Morgunblaðið - 12.02.2000, Síða 51

Morgunblaðið - 12.02.2000, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2000 51 heilsteypt. Trygglynd var hún og mikill vinur vina sinna. Jórunn kenndi sig alla tíð við fæð- ingarbæ sinn, Sörlastaði í Fnjóska- dal. í ljóðinu „Komið að Sörlastöðum í eyði“ segir hún: „alltaf vermir innst í hjarta ylurinn frá heimaslóð". Og þar var hugur Jórunnar á efri árum, á heimaslóð fyrir norðan. Þar verður hún jarðsett í þeim jarðvegi sem hún óx úr. Blessuð sé minning Jórunnar Ólafsdóttur frá Sörlastöðum. Helga Friðfinnsdóttir. Fallinn er frá mætur félagi og meðlimur í SIBS til margra ára. Jór- unn Ólafsdóttir sem kenndi sig við Sörlastaði í Fnjóskadal. Árið 1957 veiktist Jórunn af berkl- um og fór á Kristnes. Á þessum árum var verið að taka berklalyfin svoköll- uðu í notkun en þau voru afsprengi áratuga rannsókna og leitar að efn- um sem ráðið gætu bug á berklasýkl- um sem tekið höfðu sér bólfestu með- al manna. Jórunn naut góðs af nýjum meðferðarún-æðum þeirra tíma við berklum en engu að síður tók lækn- ingin fjögur ár. Það þætti langur tími í dag en ekki svo mjög langur þá, alla vega ekki þegar um berklasýkingu varaðræða. ÁKristnesivar SÍBS-deild. Sjálfs- vöm hét hún eins og sams konar deild á Vífilsstöðum. Jórunn kynntist að sjálfsögðu starfsemi þessarar deildar og ekki leið á löngu þar til hún tók við forystu hennar og var m.a. fulltrúi deildarinnar á þingi SÍBS árið 1960 og var ávallt síðan fulltrúi á þingum SÍBS fram til árs- ins 1996, í 36 ár. Þing SÍBS hafa ver- ið haldin á tveggja ára fresti og eru það enn. Jórunn sat þannig 19 SÍBS- þing á þessu tímabili og geri aðrir betur. Það vita trúlega ekki margir í dag að fyrstu hugmyndimar um samtök berklasjúklinga kviknuðu á Krist- nesi síðla á fjórða áratug nýliðinnar aldar. Þessu upphafi er ágætlega lýst í ársriti SÍBS frá því snemma á fimmta áratugnum í grein sem ber yfirskriftina „Það kom bréf að norð- an“. Bréfið var frá berklasjúklingum í Kristnesi til berklasjúklinga á Víf; ilsstöðum og í Reykjahæli í Ölfusi. í bréfinu var reifuð hugmynd um stofnun samtaka þeirra á milli. Sú hugmynd varð að veraleika í október árið 1938 og gjörbreytti tilvera- granni íslenskra berklasjúklinga næstu áratugina. Jórunn kom inn í myndina á lokasprettinum þegar berklaveikin var í rénun og gerðist viðráðanlegri. Hún leiddi deildina á Kristnesi út áttunda áratuginn og þá beitti hún sér fyrir því að deildin var sameinuð SÍBS-deildinni á Akureyri. Þegar hér var komið sögu var nokk- uð um liðið frá því að ekki þurfti að nýta aðstöðuna á Kiistnesi fyrir berklasjúklinga. í nóvember 1990 skilaði Jórann eftirstandandi eignum deildarinnar, 360.000 krónum, vænni fúlga þá, til væntanlegrar endurhæf- ingardeildar hjarta- og lungnasjúkl- inga á Akureyri sem síðan tók til starfa í janúar 1991. Um svipað leyti flutti Jórunn til Reykjavíkur og tók sér bólfestu á Minni-Grand. Aður hafði hún í heilan áratug átt við að etja umtalsverð stoðkerfisvandamál sem urðu henni farartálmi. Þó hélt hún sínu á félags- lega sviðinu og sat m.a. um skeið í stjóm SÍBS á þessu tímabili ævi sinnar. Þar lét hún hreyfihömlunina ekki aftra sér frá þátttöku. Innan SIBS var hún mikils metin og var ein í hópi þeirra afreksmanna sem hlotið hafa heiðursgullmerki SIBS í viður- kenningarskyni. Þegar Jórann lést skorti hana ör- fáa mánuði í áttrætt. Þau áttatíu ár spanna mesta breytingaskeið ís- lensks samfélags frá því sögur hóf- ust. Jórann átti sinn þátt í framvindu breytinganna. Hún lifðu og starfaði í grasrótinni ævidaga sína alla og áva- xtaði sitt pund samferðamönnunum til hagsbóta. Að kynnast Jóranni Ól- afsdóttur frá Sörlastöðum var mann- bætandi, að eignast vináttu hennar voru forréttindi. SÍBS þakkar framlag Jórannai' til allra þeirra málefna sem SÍBS hefur beitt sér fyrir frá stofnun sambands- ins fyrir 65 áram. Haukur Þórðarson, formaður SÍBS. JÓN BJARNASON + Jón Bjarnason fæddist í Auðs- holti 15. október 1906. Hann lést á dvalarheimilinu Blesastöðum 7. febr- úar síðastliðinn. For- eldrar hans voru Bjarni Jónsson, f. 20. nóvember 1876, d. 22. nóvember 1938, og Vigdfs Pálsdóttir, f. 29. júní 1880, d. 6. mars 1917. Systkini Jóns voru Páll, f. 24. júlí 1908, d. 23. nó- vember 1992, bjó í Langholtskoti hjá Hermanni Sig- urðssyni og Katrínu Jónsdóttur; Hermann, f. 16. febrúar, 1910, d. 15. júní 1997, bjó í Auðsholti; og Guðbjörg, f. 16. júní 1915, býr í Hafnarfirði. _ Uppeldisbróðir þeirra var Ásgeir Hafliðason, f. 10. desember 1925, búsettur í Reykjavík. Hinn 14. maí 1939 kvæntist Jón Borg- hildi Hannesdóttur frá Skíðsholti á Mýr- um, f. 20. október 1918, d. 15. júlí 1973. Þau eignuðust þrjá syni, Bjarna, f. 31. ágúst 1940, Ara, f. 29. júlí 1946, og Vigni, f. 3. október 1955, sem er kvænt- ur Ásdísi Bjama- dóttur, f. 27. desem- ber 1957. Þeirra börn eru Borgþór, f. 24. júlí 1974, í sam- búð með Önnu Kristrúnu Sigur- pálsdóttur; Bjarney, f. 8. septem- ber 1978, í sambúð með Benedikt Kristni Ólafssyni; Harpa, f. 24. október 1982; og Jón Hermann, f. 17.júlí 1997. Utför Jóns fer fram frá Skál- holtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Jæja, elsku tendapabbi, þá er komið að kveðjustund hjá okkur. Það er erfitt að koma á blað öllu því góða sem kemur upp í hugann þegar ég hugsa um þig. Okkar fyrstu kynni urðu fyrir 27 áram þegar við Vignir hittumst og fóram að draga okkur saman. Þá voru erfiðir tíma hjá ykk- ur því hún Borghildur ykkar var þá fársjúk og lést stuttu seinna. Eg fékk þó aðeins að hitta hana og eftir á að hyggja er ég undrandi hvað þið tókuð mér vel rétt 16 ára gamalli, en þegar ég hugsa til baka og hef kynnst þér er ég ekkert hissa. Ég varð þess fljótt áskynja hvílíkt góð- menni og gáfaður maður þú varst, en þú varst ekki að flíka því. Þið bræður Hermann og þú vorað víðlesnir, kunnuð sögu lands og þjóðar spjald- anna á milli og hlýdduð hvor öðram yfir, þar sem annar strandaði tók hinn við. Það vora mörg kvöldin sem þið sátuð í eldhúsinu og fórað með vísur og tala ég nú ekki um Passíus- álmana sem þið kunnuð utanbókar og hlustuðuð alltaf á ár eftir ár. Þú varst sterktrúaður maður og hef ég oft velt fyrir mér að þú hefðir viljað verða prestur en efni og að- stæður þess tíma leyfðu það ekki og ekki hefðir þú farið að gera kröfur því það var ekki í þínum anda, þú hugsaðir alltaf fyrst um aðra og aldrei um sjálfan þig. Ég gleymi aldrei sögu sem þú sagðir mér oft sem sýnir samviskusemi þína. Þá varstu níu ára og á þeim tíma þurftu börnin að byrja að vinna ung, þér var falið að flytja rjóma á hesti frá Auðs- holti og fram í rjómabúið í Birtinga- holti. Þú varst bæði hræddur og upp með þér yfir að fá þessa ábyrgð og skilaðir þú þessu verki eins vel og þú gast en alla ævi minntist þú þessarar ferðar því samviskusemi þín var svo mikil að þú hefðir aldrei getað hugs- að þér að tapa niður rjómanum. Þú varst fæddur í Biskupstungum og Skálholt var þín sóknarkirkja og mikið þótti þér vænt um Skálholts- dóm og eyddir þú mörgum stundun- um þar. Þú varst með allann hugann við Skálholt meðan á uppbyggingu kirkjunnar og skála stóð og varstu stoltur af henni og alla tíð leið varla sá dagur að þú minntist ekki á Skál- holt eða önnur mál sem tengdust trú og kirkju. Jæja Jón minn, ég gæti skrifað svo margt um þig því margs er að minn- ast en ég get ekki látið hjá líða að tala um hvað þú varst alltaf góður við mig og ekki síður börnin okkar fjög- ur. Það var alltaf öruggt skjól sem við fengum í faðmi þínum og þú varst alltaf til staðar til að þerra tár barna- barnanna þegar þau féllu, kenna þeim að lesa þegar aldur leyfði og styðja þau með þínu innsæi í leik og starfi. Þegar heilsa fór að bila fluttir þú þig um set en ekki langt því þú komst yfir til okkar og bjóst hjá okk- ur. Á heimilinu varst þú alla tíð fyrir- ferðarlítill og aldrei vildii' þú láta hafa fyrir þér. Góðar þóttu þér stundirnar þegar Hermann bróðir þinn kom um miðjan daginn og rabb- aði við þig drjúga stund. Öllum vin- um okkai' tókst þú svo vel og spjall- aðir við alla og leyfðir okkur að fá innsýn í viskubrann þinn sem var óþrjótandi, síðan dróst þú þig í hlé því ekki vildir þú vera fyrir. Elsku Jón, ég þakka þér af öllu hjarta fyrir allt sem þú varst mér og mínum. Guð blessi minningu þína. Þín tengdadóttir, Ásdís. Elsku afi minn, nú ert þú búinn að kveðja þetta líf og loksins kominn til hennar ömmu og bræðra þinna og hafa það verið miklir endurfundir. Þegar ég hugsa til baka til æskuár- anna varst þú stór partur af þeim og ég hef ábyggilega verið jafn mikið hjá þér og heima hjá mér því alltaf vora allir velkomnir þar. Það leið varla sá dagur að ég liti ekki í heim- sókn til að spjalla eða spila við þig og Hemma og var það alltaf svo gaman að fá að vinna ykkur, því auðvitað leyfðuð þið mér að vinna. Svo vildi það oft verða þannig að eftir að hafa borðað mig pakksadda heima hjá mömmu að ég gat ekki staðist það að fara yfir til þín og fá eitthvað af þess- um yndislega góðu súpum og graut- um sem þú kunnir svo sannarlega að elda og hafðir þú alltaf gaman af því að geta gefið mér að borða smáábót. Þegar ég var orðin svona fjögurra til fimm ára byrjaðir þú að kenna mér stafina og svo að lesa og var ég orðin fluglæs löngu áður en ég byrjaði í barnaskóla, mömmu til mikillar undranar. Alltaf hafðir þú mikinn áhuga á skólagöngu minni þar sem þér gafst ekki færi á að ganga í skóla og varst þú alltaf svo stoltur þegar ég kom með einkunnimar mínar til að sýna þér. Þegar ég fór í bæinn í skóla var það alltaf það fyrsta sem þú spurðir mig að hvemig mér gengi nú í skólanum, hvað ég væri að læra og hvað ég ætti nú langt eftir í stúd- entinn. Svo þegar ég hóf nám við Há- skóla íslands varst þú alltaf að spyrja mig út í það og þó svo að minni þitt hafi gefið sig upp á síðk- astið gastu alltaf munað að ég var í námi og þá varstu svo stoltur af barnabarninu þínu, þar sem þetta var gamall draumur hjá þér að fara í skóla. En núna er komið að leiðarlokum hjá okkur, elsku afi minn, og ég vil þakka þér fyrir allt sem þú hefur kennt mér og gefið mér. Ég veit að þér líður betur þar sem þú ert núna og sefar það sorg mína að vita af þér í góðum höndum. Þín, Bjarney. Jón Bjamason bóndi í Auðsholti er látinn. Jón var giftur systur mömmu, henni Borghildi, sem lést fyrir mörgum árum. Okkur systur langar að minnast hans og þakka honum fyrir allt. Jón var gestrisinn, barngóður og afar fróður og okkur alltaf svo góður. Alltaf vorum við velkomnar og tekið vel á móti okkur þegar við komum í sveitina. Það var alltaf tilhlökkun þegar fara átti í Auðsholt, hvort sem það var íyrirfram ákveðið eða sem svo oft gerðist að pabbi kom heim úr vinnu snemma morguns og sagði: „Erað þið tilbúnar? Við erum að fara í Auðsholt." Ekki tók langan tíma að taka sig til, þrjár litlar stelpur hlupu um allt til að tína til dót og hjálpa mömmu að gera klárt. Svo var kall- að: Tilbúnar, og lagt var af stað. Við eigum svo margar góðar minningar t.d. þegar við fengum að fara í Skálholtskirkju á sunnudögum en Jón var þar meðhjálpari. Róið var þá yfir Hvítá og svo gengið að kfrkjunni. Margt var annað gert sem voru merkisviðburðir og eftirminni- legir fyrir þrjár borgarstelpur, svo sem að ná í kýmar, heyskapur, hestaferðir, reka á fjall og berjaferð- fr og margt fleira sem var svo spenn- andi og skemmtilegt, heil ævintýri í okkar huga. Jón var einstaklega hlýr maður og eigum við systur góðar minningar um hann sem við eram þakklátar fýrir. Við minnumst Jóns með þakklæti í huga. Ari, Bjarni, Vignir, Ásdís og börn, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Ragnheiður, Jóhanna og Sigurrós Erlendsdætur. Þegar ég kveð vin minn, Jón í Auðsholti, sem hefur nú sofnað eftir langa og harða lífsgöngu, er mér efst í huga þessi geðfelldi maður. Gáfur hans, dómgreind, hógværð og trú- mennska gerðu persónu hans í lát- leysi sínu virðulega. Honum var gef- ið fágætt minni enda var hann mikill fræðari. Sagði svo vel frá að unun var á að hlýða. Ég hefi oft hugsað hve afbragðs kennari hann hefði ver- ið, alltaf tilbúinn að segja skemmti- legar sögur og vísur; mundi veðurfar og atburði löngu liðna, uppá dag og ár. Ekki var þessu kastað fram held- ur stóðst hárrétt. Móðir hans dó 1917, þá var Jón 11 ára, elstur systkinanna, þá Her- mann, svo Páll og Guðbjörg á öðra ári. Einhvem tímann sagði Jón mér að svo hefði vijjað til að fullorðin kona var stödd á heimilinu og verið þeim bömunum notaleg. Og fann ég hlýju hans er hann minntist þess hve hún hafði bjargað þeim döpru dög- um. Þá var ekki umönnun sem nú þykir sjálfsögð. Hörð lífsbarátta mótaði fólkið og ekki var farið mörg- um orðum um harma sína. Hver og einn varð að vinna úr sínum málum sjálfur. Alla tíð fann ég hvað systkin- in mátu bróður sinn sem var þeim stoð í uppvextinum. Á unglings- og æskuáram vann Jón að búi föður síns en var margar vetrarvertíðir í Grindavík, heima að öðru leyti. Vorið 1939 giftist hann Borghildi Hannesdóttur, ættaðri að Mýram vestri. Það vor tóku þau við búi í Auðsholti með Hermanni, bróð- ur Jóns. Auðsholt stendur á bökkum Hvítár. Á þeim árum var áin ekki brúuð svo eina samgönguleiðin var á litlum bátum. Ekki er mögulegt fyrir okkur nú að sjá fyrir okkur hvers- lags þrekvirki þetta var, með allan varning, mjólk og afurðir af búinu og fóður í menn og skepnur, að og frá, yfir stórfljótið. í áratugi var Jón starfandi við Skálholtskirkju í sókn- arnefnd sem var umfangsmikið starf meðan á framkvæmdum við endur- reisn og minjarannsóknir stóð, í samtals átta ár. En kirkjan var vígð 1963. Vora ófáar ferðir Jóns yfir ána og gekk hann þaðan að Staðnum sem er býsna drjúg vegalengd. Aldrei lét hann sig vanta að hringja til tíða þótt lenti hann í volki við ána. Þessar erf- iðu ferðir komu við heilsu hans mörg löng ár. Jón var gæddur mörgum góðum eiginleikum og naut virðingar samferðamanna sinna. Nú kveð ég vin minn aftur með þakklæti og bið honum og öllum hans Guðs blessun- ar. Katrín Jónsdóttir, Langholtskoti. Látinn er í hárri elli mætur mað- ur, Jón Bjarnason, fyrrum bóndi í Auðsholti. Margar minningar koma upp i hugann þegar hann er kvaddur hinstu kveðju. A björtum sunnudegi síðsumars þegar við tvíburarnir vor- um fimm ára fór móðir okkar ásamt ömmu okkar ríðandi að Auðsholti. Þetta var allnokkur vegalengd og ekki um annað að ræða en að ferðast á hestum. Þar bjó þá Steinunn Sig-- urðardóttir föðursystir mín ásamt manni sínum Jóni Stefánssyni í Auðsholti III, en þá var þar fjórbýli. Til hennar kom sem kaupakona nokkram áram áður vestan af Mýr- um frænka hennar Borghildur Hannesdóttir en þær vora systra- dætur. Bóndasonurinn í Auðsholti I, Jón Bjarnason og Borghildur felldu hugi saman og vora þá búin að vera í hjónabandi í nokkur ár þegar þetta ferðafólk bar að garði. Þá sá ég Jón Bjamason fyrsta sinni, auðvitað varð að heilsa uppá Boggu frænku í leið-. inni. En kynni mín af Jóni í Auðsholti áttu eftir að verða mikil og góð. Auðsholtsjarðfrnar era í tungunni á milli Hvítár og Litlu-Laxár. Þar er grasgefið land, svo til allt gróið, var votlent áður en stórfelld framræsla kom til sögunnar sem bætti búskap- arskilyrði mjög. Bæjarstæðið er afar fallegt og setur sú mikla elfa Hvítá, sem rennur rétt vestan við bæina, þar mikinn svip á. Þau Bogga og Jón bjuggu góðu búi og með þeim við bú- skapinn var Hermann bróðir Jóns. Borghildiu- lést árið 1973 eftir lang- varandi veikindi, þá aðeins 55 ára. Tóku þá við búinu synir þeirra, Bjarni, Ari og Vignir ásamt Ásdísi eiginkonu Vignis. í Auðsholti hefur mikið verið byggt upp síðari ár og er * þar rekið stórt bú. Samgöngur við Auðsholt vora lengi afar erfiðar en brú á Litlu- Laxá kom ekki fyrr en árið 1958. Varð því að ferja alla aðdrætti sem afurðir frá bæjunum yffr Hvítá á árabátum, mjólk helst daglega. Var það oft mikil þrekraun, ekki hvað síst þegar hún var hvað viðsjárverð- ust, í vorhlaupum, sem jakaburði eða þegar ís var ótraustur. Jón lá á ekki á liði sínu í þessum efnum fremur en öðram og oft þóttí hann- tefla djarft í baráttunni við Hvítá þegar hann fór til messu að Skálholti en þangað eiga Auðsholts- bæirnir kirkjusókn. Þar var hann sóknarnefndarmaður og hringjari um langt árabil og rækti það hlut- verk af mikilli kostgæfni, ekki hvað síst þegar unnið var við byggingu Skálholtsdómkirkju. Þessi fomi höf- uðstaður Islands skipaði stóran sess í huga hans og talað var um staðinn með lotningu. Jón var vel lesinn, hafsjór af fróð- leik um menn og málefni líðandi stundar, jafnt sem fortíðar. Sem dæmi var minni hans um tíðarfar al- veg sérstakt. Það var sama hvort hann var spurður um hvemig veð- ráttan hafi verið sumarið 1927, vet-' minn 1936, eða vorið 1958 eða hve- nær sem var, alltaf hafði hann svar til reiðu, þó hélt hann aldrei dagbók. Maður kom glaðari og fróðari af hans fundi en áður, stutt var í skop- skynið enda skemmtilegur og frá- sagnarhæfileikar hans góðir. Með Jóni Bjarnasyni er genginn mann- kosta- og drengskaparmaður sem Ijúft er að minnast. Við austurbæjarfólk í Syðra- Langholti þökkum samfylgdina og góð kynni. Fjölskyldu hans era færð- ar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Jóns Bjarnason- ar. Sigurður Sigmundsson. Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.