Morgunblaðið - 12.02.2000, Page 84

Morgunblaðið - 12.02.2000, Page 84
Netþjónar o<z tölvnr o Hefur þitt fyrirtæki efni á að eyða tíma starfsfólksins í bið? Þaö er dýrt að íáta starfsfólkiö bíöa! MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 LAUGARDAGUR 12. FEBRUAR 2000 VERÐI LAUSASOLU150 KR. MEÐ VSK. Greitt með GSM í ár TAL og Íslandssími hafa áform um að hasla sér völl í greiðslumiðlun á ^^þessu ári með því að bjóða svokallað- ^*ar smáskammtagreiðslur, sem gera farsímanotendum kleift að nota sím- ann til að kaupa vöru og þjónustu á Netinu og fá gjaldið fært á síma- reikninginn sinn. Þetta er meðal þess sem kemur fram í sérblaði um netviðskipti, sem fylgir Morgunblaðinu í dag. Þá kemur fram að netbankar banka og sparisjóða njóta mikilla vinsælda. Heimabanki SPRON velti 23 milljörðum króna á síðasta ári og fjölgaði tengingum um 75% á síðasta ári. Um 40.000 manns heimsækja Heimilisbanka Búnaðarbankans á Netinu í hverjum mánuði og hafa 27,8% viðskiptamanna tengingu. Netbanki íslandsbanka hefur nú um ->17.000 aðgangsorð og eru gerðar þar um 600.000 færslur á mánuði. Notk- unin eykst um 10-20% á mánuði. 11.000 manns eru tengdir Einka- banka Landsbanka íslands og þús- undir notenda eru skráðar hjá Kaup- höll Landsbréfa. 25,2% islenskra netverja keyptu vöru eða þjónustu á Netinu í fyrra. Áætlað er að innlend netverslun hafi velt 308 m.kr. á árinu, þar af seldu Flugleiðir fyrir 130 m.kr. L ■ Net viðskipt Í/D1-D36 ♦ ♦ ♦ Loðnukyót- inn aukinn LOÐNUKVÓTINN hefur verið auk- inn um 150 þús. lestir á yfirstandandi vertíð samkvæmt ákvörðun sjávar- útvegsráðuneytis. Hafrannsókna- stofnun hefur lagt til að leyfilegur hámarksafli frá 10. febrúar til loka vertíðar verði 670 þúsund lestir. Samkvæmt bráðabirgðatölum hafa nú veiðst rétt um 330 þúsund lestir af loðnu á vertíðinni og verður heild- arkvóti hennar því 1 milljón tonna. Tillaga Hafrannsóknastofnunar- innar á sl. vori var um 850 þúsund lesta bráðabirgðakvóti og er aukn- ingin því 150 þúsund lestir. Kemur þessi aukning öll í hlut íslensku loðnuskipanna, auk 30 þúsund lesta úr kvóta Grænlands, samkvæmt sér- stöku samkomulagi við Evrópusam- bandið. Þegar hafði íslenskum skip- um verið úthlutað 575.800 lestum úr bráðabirgðakvótanum og eykst út- hlutun þeirra því í 755.850 lestir. Auk þessa kemur í hlut íslands ónýttur kvóti Noregs miðað við 15. febrúar nk., auk hluta af ónýttum kvóta Grænlands, samkvæmt sam- komulagi landanna þar um. Ekki verður unnt að úthluta endanlega því : -y magni fyrr en eftir 15. febrúar nk. en gera má ráð fyrir að með því móti falli í hlut íslands á bilinu 130-150 þúsund lestir. ■ Lítið sést/26 MITSUBISHI Allar björgunarsveitir á Suður- og Suðvesturlandi ræstar út Fjöldi fólks lenti í erfiðleikum vegna veðurofsans á Suður- og Suðvesturlandi í gær. Morgunblaðið/Kristinn Allar samgöngur lamaðar SNARVITLAUST verður gerði nyög snögglega á Suður- og Suð- vesturlandi um miðjan dag í gær. Veðrinu fylgdi ófærð sem versnaði þegar leið að kvöldi og seint í gærkvöld var hún orðin algjör á öllu svæðinu. Allar björgunarsveit- ir á Suðurlandi og höfuðborgar- svæðinu voru kallaðar út og sá ekki fyrir endann á verkefnum þeirra þegar Morgunblaðið fór í prentun. Fjölmörg óhöpp urðu í umferð- inni, en ekki urðu alvarleg meiðsl á fólki eftir þvf sem Morgunblaðið kemst næst. í Reykjavík versnaði færðin mjög um miðjan dag og umferð gekk mjög hægt og á tímabili stöðvaðist hún alveg í gærkvöld. Sjö bfla árekstur varð klukkan tíu í gærmorgun við Rauðavatn og voru þrír fluttir á slysadeild, en einn leitaði þangað á eigin spýtur. Nota þurfti klippur til að ná ökumanni úr einni bifreiðinni, en þó voru meiðsl ekki talin alvarleg. í gær- kvöld var færð orðin slæm og fór versnandi. Strætisvagnar hættu ferðum og leigubflar sömuleiðis. Lögregla aðstoðaði þá sem komast þurftu til vinnu. Algjör ringulreið á Reykja- nesbraut og við Flugstöðina Rétt upp úr kl. 17 varð tveggja bfla árekstur á Strandvegi. Annar ökumaður var fluttur á slysadeild með áverka á hönd, öxl og fæti. Önnur bifreiðin var flutt af vett- vangi með kranabfl. í Hafnarfirði var sömuleiðis mik- ið um árekstra, en enginn þeirra reyndist alvarlegur. Strætisvagn fauk af Álftanesvegi, en engin slys urðu á fólki. Mikið öngþveiti myndaðist f óveðrinu í Kefiavfk og á Reykja- nesbraut seinni partinn í gær. Reykjanesbraut lokaðist um kl. 16 og við Flugstöðina á Keflavíkur- Strætisvagn fauk út af Álftanesvegi í gær. flugvelli var ringulreiðin algjör. Bflar festust fyrir framan aðal- inngang flugstöðvarinnar og varð fólk að leita inngöngu austanmeg- in. Svo hvasst var við aðalinn- ganginn að kona fauk og meiddist illa á hendi. Seint í gærkvöld var veðurofsinn enn það mikill á Suð- urnesjum að starfsfólk Leifsstöðv- ar komst ekki heim til sín til Kefla- víkur. Þá var fólk enn fast í bflum sínum á Reykjanesbraut í gær- kvöld eftir að hafa fest sig um miðj- an dag í gær. Björgunarsveitir voru kallaðar út til aðstoðar. Á Suðurlandi var sömuleiðis kol- brjálað veður og flestir vegir lok- aðir; m.a. voru Hellisheiðin og Þrengslin lokuð. Á Hellisheiði lentu fjölmargir vegfarendur á fólksbflum í vandræðum vegna veðurs, að sögn lögreglu. Fólki var bjargað úr bflum en bflar skildir eftir. Að sögn lögreglu reyndu plógar að ryðja leið yfir heiðina um tíma en vegurinn lokaðist nánast jafnóðum. Fjöldi árekstra varð á undirlend- inu og voru björgunarsveitir í Hveragerði og Þorlákshöfn kallað- ar út til að aðstoða ökumenn. Harð- ur árekstur varð í Skógarhlíðar- brekku og átta bflar lentu saman við söluturninn Skalla á Selfossi. Ekki urðu alvarleg meiðsl á fólki. Laust upp úr hádegi lá við alvar- legum árekstri í Þrengslunum, þegar rúta beygði út af veginum til að forðast tengivagn sem hafði staðnæmst þvert á veginum. Með snarræði náði bflstjóri rútunnar að forða slysi, en vinstri hlið rútunnar straukst við tengivagninn og flett- ist hálf af. Allt innanlands- og milli- landaflug fór úr skorðum vegna veðurofsans. Lítill fyrirvari Veðurstofa fslands gaf út viðvör- un með afar skömmum fyrirvara klukkan 14, en klukkutíma síðar var óveðrið skollið á. Magnús Jóns- son veðurstofustjóri segir það ekki endilega óvenjulegt, enda hafi veð- ur skjótt skipast í lofti. Veðurofs- inn fylgdi í kjölfar lægðar sem gekk yfir landið í gær. „Við feng- um upplýsingar klukkan 14 um að það væri allt annað veður sunnan við lægðina en við höfðum haldið," segir hann. Magnús segir að vegna þess hve umferð um vegi landsins er mikil síðdegis á föstudögum hafi verið nauðsynlegt að koma viðvöruninni á framfæri. „Við höfum oft séð verra veður og það var í sjálfu sér ekki svo slæmt að hætta væri á fok- tjóni. En veðrabrigðin voru óvenju snögg,“ segir Magnús. Deildir við Háskóla Islands glíma við fjárhagsvanda Hætt við námskeið vegna fjárskorts HEKLA — /forystu á nýrri öld ! Reynsluaktu Space Star í febrúar - þú gætir endab í Portúgal! í DEILDUM og skorum í Háskóla íslands hefur undanfarið þurft að bregðast við fjárhagsvanda vegna ársins 2000. í sagnfræðiskor var til dæmis brugðist við vandanum með því að fella niður þrjú valnámskeið á þessari önn. „Einnig höfum við fækkað valnámskeiðum á næsta haustmisseri, og loks má nefna að kennarar taka á sig nokkra skerð- ingu,“ segir Guðmundur Jónsson, formaður sagnfræðiskorar. Jón G. Friðjónsson, forseti heimspeki- deildar, segir að fjárskorturinn bitni með mismunandi hætti á einstökum skorum og að hlutur sagnfræðiskor- ar sé í minna lagi miðað við starf- semi hennar og fjölda starfsmanna. í Háskólanum er hlutur deilda ákveðinn eftir svokölluðu deililíkani. Síðastliðið haust gerði Háskóli f s- lands samning við menntamálaráðu- neyti og fjármálaráðuneyti um fjár- mögnun kennslu og byggist hann á svokölluðu reiknilíkani sem reiknar almenna fjárþörf Háskólans. Samn- ingurinn hefur bætt fjárhag HÍ að mati Ingjalds Hannibalssonar, for- manns fjármálanefndar háskóla- ráðs. Hins vegar hefur aukinn kostnaður vegna launahækkunar prófessora, samkvæmt úrskurði kjaranefndar, sett strik í reikning- inn. „Fjárhagsvandinn er alvarlegur í heimspekideild. Hann er þó alvar- legri, að mínu mati, í viðskipta- og hagfræðideild, lagadeild, verkfræði- deild og ef til vill þyngstur í raunvís- indadeild," segir hann, en fjárhags- áætlun þeirrar síðastnefndu er ekki enn frágengin. Háskólakennarar sem Morgun- blaðið ræddi við eru sammála um að i næstu samningalotu við mennta- málaráðuneytið þurfi að endurskoða nokkrar forsendur reiknilíkansins, m.a. um að meta kostnað við kennslu í hugvísindum til jafns við kostnaðinn í raunvísindum, að bæta hlut tungumálakennslu, og að viður- kenna raunveruleg laun háskóla- kennara. ■ Deildir draga saman/46-47

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.