Morgunblaðið - 12.02.2000, Side 42

Morgunblaðið - 12.02.2000, Side 42
42 LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakurhf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. / Könnun Rauða kross Islands á höfflim þeirra sem mii V ítahringnr fátækt- ar o g einsemdar BAKSLAG A NORÐURÍRLANDI EINUNGIS níu vikum eftir að heimastjórn Norður-ír- lands tók formlega til starfa í fyrsta skipti frá árinu 1974 hefur breska ríkisstjórnin ákveðið að víkja henni tíma- bundið frá og stjórna Norður-írlandi með beinum hætti frá London á nýjan leik. Það voru mikilvæg tímamót er heima- stjórnin tók við völdum í Belfast og kostaði langar og strangar samningaviðræður. Þrátt fyrir að íbúar jafnt Norð- ur-írlands sem Irlands hefðu samþykkt nýtt stjórnskipulag í þjóðaratkvæðagreiðslu vorið 1998 var það ekki fyrr en í lok síðasta árs sem loks tókst að setja niður deilur milli sam- bandssinna og lýðveldissinna og skipa heimastjórnina. David Trimble, leiðtogi Sambandsflokks Ulster, lagði í raun pólitískan feril sinn að veði, er hann féllst á að setjast í stjórn með fulltrúum Sinn Fein, án þess að afvopnun Irska lýðveldishersins væri hafin. Hann gaf að lokum eftir en hét því að segja af sér ef í ljós kæmi að IRA hefði engin skref tekið. Eftir að skýrsla kanadíska hershöfðingjans de Chastelain um afvopnun IRA sýndi fram á að engin slík skref höfðu ver- ið tekin var ljóst að grípa varð til róttækra aðgerða. Til að koma í veg fyrir afsögn Trimbles og brotthvarf UUP, stærsta flokks sambandssinna, úr heimastjórninni, gaf breska stjórnin IRA vikufrest til að hefja afvopnun. Sá frestur rann út í gær og virðist, þrátt fyrir stöðugar samningaviðræður og tilraunir Sinn Fein til að miðla málum á síðustu stundu, sem Peter Mandelson, ráð- herra Norður-írlandsmála í bresku stjórninni, hafi ekki tal- ið sig eiga annarra kosta völ. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem alvarlegt bakslag kemur í friðarumleitanir á Norður-írlandi. Einhvern veginn hefur þó ávallt tekist að skera á hnútinn og halda áfram á réttri braut. Vonandi verður sú raunin einnig í þetta skipti. Það er hins vegar erfitt að sjá hvernig það á að geta gerst án þess að IRA byrji að láta vopn sín af hendi. Það er greinilegt að þeir, sem helst hafa verið í eldlínunni, eru orðnir þreyttir og mæddir. Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn George Mitchell hyggst ekki hafa frekari afskipti af deilunni og Gerry Adams, leiðtogi Sinn Fein, gaf í vikunni í skyn, að hann kynni að draga sig í hlé. Eftir því sem lengri tími líður dregur úr líkunum á farsælli lausn. VÍSITALA OG NEYZLU- VERÐSGRUNNUR VÍSITALA neyzluverðs lækkaði um 0,3% nú í febrúar og er það í fyrsta sinn í heilt ár, að vísitalan lækkar að sögn Þórðar Friðjónssonar, forstjóra Þjóðhagsstofnunar. Þessi lækkun eru góð tíðindi, þótt rekja megi lækkunina að nokkru til útsölutímans. Lækkunin nú hefur vafalaust jákvæð áhrif á fjár- málamarkaðinn, því bankar og verðbréfafyrirtæki spáðu hækk- un vísitölunnar í febrúar, nema FBA, sem spáði lítilsháttar lækkun (0,15%). Á móti kemur, að kjarasamningarnir framund- an valda mikilli óvissu um þróunina. Vísitala neyzluverðs undanfarna þrjá mánuði hefur hækkað um 0,8%, sem svarar til 3,4% verðbólgu á ári. Þjóðhagsspá gerir ráð fyrir, að vísitala í ár verði 3,5%—4% og 4-5% á milli ára. For- stjóri Þjóðhagsstofnunar telur ekki ástæðu til að endurmeta verðbólguspána, þótt verðhjöðnun hafí orðið í febrúar. Árin 1999 og 1998 lækkaði vísitalan bæði árin um 0,2% í þeim mán- uði, sem er nokkru minni lækkun en í ár. Þórður Friðjónsson bendir á, að verðbólgan hér á landi er mun meiri en í helztu við- skiptalöndum okkar og segir Þórður, að við eigum ekki að sætta okkur við slíka verðbólgu. Hún megi ekki vera meiri en 3%. Þessi ábending er eðlileg, því fátt kemur heimilunum og at- vinnurekstrinum jafnilla og verðbólga. Af því hafa Islendingar bitra reynslu og óðaverðbólga fyrri ára er flestum enn í fersku minni. Verðbólgutölur á íslandi og nágrannalöndunum eru ekki fyllilega sambærilegar, því neyzluverðsgrunnurinn er ekki sá sami. Á það hefur t.d. verið bent, að í ýmsum löndum er fast- eignaverð á markaði ekki reiknað inn í vísitöluna eins og hér er gert. Spyrja má, hvort það sé eðlilegt, að hækkun fasteigna- verðs í Reykjavík spenni upp neyzluverðsvísitölu, sem gildir um land allt, þar sem fasteignir eru víða verðlitlar og illseljanlegar, og notuð er við verðtryggingu og grunnur til skattheimtu. Hag- stofan vinnur nú að gerð nýs neyzluverðsgrunns. Full ástæða er til þess að nota tækifærið og samræma í leiðinni íslenzku vísitöl- una neyzluverðsvísitölum þeim nágrannalöndum, sem við ber- um okkur saman við í verðbólguþróun. Bilið milli ríkra og fátækra hér á landi er mun sýnilegra nú en það var fyrir sex árum. Þetta er meðal þess sem lesa má út úr nýrri könnun Rauða kross íslands á högum þeirra sem minnst mega sín í íslensku samfélagi. Björn Ingi Hrafnsson segir frá helstu niðurstöðum hennar. Morgunblaðið/Golli Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri RKÍ, og Þórir Guðmundsson, upp- lýsingafulltrúi RKI, kynna niðurstöður könnunarinnar í gær. RAUÐI kross íslands bauð tál blaðamannafundar í gær þar sem könnunin var kynnt og helstu niðurstöður henn- ar raktar. Þórir Guðmundsson, upplýs- ingafulltrúi RKÍ, lagði þar áherslu á að könnunin hefði ekki verið gerð til þess að fá ítarlegar tölfræðiupplýsingar, heldur til að greina þá hópa hér á landi sem búi við þrengstan kost og séu fél- agslega einangraðir. Sigrún Ámadóttir, framkvæmda- stjóri RKÍ, segir könnunina sýna að í miðju góðærinu sé að finna vítahring fátæktar og einsemdar sem verði að bregðast við. Ákveðnir hópar bótaþega og láglaunafólks búi við svo þröngan kost að hægt sé að tala um fátækt. RKÍ hefur áður staðið fyrir könnun sem þessari. Sú fyrri var gerð árið 1994 og voru sömu spumingamar notaðar nú og þremur bætt við. Rætt var við 71 sérfræðing á sviði félagsmála um allt land auk 1500 manna, sem valdir voru með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Viðtöl vora tekin við sérfræðingana í könnun- inni, en í símakönnuninni vora notaðir hefðbundnir spumingalistar. í könnuninni er bent á að samfélagið hér á landi sé neyslusamfélag. Því sé erfiðara að vera á jaðri þess en í ýms- um öðram samfélagsgerðum. Hér vinni fólk mikið og vegna þess verði munurinn á slíku fólki annars vegar og þeim sem ekki geti unnið mikið eða jafnvel ekkert hins vegar sífellt meiri. Þeir sem minnst mega sín hér á landi era lágtekjufólk og styrkþegar, geð- fatlaðir, einstæðingar og ákveðinn hóp- ur bama og unglinga. í fyrstnefnda hópnum eru nokkrir hópar sem almenn samstaða var um að hefðu setið eftir í góðærinu og ættu því erfiðast fjárhags- lega og í flestum tilvikum einnig félags- lega. Félagslegir erfiðleikar era oft fylgifiskar bágrar efnahagsstöðu og þótt flokkamir innan þessa hóps séu ól- íkir eiga þeir þó það sameiginlegt að kjör þeirra era að mestu leyti ákveðin af hinu opinbera. Öryrkjar voru tæplega átta þúsund hér á landi árið 1998. Stór hluti, eða ríf- lega 40%, höfðu óskerta tekjutrygg- ingu og bjuggu því við mjög kröpp kjör. í könnuninni varð mönnum tíðrætt um skerðingu tekjuti’yggingarinnar við það að öryrkjar reyni að bjarga sér og •almennt talið að slíkt drepi niður sjálfsbjargarviðleitni hjá þessum hópi. Var nefnt að minnka mætti eða afnema slíka skerðingu. Það eitt og sér myndi þó ekki leysa allan vandann, því stór hluti öryrkja gæti alls ekki unnið og þyrfti því bætur sem dygðu fyrir fram- færslu. Viðmælendur vora sammála um að úrbóta væri þörf í atvinnumálum ör- yrkja, hvort sem vemduðum vinnu- stöðum yrði fjölgað eða samningar gerðir við einstök fyrirtæki um að ráða öryrkja í vinnu. Kom fram að vinnu- markaðurinn sé orðinn miklu harðari en áður hafi þekkst og arðsemiskröfur svo miklar að ekki virðist hægt að ráða fólk í vinnu nema það geti skilað fullu vinnuframlagi. Stéttaskipting meðal aldraðra Annar hópur sem oft var nefndur í könnuninni vora ellilífeyrisþegar sem hafa lítinn eða engan lífeyri og engar eignir. Almennt hafa flestir í hópi aldraðra viðunandi kjör, en þó sé ljóst að lítill en mjög merkj- anlegur hópur hafi mjög bág kjör, eða um 4% ellilífeyrisþega. Innan þessa hóps séu á annað þúsund lífeyrisþegar og þeir verði alvarlega að velta fyrir sér fjármálunum svo lífeyr- inn dugi fyrir lífsnauðsynjum frá degi til dags. Stéttaskipting meðal aidraðra sé nokkur og svo virðist sem umtals- verður munur sé innan hóps eldri borg- ara hvað efnalega afkomu snertir, einkum milli þeirra eldri og hinna yngri í þessum hópi. í elsta hópnum eiga langflestir eigið húsnæði, en það mun færri hlutfallslega meðal þeirra yngri. í könnuninni kom skýrt fram að ungar, ómenntaðar einstæðar mæður standa höllum fæti hér á landi. 31% þeirra era taldar vera undir fátæktar- mörkum. Fjárhagsstaða fólks í lág- launastörfum sé almennt slæm, hvað þá þegar fyrirvinnan er ein og kven- kyns og geti lítið bætt við sig auka- vinnu vegna barna. Atvinnuleysi er nokkuð algengt innan þessa hóps og konurnar lenda oft í félagslegum og efnahagslegum vítahring. I félagslegu tilliti geti því orðið til lífsmunstur sem erfitt geti reynst að ijúfa. Hvað efna- haginn áhrærir sé ljóst að vítahringur- inn standi ekki hvað síst af því að laun kvenna í þessum hóp geti verið svo lág að sú mótsögn geti komið upp að fram- færsla þeirra lækki til muna séu þær í starfi í stað þess að vera á atvinnuleys- isbótum, einkum þar sem kostnaður við barnagæslu sé oft stór hluti út- gjalda. Menntunarleysi hamli því að þessar konur fái betur launuð störf, en menntun kosti fé og skapi þörf fyrir barnagæslu. í niðurstöðum könnunarinnar er vís- að til þess að á íslandi sé mun algeng- ara en í nágrannalöndunum að konur eignist börn mjög ungar. Á íslandi sé tvisvar til þrisvar sinnum algengara að ungar stúlkur eignist böm en annars staðar á Norðurlöndunum. Áleitin spuming sé hvort ekki sé nauðsynlegt að auka fræðslu fyrir ungar stúlkur um getnaðarvarnir. Verri staða á landsbyggðinni Barnafjölskyldur í láglaunastörfum vora nefndar af stóram hópi sérfræð- inga, einkum þó af þeim sem starfa á landsbyggðinni. Þar kemur í Ijós að fólk í láglaunastörf- um á höfuðborgarsvæðinu hefur fleiri tækifæri til að drýgja tekjurnar með yfir- vinnu eða aukavinnu á kvöldin og um helgar. Mun minni tæki- færi séu til þess á landsbyggðinni, þar telji fólk sig oft heppið að hafa vinnu. Erfitt getur reynst fyrir barnmarg- ar fjölskyldur að kosta börn í nám, einkum þó framhaldsnám. Var nokkr- um sinnum nefnt í könnuninni að þar sem tvö börn á framhaldsskólaaldri væra á efnaminni heimilum, þyrfti oft annað að víkja en hitt fengi að ganga menntaveginn. Láglaunaðir og atvinnulausir frá- skildir feður vora einnig nefndir til sög- unnar ásamt fólki á atvinnuleysisskrá á suðvesturhorni landsins. Við skilnað missa karlmenn stundum allt. Móður- inni er falin umsjá bamanna og því oft talið eðlilegt að hún búi áfram í hús- næði fjölskyldunnar, hafi bílinn o.s.frv. Karlmaðurinn flytji á hinn bóginn oft í verra húsnæði, jafnvel herbergiskytra. Tekjulágir eigi oft í erfiðleikum með meðlagið, safni því skuldum og svo komi að nánast ómögulegt sé fyrir þá að greiða þær niður. Talið er Ijóst að eitthvað þurfi að gera fyrir þennan hóp, svo þessir feður verði ekki annars flokks og missi tengslin við böm sín. Hvað atvinnulausa varðar er því haldið fram í umfjöllun um niðurstöður könn- unarinriar að atvinnulaust fólk á höfuð- borgarsvæðinu eigi sér varla tilvera- rétt, eins og sakir standi nú. Þegar atvinnuleysið var mikið hafi verið hægt að fela sig í fjöldanum, en nú sé staðan önnur. Sumir í þessum hópi hafi kulnað á einhvem máta fyrir utan vinnumark- aðinn og treysti sér ekki út á hann aft- ur. Einnig sé þekkt að atvinnurekend- ur hiki við að ráða þá sem lengi hafi verið utan vinnumarkaðarins. Fordómar í garð geðfatlaðra Sá hópur, ásamt öryrlgum, sem langverst er talinn hafa það félagslega era geðfatlaðir. Geðfatlaðir brenna oft allar brýr að bald sér, eigi oft fáa að og glími við mikla fordóma. í könnuninni kom fram að svo virðist sem margir telji stöðu karla í þessum hópi verri en kvenna; konur haldi betri tengslum við fjölskyldur sínar, séu enda oft mæður og nái að halda tengslum við bömin sín. Annar hópur sem stendur illa og tal- inn er fara stækkandi eru ----------- einstæðingar. Ein ástæða Skólabí þess er nefnd sú að hraðinn (j| a5 , í samfélaginu sé mikill, allir jöf nu séu að flýta sér og gefi sér lítinn tíma til að staldra við. Einstæðingar séu dreifður hópur, en af hringingum í Vinalínuna að dæma virð- ist karlar vera oftar einmana en konur. Einnig virðast böm og unglingar oft einmana, enda vinni foreldrarnir mikið og börnin era fyrir vikið tímunum sam- an ein heima. Minna umburðarlyndi í niðurstöðum könnunar Rauða krossins kemur fram að almennt sé tal- ið að staða bama sem búa við erfiðar félagslegar aðstæður hér á landi hafi versnað á síðustu árum. Kröfur þjóð- Minni yfir- vinna á lands- byggðinni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.