Morgunblaðið - 12.02.2000, Síða 71

Morgunblaðið - 12.02.2000, Síða 71
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2000 71 BRÉF TIL BLAÐSINS KIRKJUSTARF Hver er sinnar gæfu smiður nema kvóta eigi Frá Svavari R. Guðnasyni: EINU sinni voru hjón sem áttu ofur- lítinn kofa úti í skógi, bóndinn hjó tré og smíðaði hús sín og muni af mikl- um hagleik. Annað fólk sá að þetta var gott til eftirbreytni, og tók upp siði bónda. Smám saman stækkaði hópur sá er hafði siði bónda til fyrir- myndar. Og þannig myndaðist smám saman þorp. íbúar þessa litla samfé- lags undu glaðir við sitt og ekkert gat raskað ró þess nema þá einna helst veðrið. Dag einn ákvað bóndi nokkur að senda son sinn til mennta út í hinn stóra heim og segir ekki meira af fyrr en bóndasonur kemur til baka full-lærður. Hann hafði num- ið viðskiptahagfræði, þóttu það stór tíðindi er sonurinn sótti heimahag- ana aftur. Nú liðu dagarnir sem endranær og fór bóndasyni að leið- ast lífið heima, hann hafði kynnst hinum stóra heimi og var fullur hug- mynda og visku, það leið því ekki á löngu þar til hann kom að máli við föður sinn og fór að kynna honum leyndardóma viðskiptahagfræðinn- ar. Jú, sjáðu til pabbi, ef við héma í þorpinu stofnuðum almennings- hlutafélag um skógarhöggið, tim- burvinnsluna, húsgagnasmiðjuna og allt hitt mætti fá inn í okkar samfé- lag miklu meira fjármagn en við höf- um yfir að ráða og allir yrðu með fullar hendur fjár. Gamli maðurinn hugsaði sig lengi um en svaraði um síðir: „En við eigum þetta öll, hvern- ig getum við þá grætt meira?“ „Sjáðu nú til pabbi, við fáum fleiri til að kaupa hlut í okkar eigum og þá höfum við meira fé milli handanna til að ráðskast með til uppbyggingar og athafna." Sá gamli skildi þetta ekki nógu vel og svaraði: „En við eigum allt, höfum allt og allir sem hingað hafa flutt, hvað viljum við þá meira?“ „Sko, sjáðu nú til pabbi, hér hefurðu einn spýtukubb, ekki satt, hann er 100 króna virði, ef við seljum helm- ings hlut í honum á 50 krónur þá höf- um við yfir að ráða 150 krónum ekki satt, bæði kubbnum og 50 krónun- um, samasem 150 krónum.“ „Jamm,“ sagði sá gamli, „merkileg fræði þessi viðskiptahagfræði, einn spýtukubbur orðinn einn og hálfur spýtukubbur, það er eins gott að fara að flytja út á bersvæði áður en þú selur hlutabréf í skóginum öllum.“ Góðir hálsar, nútíma þjóðfélag krefst nútíma hugsanagangs, einn þorskur getur orðið einn og hálfur þorskur, og gott ef ekki eitthvað ennþá meira, til að mynda fjórir þorskar. Hver var svo að tala um tví- höfða þurs, þeir eru löngu úreltir, þeir nýjustu eru fjögurra hausa og fást niðri á þingi, horfa í allar áttir og sjá allt fyrir og kunna því ráð við öllu. Nei takk, ég vil ekki hlut í þing- haus hvað þá tvíhaus og alls ekki þrí- haus, ég frétti að Byggðastofnun hefði fengið einn slíkan og nú er allt í pati þar. Ekki nóg með að hann tali tungum tveim heldur þrem, þannig að útkoman er eitthvað í líkingu við návæl, allt komið úr skorðum og eng- inn veit hvert kvótinn á að fara næst. Guð forði okkur frá að hann gerist sjálfstæðismaður, þá yrði nú fyrst fjandinn laus. Þannig er nú einu sinni með þessi hlutabréf hvort sem þau eru í okkur sjálfum eða spýtu- kubbnum, við lifum víst bara einu sinni og best er að búa ekki á ber- svæði með auð einan fata. Hrakiim og kaldur ég húki við staf og horfí á barn sem grætur. Hvar er sá þróttur sem guð mér gaf? Hver breytti degi í nætur? Enginn er hultur og á sér stað. Hvar liggja mannsins rætur? SVAVAR R. GUÐNASON, er eða var útgerðarmaður á Patreksfirði. Lögleidd lífshætta! Frá Birni Finnssyni: LAGASKYLDA er að reiðhjól séu notuð á vegum en undanþága til nota á gangbrautum. Fari hjól- reiðamaður að lögum er hann í ei- lífri lífshættu, geri hann það ekki, lifir hann í undanþáguheimi sem ís- lensk stjórnvöld virðast mjög hrif- in af. Umferðarlög kveða á um, hvar hvers staður er í umferðinni en leyfa þó þann hraða sem hæfir bílum einum og bifhjólum. Væri hámarkshraði færður niður í 25-30 km á klst. ættu hjólreiðamenn góða möguleika, en gangandi við 10 km hámarkshraða. Vitaskuld eru hinir vélknúnu ís- lendingar ekki tilbúnir til þess enda aka þeir meira á 90-130 km hraða, sem víðast er langt yfir leyfðum hraða. Segja má að 30 km hraði í hverfum innan borgarinnar og kannski á öðrum þéttbýlisstöð- um, sé gerður til að lífvænlegt sé að ferðast þar um fyrir alla. Þetta er þó engin allsherjarlausn. Borg- ar- og bæjayfirvöld um land allt ættu að sjá sóma í, við hönnun nýrra umferðarmannvirkja, að hafa vel merktar hjólareinar eða brautir með tilheyrandi umferðar- merkjum, sem þó mega ekki vera í höfuðhæð hjólandans. Hreppar landsins gætu greitt fyrir og laðað að sér ferðamenn með því að nota aflagða vegi og búa til góð stíganet er tengjast næstu hreppum og fögrum stöðum. Að fara fram á, að landsstjórn fari eftir þessum sínum lögum, og gera ráð fyrir reiðhjólum sem far- artæki, er eða hefur verið til lítils. Auðvitað má vonast til að sam- gönguyfirvöld vitkist nokkuð og láti hanna ný vegamannvirki, með okkur hjólreiðaþegna þessa lands og fjölgandi hjólaferðamenn í huga og okkar öryggi. Gamla og aflagða þjóðvegi þarf ekki að fjarlægja enda kostar slíkt mikið og væri óþarft umrót, auk þess brennslu á miklu eldsneyti með tilheyrandi loftmengun. Nær væri að gera þá að góðum samgönguleiðum meng- unarlausra farartækja. Vert er yfirvöldum háum og lág- um, þessa þjóðríkis, að sjá til þess að þau lög séu ein í gildi, sem ætl- un er og möguleiki á að framfylgja. Á þeim tímum er við lifum, fara stjórnvöld mikinn í mengunar- og umhverfismálum. Stofna um það ráðuneyti, sækja og halda ráðtefn- ur, semja skýrslur, búa til emb- ætti, nefndir og ráð. En í reynd virðast stjórnvöld hér ekki hafa nokkra einustu heil- steypta stefnu í þessum málum, stóriðja er aukin, fiskiskipaflotinn stækkaður að afli og útblæstri, bif- reiðar fluttar inn óheft með til- heyrandi eitruðum útblæstri, stór- auknum slysum sem auka þjáningu þegnanna og sjúkrakostnaður eykst svo heilbrigðiskerfið er orðið fjárhagslegur baggi. Finnist ein- hver tæki og tól til að menga með, virðist hvatning ómæld, til aukinn- ar notkunar á Islandi með tilheyr- andi eitrunum, slysum og óheil- brigði, allt til stundargleði og stórfellds gróða ráðamanna. Af- komendurnir munu væntanlega lifa og deyja í megnunarskítnum. Þegar mengunarslæðan er svo þykk sem raun ber vitni, er ofur eðlilegt að yfirvöld smá og stór sjái ekki fóta sinna för eða bíla sinna braut í þessum málum. Við hjól- reiðamenn sem finnum fnyk í æð- um vegna þessa munum óhindrað halda áfram áminningum og ábendingum um ókomna tíð í veikri von um vitrænt líf í framtíðinni, ef ekki fyrir okkur þá komandi kyn- slóðir. BJÖRN FINNSSON, Krummahólum 13, Reykjavík. Safnaðarstarf Þrettándu aldar messa ÞRETTÁNDU aldar messa (tím- ab. 1200-1300) tileinkuð Þorláki helga verður í Hallgrímskirkju sunnudaginn 13. febrúar kl. 11. í tilefni af 1.000 ára kristnitökuaf- mæli okkar íslendinga var ákveðið að á dagskrá Reykjavíkurprófastsdæma yrðu sérstakar messur er fjölluðu um gamla messusiði og sýndu okkur lítil- lega inn í þjóðlíf íyrri alda. Messur liðinna alda eiga að vekja fólk til umhugsunar um andblæ liðins tíma, bæði þjóðfélagslega og guð- rækilega, þannig er notað tiltækt efni frá ákveðnum tímum fyrri alda til að vinna úr. Þá er einnig reynt að varpa ljósi á hvemig kristin messa þróaðist í gegnum aldimar. í predikun era aldarandanum gerð skil, sungnir sálmar þess tíma og ein- staka hlutar messunnar eins og vitað er hvemig voru iðkaðir á því tímabili sem er til umfjöllunar í hvert sinn, færðir inn í nútímann. Þessar messur era almennar messur, en ekki leiksýningar, þannig koma almennir kirkjugestir til kirkju eins og venju- lega og taka þátt í messunni. Messan í Hallgi-ímskirkju er önnur messan af sjö messum undir heitinu „Messur liðinna alda“. Bæklingur sem útskýrir messumar svo og hvar og hvenær þær eru haldnar og um hvaða tíma þær fjalla, hefur verið dreift í allar kirkjur í prófastsdæm- unum og er fólk hvatt til að ná sér í eintak. Athygli er vakin á fræðsluerindi sem sr. Sigurður Sigurðsson vígslu- biskup í Skálholti flytur um Þorlák helga á undan mesunni í Hallgríms- kirkju og sýningu í anddyri kii'kjunn- ar á bókum og munum sem tengjast þessum tíma. „Messur liðinna alda“ í Hall- grímskirkju Næstkomandi sunnudag, 13. febr- úar, er komið að Hallgrímskirkju að halda messu með sögulegu ívafi í til- efni kristnitökuhátíðar. En fram til vors verða 7 slíkar messur víðsvegar í Reykjavíkurprófastsdæmum. Áð þessu sinni verður litið til Þor- láks helga biskups í Skálholti og þeirra messusiða, sem þá vora iðkað- ir. Sr. Sigurður Sigurðarson vígslu- biskup mun flytja erindi á fræðslu- morgni kl. 10 árdegis um Þorlák helga og prédika í hátíðarmessu kl. 11. í messunni munu sr. Jón D. Hróbjartsson, sr. Sigurður Pálsson og sr. Kristján Valur Ingólfsson þjóna ásamt vígslubiskupi. Mótettu- kórinn syngur undir stjóm Harðar Áskelssonar. Félagar úr Vocis Thulis munu syngja fyrir messuna og í messunni söngva úr Þorlákstíðum. í forkirkjunni verða myndir af ís- lenskum handritum (Þorlákstíðir) og fomum byggingum. Þá verður til sýnis skrúði prests samkvæmt fyrir- mælum Þorláks biskups og fleira frá þessum tíma. Kirkjudagar í Hveragerðis- kirkju Kirkjudagar verða í Hveragerðis- kirkju frá og með sunnudeginum 13. febrúar. Frá þeim degi og fram tO 21. febr- úar verður einnig opin sýning í kirlgunni á vegum Hins íslenska bibl- íufélags. Hádegis- og kvöldbænm verða alla virka daga vikuna 13.-20. febrúar kl. 12:15 og 18. Sóknamefndarfólk og starfsmenn kirkjunnar skiptast á um að leiða þær stundir ásamt sóknar- presti og organista. Fimmtudaginn 17. febrúar kl. 20:30 verður biblíufræðsla í umsjá Jóns Pálssonar, framkvæmdastjóra Hins íslenska biblíufélags. Tilvalið tækifæri fyrir alla sem eru forvitnir um biblíuna og langar að vita meira um hana. KRiSTIN TRÚ í ÞÚSUND ÁR ÁRIÐ2O0O Sunnudaginn 20. febrúar kl. 11 verður fjölskylduguðsþjónusta með þáttöku fermingarbama og Kanga- sönghópurinn flytur tónlist frá Af- ííku. Eftir guðsþjónustuna verður stuttur fundur með fermingarböm- um og foreldram og fermingarkyrtl- arnh- mátaðir. Síðdegis sama dag, kl. 17 verður dagskrá í tOefni Kristnihá- tíðar í Ámesprófastsdæmi. Tónlistar- dagskrá flytja Kirkjukór Hveragerð- is- og Kotstrandarsóknar undir stjóm Jörg. E. Sondermann og Söng- félag Þorlákshafnar, sem Róbert Darling stýrh’. Erindi um kristnitök- una flytur séra Heimir Steinsson á ÞingvöUum. Hjónanámskeið verður mánudags- kvöldið 21. febrúar kl. 20 í umsjá séra Þórhalls Heimissonai’. Námskeiðið er ætlað öllum hjónum, hvort sem þau hafa verið gift lengur eða skemur. Gott hjónaband getur alltaf orðið betra. Æskilegur fjöldi er 10-15 hjón. Þátttökugjald fyrir hjónin er kr. 2.500 og greiðist við mætingu. Fimmtudaginn 24. febrúar sýnir Furðuleikhúsið leikþátt „Frá goðum til Guðs“, sem fjallar um kristnitök- una. Tvær sýningar verða fyrir nem- endur Grannskólans og í samráði við hann. Jón Ragnarsson. Kirkjugöngur í dag, laugardaginn 12. febrúar, verður ganga nr. 6. Lagt verður af stað frá Umferðarmiðstöðinni kl. 10 og hefst gangan við Laugarneskirkju. Gönguleiðin verður frá Laugar- neskirkju að Áskirkju og þaðan að húsi KFUM & K við Holtaveg, en síð- an verður haldið í Langholtsldrkju. Hreyfing, fræðsla og bænahald. Veitingar í boði Langholtskirkju- safnaðar. Þátttökugjald kr. 500, frítt fyrir böm undir 15 ára í fylgd með ftillorðnum. Listí Laugarnesi Á sunnudaginn kemur verður opn- uð áhugaverð listasýning í safnaðar- heimili Laugameskirkju þar sem eldri Laugamesbúar sýna verk af ýmsum toga. Sex aðilar eiga verk á sýningunni sem samanstendur af myndverkum með fjölþættri tækni og efnisnotkun auk tréskurðar. Eru það þau Svanbjörg Hróbjartsdóttir, Gunnar Ríkharður Gunnarsson, Ingi- björg Jónsdóttir, Guðrún Magnús- dóttir og Guðrún Jóhannesdóttir sem hér gefa okkur innsýn í list sína auk Elínar Ágústu Hróbjartsdóttur, sem látin er fyrir mörgum árum, en verka hennar fáum við að njóta. Auður Ólafsdóttir myndlistar- og sóknamefndarkona annast uppsetn- ingu sýningarinnar sem opnuð verð- ur í messukaffinu strax að lokinni messu kl. 11 nk. sunnudag. Þjóðlagamessa í Hafnar- fjarðarkirkju Sunnudaginn 13. febrúar verður haldin þjóðlagamessa í Hafnarfjarð- ai’kirkju. Hefst messan kl. 20.30. Fyr- ir nokkram áram samdi sænska tón- skáldið og presturinn Per Harling messu er fékk nafnið „mássa i viston" á sænsku eða „þjóðlagamessa" á ís- lensku. Þjóðlagamessan er byggð á samnomænni þjóðlagahefð. Vísan er eitt aðaleinkenni norrænnar alþýðu- sönghefðar. Um öll Norðurlönd eru sungnar vísur oft við undirleik har- monikku eða fiðlu. Vísumar segja sögur af venjulegu fólki og hetjum og tónlistin á sér fomar rætur í dölum og skógum Svíþjóðar, Noregs og Finn- lands. í þjóðlagamessunni er vísan og vísnatónlistin gerð að undirstöðu helgihaldsins. Allir hinir hefðbundnu messuliðir era á sínum stað, en þeir hafa verið endursamdir að hætti vís- unnar. Auk þessa tengjast nýir sálm- ar messunni, sálmar sem byggjast á vísnahefðinni og hafa ekki verið flutt- ir áður við helgihald hér á landi. í dag mun vísnasönghópur undiiA. stjóm Amars Amarssonar flytja messuna. Prestar eru sr. Gunnþór Ingason og sr. Þórhallur Heimisson en hann þýddi messuna og staðfærði. Munu fermingarböm sýna helgileik. Eftir messuna er öllum kirkjugestum boðið að þiggja kaffisopa í safnaðar- heimili Hafnarfjarðarkirkju. Hefð- bundin guðsþjónusta fer fram í kirkjunni kl. 11. Pi’estur þá er sr. Þór- hildur Ólafs. Neskirkja. Félagsstarf aldraðra kl. 13. Farið í heimsókn í nýja Fjöl- brautaskólann í Garðabæ þar sem skólameistarinn Þorsteinn Þorsteins-L son tekur á móti hópnum. Kaffiveit- ingar. Allir velkomnir. Sr. Frank M. Halldórsson. Fríkirkjan Vegurinn: Samkoma kl. 20. Lofgjörð, prédikun og fyrir- bæn. Allir hjai-tanlega velkomnir. Hvammstangakirkja. Sunnudaga- skólikl. 11. Akraneskirkja. Kii’kjuskóli kl. 11. TTT-starf (10-12 ára) kl. 13. Stjórn- andi Elín Jóhannsdóttir. Boðunarkirkjan. Á morgun, sunnudag, kl. 17 er námskeið í Daní- elsbók. Leiðbeinandi er dr. Steinþór Þórðarson. Námskeiðinu er útvarpað á Hljómnemanum FM 107. KEFAS. Laugard: Almenn sam- koma kl. 14. Gestaprédikari Jón Þór *- Eyjólfsson. Mán: Karlabænastund kl. 20.30. Þri.: Fræðsla og bænastund kl. 20.30. Mið.: Samverastund unga fólksins kl. 20.30. Föst.: Bænastund unga fólksins kl. 19.30. Allir velkomn- ir. Vegurinn. Fjölskylduhátíð kl. 11. Fögnuður og gleði í húsi drottins. Léttar veitingar eftir samkomuna. Samkoma kl. 20. Samúel Ingimars- son prédikar. Allir velkomnir. Hjálpræðisherinn. Laugardag kl. 13: Laugardagsskóli fyrir krakka. STEINAR WAAGE Nýtt frá Teg. 857620. Litur svartur Stærðir 40-46 Veri nú 9.995,- OOMU5 MEDKA vi5 Snorrobrout - Reykjavík Sími 551 8519 KRINGLAN Kringlunni 8-12 - Reykjavík Simi 568 9212 PÓSTSENDUM SAMDÆGURS Teg. 95352. Litur svartur Stærðlr 41 -46 Veri nú 9.995,- Teg. 69304. Litur svartur Stærðir 41 -46 Veri nú 9.995,-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.