Morgunblaðið - 12.02.2000, Síða 38

Morgunblaðið - 12.02.2000, Síða 38
 38 LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ Líffæraígræðslur Sagt frá mjög óvenjulegri lifrarígræðslu Lyf Sagt frá Aspirin og verkun þess Sálfræði Sálin og mannslíkaminn mynda eina heild II Lifrarígræðsla án blöðgjafar Lífshætta þó talin tvöföld sé blóð ekki haft til reiðu Reuters Líffæraígræðslur gerast sífellt algengari enda hafa miklar framfarir átt sér stað á þessu sviði læknisfræðinnar á síðustu árum. The Daily Telegraph. VOTTÚR Jehóva, sem neitaði að þiggja blóð, gekkst fyrir skömmu undir lifrar- ígræðslu án blóðgjafar og telja sumir lækn- ar ástæðu til að vona að mikill fjöldi fólks geti notið góðs af aðferðinni sem beitt var við aðgerðina. Lifrarþeginn, Ewan Opperman, er 19 ára Suður-Afríkumaður, en aðgerðin fór fram á St. James sjúkrahúsinu í Leeds í Bretlandi, eftir að læknar í Höfðaborg höfðu neitað að framkvæma svipaða aðgerð. ígræðslan fór fram án þess að blóð væri til reiðu. Mánuði seinna var Opperman ferðafær og hélt heimleiðis. Segja foreldrar hans að hann hafi nú náð fyrra líkamsfjöri og þess sjáist engin merki að hann hafi gengist undir svo viðamikla aðgerð. Hann hafnaði blóðgjöf á trúarlegum for- sendum, en sumir skurðlæknar telja að skuðaðgerðir án blóðgjafar eigi eftir að hafa mikla þýðingu fyrir sjúklinga almennt. Þær kunni að vera hættuminni, ódýrari og svo kunni jafnvel að fara að engin þörf verði fyrir blóðgjafir. Um fimm af hundraði skurðaðgerða eru framkvæmdar án þess að sjúklingi sé gefið blóð, en sjaldgæft er að ekkert blóð sé til reiðu á skurðstofunni þeg- ar þörf verður á. Aukin hætta Skurðlæknar nota nú „nýjasta tækjabún- að“ og komast með því í mörgum tilfellum hjá því að skera sundur æðar, og ef þeir skera á þær geta þeir bundið fyrir þær það fljótt að blóðtap er með minnsta móti. Hægt er að hreinsa blóð sem fer til spillis og gefa sjúklingnum það aftur. Læknirinn sem framkvæmdi aðgerðina, Stephen Pollard, viðurkenndi að hættan á að Opperman lifði ekki af aðgerðina hefði tvöfaldast við að að hafa ekkert blóð til reiðu á meðan aðgerðin stóð yfir. Líkurnar á að lifa af lifrarígræðslu eru um 94%, en áhætta Oppermanns var talin um 12%. Poll- ard sagði að sjúklingar sem vildu síður að þeim væri gefið blóð, en myndu ekki hafna því ef í nauðirnar ræki, væru ekki í aukinni hættu. Minni hætta á sýkingu Kostirnir við að þiggja ekki blóð, sem aðr- ir hafa gefið, eru meðal annars minni hætta á rangri blóðflokkagjöf og minni hætta á sýkingu á borð við lifrarbólgu eða ofnæmis- viðbrögðum. Þá er aðgerð án blóðgjafar ódýrari, þar sem hver lítri blóðs kostar um 200 evrur (rúmar 14.000 kr.) og yfirleitt þarf tvo og hálfan til þrjá lítra. Opperman kvaðst aldrei hafa efast um að hafna blóðgjöf. „Ég var alveg viss um að einhver gæti framkvæmt aðgerðina án blóð- gjafar.“ Hann kveðst hafa verið fullkomlega óhræddur þegar að aðgerðinni kom. „Ég vissi að þeir gætu gert þetta án nútíma- tækni.“ Við upphaf aðgerðarinnar var saltlausn bætt í blóð Oppenmans svo að missti hann blóð myndi hann tapa hlufallslega færri blóðkornum. Undir lok aðgerðarinnar, sem tók um fjórar og hálfa klukkustund, var honum gefið lyf til þess að hreinsa út auka- vökvann. Pollard sagði að aðgerðin væri mikilvæg vegna þess að sjúklingurinn hefði átt kosta völ. „Við töldum að vildi Ewan taka áhætt- una þá væri valið hans. Þetta er ekki trúar- legt atriði. Ef einhver, sem ekki væri vottur Jehóva, kæmi til mín og vildi að ég gerði á honum aðgerð án blóðgjafar þá myndi ég virða það.“ Vottar Jehóva hafna blóðgjöf á þeim for- sendum að í Biblíunni segi að maður skuli „neita sér um blóð“. Aftur á móti þiggja þeir vefja- og líffæraígræðslu. Getur sálræn líðan valdið líkamlegum sjúkdómum? GYLFIÁSMUNDSSON SÁLFRÆÐINGUR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Spuming: Getur sálræn líðan eða geðsjúkdómur haft áhrif á líkam- legt ástand eða jafnvel valdið líkamlegum sjúkdómum? Svar: Líkami og sál eru hvor sín hliðin á sama fyrirbærinu, mann- eskjunni. Maðurinn er ein heild og einstakir þættir starfsemi hans verða ekki aðskildir nema að glata heildarmyndinni. Þannig hefur líkaminn áhrif á sálarlífið; líkamleg veikindi eða vanlíðan valda oft and- legri vanlíðan. Á sama hátt getur andlegt ástand okkar haft áhrif á líkamann, komið fram í líkamleg- um einkennum eða jafnvel valdið alvarlegum sjúkdómum. Flestir þekkja það að „fá í magann“, ef við erum kvíðin eða hrædd. Við and- legt álag spennumst við upp, hjartsláttur verður örari og öndun hraðari, blóðþrýstingur hækkar. Snögg áföll eins og stórslys eða skyndilegur ástvinamissir getur valdið því sem nefnt er áfallarösk- un og kemur m.a. fram í líkamleg- um einkennum. í rannsókn sem gerð var á íbúum Flateyrar og Súðavíkur eftir snjóflóðin miklu árið 1995 kom í ljós að 64% Flat- eyringa þjáðust af líkamsspennu 3-4 mánuðum eftir slysið þar, og 44% Súðvíkinga voru enn haldnir þessum einkennum 12-14 mánuð- um eftir Súðavíkurflóðið. Þá voru 61% Flateyringa og 39% Súðvík- inga með svefntruflanir, sem tengja má spennunni og áfallastreitunni almennt. Eins og sjá má geta þessi einkenni varað um lengri tíma og líklegt er að hjá einhveijum hluta hópsins verði þessi streitueinkenni viðvarandi í áraraðir. Þá er hætta á að líkamleg sjúkdómseinkenni sigli í kjölfarið. En það þurfa ekki að koma til stóráföll til þess að fólk fái viðvar- andi streitueinkenni. Hversdags- legt álag og gremjuefni geta stundum leitt til engu minni streitu en meiri háttar áföll. Rannsókn, sem gerð var á íbúum í nágrenni alþjóðlegs flugvallar með mikla flugumferð, sýndi t.d. hærri tíðni á háþrýstingi, hjartasjúkdómum og sjálfsvígum en á sambærilegum stöðum án flugumferðar. Fólk er einnig mismunandi út- sett fyrir streitu eftir skapferli. Fólki hefur verið skipt í tvo megin- flokka hvað þetta snertir. Annars vegar er fólk með lífsmáta sem ein- kennist af óþolinmæði, hraða, kappsemi og metnaði. Það virðist stöðugt vera uppspennt og undir tímapressu. Þetta hefur verið nefnt A-persónuleiki. Hins vegar er B-fólk, sem er rólegra og lifir ekki eins hratt. Rannsóknir hafa sýnt að A-fólk er í mun meiri hættu að fá hjartasjúkdóma en B- fólk og að viðbragðamynstur þess stuðlar meira að þjartasjúkdómum en lífeðlisfræðilegir áhættuþættir. Gerð var athugun á 3.000 körlum á aldrinum 39-59 ára sem allir voru með heilbrigt hjarta. Eftir 8 ár var þessi hópur athugaður á ný og kom þá í Ijós að tiðni kransæðasjúk- dóma var tvisvar sinnum meiri hjá A-mönnum í þessum hópi en B- mönnum. Eins og fram hefur komið er við- varandi streita áhættuþáttur fyrir þjartasjúkdóma. En hún getur einnig haft áhrif á aðra líkamlega sjúkdóma. Vísindamenn hafa fund- ið að streita veldur ýmsum efna- breytingum í líkamanum, sem get- ur haft mikil áhrif á heilsu manna. Þannig hefur streita niðurbrjót- andi áhrif á ónæmiskerfið og t.d. framleiðsla á frumum sem veija líkamann gegn krabbameini skerð- ist við langvarandi streitu. Annars eru þekktustu afleiðingar streitu á líkamann vöðvaspenna, sem getur komið fram sem höfuðverkur eða vöðvabólgur, en einnig eru maga- bólgur og magasár algeng afleið- ing af streitu. Líkamleg áhrif streitunnar eru gagnverkandi, þannig að líkamlegu einkennin geta valdið aukinni vanlíðan og spennu, þannig að um vítahring verður að ræða. Hér hefur einkum verið bent á hvemig líkamleg spenna og lang- varandi streita getur haft áhrif á líkamann. I Bandaríkjunum er streita talin ein algangasta orsök þess að fólk leitar til heimilislækna og áætlað er að um 2/3 hlutar þeirra sem þangað leita hafiein- kenni sem tengjast streitu. Önnur geðræn einkenni og sjúkdómar geta þó einnig haft sín áhrif. Þung- lyndi og mikill kvíði dregur úr lífs- þrótti, og ýmsir aðrir geðsjúkdóm- ar hafa sína líkamlegu fylgifiska þótt ekki verði nánar fjallað um það hér. • Lesendur Morgunblaðsins geta spurt sálfræðinginn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið er móti spumingum á virk- um dögum milli klukkan 10 og 17 (síma 569110 og bréfum eða sfmbréfum mcrkt: Vikulok, Fax: 5691222. V
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.