Morgunblaðið - 12.02.2000, Qupperneq 70
70 LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
Grettir
Ljóska
PAÐ KOM HERNA NAUTHEIMSKUR
BANKARÆNIN6IÍM0R6UN...
Smáfólk
( THEY CALL ^ °\vIT“5NOWjy ° (l COMES FROM") VjýP THERE.. ANP THEN IT FALL5 P0WN HERE..
° ° o ° o ^ ° — 0 O Q O g ^ — O
/2-11 ° Q o ö o o o o o
. , , °/ l’M 50RRY.>
‘Kl\í I TH006HT
/K')I YOOWANTED
s? 11 A5CIENTIFIC
. EXPLANATION..
Þetta nefnisr „snj<Sr“.
Hann kemur að ofan.
Og fellur til jarðar.
Fyrirgefðu. Ég hélt þú
vildir fá vísindalega
útskýringu
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Menn verða helst að vera útbúnir eins og kafarar svo þeir séu gjald-
gengir veiðimenn og standa úti í ánni upp undir hendur, baðandi út öll-
um öngum, segir meðal annars í meðfylgjandi bréfi.
Stöng eða net
Frá Guðvarði Jónssyni:
STANGVEIÐIMENN deila oft hart
á netaveiði í ám og telja hana spilla
fyrir stangveiði og jafnvel hafa nei-
kvæð áhrif á laxastofninn í ánum. Ég
er líka þeirrar skoðunar að netaveiði
og stangveiði í sömu á sé ekki æski-
legt fyrirkomulag.
í þessum línum ætla ég að minn-
ast á ýmsa þætti sem ég tel að betur
mætti huga að en gert er. Á þeim 65
árum, sem ég hef veitt lax á stöng,
hafa laxastofnar í mörgum ám
minnkað verulega og sumar góðar
laxveiðiár eru næstum orðnar lax-
lausar.
Netaveiði er umdeild en ég tel
hana jákvæðari gagnvart laxastofni
ánna en stangveiði. Netaveiðin veitir
meiri frið í ánum, vegna þess hvað
umgengni er lítil við ámar og sé fylgt
reglum, hvar og hvemig eigi að
leggja netin og hversu mörg prósent
megi veiða úr göngustofni árinnar á
hverju sumri, þá er netaveiðin um-
hveríisvænni en stangveiðin. Teljari
þyrfti þó að vera í hverri laxveiðiá.
Stangveiðin er aftur á móti fjöl-
þættara ferli við ámar og getur haft
mjög víðtæk áhrif á lífrQd þeirra.
Þess vegna er nauðsynlegt að hafa
strangar reglur um umgengni við
ámar og eins hversu mörg prósent
af göngustofni megi veiða á hverju
sumri. Það virðist aftur á móti mjög
skorta á það sumstaðar að slíkt eftir-
lit sé fullnægjandi.
Hið stöðuga áreiti sem laxinn
verður fyrir frá veiðimönnum mun
hafa mjög stressandi áhrif á hann og
þar af leiðandi neikvæð áhrif á líðan
hans í ánni og mun líka vera mjög
neikvætt fyrir það mikilvæga hlut-
verk sem honum er ætlað með göng-
unni í ámar. Þess vegna finnst mér
furðulegt, að það skuli ekki vera
ákveðin svæði í hverri laxveiðiá, þar
sem laxinn er friðaður gagnvart öllu
áreiti.
Eitt af þeim atriðum sem valda
mikilli styggð í ánum er þegar veiði-
menn eru að vaða um veiðisvæðin.
Menn verða helst að vera útbúnir
eins og kafarar, svo þeir séu gjald-
gengir veiðimenn og standa úti í ánni
upp undir hendur, baðandi út öllum
öngum. Þetta ætti að banna því þess
gerist ekki þörf, bæði línur, stangir
og hjól em orðin það góð að kast-
lengdin er nægileg til þess að koma
beitunni á réttan stað þó staðið sé á
bakkanum, ekki síst ef veiðimaður-
inn hefur rétt til þess að veiða frá
báðum bökkum. Ég hef oft verið við
laxveiðar á strigaskóm og gengið
ágætlega. Það er ekki bara vegna
styggðarinnar, að banna ætti þetta
ársull, heldur er árbotninn sem
menn era að vaða um iðandi af smá-
sílum sem fela sig í mölinni þegar
hættu ber að, því er ekki ólíklegt að
það sé dijúgur slatti af laxaseiðum
sem menn kremja undir fótum sér á
hverju sumri.
Veiðiverðir ættu alltaf að skoða
þau veiðarfæri sem menn nota við
veiðarnar og fylgjast með því að ekki
séu notuð ólögleg tæki. Einnig þurfa
veiðiverðir að skoða allt sem veitt er
og sjá til þess að rétt sé skráð í veiði-
bækur. Oft hefur maður séð allrós-
óttar skráningar í slíkum bókum.
Menn eiga ekki að komast upp með
að skrá í bækur það, sem þeir ekki
hafa veitt, eða að skrá ekki það sem
þeir veiða. Það á heldur ekki að líð-
ast, eins og maður sér stundum, að
það séu 5-6 stangir í ám, þar sem
ekki eiga að vera nema 2-3. Mér
finnst stundum, eins og veiðiréttar-
eigendur séu ragir við að setja nauð-
synlegar reglur og fylgja þeim eftir,
af ótta við að tapa kaupendum veiði-
leyfa. En málið er að vemdunarregl-
ur sem fylgt er eftir tryggja stærri
veiðistofn og betri veiði.
Það hefur verið hörmung að horfa
upp á ár sem vora fullar af fiski, tær-
ast svo upp á síðastliðnum þrjátíu ár-
um, að það sé tilviljun að maður sjái í
þeim nema einn og einn fisk á stöku
stað, þegar best lætur. Ein af aðal-
ástæðunum íyrir þessu er sú að ekki
hefur verið hugað að því að ámar
þurfa að halda eftir ákveðinni stofn-
stærð til þess að viðhalda veiðistofni.
Að kreista lax og ala seiðin upp í
klakstöð skaðar hæfni stofnsins til
þess að byggja upp heilbrigðan villt-
an stofn í ánum. Þess vegna þarf að
skapa laxinum aðstöðu í ánum til að
hann geti byggt upp veiðistofn ánna.
Veiði og sala veiðileyfa verða svo að
vera í samræmi við hvað stofninn
þolir. Öðravísi verður tilvera og heil-
brigði stofnsins ekki tryggð.
Að lokum era það veiðimennirnir
sjálfir. Mér finnst undarlegt, að allur
þessi stóri hópur laxveiðimanna
skuli gera sér það að góðu, að út-
lendingar útiloki þá frá íslenskum
laxveiðiám á besta veiðitíma sumars-
ins og sleiki svo upp leifamar eftir
útlendingana, fyrir okurverð. Það er
ekki mikið víkingablóð í svona mönn-
um.
GUÐVARÐUR JÓNSSON,
Hamrabergi 5, Reykjavík.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.