Morgunblaðið - 12.02.2000, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 12.02.2000, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2000 57 r Þú varst sérstök kona, vönd að virð- ingu þinni. Stórhuga. Greiði og hjálp- semi öðrum til handa voru þér mikil- væg. Örlæti og hlýja til þeirra sem minna máttu sín var þér í blóð borin. Þú varst alltaf að gefa og gefa af þér. Þinn áhugi á fólki og að leggja mál- efnum lið var þér dýmætt. Þú gast þulið ættfræðina fram og til baka og sett hana upp í lifandi myndir svo eft- ir var tekið. Það var þitt hjartans mál að fylgjast með bömum þínum og bamabömum og alltaf var gott að leita til þín ef mig vantaði fréttir af frændum og frænkum. Þú hélst fjöl- skylduni saman. Það er mér afar kært í minningunni, elsku amma mín, að hafa átt langt og einlægt spjall við þig tveimur dögum áður en þú kvaddir þennan heim. Þín leikandi lund og þinn dillandi hlátm- naut sín vel í þessu glaðværa spjalii okkar. Svo þegar þú kvaddir mig sagð- ir þú: „KaUi, það er alltaf svo gaman að hlæja með þér.“ Nú er hlátur okkar samhljómui’ liðins tíma. Davíð Stefánsson frá Fagraskógi segir í einu ljóða sinna: „Þeir vita best hvað vetur er sem vorinu heitast unna.“ Þú varst sannkallað sumar- bam, amma mín. Hafðir græna flng- ur og ræktaðfr garð þinn vel. Hann bar vott um smekkvísi þína, blómleg- ur og fallegur. Ég dáðist að krafti þín- um. Á haustin skrappstu í berjamó, ekki til að tína ber handa þér, heldur handa þeim sem ekki höfðu tækifæri til að nálgast þesskonar góðgæti. Já, amma mín, þín elska er yfir allt. Föndur og handavinna var þér hugleikin. Það eru ófáar litlu hend- umar sem fengið hafa hlýja vettlinga á puttana sína frá þér. Þú varst jafn- víg á saum, pijón og hekl. Alltaf hafð- ir þú frá einhveiju að segja sem við- kom þessari list þinni. Þú hafðir auga fyrir fallegum hlutum. í bernsku minni og oft síðan lagðir þú ríka áherslu á við mig að breyta rétt og vitnaðir einatt í hvítu bókina, hvað það var mikiivægt að Guð skrif- aði í hana, en ekki £ svörtu bókina. Þín trú var svo falleg. Lést mann doka við og hugsa. í dag er hvíta bókin þín full- kláruð með mörgum fallegum mynd- um úr lífshlaupi þínu. Elsku besti afí minn, Guðs styrkur veri með þér og fjölskyldu þinni á sorgartímum. Að skilja er að deyja svolítið, það er að deyja frá þvi sem menn elska: menn láta eitthvað af sjálfum sér á hverri stundu á hverjum stað. Við kveðjumst, og það er leikur einn, og allt til hinnar hinstu kveðju erþað hennar sál sem menn sá tíl, sem menn sá til í sérhverri kveðju. (Edmond d’Haraucourt.) Elsku amma mín, þú tókst alltaf vel á móti mér, og kvaddir mig alltaf vel þegar ég fór. Ég átti mikinn vin í þér. Nú kveð ég þig og bið algóðan Guð að varðveita minningu þina og ég veit að þú tekur vel á móti mér er tími minn kemur. Þinn, Karl Emil. Við fjölskyldan héldum utan til náms síðastliðið sumar og okkur fannst tilvalið að sigla med Norrænu til nýrra heimkynna í Danmörku. Þá gátum við nefnilega komið við hjá ömmu og afa í Draumalandi. Foreldr- ar Sigga fylgdu okkur austur í fallegu sumarveðri. Amma og afi tóku á móti okkur af þeirra alkunnu gestrisni. Ömmu fannst náttúrlega ekkert sjálf- sagðara en að hún og afi færu úr rúmi fyrir gestina. Með miklum fortölum tókst okkrn' þó að koma sængunum þeirra aftur inn í hjónaherbei'gið, en amma var nú ekki fyllilega sátt við það. Hún vildi allt fyrir aðra gera og var umhugað um að sem allra best færi um gestina hennar. Amma var mikil kjamakona. Hún var mjög handlagin og Jiað var fátt sem vafðist fyrir henni. Eg man að ég hringdi í hana skömmu áður en við lögðum af stað austur og hún sagði mér frá handavinnunni sem hún var með á prjónunum þá stundina. Hún hafði nýlokið við að hekla tösku handa einni frænku minni. Ég hafði ekki séð slíka tösku hjá henni og hafði þó séð heil ósköp af hannyrðum eftir hana. Amma var alveg hissa og hélt nú að ég yrði að fá eina slíka undir handavinnuna eða sunddótið. Ég sagði að ekki myndi nú liggja á því, ég fengi hana bara eftir að ég kæmi út. En auðvitað var taskan fína tilbúin er við komum austur. Er við kvöddum ömmu og afa gáfu þau Evu Kristínu sæta kanínu og sagði amma að hún ætti að vera htli vemdarinn hennar. Ekki hvarflaði það að okkur að þær stundir sem við áttum með ömmu þessa daga áður en við héldum utan, yrðu þær síðustu. Við höfum oft nefnt það síðan við fluttum út hve gaman væri að fá ömmu hingað í heimsókn. Hér væri svo margt skemmtilegt að sjá og upp- lifa, nóg af fjölbreyttum verslunum til að gleyma sér í. Við mamma vorum staðráðnar í því að búa þannig um hnútana að það væri mögulegt að þær kæmu um páskana. En ákváðum þó að bíða með að segja henni frá fyrir- ætlunum okkar þar til færi að hægj- ast um hjá henni eftir jólin. f löngu samtali sem hún átti við Kalla bróður tveimur dögum áður en hún lést bar þetta fyrirhugaða ferðalag á góma, henni að óvörum. Úr varð að þau ákváðu að þetta yrði bara litla leynd- armálið þeirra þangað til hlutimir færu að skýrast betur. Svo verður áfram, en mikið vorum viðfarin að hlakka til að fá hana í heimsókn. Guð blessi minningu þína, elsku amma, og veiti afa styrk. Vaktu, minn Jesús, vaktu í mér, vaka láttu mig eins í þér, sálin vaki þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. (Hallgr. Pét.) Harpa, Sigpirður og Eva Kristín. Hljómfagrar myndir horfmna daga í huganum geymast sem töfrandi glóð. Svo er minning þín ijúf, og lífs þíns saga að ljós þitt lifir með okkur sem varst þú svo góð. (Jónas Rafn Lillendahl.) Kæra Svava amma! Mig langar að setja nokkur kveðju- orð á blað þó svo ég trúi varla að þú sért horfin á braut, svo snögglega kvaddir þú. En það má kannski segja að kveðja þín hafi verið dæmigerð því það var einmitt eitt af þínum einkenn- um að ganga rösklega til verks. Þú varst alltaf svo hress og kát að ég taldi sjálfsagðan hlut að þú yrðir til staðar á morgun og hinn tilbúin í létt spjall og hlátur um lífið og tilver- una og eins til að segja mér sögur af þér og þínum úr fortíðinni. Það eru mér dýrmætar stundir þar sem við sátum saman tvær einar í eldhúsinu mínu og þú sagðir mér sögur, t.d þeg- ar mamma kom fyrst til ykkar afa í Skriðu þá 16 ára gömul og hitta í fyrsta skipti pabba sinn og þig (kon- una hans) og öll hálfsystkini sín sem þá voru fædd Aila, Kalla, Einar, Pálma, Gulla, Stefu, Éllu og Édda. Þá bjugguð þið í gamla bænum en voruð að byggja nýja húsið á Skriðu. Þá var nóg að starfa á stóru sveitaheimili við uppbyggingu húsa og bamauppeldi. Þið afi þurftuð einnig að sjá á eftir tveimur börnum af ykkar stóra og myndarlega hópi. Þegar þú sagðir mér frá þeirri reynslu fyrst að missa litlu óskfrðu dótturina man ég að þú sagðist enn muna lyktina af fötunum hennar og svo dó hann Kalli ykkar í slysi. Mér fannst þú svo heilsteypt og réttsýn þegar þú talaðir um það og mamma hefur sagt mér hvað þú varst mikil hetja og huggaðir öll systkinin þegar þau sáu á eftir góðum bróður og vini. Þessar sögur finnast mér lýsa þér best og hversu dugleg þú varst. Ég sagði stelpunum mínum þegar þær grétu yfir því að þú værir dáin að einhversstaðar á himnum hefði vant- að duglega og káta ráðskonu. Elsku Svava amma. Guð blessi minningu þína og styrki afa og aðra aðstandendur í sorginni. Kveðja, Guðbjörg Helgadóttir. Að heilsast og kveðjast er lögmál lífsins. í dag kveð ég elskulega ömmu mína, minningamar hrannast upp því af mörgu er að taka og lifa þær sterkt í hjarta mínu. Tími þinn er kominn þó að mér finnist það allt of snemmt því að þú varst alltaf svo hress, kát og ung í anda, lífsglöð og starfssöm, féll aldrei verk úr hendi. Þú varst mikil hannyrðakona og er margt fallegt til eftir þig. Svo ekki sé talað um garðinn ykkar afa, þar gastu verið öllum stundum endá ber hann þess merki er snyrtilegur og fallegur eins og heimili ykkar allt er. Þú varst alveg einstök með það hve dugleg þú varst við að hafa sam- band við fólk, allan þennan bama- hóp. Þú hafðir yfirsýn yfir alla, varst miðstöð alfra, það var nóg að hringja íjoig þá frétti maður af öllum hinum. Eg lærði margt af þér, amma mín, þótt langt væri á milli okkar og að við hittumst sjaldan en þú varst dugleg að hringja og töluðum við siðast sam- an daginn áður en þú kvaddir og er ég þakklát fyrir það. Þú varst ávallt talsmaður þeirra sem minna máttu sín, hafðir ákveðnar skoðanir, varst gáskafull og stundum stríðin, en fyrst og fremst varstu félagi manns og vinur, það var hægt að ræða um allt við þig. Þú áttir svo einstaklega auðvelt með að kynnast fólki, það var alveg sama hvort það voru börn, unglingar eða eldra fólk þú lést þig alla varða. Það er sárt að kveðja þig, amma mín, og eiga ekld eftir að hitta þig aftur eða spjalla við þig í síma, þú áttir eftir að gera svo margt. Ég vildi að ég hefði getað komist oftar í heim- sókn til ykkar afa, en í erli dagsins líður tíminn allt of fljótt og svo er tíminn sem við höfum allt í einu búinn. Sá tími sem við höfðum saman gleymist þó seint og er ég þakklát fyrir hann. En nú ertu búin að hafa vistaskipti og ég veit að þú vakir yfir hópnum þínum eins fórnfús og kær- leiksrík sem þú varst. Mamma, pabbi og bræður mínir Arnar og Vignir þakka þér fyrir allt sem þú hefur gefið þeim, einnig Orri, litli langömmustrákurinn þinn á Ak- ureyri, sem þú fylgdist vel með. Ég bið guð um að blessa þig og vera afa styrkur í sorginni. Undirháuhamrabelti höfði drúpir lítil rós, þráir lífsins vængjavíddir, vorsins yl og sólarljós. Eg held ég skynji hug þinn allan, hjartasláttinn, rósin mín, er kristaltærir daggardropar drjúpa milt á blöðin þín. Æsku minnar leiðir lágu lengivelumþennanstað. Krjúpa niður, kyssa blómið, hversu dýrlegt fannst mér það. Finna hjá þér ást og unað, yndislega rósin mín. Eitt er það sem aldrei gleymist, aldrei, það er minning þín. (Guðmundur Halldórsson.) Kveðja, þín dótturdóttir, Elísabet. Þig sem í fjarlægð fjöllin bakvið dvelur og fagrar vonir tengdir líf mitt við. Minn hugur þráir, hjartað ákaft saknar er horfnum stundum ljúfum dvel ég hjá. Heyrirðu ei hvem hjartað kallar á? Heyrirðu storminn kveðju mína ber? Þú fagra minning eftir skildir eina sem aldrei gleymi meðan lífs ég er. (Valdimar H. Hallstað.) Þín dótturbörn, Pétur Fannberg og Ellen Ösp. Þar sem æskan ærslast mest, áýmsuþóaðsyngi, alltaf hef ég unað best á því glaða þingi. (Guðný Jónasdóttir.) Þessi vísa Guðnýjar langömmu okkar frá Þorvaldsstöðum á vel við Svövu ömmu. Þú kvaddir svo fljótt, elsku Svava amma mín. Allt er svo hljótt í húsinu án þín. Vertu sæl, amma mín, þakka þér fyrir allt. Birkir Rafn og Stefán Aspar. t Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og dóttir, MARÍA BJÖRK EIÐSDÓTTIR, Holtsbúð 14, Garðabæ, lést á Landspítalanum fimmtudaginn 10. febrúar. Ingólfur Hansen, Reynir Harðarson, Rosemary Wanjiku Kihuri, Ester Birna Hansen, Valgerður Ósk Hansen, Freyja Reynisdóttir, Hallur Reynisson, Valgerður Magnúsdóttir. t Innilegar þakkir faerum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför frænda okkar og vinar, BJARNA JÓNS STEFÁNSSONAR, Snæfelli, Reyðarfirði. Fyrir hönd aðstandenda, Sigríður St. Ólafsdóttir, Sigurbjörn Marinósson, Gunnar Bjarni Ólafsson, Guðrún Kjerúlf. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, ERLA SIGURÐARDÓTTIR, Víðilundi 20, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri fimmtu- daginn 10. febrúar. Einar Gunnar Jónsson, Sigurður E. Einarsson, Guðný Skarphéðinsdóttir, Ólafur Einarsson, Margrét Baldursdóttir, Hafdís Einarsdóttir, Emilía J. Einarsdóttir, Hilmar Baldvinsson, Einar Jón Einarsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, PÉTUR KÚLD INGÓLFSSON húsasmíðameistari, Mávabraut 9b, Keflavfk, sem lést sunnudaginn 6. febrúar, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju, Hafnarfirði, manudaginn 14. febrúar kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Hjartavemd. Ásta Hjálmarsdóttir, Hafsteinn Pétursson, Malen Sveinsdóttir, Kolbrún Pétursdóttir, Guðmundur Valdimarsson og barnabörn. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu, móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og systur, MARGRÉTAR ÞORSTEINSDÓTTUR, Langagerði 4. Sérstakar þakkir til krabbameinsdeildar Landspítalans. Jón G. Halldórsson, Guðríður Jónsdóttir, Gunnar Kr. Sigurðsson, Dagný Jónsdóttir, Svavar Guðmundsson, Þorsteinn Jónsson, Hjördís Guðmundsdóttir, Þórir Þorsteinsson, Steinunn Henrite.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.