Morgunblaðið - 12.02.2000, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ /IKl m 1 LAUGARDAGUR 12. FEBRUAR 2000 39
J
|
Þekkirðu emkenni
hjartaáfalls?
Rétt viðbrögð geta skipt sköpum þegar hjartaáfall ríður yfir. Þessir
bandarísku feðgar urðu fyrir sérkennilegri lífsreynslu í liðnum mánuði.
Sonurinn Jerry Miller ók föður sfnum, Jim, á sjúkrahús vegna hjart-
veiki. Þegar þangað var komið fékk sonurinn hins vegar hjartaáfall.
Báðir þurftu á skurðarborðið og liðu aðeins nokkrar klukkustundir á
milli aðgerðanna. Feðgarnir voru fljótir að ná sér líkt og myndin sýnir
og tiltók faðirinn að þeir hefðu ávallt verið „samhentir".
Medical PressCorps News Service.
MYNDIRÐU þekkja einkenni
hjartaáfalls umsvifalaust? Ein-
kennin geta verið fleiri en þú held-
ur. „Hjartaáföllum svipar stundum
svo til sakleysislegra kvilla, svo sem
meltingartruflana, að gott er að
fylgja nokkrum einföldum reglum,“
segir dr. Mark G. Perlroth, lækna-
prófessor við Stanford-háskóla í
Bandaríkjunum.
Viðbúnaður áhættuhópa
Hann segir að betra sé að hafa
allan vara á. Fólk, og þá sérstaklega
karlmenn, sem hefur áður fengið
hjartaáfall eða er í áhættuhópi
(þ.ám. eldra fólk, fólk með háan
blóðþrýsting, sykursýki eða áber-
andi ættgengi hjartaáfalla) ætti að
telja að um hjartaáfall sé að ræða ef
einkenni óvenju mikilla meltingar-
truflana standa í meira en 20-30
mínútur.
Það eykur enn líkurnar á að um
hjartaáfall sé að ræða ef einhver
eftirtalinna einkenna finnast: Verk-
ur sem berst út í háls, kjálka, öxl
(yflrleitt þá vinstri) eða handleggi,
svimi, öndunarerfiðleikar, ógleði
eða sviti.
Ef taldar eru líkur á að um
hjartaáfall sé að ræða á sjúklingur-
inn að tyggja strax tvær aspiríntöfl-
ur, segir dr. Perlroth, en rannsóknir
hafa sýnt fram á, að þetta einfalda
atriði eykur blóðfiæði og dregur úr
hættu á dauða um fimmtíu prósent.
Ennfremur dregur aspirín úr
hættu á varanlegum skemmdum. Ef
nítróglyserín er við höndina ætti
sjúklingurinn líka að taka það til að
draga enn frekar úr hættu á hjarta-
skemmdum og/eða dauða, auk þess
sem það dregur úr verkjum og
óþægindum.
Þá skiptir miklu máli að koma
sjúklingnum undir læknishendur
sem fyrst. „Ef þess er kostur ætti
ferðin á sjúkrahúsið að vera í
sjúkrabíl sem er mannaður hjúkr-
unarfólki og er vel búinn tækjum til
að bregðast við hjartaáföllum. Það
er líka mun öruggara heldur en að
ringlaður vinur eða ættingi sé að
aka á ofsahraða með sjúklinginn á
sjúkrahúsið," segir dr. Perlroth.
Á meðan beðið er eftir sjúkrabíln-
um ætti sjúklingurinn að sitja í stól
með hallandi baki eða í rúmi með
bakstuðningi til þess að draga úr
öndunarerfiðleikum. Þá segir dr.
Perlroth að líklega sé best að vinur
eða ættingi taki ákvörðun um að
leitað skuli læknis. Hann segir að
sjúklingarnir sjálfir - sérstaklega ef
um sé að ræða eldri karlmann sem
hefur aldrei áður átt við hjartakvilla
að etja - kunni að skammast sín fyr-
ir allt umstangið og vilji bara bíða
og vona að verkurinn hverfi.
Úr íslensku lyfjabókinni
Aspirin
LÍKT og fram kemur í greininni
um hjartaáföll hafa rannsóknir
leitt í ljós að inntaka Aspiríns
(Aspirin) getur dregið stórlega úr
hættu á dauða. Lyfið er ekki lyf-
seðilsskylt og inniheldur acetýl-
salicýlsýru, sem er m.a. að finna í
Magnýl og fleiri lyfjum. Eftirfar-
andi upplýsingar eru fengnar úr
Islensku iyfjabókinni en hana má
nálgast á heimasíðu netdoktor.is.
Lyfjaform: Tuggutöflur: Hver
tuggutafla inniheldur 500 mg.
Notkun: Acetýlsalicýlsýra hefur
margbreytilega verkun á ýmis líf-
færakerfi þótt hún sé þekktust
íyrir verkjastillandi eiginleika.
Það hefur einnig áhrif á storknun-
arþætti blóðsins og getur þannig í
vissum tilfellum dregið úr hættu á
blóðtappamyndun. Þessar tuggu-
töflur virka líkt og aðrar acetýlsal-
icýlsýrutöflur, t.d. Magnýl. Þær
eru fljótar að verka og hámarks-
virkni fæst á um klukkustund.
Skammtar: Venjulegur skammtur
við verkjum og bólgu er 1-2 tuggu-
töflur mest 4 sinnum á dag. Töfl-
urnar á að tyggja og kyngja svo.
Lyfið er ekki ætlað börnum yngri
en 12 ára á þessu formi.
Aukaverkanir: Algengar. Ein-
kenni frá meltingarvegi, nábítur,
ógleði og jafnvel sáramyndun og
blæðingar frá slímhúðum maga og
þarma, sérstaklega hjá þeim sem
hætt er við magasári. Sjaldgæfar.
Ofnæmi og astmi. Þegar of stórir
skammtar eru teknir koma fram
eiturverkanir.
Athugið: Ekki er að jafnaði rétt að
nota þetta lyf til að lækka hita í
Aspirin kom á markað 1899.
bömum sem eru með hita vegna
veirusýkinga. Fólk sem er með
sjúkdóma í meltingarvegi, sér-
staklega magasár eða skeifugam-
arsár ætti ekki að nota þetta lyf
nema í samráði við lækni. Sama
gildir um þá sem haldnir era blóð-
sjúkdómum, Lyfið á ekki að gefa
sjúklingum með alvarlega lifrar-
og nýrnaskaða.
Meðganga og brjóstagjöf: Ekki
hefur verið sýnt fram á að lyfið
hafi nein skaðleg áhrif á fóstur. Á
síðasta mánuði meðgöngu getur
þó verið varasamt að nota þetta
lyf í einhverju magni.
Afgreldsla: 10 tuggutöflur í
þynnupakkningu.
• Nánar á Netinu: www.net-
doktor.is
12. FEBRÚAR 1 965 - 1 2.
FEBRÚAR 2000
1 dag höldum við upp á 35 ára farsælt starfsafmæli.
Við höfium ávallt að leiðarljósi að vera í fararbroddi og
þjóna viðskiptavinum okkar sem allra best.
Við óskum öllum viðskiptavinum og velunnurum
til hamingju með daginn, og þökkum fyrir allar góðu
samverustundirnar á liðnum árum.
Hákon Már örvarsson
yfirmatreiðslumaður
Matreiðslumaður ársins 1997
Mouton Cadet
matreiðslumaður ársins 1999
Ragnar Ómarsson matreiðslumaður
Matreiðslumaður ársins 1999
Friðgeir Ingi Eirlksson matreiðslunemi
Hótel- og matvælaskólinn
Matreiðslunemi ársins 1999
Sigmar Örn Ingólfsson yfirþjónn
Vínþjónn ársins 1998
Annað sæti 1999
Eva Þorsteinsdóttir
Hótel- og matvælaskólinn
Framleiðslunemi ársins 1999
Borðapantanir í síma 552 5700