Morgunblaðið - 20.02.2000, Page 22

Morgunblaðið - 20.02.2000, Page 22
22 SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/RAX Menn að störfum í Vatnsfelli. „Þeir sem betur eru í stakk búnir að gri'pa inn í halda bara ráðstefnur um stöðu íslenskrar tungu. Fyrir mér er þetta einfaldlega spurning um það hvort við ætlum að halda í tungumálið eða láta það verða að einhverjum graut,“ segir Magnús Stephensen í greininni. verið samþykkt af LV, en síðan verið kippt til baka. Hvers vegna? „í viðauka við veitingabréf (á ensku!) til íslenskra aðalverktaka fyrir byggingu stöðvarhúss og fleira er eftirfarandi klausa: - Is- lenska og enska verða jöfnum höndum samskiptamál. Skjöl er varða túlkun á samningsgögnum og samskipti er varða erlenda verktaka skulu þó vera á ensku. Teikningar skulu ætíð vera á ensku. Klausan hefur verið til stað- ar frá því að samningar voru gerð- ir og henni hefur ekki verið breytt.“ Menn í Vatnsfelli eru leiðir yfir þessu og tala um að möguleiki á vitleysum felist í því að geta ekki talað saman á íslensku. Ætti LV ekki að taka mark á slíku? „Eins og fram hefur komið fara munnleg samskipti milli Islendinga við Vatnsfell fram á íslensku enda er ekkert bann við því að menn tali þar saman á íslensku og hefur aldrei verið. Hins vegar þurfa þeir verktakar sem bera ábyrgð á að Morgunblaðið/RAX Á fjöllum er töluð einhver versta útfærsla af íslensku sem fyrirfinnst. Ætli þessir séu að huga að upstream wall? r X Aðalfundur HF. EIMSKIPAFÉLAGS ÍSLANDS verður haldinn í Súlnasal Radisson SAS Saga Hotel fimmtudaginn 9. mars 2000 og hefst kl. 14.00. ----- D A G S K R Á ----- 1. Aðalfundarstörf samkvæmt 14. gr. samþykkta félagsins. 2. Önnur mál, löglega upp borin. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu vera komnar skriflega i hendur stjórnarinnar eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboósmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins í Pósthússtræti 2 í Reykjavík frá 1. mars til hádegis 9. mars. Reykjavík, 20. janúar 2000 ST3ÓRN HF. EIMSKIPAFÉLAGS ÍSLANDS kynningarafsláttur EIMSKIP ____________/ Suðurtandsbraut 22 Baldursgötu 14, Keflavik sími: 553-1080 sími: 421-1432 skila sinni vinnu í samræmi við verksamninga að skila formlegum skriflegum gögnum sem verksa- mningunum tengjast á ensku ein- mitt til að fyrirbyggja vitleysur, misskilning og mistök." Hver er ábyrgð LV gagnvart svona nauðgun á íslenskri tungu? „Nýlega benti prestur á það í fjölmiðlum að réttara væri að temja sér að meta hvað fólk hefði að segja fremur en hvemig það segði það. Þar fyrir er það eflaust svo að sumh' starfsmenn við virkjunarfram- kvæmdir sletta ensku. Það er undir \ hverjum og einum komið að temja sér gott mál. Landsvirkjun hefur fyrir sitt leyti ekki látið sitt eftir liggja við að stuðla að því að menn geti talað saman um framkvæmdir eins og þær sem nú standa yfír við Vatnsfell á góðri íslensku. Þannig hefur fyrirtækið um áraraðir skotið skjólshúsi yfir orðanefnd byggingar- verkfræðinga og bæði fyrrverandi | og núverandi starfsmenn Landsvir- kjunar hafa löngum verið í forystu- hlutverki í starfi þeirrar nefndar.“ Er það rétt sem menn í Vatnsfelli halda fram að þessar reglur um enska málnotkun séu ekkert annað en útlendingadekur hjá LV? Ef ekki, hvað þá? „Stórframkvæmdir hérlendis hafa sumar verið fjármagnaðar með er- lendum lánum þar sem lánveita- ndinn gerir kröfu um að öll útboðs- gögn og formleg samskipti þeim tengd væru á ensku. Þessa kröfu gerði Alþjóðabankinn t.d. vegna * Búrfellsvirkjunar og lagningar bundins vegar yfir Hellisheiði á sín- um tíma. Enska var einnig notuð með þessum hætti við Vestfjarða- göngin, göngin um Ólafsfjarðarmúl- ann, Hvalfjarðargöngin, byggingu álvers Norðuráls og stækkunina í Straumsvík. Um var að ræða al- þjóðleg útboð þar sem menn leituð- > ust væntanlega við að draga að öfl- uga verktaka með viðeigandi verkkunnáttu og fá hagstæð tilboð og töldu notkun ensku vænlega til þess. EES-samningurinn gerir kröfu um að opinberar stórfram- kvæmdir séu boðnar út á Efnahags- svæðinu en samkvæmt samningnum má auglýsa og bjóða verkin út á ís- lensku ef því er að skipta. Landsvir- kjun hefur haft þann háttinn að bjóða þau verk út á ensku þar sem eingöngu er reiknað með að erlendir aðilar geti boðið og þær stórfram- kvæmdir þar sem verk íslenskra og ' erlendra verktaka samtvinnast eða þar sem verk eru þess eðlis að ekki er til staðar nægur fjöldi sérhæfðra íslenskra verktaka til að um virka samkeppni geti verið að ræða. Að öðru leyti hefur það verið og er stefna Landsvirkjunar að bjóða verk sín út á íslensku. Eg held að það séu engin efni til að telja að það hvort íslenska eða enska er notuð í gögnum og formlegum bréfaskipt- um vegna framkvæmda snúist um

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.