Morgunblaðið - 12.02.2000, Síða 49

Morgunblaðið - 12.02.2000, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2000 49 stað í einni af dagsferðum okkar um Suðurlandsundirlendið. Ef til vill höfðum við nýlokið sundspretti á Selfossi eða kastað steini ofan í Kerið. Sólin steikti blóðrauðan flöt- inn á langa pusjónum sem sigldi með okkur um malarvegi Gríms- nessins þannig að rauðgrýtið spýtt- ist í allar áttir. Ekki er víst hvort við höfðum strítt Jónu systur of mikið eða sungið of hátt en örugg- lega fórum við rækilega yfir strikið. Þegar við höfðum hundsað nokkrar þolinmóðar beiðnir setti pabbi okk- ur afarkosti. Hann sagðist viss um að þú, afl, myndir heldur vilja labba heim í bústaðinn heldur en að þola meira af þessum óhemjugangi. Og enn létum við ekki segjast. Ör- stuttu seinna hafði pabbi stöðvað bílinn og án þess að segja orð, settir þú upp húfuna þína, hnepptir að þér brúna jakkafatajakkanum og steigst virðulega út úr bílnum. Og pabbi keyiúi af stað. Þegar við sá- um þig hverfa bakvið rauðgrýtis- blindhæðina brast hjartað og æð- arnar sprungu í augunum sem höfðu varla við að seytla út tárum. Frávita af sorg báðum við pabba að snúa við og ná í þig því við skyldum alltaf vera góð. Síðan eru liðin mörg ár. í dag þegar við horfum á eftir þér hverfa til fundar við almættið vakna sömu tilfinningar og í barnshjörtum okk- ar. Þótt óhemjugangurinn hafí að mestu breytt um farveg þá full- orðnast maður seint gagnvart því að þurfa að lokum að skiljast frá ástvinum sínum. I þetta skiptið get- um við ekki beðið pabba að snúa við og ná í þig en munum alltaf geta leitað huggunar í minningunni um þig og ömmu og glaðst yfir þeim lærdómi sem þið veittuð okkur. Minningarnar eru margar sem ylja. Pabbi var vanur að skreppa með okkur til þín á hafnarvogina þegar færi gafst. Ávallt varstu drellifínn í prjónavestinu og brún- röndóttu jakkafötunum og trillu- karlarnir skiptust á að koma til þín og bjóða þér í nefið. Þú varst alltaf svo ægilega glaður að sjá okkur og eftir koss á kinn fengum við oft að leggja saman á gömlu reiknivélun- um og skrifa nokkrar skýrslur. Fúkkalyktin af slorugu teppinu, hljóðið í lóðunum sem þú færðir til og frá þegar aflinn var vigtaður og spjall ykkar pabba náði iðulega að róa flöktandi sálir okkar og oftar en ekki fékk maður sér kríu á beddan- um góða. Þegar þú varðst sjötugur hættir þú formlega að syngja í kirkjukórn- um en kórinn var hálfhaltur án þín og þegar það voru of fáir tenórar sem mættu í messu þá vorum við iðulega send til að ná í þig. „Afi, það er neyðarástand í kórnum!" kölluð- um við og þú glottir og hristir höf- uðið en settir síðan á þig fína hatt- ætíð einkennst af mikilli gleði og hlátri. Þær eru ófáar þessar stundir og er okkur mjög ofarlega í huga sumarbústaðarferðin á Laugarvatn í aprfl á síðasta ári. Kalli hafði sjálfur leigt þennan bústað og var sérstak- lega hrifinn af heita pottinum sem húsinu fylgdi. Við vorum varla kom- in inn um dyrnar þegar Kalli vildi fara að drífa sig í pottinn. Þegar við loks féllumst á að fara rauk Kalli út á sundskýlunni einni fata með hand- klæði með sér og hljóp yfir mela og móa á tánum. Þegar við komum að pottinum var búið að læsa en Kalli ætlaði ekki að láta það stöðva sig, hann var ekki lengi að klifra yfir grindverkið og við fylgdum fast á eftir. Þó að pottaferðirnar hefðu ekki verið jafn margar og Kalli vildi þá var þetta ferðalag okkar með því skemmtilegra sem við höfum gert saman. í sumar rættist svo loks gamall draumur hjá Kalla, hann komst á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Eins og oft áður vildi Kalli ekki vera eins og allir hinir og breytti venjulega „TAL“-tjaldinu sínu í tjald sem var „made in ITALy“. Við höfum sjald- an séð hann skemmta sér eins vel enda fengu þeir sem ekki fóru til Eyja ekki frið í margar vikur eftir þjóðhátíð því Kalli sá svo sannarlega um að minna alla á hvað þeir hefðu misst af miklu. inn og leiddir okkur í kirkjuna. Við vökvuðum garðinn og slógum lóð- ina. Við fórum með ömmu og Ninnu á moskvitsinum að tína beitilyng og ber út í Múla. Þú sagðir fátt en það sem þú sagðir var umbúðalaust og vel hugsað. Nærvera þín var kyrr- lát en samt svo áhrifamikil. Vænst þykir okkur um minning- una um hjónaband ykkar ömmu. Ykkar fallega ástarsaga hefur snert alla sem ykkur þekkja og verður henni ekki lýst í orðum. Þið gerðuð allt saman, svo heilhuga og þakklát. Líka fyrir einföldu og hversdags- legu hlutina. Vakna, borða, vaska upp, taka göngutúrinn, hádegis- matur, aftur vaskað upp, lesið að- eins, eftirmiðdagsblundurinn, garð- verkin, hannyrðir og moggalestur, útvarpshlustun, kvöldmatur, og enn vaskað upp, smásjónvarp, hátta- tími, biblíulestur og kvöldbæn. Það var okkur systkinunum ómetanlegt að búa svo nálægt ykkur og geta alltaf komið við og verið hluti af ykkar óhagganlega og trausta lífi - lært listina að lifa. Þið voruð eitt og það gleður okkur að vita til þess að þið hafið sameinast á ný. Eftir að amma dó vitum við að hugurinn bar þig hálfa leið til henn- ar. Þrátt fyrir eigin baráttu við sorg- ina reyndir þú af fremsta megni að lina þjáningar okkar hinna og tókst við gestgafahlutverki ömmu af ró- lyndum styrk. Við höfum dáðst mikið að aðlögunarhæfni þinni þeg- ar þú á níræðisaldri gafst málbein- inu lausari taum en nokkru sinni áður og sagðir okkur sögur frá bar- næsku þinni og uppvaxtarárum. Það er okkur mikils virði að hafa átt þessar stundir með þér þótt þær hafi auðvitað verið allt of fáar sök- um fjarlægðanna okkar á milli. Við kveðjum þig nú með söknuð í hjarta en í fullri vissu um að þú ert komin á góðan stað, þar sem við hittumst fyrr eða síðar. Guð blessi þig og minningu þína. Þín dótturbörn, Pétur, Unnur Anna og Jóna Ellen. Hann afi minn var ekki orðmar- gur maður. En lífið og mannleg samskipti snúast ekki bara um orð - sem betur fer. Þessar hendur sem höfðu faðmað svo marga svo hlýtt, sem höfðu dregið svo margan fiskinn úr sjón- um, sem höfðu klappað svo mörgum góðlega á öxlina - og sem báru mig blauta heim á Hornbrekkuveg eftir að ég datt í tjörnina sex ára. Þessi augu sem höfðu miðlað svo mikilli væntumþykju, sem höfðu séð svo marga hverfa frá - og sem horfðu alvarlega á mig þegar ég læsti mig inni á klósetti fimm ára. Þessi ótrúlega yfirvegun og ró- Það var alltaf stutt í brosið hjá Kalla og sögur hans og brandarar héldu okkur oft uppi heilu kvöldst- undh-nar. Hann var mjög vanafastur og lagði oft mikið á sig til að þurfa ekki að breyta út af vananum, t.d. varð hann að kaupa sér brauð ein- hvers staðar í Kópavogi og þurfti svo að fara eitthvert allt annað til að kaupa marmelaðið. Góðir vinir eru mjög vandfundnir og við erum öll mjög þakklát fyrir að hafa notið vin- áttu Kalla. Elsku Kalli, við söknum þín mikið en minningarnar verða góðar. Við vonum að þú hvílir í friði og biðjum Guð að geyma þína góðu sál. Sofðu vært hinn síðsta blund, unz hinn dýri dagur ljómar, Drottins lúður þegar hljómar hina miklu morgunstund. (V. Briem.) Kæra fjölskylda, okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Katrín, Rut, Stella, Tómas, Margrét, Níels, Petra, Björk, Halldór, Jón Garðar, Hjalti og Hulda. Elsku Kalli okkar. Hver hefði trúað því að þú, sem framtíðin virtist blasa við, myndir yfirgefa okkur svona snemma? Við munum alltaf muna eftir þér sem legheit - sátt við lífið og tilveruna - og dauðann. Og þessi fáu, eri vel völdu og gefandi orð: „Þú verður góður við Ninnu, Birgir minn.“ Mikið er líf mitt auðugra við að hafa átt þig að, afi minn. Vikurnar sem ég fékk að vera hjá þér og ömmu í pössun á Hornbrekkuveginum, heimsóknir til ykkar og síðustu árin til þín á Hornbrekku gáfu mér meiri skilning á því hvað þetta líf gengur í raun út á. Þegar ég lét glepjast af hraða og kröfum þessa nútímalífs komu heimsóknir til þín mér niður á jörðina á ný - voru akk- eri mitt. Það var átakanlegt að finna hversu mjög þú saknaðir ömmu eftir að 'hún fór, en um leið fallegt að skynja hversu sáttur þú varst við líf þitt þegar þú sast við gluggann á Hornbrekku, hofðir út á sjóinn - og beiðst eftir kallinu. Ég kveð þig nú með söknuði og þakklæti, afi minn. Söknuði yfir að fá ekki að njóta nærveru þinnar framar en þakklæti yfir fegurðinni, að bið þinni hafi lokið án þjáninga og að þú hafir nú loksins, loksins fengið að hitta ömmu á ný. Vertu blessaður, afi minn - og ég bið inni- lega að heilsa ömmu. Þín Jónina Sigrún. Langafi Jón er dáinn. Þar er erf- itt fyrir litlar afastelpur að átta sig á því að heimsóknirnar til langafa Jóns á Hornbrekku verða ekki fleiri. Einhvern veginn held ég að við höfum haldið að við gætum alltaf gengið að honum vísum í herberg- inu sínu þegar við kæmum til Ólafs- fjarðar. En auðvitað var það ekki svo gott, langafi Jón kvaddi jafn hljóðlega og friðsællega og hann hafði lifað. Hann sagði ekki alltaf margt, en það var svo gott að koma til hans og finna hvað honum þótti vænt um að sjá okkur. Við vissum að hann var aldrei í rónni þegar við vorum að keyra á milli Mosfells- bæjar og Ólafsfjarðar, ekki síst að vetri til, og þess vegna reyndum við alltaf að láta það verða okkar fyrsta verk að koma boðum til hans um að við værum komin norður... eða suð- ur, heil á húfi. Síðustu samverust- undir okkar með langafa Jóni voru um jólin og á afmælinu hans í októ- ber sl., þar sem Amma Gú sló upp heljarinnar veislu eins og henni er einni lagið á Hornbrekku og auð- vitað var sungið og spilað af hjart- ans lyst. Nú þegar hann hefur kvatt er okkur ljóst hve dýrmætt það var að fá að eiga þessa stund, hún lifir í minningunni. Kæra fjölskylda, sorgin er sár en góðar minningar um mætan mann fá hana sefað. Við kveðjum langafa Jón með söknuði. Bryndís, María Gyða og Hrefna Guðrún. glaðlyndum, spaugsömum og yndis- legum strák sem hafði jákvæð áhrif á alla sem hann kynntist. Allt sem þú tókst þér fyrir hendur gerðirðu af lífi og sál, sama hvort það var sjó- mennska, líkamsrækt, umboð fyrir snyrtivörur eða fasteignasala. Hversu fáránlega sem það hljómaði tókst þér að láta það ganga upp. Það var sama hvers konar tæki þú fékkst í hendurnar, alltaf þurftirðu að taka það í sundur, skoða hvað var innan í, sama hvort það var raf- magnsvekjari, fjarstýrður bfll eða ryksuga. Og merkilegt nokk, í lang- flestum tilfellum virkuðu þau jafnvel á eftir (þótt nokkrar skrúfur gengju af). I grunnskóla tókstu virkan þátt í félagslífinu og spilaðir m.a. í skóla- hljómsveit og varst ávallt hrókur alls fagnaðar. í fyrsta skipti sem þú steigst á skíði tókstu þig til og tókst lyftuna upp á topp. Þú ákvaðst reyndar að labba niður en þetta seg- ir einmitt allt um þig; ef þú gerðir eitthvað fórstu alla leið. Þú varst alltaf hjartað í hópnum. Minninguna um þig munum við ávallt geyma í hjarta okkar. Við munum sakna þín Kalli. Fjölskyldu þinni sendum við inni- legar samúðarkveðjur og megi góð- ur guð styrkja hana á erfiðri stundu. Þínir bekkjarfélagar í Grunnskóla Djúpavogs. SIGRIÐUR FRIÐFINNA KRISTÓ- FERSDÓTTIR + Sigríður Frið- finna Kristófers- dóttir var fædd á Klúku í Fífustaðadal, Ketildalahreppi, Arnarfirði 21. febr- úar 1911. Hún lést á Landspítalanum 5. febrúar síðastliðinn, tæplega 89 ára göm- ul. Foreldrar Sigríð- ar voru Kristín Jar- þrúður Jónsdóttir, húmóðir á Klúku, f. 1885 á Öskubrekku í Fífustaðadal, d. 2 október 1951, og Kristófer Árnason, bóndi á Klúku, f. 2 ágúst 1864 í Krossadal í Tálknafirði, d. 1957. Sigríður var elst þeirra sjö systkina sem upp komust en eitt lést í bernsku. Syst- kyni hennar voru Árni Jón, f. 1913; Pétur, f. 1917, d. 1975; Jóna, f. 1919, d. 1985; Ragnar, f. 1916; Magnfríður, f. 1921, d. 1998 og Guðrún, f. 1926, d. 1979. Sigríður giftist Stefáni Illuga- syni Hjaltalín 8 júní 1935. Hann var fæddur 27. mars 1905 og lést 30. september 1982. Þau slitu sam- vistir. Þau bjuggu fyrstu fjögur árin í Grundarfirði og í Ketildöl- um en fluttu 1939 til Reykjavíkur og bjó Sigríður þar æ síðan. Þótt Sigga móðursystir mín væri orðin öldruð og heflsu hennar tekið að hraka var mér óneitanlega brugðið þegar ég frétti að hún hefði lagt í sína hinstu för. Þessi mæta kona sem frá minni fyrstu tíð hefur skipað stóran sess í mínum huga. Sigga ólst upp við þröngan kost í stórum systkinahópi á Klúku í Amar- firði. Hún var elst þeirra systkina og þurfti að byrja að vinna við bústörfin eins fljótt og kraftar leyfðu eins og al- gengt var hér áður fyrr. Sín fyrstu búskaparár bjó hún í Grundarfirði með fýrri manni sínum en flutti síðar til Reykjavíkur. Fjögur böm eignað- ist hún og ól þau upp með sæmd. Hún þurfti að leggja hart að sér þegar börnin vom að vaxa úr grasi til að ná endum saman enda var hún um langt skeið eina fyrirvinnan. Hún var harðdugleg og vann á þeim árum fulla vinnu utan heimilis og var auk þess með íjölda kostgangara í fæði. Hún stundaði fúlla vinnu svo lengi sem starfsþrek entist eða fram á átt- ræðisaldur, enda alla tíð sérlega vinnusöm. Ein af þessum sönnu al- þýðuhetjum sem skilað hafa miklu starfi. Við sem yngri emm eigum slíkum hetjum mikið að þakka. Þeirra framlag í uppbyggingu þjóðfé- lagsins er stórt. Sigga var ein af allra fyrstu mann- eskjunum sem ég kynntist á lífsleið- inni. Allar götur frá mínum fyrstu bemskusporam hefur verið afar kært með okkur. Hún var ekki bara gömul frænka, hún var mér sannur vinur sem reyndist mér vel alla tíð. Fram í hugann koma myndir og brot minninga sem tengjast samskiptum okkar Siggu. Yfir þessum minningum er ákaflega bjart. Þær hafa skapað mér sjóð sem ég met hátt að verðleik- um. Það sem er efst í huga mér er hvað Sigga sýndi mér mikinn skilning þegar móðir mín féll frá fyrir 20 ámm og á sinn hátt tókst henni að fylla í það skarð með mikilli hlýju og velvild í minn garð. Sigga hafði afskaplega góða skapsmuni, var glaðvær og var alltaf tilbúin að gera gott úr öllu. Hún var eins heilsteypt og nokkur mann- eskja getur verið og var mikil um- hyggja fyrir náunganum í blóð borin. Enn einn höfuðkostur hennar var húmorinn hennar, hún gat gert góð- látlegt grín að sjálfri sér og öðmm á þann hátt að útfrá smitaði. Hálfum mánuði áður en hún lést var okkar síðasti endurfundur. Ég stoppaði hjá henni lengi dags, við höfðum ekki hist um nokkurt skeið. Okkur skorti ekki umræðuefni frekar en vant var. Hún spurði mikið út í mitt nám og hvað ég hyggðist gera að Böm Sigriðar og Stefáns voru l)Ásta Kristín, f. 10. desem- ber 1934, hún á þrjá syni. Stúart, Stefán Örn og Sigurð. 2) 111- ugi Sveinn, f. 6. maí 1936, kvæntur Sig- ríði Sigurðardóttur, þau eiga þrjú börn. Sigurð, Stefán og Kristínu. 3) Guð- mundur, f. 4. septem- ber 1937, kvæntur Báru Óskarsdóttur, þau eiga fjóra syni. Kristin, Arnar, Guðna og Guðmund. 4) Guðrún, f. 25. febrúar 1939, gift Hauki Jós- efssyni en hann er látinn. Þau eiga fjórar dætur. Sigríði, Elínu, Helgu og Erlu. Afkomendur Sigríðar og Stefáns em 44 talsins. Seinni maður Sigríðar var Ólaf- ur Þ. Jónatansson, sjómaður og verkamaður, f. 1919 á Akureyri. Dáinn 21. desember 1991. Sigríður vann ýmis störf. Hún starfaði meðal annars við heima- hjúkrun og ræstingar, meðal ann- " ars í Þórshamri, skrifstofum al- þingismanna. Einnig hafði hún kostgangara í fæði til margra ára. Útfór Sigríðar fór fram frá Ás- kirkju 11. febrúar. því loknu, skammaði mig góðlátlega fyrir lélega frammistöðu í kvenna- málum, hún vildi meina að úrbóta væri þörf í þeim efnum. Hún hafði í hyggju að fara að flytja úr sinni íbúð á dvalarheimili. Ég heyrði það á henni að hún kveið því. En hún sagð- ist- ekki kvíða því að deyja og sagði jafnframt að sér þætti þetta vera orð- ið þreytandi að lifa við þetta heilsu- leysi og vildi gjarnan að lífinu færi að Ijúka. Ég samgleðst þér, Sigga mín, að þú skulir nú vera komin til nýrra heimkynna. Við sem þekktum þig og áttum þig að vini höfum misst mikið, þitt skarð verður vandfyllt. Ég færi þér mínar allra bestu þakkir fyrir allar góðu stundimar og alla þá velvild sem þú sýndir mér. Blessuð veri minning þín. Ég votta bömum tengdabömum og öðram aðstandendum Sigríðar mínar innilegustu samúðarkveðjur. Kristófer Tómasson. Hún „amma“ er látin. Þegar ég hugsa til baka þjóta í gegnum hugann mörg eftirminnileg atvik, eftirminni- leg ár. Ég kom sem ung stúlka í fyrsta sinn heim til þín á Hrísateiginn fyrir rúmum 25 ámm. Strax í upphafi og alla tíð síðan tókstu mér opnum örmum. Hlýlegt viðmót, gjafmildi og gestrisni einkenndi framkomu þína og naut ég þess eins og ég væri ein úr fjölskyldu þinni. Þótt við hittumst sjaldnar nú í seinni tíð riijuðum við oft upp gamlar stundir með glettni í huga, þótt alvaran væri ekki langt undan. Ég naut þeirra forréttinda að fá að kalla þig „ömmu“ og á ég eftir að sakna þess að heyra ekki lengur viðkunnanlega rödd þína nefna mig Glóu. Ég þakka þér samfylgdina og kveð þig amma mín. Hansvegur ervæng haf oggeiminn þérguð gaf um eilífð sem einn dag hans frelsi erfaðm lag. (Höf. IES.) Aðstandendum sendi ég samúðar- kveðjur. Eygló Grímsdóttir. ^
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.