Morgunblaðið - 20.02.2000, Síða 11

Morgunblaðið - 20.02.2000, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2000 11 vegirnir betri og meiri umferð.“ Það kom fram í máli Hjálmars að í fyrra hafl verið teknar rúmlega 2200 hraðamyndir og alls hafi komið á borð umferðardeildarinnar tæplega 2500 mál sem leiddu til kæru. Þetta voru mál sem komu upp bæði á úti á landi og á höfuðborgarsvæðinu og voru málin afgreidd hjá viðkomandi embætti. „Teljum við að notkun hraðamyndavélanna veiti ökumönn- um visst aðhald. Lögreglan hefur að sögn Hjámars tekið upp fleiri nýjungar eins og rauðljósamyndavélar sem eiga að staðreyna brot þegar ökumenn fara yfir á rauðu ljósi. „Vitneskjan um þetta tæki við gatnamót fælir frá brotum. Vélamar voru fyrst settar upp árið 1998 og vorum við þá að prófa okkur áfram með þær. I fyrra komu upp rúmlega 500 mál þar sem menn fóru yfir á rauðu Ijósi sem sýnir mikið aðgæsluleysi,“sagði Hjálmar. „Þá höfum við einnig komið okkur upp öndunarsýnatækjum í sambandi við ölvunarakstur. En það vekur at- hygli að fjöldi ökumanna sem teknir eru grunaðir um ölvunarakstur er svipaður milli ára.“ Ungir ökumenn valda hlutfalls- lega flestum umferðarslysum Jón Bjartmarz ræddi um fleiri að- ferðir til að fæla ökumenn frá brotum og nefndi refsipunktakerfið og öku- ferilsskrá sem hann sagði að hefðu einnig fælingarmátt. Sagði hann að markvisst væri verið að reyna að ná til ungra ökumanna eins og með punktakerfinu. En það vakti athygli í ársskýrslu Rannsóknamefndar um- ferðaslysa frá árinu 1998 að ungir ökumenn á aldrinum 17-20 ára bera ábyrgð á 26% slysa. Þeir valda því hlutfallslega flestum slysum miðað við fjölda. En hvemig virkar þetta kerfí? „I punktakerfinu fær ökumaður punkta fyrir að að brjóta umferðar- lögin,“ segir Jón. „Þegar hann er komin með ákveðinn punktafjölda missir viðkomandi ökuleyfið og er þessu kerfi ætlað að virka sem aðhald við ökumenn. Við starfrækjum einnig samræmt sektarkerfi sem lögregluliðin hafa aðgang að, punktakerfið og sektir eru unnar í gegnum það kerfi. Er því ætlað að tryggja skjótari afgreiðslu mála þegar um er að ræða umferðar- lagabrot. Ef sektir em greiddar inn- an 30 daga fá menn afslátt og ef þeir sinna ekki sektarboði em til skjótari úrræði eins og að fara með málið í áritunarmeðferð. Þá er málið lagt fyrir dómara sem getur getur lagt á sekt. Snúast þessar aðgerðir um það að breyta hegðun fólks og áhrifarík- asta leiðin er að beita sektum. Fang- elsi getur komið til ef um er að ræða mjög alvarleg brot eins og ítrekuð ölvunarakstursbrot,“ sagði Jón Bjartmai'z. Nauðsynlegt að koma fyrir „eft- irgefanlegum" ljósastaurum Víkjum nú að þætti umhverfisins í umferðarslysum. En víða er talið að umhverfið hafi áhrif í þriðjungi til fjórðungi atvika. Það kom fram hjá Ola H. Þórðarsyni að meðorsök nokkurs hluta þeirra slysa sem verða á þjóðvegum landsins megi rekja til umferðarmannvirkja og umhverfis. „Sem dæmi má taka nokkur alvarleg slys þar sem ekið er á ljósastaur, m.a. á Vesturlandsvegi í byrjun þessa árs. A Reykjanesbraut eru slíkir staurar eftirgefanlegir og dæmin sanna að full ástæða er til að koma slíkum staurum fyrir á Vesturlandsvegi. Rögnvaldur Jónsson framkvæmda- stjór tæknisviðs Vegagerðarinnar sagði að þar sem Ijósastaurar væru ekki eftirgefanlegir, þ.e. brotnuðu þegar ekið væri á þá, væri æskilegt að skipta um þá ef leyfílegur hraði á götunni væri yfir 70 km/klst. Hann sagði jafnframt að á veturna gæti ástand vegarins verið meðorsök að slysi til dæmis vegna hálku sem væri oft erfitt að koma í veg fyrir og hefði Vegagerðin bætt vetrarþjón- ustuna og hálkuvöm töluvert á síð- astliðnum árum, „en við höfum ekki farið út í að tryggja hálkulausan veg,“ sagði hann. Rögnvaldur benti á fleira sem mætti betur fara á vegum úti og sagði að einn aðal orsakavaldur um- ferðarslysa væru útafakstur því væri brýnt að bæta umhverfi veganna. „Þegar ökumenn aka út af þá hafa menn lent ofan í skurði eða úti í Sektir vegna hraðaksturs í dreifbýli auknar? „AUKIN umferðarslys eru vissulega áhyggjuefni og krefjast bæði skoðunar og aðgerða,“ sagði Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra. „Nýlega lagði Rannsóknarnefnd bflslysa fram sína fyrstu skýrslu sem fjallaði um banaslys á árinu 1998 en þar komu fram ýmsar gagnlegar tillögur til úrbóta sem nú eru í skoðun hjá ýmsum yfirvöldum og aðil- um í þjóðfélaginu. Fram hefur komið að mörg alvarlegustu slysin má rekja til þess að bflbelti hafa ekki verið notuð. Vert er að athuga eftirlit hvað þann þátt varðar. Mörg alvarlegustu slysin eiga sér stað á þjóðvegunum. Nefndin leggur til að sektarheimildir vegna hraðaksturs utan þéttbýlis verði endurskoðaðar. Þetta er athyglisverð tillaga, sérstaklega í ljósi þess að flest banaslys verða í dreifbýli," sagði Sólveig. „Ungir ökumenn eiga því miður allt.of oft þátt í umferðarslysum og verðum við að beina sjónum í auknum mæli að málefnum þeirra. Nýlega tók gildi ný ökukennslunámskrá sem án efa mun leiða til betri kennslu. í námskránni er sérstök áhersla lögð á að þjálfa beri ökumenn við erfið skilyrði og kynna þeim þær hættur sem t.d. fylgja akstri um einbreiðar brýr, á blindhæðum og í beygjum, á vegum þar sem hætta getur stafað af búfé og villtum dýrum, um flókin mannvirki og í mikilli umferð. Ég hef trú á að hin nýja námskrá muni auka umferðaröryggi. Um þessar mundir er í vinnslu um- ferðaröryggisáætlun sem lögð verður fram á alþingi innan skamms. Þar verð- ur kynnt staða umferðaröryggismála, hvað hafi áunnist frá síðasta ári og sett fram verkefnaáætlun fyrir næsta ár. Ég tel ekki rétt að tjá mig um efni skýrsl- unnar fyrr en hún hefur verið lögð fram á þinginu. Eitt er ljóst, að háttsemi ökumanna í umferðinni er lykilatriði. Megin- verkefnið hlýtur því að felast í því að koma markvissum skilaboðum til öku- manna um hvað megi betur fara og hafa þannig áhrif á viðhorf ,þeirra. Þannig stuðlum við að öruggari umferð. Ég tel mjög brýnt að enn meiri áhersla verði lögð á þetta málefni. Meðal annars stefni ég að því að halda ráðstefnu þar sem vandinn verði skoðaður og þær úrbótatillögur sem hafa kom- ið fram meðal annars í skýrslu Rannsóknarnefndar umferðarslysa. Það er mikilvægt velferðarmál að umferðin verði öruggari en þjóðfélagslegur kostnað- ur vegna slysanna er óheyrilegur. Allir þeir sem hlut eiga að máli, bæði stjórnvöld og ökumenn, verða að taka höndum saman og bæta umferðarmenninguna og efla öryggið," sagði Sólveig að lokum Sólveig Pétursdóttir, dómsmálaráðherra. hrauni en líkur á meiðslum margfald- ast við bílveltur og hindranir geta orðið til þess að bíll veltur. Það er því mikilvægt að bæta umhverfi veg- anna.“ Einbreiðar brýr mikil slysagildra Ýmsir ágallar eru einnig á vega- kerfinu sjálfu og nefndi Röngvaldur að vegimir okkar væru mjóir það væri því álitamál hvort þeir þoldu þann hraða sem er á þeim. „Víða er leyfður hraði 90 km/klst. Að mínu mati þola ekki allir veg þann hraða. Það er því spuming hvort ekki þurfi að merkja mun nákvæmar hvaða hraða vegimir þola. Rögnvaldur sagði ennfremur að beygjur væm merktar á vegakerfinu en ökumaður- inn vissi ekki hvort sú beygja þyldi 60 eða 80 km hraða. „Það er því álitamál hvort það þurfi að taka fram sérstak- lega.“ Aðspurður nefndi Rögnvaldur fleiri ágalla á vegakerfinu eins og ein- breiðar brýr. Eins og kunnugt er hafa orðið alvarleg umferðarslys við einbreiðar brýr í vegakerfinu. Sagði hann að verið væri að fækka ein- breiðum brúm markvisst en gífurleg slysavöm fælist í því. En hann tók fram að þótt Vegagerðin merkti býrnar sérstaklega virtist stöku öku- maður ekki virða þær merkingar. Síðastliðið sumar setti Vegagerðin upp í tilraunaskyni viðvöranarljós við einbreiða brú yfir Þverá, austan við Hvolsvöll í Rangárþingi. Samskonar útbúnaðu var settur yfir Kotá og Garðsgil í Norðurárdal í Skagafirði en þar hafa orðið mörg umferðaslys á undanfönum áram. En skynjarar nema bíla sem nálgast brýi-nar í u.þ.b. 500 m fjarlægð og setja af stað blikkandi, gul viðvöranarljós við báða brúarenda. Þau lýsa þar til bif- reiðin hefur farið yfir brúna. Rögn- valdur sagðist vonast til að þessar að- gerðir eigi eftir að fækka slysum en engin endanleg lausn fælist í öðru en að breikka brýmar. Hann sagðist einnig vilja sjá miklu meii-a af hringtorgum þar sem þau eiga við á úti á vegum. „Það hefur verið sannað að þau era miklu öragg- ari en stefnugreind gatnamót," bætti hann við. Svartir blettir í umferðinni Lögreglustjóraembættin, Vega- gerðin og Umferðarráð eiga með sér samstarf til að fyrirbyggja umferðar- slys meðal annars með því að lög- reglan skilar upplýsingum um slys til Vegagerðarinnar og Umferðarráðs. Út frá upplýsingunum eru slysin staðsett og Vegagerðin fær þær inn á kort svo á fljótlegan hátt sé hægt að sjá hvar ástandið er slæmt í vega- kerfinu. Lögreglan fær þessi kort og getur þá beint löggæslunni á þá staði sem era sjáanlega slæmir slysastað- ir. Umferðarráð vinnur síðan enn frekar út frá upplýsingunum meðal annars með því að kanna orsakir slysa og halda skrá yfir þau „Við eram þegar búin að taka út svartbletti á Suðurlandi og Reykja- nesi og erum komin með tillögur hvað hægt er að gera til að lagfæra þá eins og hægt er. í ár tökum við fyrir Vesturland og Vestfirði og á næsta ári Norðurland og Austurland. Svo byrjar hringurinn upp aftur þannig að þetta verður stöðug vinna- ,“sagði Rögnvaldur. Aukning á almennum umferð- arslysum 20-30% á síðasta ári Samkvæmt upplýsingum frá tryggingarfélögunum varð aukning á almennum umferðarslysum á síðast- liðnu ári 20-30% þar af var mest aukning á höfúðborgarsvæðinu. En hver er brýnasta slysavömin á höfuð- borgarsvæðinu? Það var álit margra sem við ræddum við að brýnasta þörfin væri að koma upp mislægum gatnamótum á fleiri stöðum. „Höfða- bakkabrúin hefur án efa bjargað mannslífum eftir að hún var tekin í notkun og ég vil sjá mislæg gatna mót á mótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar, hið allra fyrsta," sagði Óli H. Þórðarson. Runólfur Ólafsson framkvæmda- rstjóri FÍB var sammála Óla og sagði þau nauðsynleg til að auka umferðar- öryggi og draga úr umferðarhnútum. Fjöldi banaslysa eftir árstíma Sumar - Tfmablilið 1. apr.-30. sept. 1994 1995 1996 1997 1998 1999 -'95 -'96 -'97 -'98 -'99 -2000 “Ég er því mjög andsnúinn tillögu til þingsályktunar um vegaáætlun en þar er lagt til að framlög til vegamála á höfuðborgarsvæðinu verði skorin niður um 585 milljónir á þessu ári en þessar aðgerðir væra áhrifaríkastar til að fækka umferðarslysum," sagði hann. Það kom fram hjá Arna Þór Sig- urðssyni formanni skipulags- og um- ferðamefndar Reykjavíkurborgar að þegar umræðan var sem mest um mislægu gatnamótin, einkum á Kringlumýrarbraut og Miklubraut fyrir tveim áram, hefði einnig komið fram að með mislægum lausnum yk- ist umferðarhraðinn sem sé einnig stór slysavaldur og umferðarhnút- amir flytjist til í umferðarkerfinu. „A mínu mati er því hægt að færa um- ferðaröryggisrök bæði með og móti mislægum gatnamótum," sagði Ámi Þór. „Hins vegar hefur umferðar- aukningin í höfuðborginni aukist meira á undanfömum árum en spár gerðu ráð fyrir. Bæði það og vinna sveitafélaganna á höfuðborgarsvæð- inu að svæðisskipulagi munu kalla á endurmat á umferðartengingum og umferðarmannvirkjum. Varðandi gatnamót Kringlumýrar og Miklu- brautar þá höfum við ekki útilokað mislæg gatnamót þar og höfum tekið frá rými fyrir þau. Það mál er því í skoðun og verður tekið á því við end- urskoðun aðalskipulags sem fer fram á þessu ári.“ Dregið hefur úr hraða og slys- um í 30 kílómetra hverfunum Þegar Árni var spurður að því hvað hann teldi árangursríkast til að auka umferðaröryggi á höfuðborgar- svæðinu sagði hann að borgaryfir- völd bindu mestar vonir við 30 kíló- metrahverfin. „Það hefur verið gert heilmikið átak í hverfum borgarinnar til að ná niður hraða sem hefur mest árhif á alvarleika slysanna. Á þessu ári bætast 6 ný hverfi við þau 30 kíló- metra hverfi sem fyrir era. Við eram með tölur sem sýna að dregið hefur úr hraða í hverfunum og slysum hef- m- fækkað þar.“ Því meiri velsæld því fleiri bílar- ,meiri umferð og fleiri slys. Það er al- þekkt að í þensluástandi, eins og nú ríkir á íslandi, verða fleiri umferðar- slys en í kreppuástandi, án þess að hægt sé að benda á neinn einn þátt sem veldur því. Þetta kann að vera hluti af skýringunni á því að treglega hefur gengið undanfarin ár að ná nægjanlegri aukningu umferðarör- yggis hér á landi. En fleiri atriði koma við sögu sem orsök umferða- slysa eins og óöraggir bílar og slæm- ur útbúnaður þeirra en ein orsök um- ferðarslysa er einmit slitnir hjólbarðai'. Þótt að bílafloti lands- mann sé sífellt að verða betri þá era bílamir að sögn Óla H. Þórðarssonar mjög misöraggir. „Umferðarráð, FÍ B og Bílgreinasambandið beittu sér fyrir jöfnun aðflutningsgjalda á bif- reiðum með það að markmiði að gera fleiram kleift að kaupa öraggari bíla, en því er ekki hægt að neita að marg- ir þeirra bíla sem era í umferðinni era ekki sterkir þegar á reynir," sagði Óli. Hvernig tryggjum við örugg- asta bifreiðaeign landsmanna? Þegar Runólfur Ólafsson fram- kvæmdarstjóri FIB var spurður að því hvað mætti gera til að tryggja sem öraggasta bifreiðaeign lands- manna sagði hann að á hverju ári ætti sér stað mikil framþróun varð- andi öryggi bifreiða.„Það liggur fyrir að nýjustu árgerðirnar era þær ör- uggust. Jafnframt er Ijóst að bifreiðir sem falla í efri vöragjaldsflokkana era búnar fullkomnari öryggisbúnaði en þær bifreiðir sem ódýrari era. Þess vegna er það til framdráttar ör- yggis hér á landi að fleiri eigi þess kost á að kaupa öraggari bifreiðar. í umferð er ennþá stór floti mjög gam- alla bifreiða. I nágrannalöndunum hefur verið gripið til þess af stjóm- völdum að bjóða greiðslu fyrir eyð- ingu þessara bifreiða. Rökin sem hafa verið lögð fram í þessum löndum era þau að með þessu sé verið að taka úr umferð bifreiðir sem era óöragga- star og mest mengandi í umferðinni. Virkaði þessi aðgerð á þann veg að fleiri kaupa sér nýlega bíla sem aftur skilar tekjum til hins opinbera. Svo við víkjum að fræðsluþættin- um þá hefur þeirri spumingu verið varpað fram hvort að hann sé nógur eða hvort þurfi að koma af staða ein- hvers konar þjóðarátaki til að bæta umferðarmenninguna og draga úr slysum? Þurfum að höfða til skynsemi fólksins „Síðan 1997 hefur verið í gangi um- ferðaröryggisáætlun stjómvalda- ,“segir Öli, „þar sem verið er að varpa ljósi á allar hliðar þessara mála með það að markmiði að reyna að koma í veg fyrir slysin. Við þurfum að höfða til skynsemi fólks í umferð- inni. Það er ekki skynsemi að spenna ekki öryggisbelti. Er fræðslan nóg? „Okkur hjá Um- ferðarráði finnst hún aldrei nægileg en hún hefur batnað. Við eigum mikið og gott samstarf við ökukennara meðal annars í ökuprófunum og í kjölfar nýrrar reglugerða er nú nýút- komin námskrá til almennra ökurétt- inda sem við vonum að verði okkur notadrjúgt tæki til að auka og bæta ökunám og ökupróf í landinu. Nám- skráin nýja leysir af hólmi námskrá frá árinu 1984 og tekur hún á miklu fleiri þáttum en sú gamla. Nú þurfa allir að fara í ökuskóla og námskráin er það ítarleg að útilokað er að ljúka markvissu ökunámi á örfáum kennslustundum. Námskránni fylgir ökunámsbók og í hana á að skrá öll samskipti ökukennara og ökunema og leiðbeinenda. Ég tel að hin nýja námskrá eigi eftir að bæta umferða- rmenninguna hér á landi. Þrátt fyrir allt þá er slysafjöldi nú miðað við íbúa og bílafjölda langt frá því að vera sambærilegur og fyrir 30 árum,“ segir Óli. „Þetta getum við þakkað m.a. betri umferðarmann- virkjum, almennt öraggari bílum, stórbættri meðferð á sjúkrastofnun- um sem leiðir til að fleiram er bjarg- að og að megin þorri ökumanna hefur bætt sig í umferðinni. En það er fyrst og fremst við sjálf sem eram í um- ferðinni sem þurfum að taka okkur taki til að auka öryggi í umferðinni, þvi staðreynd er að milli 90-95% slysa má rekja til mannlegra þátta, s.s. mistaka vegfarenda. Þjóðarátak okkar allra þarf því að koma til og það strax.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.