Morgunblaðið - 20.02.2000, Page 26

Morgunblaðið - 20.02.2000, Page 26
26 SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ ^ í sóknarhug Flutningur ríkisstofnana frá höfuðborgarsvæðinu. Hádegisverðarfundur með Gísla Gíslasyni, bæjarstjóra á Akranesi, og Snorra Birni Sigurðssyni, bæjarstjóra í Skagafirði, á Fiðlaranum, Skipagötu 14, miðvikudaginn 23. febrúar frákl. 12.00 til 13.00 • Hvaöa þýðingu haföi flutningur Landmælinga ríkisins til Akraness? • ... Þróunarsviðs Byggöastofnunar og hluta íbúðalánasjóös til Sauöárkróks? • Var erfiöleikum bundiö að manna þær stööur sem í boöi voru? • Hefur starfsemi þessara stofnana eflst eða veikst við flutninginn? • Hver eru margfeldisáhrifin af þessari starfsemi? • Hefur fólki fjölgaö eða fækkað í sveitarfélögunum eftir tilkomu þessara stofnana? • Þarf pólitfska íhlutun til þess aö ríkisstofnanir fáist fluttar af höfuðborgarsvæðinu? Þetta, og ýmislegt fleira, munu Gísli og Snorri Björn fjalla um og svara spurningum fundarmanna Verö kr. 1.000 (léttur hádegisverður innifalinn) Allir velkomnir Skráning hjá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar í síma 461 2740 eða á netfangi benedikt@afe.is. LISTiR Ofurstinn og óróinn á Irlandi ERL. BÆKUR Sponnusaga „Pay the Devil“ eftir Jack Higgins. Berkley Fiction 1999.294 síður. RITHÖFUNDURINN Jack Higgins er einn af helstu metsöluhöf- undum afþreyingarbókmenntanna og sendir reglulega frá sér sögur sem enda efst á sölulistum um allan heim. Hann hefur skrifað eitthvað á fjórða tug bóka, en Uklega er bókin Öminn er sestur þeirra kunnust og víðlesn- ust, en eftir henni var gerð ákaflega vinsæl biómynd. Það er líka hans besta saga en sögur Higgins eru mjög misjafnar að gæðum. Sú nýj- asta er ákaflega mikið léttmeti um írskættaðan ofursta úr suðurríkja- hemum sem heldur til írlands eftir borgarastyrjöldina í Bandaríkjunum að leita friðar og rósemdar en lendir þegar í bragðvondu. Saga þessi heitir „Pay the Devil“ og kom nýlega út í vasabroti hjá Berkley-útgáfunni og er einskonar herragarðsrómans en sem betur fer stuttorð og gagnorð og full af hasar svo lesandanum á aldrei að leiðast; ágætur skyndimatur en ekki neitt annað og á ekki að vera neitt annað. Hún má eiga það að hún er talsvert skemmtilegri lesning en síðasta saga Higgins, „Flight of Eagles", sem var hræðilega ómerkileg samsuða um bræður tvo í síðari heimsstyrjöldinni. Sögusviðið í „Pay the Devil“ er írska sveitin og uppreisn írskra bænda gegn enskum jarðeigendum á þar síðustu öld og hún er full af klisj- um í persónulýsingum og umgjörð, glæsilegum herramönnum, drauma- dísum, fátækt og eymd og illþýði á vegum landeigandanna, sem einskis svífast til þess að koma áformum sín- um í framkvæmd. Má segja að vin- sældir Higgins minnki varla með „Pay the Devil“ en hann mun vera gefinn út á þrjátíu og átta tungumál- um, en sem kunnugt er hefur hann m.a. verið þýddur á íslensku. Aðalsöguhetjan í þetta skiptið er ofurstinn Clay Fitzgerald í her Suðurríkjamanna. Sagan hefst að lokum borgarastríðsins í Bandaríkj- unum þegar hann fréttir af því að hann hafi erft landareign á írlandi og milljón sterlingspund að auki. Ekki hyggur hann á að gerast landeigandi hinum megin við Atlantshafið en hann langar að skoða sig um áður en hann selur landið og leggst í ferðalag með tryggum þjóni sínum, Joshua. Þegar hann kemur til írlands blas- ir við honum eymd leiguliða sem hír- ast í kofum sínum undir ægivaldi landeigandans. Fólk er í miklum upp- reisnarhug, írarnir smygla inn vopn- um til þess að undirbúa baráttuna sem framundan er, landeigandinn er ódámur mikill sem hatar leiguliða sína og alla íra hvar sem er, hjálpar- kokkur hans er mikill sadisti en góðu gæjamir eru Rogan-fjölskyldan, írar sem eiga sitt eigið land og eiga í stöð- ugum útistöðum við Englendingana. Og ekki má gleyma átján ára blóm- arós sem ofurstinn fellur fyrir á stundinni enda fegursta mannvera sem hann hefúr á ævinni augum litið. Úr þessu gerir Higgins bærilegustu vasabókaskemmtun án þess að leggja hið minnsta á sig til þess að berjast gegn klisjunum og öllu því sem er viðtekið í bókum af þessu tagi. Frumleiki er enginn í sögunni eða frásagnaraðferðinni og persónumar em með öllu blóðlausar í rauninni, týpur fremur en raunvemlegar manneskjur. En ef kröfumar era ekki of miklar ætti Higgins-aðdáend- um svosem ekki að leiðast lesturinn. Arnaldur Indriðason Húseignir í Olafsfirði Til sölu eru eftirtaldar fasteignir úr þrotabúi Sæunnar Axels ehf., Ólafsfirði: Austurstígur 3 (Sæunnarbúð) - 229 fm. Vesturstígur 9-135 fm. Ægisgata 2 (Nonnahús) - 600 fm. Strandgata 22 (kæligeymsla) - 818 fm. Nánari upplýsingar veitir skiptastjóri þrb. Sæunnar Axels ehf. í síma 462 4606. Tilboð skulu send skiptastjóra, Ólafi Birgi Árnasyni, hrl., í pósthólf 235, 602 Akureyri, eða í faxnr. 462 2745. Stórviðburður í íslensku tónlistarlífi Tónleikar Dönsku útvarpshljómsveitarinnar í Háskólabíói mánudaginn 28. febrúar kl. 20 Hljómsveitarstjóri: Yuri Temirkanov i i y .Uf _ „ ; ; im . = jÆúL, . nJiMí w.l-ÍJ te: - Danska útvarpshljómsveitin, ein besta sinfóniuhljómsveit Norðurlanda, kemur við á Islandi á leið sinni í tónleikaferð til Bandaríkjanna. Stjórnandi á tónleikunum í Háskólabíóí er hinn þekkti hljómsveitarstjóri Yuri Temirkanov, aðalhljómsveitarstjóri Fllharmóníuhljómsveitarinnar 1 Pétursborg. Einnig verður með í förinni danska tónskáldið Paul Ruders, en á tónleikunum verður flutt verk hans, Concerto in Pieces. Á efnisskránni eru einnig Sinfónia nr. 4 eftir Carl Nielsen og Sinfónía nr. 2 eftir Jean Sibelius. Tryggið ykkur miða á þennan einstæða tónlistarviðburð! HOTELS & RESORTS Radisson SAS Hótel Saga stuðningsaðili menningarborgar Reykjavíkur 2000 Gisting á góðu verði í tengslum við tónleika Miðasala virka daga kl. 9-17 Háskólabíó v/Hagatorg Sími 562 2255 www.sinfonia.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.