eru að verða tilbúnir er hluti úr dós af niðurskomum tómötum bætt saman við og nokkmm rækjum. Bætið saman við ai dente soðið spagettí. gefur frá sér varma sem loftið í eld- húsinu flytur burt með varmaburði (streymi), sbr. spurningu á vefnum um gljáandi hluti í eldhúsinu. í rannsóknastofum nútímans kæla menn efni miklu meira en í venjulegri frystikistu, eða allt niður undir alkul sem kallað er, en það er 273 stiga frost. Við slíkan hita, eða kannski öllu heldur kulda, hafa nær allar hreyfingar stöðvast í atómum og sameindum efnisins og lægri hiti er ekki til. Til að flytja tiltekið magn af varma frá kaldari stað á heitari stað þarf ákveðna lágmarksvinnu sem ræðst af hitamun hlutanna og hita- stiginu miðað við alkul, sem er mælt í einingunni kelvín. Það er þessi vinna sem bætist við varmann sem við drögum úr matnum í ís- skápnum og summan breytist síðan í varma utan ísskápsins. Þetta er meginástæða þess að ísskápurinn hitar eldhúsið óhjákvæmilega. I bók Guðmundar Arnlaugssonar, Hvers vegna? - Vegna þess! frá 1956-1957, má sjá allnákvæma mynd af því hvernig ísskápurinn vinnur. Þorsteinn Vilhjálmsson Hver fann upp peningana? Peningar gegna mikilvægu hlut- verki í nútímahagkerfum. Þessu hefur þó ekki alltaf verið svo farið. I einföldum þjóðfélögum fyrr á tím- um tíðkuðust vöruskipti, þ.e. skipt var á einni vöru fyrir aðra, eða jafn- vel sjálfsþurftarbúskapur, þ.e. hvert heimili var að mestu sjálfu sér nægt og þurfti því lítt eða ekki á viðskiptum við aðila utan heimilis- ins að halda. Bætt verktækni varð þess smám saman valdandi að verkaskipting varð algengari. Verkaskipting kall- ar á viðskipti. Þannig getur maður, sem sérhæfir sig í skógerð, svo að dæmi sé tekið, ekki lifað af skónum einum saman. Hann stundar því viðskipti, lætur eitt par af skóm af hendi til bakara og fær í staðinn brauð, annað afhendir hann svína- bónda og fær kjöt, það þriðja trésmið, sem lætur honum húsgögn í té og svo framvegis. Þetta er mun hentugra fyrir- komulag en að hver maður um sig sníði sína eigin skó, baki brauð, smíði húsgögn og stundi svínarækt. Þó eru nokkur vandamál óhjá- kvæmileg, til dæmis getur vel stað- ið þannig á að bakarann vanti ekki skó þegar skósmiðinn langar í brauð. Ein lausn á því vandamáli væri að skósmiðurinn leitaði uppi annan bakara, sem væri ekki jafn- vel skóaður. Önnur lausn væri að bakarinn tæki við skónum sem borgun fyrir brauð og léti berfætt- an þriðja aðila fá þá í skiptum fyrir einhver gæði, sem bakarinn girnist sjálfur. Vöruskiptum getur fylgt talsvert umstang og kostnaður við viðskipt- in orðið mikill. Með því að koma sér saman um ákveðna staðla var þó hægt að liðka fyrir viðskiptum. Þannig fékk orðið fé núverandi merkingu vegna þess að búfé var

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.