Morgunblaðið - 12.02.2000, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2000 43
mst mega sín
Þingmenn í Reykjaneskjördæmi beita sér fyrir hröðun framkvæmda við Reykjanesbraut
félagsins verði sífellt meiri, bilið í þjóð-
félaginu milli ríkra og fátækra sé sífellt
að aukast. Af því leiði að böm og ung-
lingar sem búa við slæm fjárhagsleg og
félagsleg skilyrði einangrist oft á tíð-
um. Nú ríki minna umburðarlyndi en
áður gagnvart þeim sem ekki falla inn í
samfélagið. Allt sem kemur börnum
við kostar fé, t.d. iðkun íþrótta og
tómstunda. A mörgum heimilum þurfti
slík iðkun barna að víkja fyrir matar-
innkaupum, en slíkt hafi félaglega ein-
angrun í för með sér - böm verði út-
undan.
Færð era rök íyrir því að munurinn
á milli þeirra sem búi við bága félags-
lega stöðu og hinna sé einnig alltaf að
verða meiri. Þessi hópur sitji eftir með-
an böm úr öðram hópum njóti mennt-
unar og verði þannig hæfari. Böm sem
búa við það að enginn heima fyrir hefur
áhuga á líðan þeirra, hvað þau séu að
gera, hvort þau séu búin að læra eða
hvort þau eigi vini. Þessi böm skorti
oft sjálfsmynd og jafnvel fyrirmynd.
Vandinn geti t.d. verið sá að foreldr-
amir séu í neyslu, án atvinnu eða þurfi
að vinna myrkranna á milli. Böm sem
alast upp við mikil vandamál heima
fyrir virðast oft eins og festast í
ákveðnum vítahring. Sjálfsmynd for-
eldranna endurspeglast í bömunum og
því skapast vítahringur fyrir alla fjöl-
skylduna. Einstakiingar með skerta
sjálfsmynd haf! síðri möguleika á að
spjara sig í þjóðfélaginu, böm úr þess-
um hópi vantar allt sjálfstraust, t.d.
hvað varðar menntun og atvinnu og
dæmast þess vegna oft sjálfkrafa úr
leik.
Bent var á í umræðum um þennan
þátt könnunarinnar að vísii' væri að
verða að kynslóðum þeirra sem minna
mega sín hér á landi. Þriðja eða jafnvel
fjórða kynslóð ómenntaðs og efnalítils
fólks sé til í einhverjum mæli hér á
landi og fyrir fólk með slíkan upprana
sé vitaskuld afar erfitt að slíta sig laust
og bæta ástandið, ekki síst þegar um-
burðarlyndi og víðsýni samborgara
virðist minna en áður.
I umræðunum var einnig vikið að því
sem kalla mætti raunveralega fátækt
og hinu sem tengist kapphlaupinu í
neyslusamfélaginu, t.d. eftir merkja-
vöra. Bent var á að margir gætu alls
ekki tekið þátt í neyslukapphlaupinu
og þyrftu jafnvel að geyma ferðir
bama sinna til lækna og tannlækna.
Það væri raunveruleg fátækt. Hitt
væri líka vel þekkt, að börn efnaminni
foreldra yrðu fyrir aðkasti skólasyst-
kina sinna fyrir að vera ekki í fötum úr
tilteknu merki. Slík vandamál væru
velþekkt og væri ein ástæða þess að
Rauði krossinn í Reykjavík undirbýr
nú opnun markaðar með notuð föt.
Fram kom að ýmsar þjóðir hefðu tekið
upp skólabúninga til að gæta jöfnuðar
og slíkt þyrfti að athuga hér.
Þátttakendur í símakönnun Rauða
krossins vora spurður hverjir hefðu
það verst félagslega og fjárhagslega á
landinu og í nánasta umhverfi. Miðað
við landið í heild era þrá- hópar sem
langflestir nefna að hafi það verst fjár-
hagslega. Láglaunafólk og eignalaust
fólk nefndu 42,7% svarenda, öryrkja,
fatlaða og sjúka nefndu 26,5% og 17%
nefndu aldraða. Almennt má segja,
þegar niðurstöður símakönnunarinnar
era bomar saman við niðurstöður sér-
fræðinganna, að nokkur samstaða
virðist um hveijir fylla flokk bág-
staddra hér á landi.
Þegar niðurstöður úr könnunum frá
1994 og 1999 era bomar saman kemur
í ljós hversu miklar breytingar hafa
orðið á þjóðfélaginu. Fyrir sex áram
ríkti hér mikið atvinnuleysi og fólk sem
var tilbúið að vinna hvað sem var gekk
samt um án vinnu. Flestir töldu þá at-
■-------- vinnuleysið rót vandans.
iningar Nú ríkir hins vegar mikil
gæta þensla, hið minnsta á suð-
ðar? vesturhorninu. Vegna
______ hennar virðist álit þátttak-
enda að bilið sé að breikka
milli þeh-ra sem hafa góð laun og hafi
getu eða tækifæri til að vinna mikið og
hinna sem hafi það eða geti ekki.
Tekjuskipting virðist nú ójöfn, ákveðn-
ir hópar hafa orðið eftir og láglauna-
fólk og bótaþegar ná varla endum sam-
an. I umræðum um niðurstöður
könnunar RKÍ segir að gera megi að
einhverju leyti ráð fyrir því að hluti af
láglaunahópnum nú hafi verið atvinnu-
laus þegar fyrri könnunin hafi verið
gerð. Því sé hægt að segja að staða
þessa fólks sé búin að vera erfið ansi
lengi.
Fyrsti áfangi hugsanlega
boðinn út haustið 2002
Vonir standa til að vinna við tvöföldun
Reykjanesbrautar geti hafíst árið 2003.
Stefnt er að því að framkvæmdin fari í um-
hverfismat á þessu ári, sem trúlegt er að
taki um eitt ár, og hönnun vegarins hefjist
á næsta ári. Verkið tekur þrjú til fjögur ár.
Morgunblaðið/Ásdís
Þingmannahópur úr Reykjaneskjördæmi vinnur að hröðun framkvæmda.
Á myndinni eru þingmennirnir Sigurður Jóhannesdóttir, Gunnar Birgis-
son, Þorgerður K. Gunnarsdóttir, Hjálmar Árnason og Kristján Pálsson.
INGMENN í Reykjanes-
kjördæmi hafa fundað um
hugsanlega hröðun á fram-
kvæmdum við tvöföldun
Reykjanesbrautar ásamt fulltrúum
Vegagerðarinnar, sem nú vinna að því
að setja framkvæmdina í umhverfis-
mat og hönnun.
„Með því verður hægt að bjóða út
fyrsta áfanga tvöföldunarinnar haustið
2002 þannig að framkvæmdir geti haf-
ist 2003,“ segir Ámi Mathiesen, þing-
maður Sjálfstæðisflokksins í Reykja-
neskjördæmi og sjávarútvegsráð-
herra. Hann segir að verið sé að skoða
tvo möguleika - annars vegar að tveir
áfangar verði boðnir út á tveggja ára
tímabili og hins vegar hvort hagkvæm-
ara geti reynst að bjóða verkið út í einu
lagi. Þá yrði skoðað hvort hægt væri að
nota aðra fjármuni til þess að greiða
hugsanlegan fjármagnskostnað sem af
þessu hlytist. Með þessu móti tæki
verkið þrjú til fjögur ár.
Árni bendir á að inni í langtímaáætl-
un Vegagerðarinnar séu 2,5 milljarðar
króna eymamerktir til tvöföldunar
Reykjanesbrautar með útgreiðslu á
áranum 2007, 2008, 2009 og 2010.
Hann segir mikinn pólitískan vilja fyr-
ir því að koma þvi í höfn að fram-
kvæmdum verði flýtt. „Aðalatriðið
núna er ekki hvort við tvöföldum
Reykjanesbrautina, og ekki heldur
hvenær, því það er mjög nærri í tíma,
heldur hvemig við geram það. Hvar
við byrjum og hversu hratt við föram í
verkefnið. Ef hægt er að gera þetta
enn hraðar vil ég skoða það, en út frá
verkfræðilegu sjónarmiði þarf að gefa
sér sæmilega góðan tíma í þetta. Vega-
áætlun sem við eram að vinna eftir
nær til ársins 2002 og það hefur ekki
verið gert ráð fyrir tvöfölduninni á því
tímabili. Fyrsta árið sem við eram að
bæta við núna er árið 2003 og við höf-
um stefnt að því að tvöföldunin hefjist
þá. Sú ákvörðun verður þó ekki tekin
annars staðar en á Alþingi,“ segir Ámi.
Gunnar Birgisson, þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins á Reykjanesi, segir að
þingmannahópurinn í Reykjaneskjör-
dæmi sé nú að reyna að færa fjár-
magnið framar í tímaröð. „Það er hægt
að gera með ýmsu móti, t.d. með því að
Alþingi ákveði að færa það framar eða,
eins og við höfum bent á, að bjóða veg-
inn út í heilu lagi, þ.e. að verktakar og
fjárfestar fjármagni framkvæmdina og
fái greitt á áranum 2007-2010. Við
bendum á að fyrirsjáanlegur er mikill
sparnaður á móti fjármagnskostnaðin-
um sem af þessu hlytist. Slysum myndi
fækka, framkvæmdin fengist fyrir
lægra verð með því að bjóða út stærri
verkefni og hagkvæmara yrði að aka
veginn,“ segir Gunnar. Hann telur að
fjármagnskostnaður geti orðið á bilinu
400-800 milljónir króna ef strax verður
hafist handa við framkvæmdina og hún
greidd upp með fjárveitingu áranna
2007-2010.
1,3 milljarðar kr. í greiðslur
vegna slysa á tíu árum
Markaðs- og atvinnumálaskrifstofa
Reykjanesbæjar lagði fram ýmsar
tölulegar upplýsingar um Reykjanes-
brautina á fundinum. Þar kom m.a.
fram að meira en tvær og hálf milljón
bíla aka árlega um veginn og meðal-
slysatíðni áranna 1982-1994 var 0,36
slys á milljón ekna kílómetra. Það sem
vakti þó einna mesta athygli voru tölur
frá tryggingafélögunum sem sýna að
heildargreiðslur þeirra á sl. tíu áram
námu 1,3 milljarði kr. vegna slysa á
Reykjanesbrautinni frá Hafnarfirði að
Fitjum í Njarðvík. Með tvöföldun
Reykjanesbrautar á þessum kafla
myndi slysastuðullinn lækka úr 0,36 í
0,09 eða um 75%. Heildargreiðslur
tryggingafélaganna á tíu áram myndu
lækka úr 1,3 milljörðum króna í 325
milljónir króna. Sparnaður yrði m.ö.o.
1.000 milljónir króna á tíu áram. Þama
er ótalinn kostnaður heilbrigðis- og
tryggingakerfisins, félagslega kerfis-
ins og annar samfélagslegur kostnaður
og kostnaður við eignatjón sem ekki
fer í gegnum tryggingafélög. Leiddar
voru líkur að því að með tvöföldun
Reykjanesbrautar gætu iðgjöld hjá
tryggingafélögum lækkað auk þess
sem flýting íramkvæmdarinnar sé
þjóðhagslega hagkvæm vegna þess að
samfélagslegur kostnaður myndi
lækka.
Tilfinningaþátturinn
grundvöllur umræðunnar
Hjálmar Ámason, þingmaður
Framsóknarflokksins, sagði að full
ástæða væri til að tilfinningamál
blönduðust inn í þessa umræðu því það
væri tilfinningaþátturinn sem væri
grandvöllur fyrir því að Reykjanes-
brautin og tvöföldun hennar væri jafn
mildð til umræðu og yaun ber vitni.
Hann sagði að þótt Árni Mathiesen
hefði verið ósáttur við framsetningu
málsins á fundinum þyrfti enginn að
draga það í efa að hann, eins og aðrir
þingmenn kjördæmisins, styddi tvö-
földun vegarins. Hjálmar sagði að því
mætti ekki gleyma að hörð glíma sé um
fjármagn til vegamála um allt land.
Minnti Hjálmar á einn fjölmennasta
borgarafund sem haldinn hefur verið í
Hafnarfirði um hugmyndir um breyt-
ingar á Reykjanesbraut í Hafnarfirði.
„Ætli það kosti ekki um 15-20 millj-
arða króna að leysa umferðarvandann
frá flugstöðinni og norður fyrir
Reykjavík. Það skiptir því höfuðmáli í
þessari glímu að þingmannahópurinn
standi saman og hafi til þess stuðning
sveitarstjórnarmanna á Suðumesjum
ef við ætlum að eiga einhveija von um
að þetta gerist fyrr en 2010. Skynsam-
leg lausn er einmitt sú sem þing-
mannahópurinn hefur verið að ræða,
og Gunnar Birgisson hefur bent á, þ.e.
að semja við öfluga verktaka og fjár-
festa um að ganga inn í verkið þótt það
hafi í för með sér viðbótarfjárfesting-
arkostnað,“ sagði Hjálmar.
Árni Ragnar Ámason, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, sagði að aldrei
hefði verið jafnmikill stuðningur við
tvöföldun Reykj anesbrautar og nú.
Málið hefði fengið undirtektir víða og
hann teldi útlit fyrir að hröðun fram-
kvæmdanna næði fram að ganga. Aðr-
ir þingmenn sem tóku til máls á fundin-
um og lýstu stuðningi sínum við
framkvæmdina vora Sigríður Jóhann-
esdóttir, Samfylkingu, Guðmundur
Ámi Stefánsson, Samfylkingu, Krist-
ján Pálsson, Sjálfstæðisflokki, og Þor-
gerður K. Gunnarsdóttir, Sjálfstæðis-
flokki.
Þá kom fram á fundinum að nem-
endur í Fjölbrautaskóla Suðurnesja
ætla á næstu dögum og vikum að safna
undirskriftum meðal Suðumesja-
manna 17 ára og eldri til stuðnings tvö-
földun Reykjanesbrautar.
Árni Mathiesen fer af fundinum, ósáttur við framsetningu málsins.
Ráðherrann
gekk af fundi
ÁRNI Mathiesen, þingmaður Reykj-
aneskjördæmis og ráðherra, gekk af
fundi, sem Markaðs- og atvinnumála-
skrifstofa Reykjanesbæjar gekkst
fyi’fr í gær um breikkun Reykjanes-
brautarinnar, í mótmælaskyni við
framsetningu málsins á fundinum.
Þetta gerði Árni áður en honum gafst
tóm til að skýra fundargestum frá
starfi þingmanna kjördæmisins sem
miðast að því að hraða framkvæmd-
um við tvöföldun brautarinnar. Árni
kvaðst fyrir fundinn hafa farið þess á
leit við stjórnendur hans að farið yrði
í gegnum málið á efnislegum forsend-
um en ekki á tilfinningalegum. „Ég
var raunveralega blekktur til þess að
koma á þennan fund. Hann var lagður
upp á öðrum forsendum en mér hafði
verið sagt að hann yrði og það eru for-
sendur sem ég tel að séu ekki hjálp-
legar í þessari urnræðu," sagði Árni.
Tvöföldun brautar-
innar þolir enga bið
AÐALBJÖRG Guðgeirsdóttir var á
meðal framsögumanna á fundnum i
gær. Hún hvatti eindregið til þess að
menn huguðu nánar að forgangs-
röðun verkefna og sagði að tvöföld-
un Reykjanesbrautar þyldi enga bið.
Aðalbjörg er eitt fjölmargra fórnar-
lamba umferðarslysa sem hafa orðið
á Reykjanesbraut í gegnum tíðina.
„Eg lenti í slysi 28. desember
1986. Ég var farþegi í aftursæti í bíl
á leið til Reykjavíkur. Við höfðum
ekið vinkonu minni í flug - þetta var
snemma á sunnudagsmorgni. Bíllinn
snerist í krapa á veginum og lenti
fyrir bíl sem kom á móti. Bílarnir
voru báðir aðeins á 65 km hraða en
höggið var mikið þegar þeir lentu
saman. Ég var ekki í bflbelti og
skutlaðist út í hraun. Þar lá ég í
kolniðamyrki í þrjú korter. Ég
hryggbrotnaði og einnig brotnuðu
sjö rifbein og lunga féll saman,“
segir Aðalbjörg.
Aðalbjörg kveðst hafa verið
ánægð með fundinn en hún skilji
ekki alveg sjónarmið Árna Mathies-
en. „Ef það erum ekki við sem erum
til sýnis í þessari umræðu heldur
eingöngu einhverjar tölur þá nær
það ekki tilgangi sínum. Það er svo
Morgunblaðið/Áadís
Aðalbjörg Guðgeirsdóttir lenti í
umferðarslysi á Reykjanesbraut.
fljótt að fyrnast yfir tölur en það
eru svo margir sem á einn eða ann-
an hátt tengjast umferðarslysunum,
annaðhvort sem þolendur eða að-
standendur," segir Aðalbjörg.