Morgunblaðið - 12.02.2000, Side 37

Morgunblaðið - 12.02.2000, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ VIKII LM LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2000 37 Draumur í tveimur krukkum Draumstafir Kristjáns Frímanns Þú sem læðist framogaftur um drauma mína og skýst inní þá og útúr þeim að vild einsog þú eigir þá, hlustaðu á mig, Magga. Mig dreymdi í nótt: ég var á leið til þín en ég komst hvorki áfram né afturábak þvíaðjörðin hafði íyllst og uppfyllst í Mósebókar- merkíngu af gráum köttum: sama hvert maður leit, sama hvert maður steig: það var ekki þverfótað. (DagurSigurðarson.) Draumarnir fara, koma og fara líkt og annað í hiingrás tímans og við losnum ekki við þá, þótt við bælum veru þeirra í vökunni. Sum- ir birtast eins og norðanvindurinn, óvænt og með kraftmikinn boð- skap. Aðrir eru mýkri líkt og sunn- anþýðan með þægilegri viðkomu í húsi svefnsins, svo vakna ég með bros á vör, endurnærð/ur og hlað- in/n krafti. Orkan sem við söfnum upp yfír nóttina þegar við „hvflum“ okkur og „sofum“ er frumorkan, sköpunarkrafturinn sem í upphafi fyllti geiminn og allt efni krafti sín- um. Hjá Fom-Egyptum, faraóun- um, var þessi orka skilgreind og tákngerð í guði er Kapi var nefnd- ur og kallaður guð straumanna. Hann birtist í lfld karls en með konubijóst til áréttingar þeim eig- inleikum sínum að vera bæði frjósamur skapari og guð endur- nýjunar; sá sem elur af sér. Kapi er því líkur hugmynd kristinna manna um Guð, skapara alls sem lifir. í stjömuspeki birtist þessi guð svo aftur í lfld manns sem Vatnsberi er nefndur, vegna vatns- kerja sem hann heldur á herðum sér og hellir táknrænu vatni (krafti og visku) úr yfir mennina. Þessi andlegi kraftur færist nú yfir með Öld Vatnsberans þegar Kapi mæt- ir á svæðið og eys visku og krafti í drauma næturinnar og styrkir okkur og eflir fyrir komandi tíma, daglegs lífs sköpunar og framfara. Frá „Draumkonu“ Ég var á gangi úti, þar sé ég svartklædda konu. Hún snýr sér að mér, réttir mér bók og segir, „lestu þessa bók“. Ég tók við bók- inni og systir mín (heitir Hulda) spyr hvort hún megi skoða hana. Ég segi já og rétti henni bókina. Mér fannst ég þurfa að leita að konunni sem lánaði mér bókina. Ég geng stíg fram hjá röð af svart- klæddum konum sem sátu í tröpp- um, með handrið allt í kring. í hominu á tröppunum var stytta af gráum engli (eins og jólaskraut). Ég finn ekki konuna sem lánaði mér bókina en ég sé konu (sem er látin og hét Valgerður) sem var að eiga bam með manni sem ég kann- ast við og er á M. Við það vakna ég. Ráðning Flest trúarbrögð ganga út frá því sem vísu að hlutverk okkar hér á jörð sé til að þroska andlega hæfileika að því marki að jarðvist verði óþörf, en þar til fæðumst við aftur og aftur uns íyrmefndum hæfileika er náð. Túlkun trúar- bragða er mismunandi á þessum sannleika en kjaminn sá sami að líkjast kraftbirtingu Guðs, því hann skóp okkur jú, í sinni mynd. Draumar byggjast mikið á þessum óljósu sannindum og því rúmast innan draumsins hlutir sem vöku- Mð greinir ekki. Eitt þeirra er veran sem birtist í flestum draum- um okkar og er ávallt til hlés, óljós, ógreinileg, eins og skuggi eða dökkklædd vera. Þessi vera er oft kona en einnig karl og hún færir okkur boð um vera okkar og til- gang eða hún leiðir okkur veginn fram á leið. Þessi vera gæti verið það sem sumir kalla verndarengill en hún gæti líka verið sálin holdi klædd, en sálin er jú, andi Guðs. Þessi draumur þinn sýnist mér snúast um fyrrnefndan Skugga (svartklædda konan) og líf þitt sem er/var og sem verður, samt er allt óyóst/hulið (Hulda), líkt og ekki megi opinbera of mikið. Konan leiðir þig fyrst í sannleika um að þú hafir ekki enn viðað að þér nægri reynslu (bókin sem þú átt að lesa) á lífsleiðinni og þú hafir löngum stundum setið á sama reit við lítil tilþrif (svartklæddu konurnar í svörtu tröppunum, með handrið allt um kring og engillinn sem tákn árstíða). Þessa heimssýn virðist þú hafa valið sjálf að hafa á kyrrlátum nótum (Valgerður) en hugur þinn nú stendur til nýrra tímamóta og mjög svo breytt lífernis (bamið). En spumig er hvar? Hvenær og hvemig? Ef Hulda svipti leynd sinni af nafni mannsins sem bamið getur, kæmi svarið í ljós. 0Þeir lesendur sem viljafá drauma sína birta ográðna sendi þá með fullu nafni, fæðingardegi og ári ásamt heimilisfangi og dul- nefni til birtingará póstfangið: Draumstaíir Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík, eða á heimasíðu Drauma- landsins: www.dreamland.is notað sem gjaldmiðill. Kúgildi og ærgildi, þ.e. verðgildi kvikfénaðar, voru notuð sem mælieining á verð- mæti. Vaðmál var einnig notað sem gjaldmiðill á miðöldum hér á landi, og alin vaðmáls sem mælieining. Erlendis tóku menn eftir því, að viðskipti með sumar vörur hafa í för með sér minna umstang en við- skipti með aðrar vörur. Þannig er mun einfaldara að flytja, geyma og meta gull en til dæmis kvikfé. Því þróuðust viðskipti smám saman þannig að í stað einfaldra vöru- skipta var tekið að selja vörur fyrir gull eða aðra góðmálma, svo sem silfur, kopar eða brons, sem síðan var hægt að nota aftur í viðskiptum. Talið er að þekkst hafi að nota málma sem gjaldmiðil síðan a.m.k. árið 2000 fyrir Krist. í dæminu að ofan um svanga skósmiðinn hefði lausnin því verið sú að skósmiður- inn seldi einhverjum þriðja aðila skó og fengi gull í staðinn, í stað þess að leita að bakara sem var illa búinn til fótanna. Skósmiðurinn gæti síðan keypt brauð fyrir gullið og bakarinn keypt af enn öðrum að- ila það sem hann vanhagar um, fyr- ir andvirði brauðsins í gulli. Enn eitt skref til framfara var tekið þegar yfirvöld tóku að gefa út mynt úr góðmálmi. Yfirvaldið ábyrgðist að í hverri mynt væri ákveðið magn af góðmálmum. Þá þurfti ekki lengur að vega málm- stykki og meta hreinleika þeirra í hvert sinn sem þau skiptu um eig- endur. Vitað er að slík myntslátta þekktist í Grikklandi snemma á sjöundu öld fyrir Krist og einstaka myntir eru jafnvel taldar enn eldri. Seðlar komu mun síðar til sög- unnar. Notkun þeirra breiddist fyrst út á 17. og 18. öld í Evrópu. Er oft miðað við það sem upphaf notk- unar seðla þótt Kínverjar virðist hafa verið nokkrum öldum á undan Evrópumönnum að gera tilraunir með þá. Frakkar voru fyrstir Evrópubúa til að prenta seðla í stórum stíl, snemma á átjándu öld. Skýringin á tilkomu seðla var að menn áttuðu sig á að óþarfi var að flytja góðmálmana fram og til baka við hver viðskipti, því fylgdi bæði umstang og hætta á þjófnaði (það vildi til dæmis kvarnast utan úr gullpeningunum í meðföram). Næsta skref var því að aðilar, sem áttu talsvert magn af góðmálmum, svo sem kaupmenn og gullsmiðir, létu ekki málmana sjálfa af hendi þegar þeir keyptu vörar. í staðinn létu þeir seljandanum í té bréf upp á það að hann gæti hvenær sem er náð í svo og svo mikið af gulli eða silfri til sín. Handhafa bréfsins var svo í sjálfsvald sett hvort hann náði í málmana. Einnig gat handhafi bréfsins afhent það þriðja aðila sem greiðslu í stað gulls ef sá hafði trú á því að útgefandi bréfsins myndi standa við það, sem í því stóð. Þetta fyrirkomulag gerði það kleift að stunda umfangsmikil viðskipti án þess að þurfa að standa í sífelldum flutningum á dýrmætum málmum. Útgáfa á bréfum sem þessum varð upphafið að skipulagðri útgáfu á peningaseðlum eins og þeim, sem við þekkjum í dag. Jafnframt fór starfsemi sumra þessara kaup- manna og gullsmiða að líkjast æ meir starfsemi banka og lagði grunninn að nútíma bankakerfi. Gylfi Magnússon Öll helstu vítamín og steinefni í einni töflu eilsuhúsið Skólavöröusttg, Kringlunni, Smáratorgi Aðsendar greinar á Netinu ||mbUs -ALLTAf= e/TTH\SA£> A/ÝTT llPPLÝSINBRJÍMI 5 B B 77B8 SKRIFSTOFUSÍMI 5GB 9 2 0 0

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.