Morgunblaðið - 12.02.2000, Síða 58

Morgunblaðið - 12.02.2000, Síða 58
58 LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR GESTUR * MAGNÚSSON + Gestur Magnús- son fæddist að Gullbringu í Svarf- aðardal 11. apríl 1918. Hann lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri 3. febrúar síðastliðinn. Gestur var sonur Ingibjargar Jóns- dóttur og Magnúsar Gislasonar. Þrjá bræður átti hann frá > föður og eina systur frá móður. Gestur ólst upp með móður sinni í Svarfaðardal og á Dalvík. Um tvítugt fór hann til Akureyrar til að læra húsgagnasmíði og varð það hans ævistarf. Þar kynntist hann lífsförunaut sfnum, Rut Ingimarsdóttur, f. 20.7. 1928. Þau eignuðust tvo drengi. Þeir eru: 1) Sigurður Már, bús- ettur í Borgarnesi. Hans kona er Anna Karelsdóttir. Þeirra börn eru Gestur Már, Guðný og Marianna. 2) Viktor Már. Hans kona er Edda Hjörleifsdótt- ir. Þeirra börn eru Bára, Ragnheiður, Rut og Vífill Már. Barnabörnin eru orðin tvö. Synirnir fetuðu í fót- spor föðurins og eru báðir lærð- ir smiðir. Utför Gests fór fram í kyrr- þey. Hljóðlega lifði hann Gestur frændi minn lífi sínu og jafn hljóðlega kvaddi hann það. Hann var búinn að eiga við mikil veikindi að stríða í mörg ár og var sárt að horfa upp á hvemig dró af honum dag frá degi, en hann reyndi y að vera hress þegar gesti að garði bar. Þessi frændi minn var mér afskap- lega kær, enda þekkti ég hann best af frændum mínum. Hann bjó á heimili foreldra minna, um nokkura ára skeið á sínum yngri árum og var hann okkur systrum mjög góður alla tíð. Ég man eftir kvöldum í stofunni heima þegar stormur og snjór buldu á húsinu og við sátum við rauð- glóandi kolaofninn og Gestur írændi minn spilaði á sögina sína. Hann var einkar laginn við við sögina og sér- "staklega er mér minnisstætt lagið ,Áfram veginn í vagninum ek ég“. Þá fannst mér frændi minn vera meðal fremstu Iistamanna. Engan hef ég þekkt sem unni Svarfaðardal, Akureyri og Norðurlandi öllu, Iíkt og Gestur gerði. Þegar ég bjó í Reykjavík, hringdi í Gest frænda í Rauðumýrinni og spurði veðurs var ætíð blankalogn og sól, en ætíð var gott veður í hans huga norðan heiða. Gestur frændi minn var mikið góðmenni og upp- skar ríkulega fyrir það því öllum þótti vænt um hann. Bömum var hann sérstaklega góður og glöddust þau af nærveru hans. Eitt sinn kom eitt bamabama minna og sagði: Amma, vissir þú að Rut frænka og Gestur frændi eiga „sælgætistré" sem við megum fá af?“ Alltaf var nóg til í Rauðumýrinni, fyrir böm og full- orðna. Gestur giftist henni Rut frænku minni þannig að tengslin urðu enn nánari. Lengst af hafa þau búið í Rauðumýri 20 á Akureyri, og þangað er alltaf gott að koma og allir velkomnir á nóttu sem degi. Rut frænka mín verður nú að horf- ast í augu við miklar breytingar í lífi sínu. Maðurinn sem hún umvafði ást sinni og hlýju, maðurinn sem hún gerði lífið léttbærara í veikindum sínum, er nú allur. Hann mun lifa í bjartri minningu okkar sem mun létta þær byrðar sem á ástvini hans era lagðar og þá sérstaklega Rut og syni þeirra. Gesti frænda mínum óska ég góðr- ar ferðar til nýrra heimkynna. Rut frænku minni þakka ég fyrir alla hennar fórnfýsi og ást sem hún sýndi Gesti gegnum árin í erfiðu veikind- unum. Ég þakka fyrir að hafa fengið að halda í hönd hans síðustu stund- imar. Við Sverrir, böm okkar og fjöl- skyldur, eram þakklát fyrir þá miklu góðvild er okkur hefur mætt í gegn- um árin. Elsku Rut, guð vefji þig geislum sínum og hlýju um framtíð alla. Siggi, Viktor og fjölskyldur, Þor- björg og fjölskylda og Tóti, við Sverrir og börn okkar sendum ykkur innilegustu samúðarkveðjur. Bára Sigurðardóttir. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug viö andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR GUÐGEIRSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til alls starfsfólks á Hrafnistu, Hafnarfirði, fyrir einstaka umönnun á liðnum árum. Guð veri með ykkur. Katrín Eyjólfsdóttir, Ármann Gunnlaugsson, Vigdís Eyjólfsdóttir, Guðjón Elíasson, Brynjólfur Eyjólfsson, Guðgeir Eyjólfsson, Kristín I. Geirsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. + Innilegar þakkir færum viö öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, SIGURÐAR KRISTJÁNSSONAR. Guð blessi ykkur öll. Guðrún Sveinsdóttir, Ólöf Sveinbjörg Sigurðardóttir, Hilmar Adólfsson, Sigurður Sigurðsson, Hjördís Rósantsdóttir, Sigríður Krístín Sigurðardóttir, Ólafur Valsson, Ingibjörg Sigurlín Sigurðardóttir og barnabörn. Hann bróðir minn er fallinn frá. Hetjuleg var barátta hans mörg und- anfarin ár við þann sjúkdóm sem nú hefur lagt hann að velli. Hann ólst upp hjá móður sinni, Ingibjörgu Jónsdóttur, í þeirri fallegu sveit Svarfaðardal. Lengst af vora þau á Tjöm, Hofsá og Hofi. I tæp tvö ár vora þau í Skagafirði en þangað flutti móðir Gests með æskuvinkonu sinni sem þar var að hefja búskap. Það má öllum vera ljóst að erfitt hef- ur verið fyrir unga móður á þessum tímum að vera vinnukona og hugsa um ungan son. En það var þeirra lán að þau lentu ávallt hjá góðu fólki. Það kom snemma í Ijós hvað Gest- ur var handlaginn. Hann var mjög ungur þegar hann fór að smíða og skera út hluti. Þess vegna kom það fáum á óvart þegar hann ungur að áram ákvað að læra smíðar. Hann fluttist þá til Akureyrar og lærði húsgagnasmíði. Lengst af vann hann á Valbjörk. Hann var hörkuduglegur verkmaður, hvers manns hugljúfi og ekki var haft eftir honum illt umtal um nokkurn mann. Gestur var ákaf- lega heimakær og vildi helst ekki fara langt út fyrir Eyjafjörðinn. Móðir hans og stjúpi bjuggu á Dal- vík. Þangað vora famar ein til tvær ferðir á ári. Þegar Sigurður sonur hans flutti í Borgarnes heimsótti hann fjölskylduna þangað. Það versta sem fyrir Gest gat komið var er hann þurfti að fara til Reykjavík- ur. Þar var ekki verandi fyrir hraða og látum. Gestur var mikill útivistarmaður. Hans sælustu stundir vora þegar hann komst í góða lax- eða silungsá. Margar ferðirnar vora þeir búnir að fara vinirnir, hann og pabbi minn, að veiða í Svarfaðardalsá. Golfíþróttin tók hug hans allan á tímabili og var hann búinn að vinna margan pening- inn og bikarinn í þeirri íþrótt. Hann Gestur var eina systkinið mitt. Aldursmunur okkar vora 24 ár. Þar af leiðandi voram við ekki alin upp saman. En alltaf var ákaflega kært á milli okkar. Á mínum fyrstu búskaparáram bjó ég í sveit. Það gafst ekki mikill tími til sumarfría hjá bændum. En þó leið ekki það sumar að ekki væri farin ein ferð norður í Eyjafjörð. Þá var fyrst farið á Dalvík til ömmu og afa, og gist eina til tvær nætur. Síðan var haldið til Akureyrar í Rauðumýri 20. Stund- um var gist þar yflr eina nótt. Það var alveg sama hvenær okkur bar að garði, alltaf var tekið á móti okkur með höfðingsbrag. Borðin svignuðu undan mat og drykk hjá þeim Rut og Gesti. Allir vora hjartanlega vel- komnir. Gestur var ákaflega bamgóður maður og fengu bömin mín að kynn- ast því. Þau töluðu oft um það að Gestur frændi talaði alltaf við þau eins og fullorðið fólk. Það kunnu þau að meta. í hvert skipti sem hann kvaddi þau, laumaði hann poka í litla hönd því þau urðu að hafa eitthvað gott til að nasla á heimleiðinni. Eldri sonur minn hefur fengið að njóta elsku þeirra og gestrisni í gegnum árin. Sökum vinnu sinnar hefur hann oft þurft að ferðast um Eyjafjörð. Það var alveg sama hvenær hann bankaði upp á í Rauðu- mýrinni, alltaf var honum tekið opn- um örmum. Seinna þegar hann var kominn með fjölskyldu var það sama sagan. Þau vora öll hjartanlega vel- komin. Vilja þau þakka allar þær góðu stundir sem þau áttu með þeim hjónum. Við hjónin sáum hann bróður minn í síðasta sinn 2. nóvember í haust sem leið, á heimili þeirra hjóna. Þann dag hefði móðir okkar orðið 99 ára. Þessi dagur mun ylja mér í minningunni. Við sem eftir lifum getum glaðst yfir því að Gestur gat notið hlýju konu sinnar og sona og þeirra fjöl- skyldna fram á síðasta dag. Hann þurfti aldrei að dvelja langdvölum á sjúkrahúsi. Elsku bróðir minn, nú er komið að leiðarlokum. Ég veit að hún móðir okkar tekur þér opnum örmum ásamt öllum hinum vinum þínum sem farnir era á undan. Hvíl þú í friði, elsku vinur. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín systir, Þorbjörg Þórarinsdóttir (Obba). + Hannes V. Ara- son fæddist á Ak- ureyri 30. mai' 1927. Hann lést á heimili sínu 23. janúar síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Akur- eyrarkirkju 2. febr- úar. Hannes Arason á Akureyri er dáinn. Hann var borinn til grafar 2. febrúar sl. Ég sakna hans, og einnig þess að hafa ekki haft tækifæri til að njóta samvista við hann seinni hluta ævi hans, eftir að hann varð ráðsett- ur heimilisfaðir. Ég hefði haft ánægju af að ræða við hann um þjóð- félagslega hlið þess að vera heimilis- faðir og fyrirvinna. Einnig hefði ver- ið gaman að fylgjast með því hvemig hann samræmdi þá stöðu áhugamálum sín- um, tónlistinni og hljóðfæraleiknum ann- ars vegar og hinsvegar pólitískum pælingum. Hannes va stór mað- ur, mikill vexti, mikill í skapi og góðum gáfum gæddur. Hljóðfæri sungu og léku í hönd- unum á honum, slegin, strokin, plokkuð eða blásin, hvort heldur það vora hnappaharm- ónika, bassasönglúður- inn túba eða stórfiðla (þ.e. kontrabassi). Hann spilaði allt- af af alvöra og virðingu fyrir verk- efninu sem hann var að leysa af hendi, það gat verið létt dansmúsík eða sorgarmars. Síðast heyrði ég og sá hann leika á stórfiðlu í danshljóm- sveit 17. júní 1995. Hljómsveitin hafði stillt upp á gatnamótum Hafn- arstrætis og Kaupangsstrætis, fyrir framan kaupfélagshúsið. Aðsóps- mikill var Hannes þar með bassann. Hannes var alvöramaður. Alvöra- menn verða að hafa kímnigáfu í lagi til að vera ekta. Þær lyndiseinkunnir vora í jafnvægi hjá Hannesi Arasyni. Hannes var sex áram eldri en ég. Þegar ég var um fermingaraldur leitaði ég gjarnan eftir kunnings- skap við mér eldri og reyndari menn og helst við þá sem heima áttu í allt öðram bæjarhluta. Hannes uppfyllti bæði þessi skilyrði. Hann átti heima eins langt niðri á eyri og hægt var að komast, ég uppi á brekku. Við hitt- umst gjaman á kvöldin, nokkrir saman, mældum göturnar í miðbæn- um til að byrja með, Hafnarstræti og Skipagötu, brugðum okkur síðan saman á kaffihús og sátum yfir mola- kaffi þar til um þær mundir að bíó var úti. Þá fór hver heim til sín. Um- ræðuefnin vora ætíð þau sömu, tón- list og þjóðfélagsmál. Þetta var mín fyrsta akademía. Ég sendi ástvinum Hannesar V. Arasonar samúðarkveðjur. Jón Bjarman. HANNES V. ARASON + Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför okkar kaeru JÓNÍNU HELGU PÉTURSDÓTTUR, Súluvöllum. Sesselja H. Eggertsdóttir, Guðmunda A. Eggertsdóttir og fjölskyldur. + Þökkum auðsýnda samúð og vinarþel vegna andláts og útfarar móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, GUÐNÝJAR LAXDAL, Lindasíðu 2, Akureyri, áður húsfreyju að Syðri-Grund, Grýtubakkahreppi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Krist- nesspítala fyrir hlýja og góða umönnun. Sævar Magnússon, Guðný Hallfreðsdóttir, Helgi Laxdal, Guðrún Jóhannsdóttir, Kristjana Magnúsdóttir, Friðrik Rúnar Gíslason, Jóhanna Magnúsdóttir, Tryggvi Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. Frágangur afmælis- ogminning- argreina MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskl- ingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð. Þá er enn fremur unnt að senda greinamar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning @mbl.is) — vinsamlegast send- ið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Auðveldust er móttaka svo- kallaðra ASCII skráa sem í dag- legu tali era nefndar DOS-texta- skrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og WordPerfect einnig nokkuð auðveld úrvinnslu. Um hvem látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar grein- ar um sama einstakling tak- markast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Til- vitnanir í sálma eða Ijóð tak- markast við eitt til þijú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skfrnamöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.