Morgunblaðið - 20.02.2000, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.02.2000, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Arni Sæberg Bjarni Ingdlfsson, til vinstri og Steinar Már Gunnsteinsson í varahlutaverslun Vöku hf. VÖKUBÍLAR, VARA- HL UTIR OG UPPBOÐ eftir Maríu Hrönn Gunnorsdóttur Gamla slagorðið Vaka á vegi, nóttu sem degi, hefur sannarlega verið í góðu gildi undanfama viku. Annríkið hófst um sama leyti og veð- urofsinn um síðustu helgi skall á höf- uðborgarsvæðinu og þegar Morgun- blaðið tók hús á Vökumönnum nokkrum dögum síðar var ekkert lát á. „Þetta er það sem er hvað erfiðast við rekstur af þessu tagi,“ segir Bjami Ingólfsson. „Álagið geturver- ið mjög misjafnt og jafnframt em mjög miklar kröfur gerðar um bæði fljóta og mikla þjónustu." Starfsmenn Vöku láta annasama daga ekki á sig fá heldur vinda sér ótrauðir í verkin. Venjulega er einn maður á vakt á nóttunni eri þessa síð- ustu og snjóþungu daga hefur allt til- tækt lið unnið hörðum höndum að því að afgreiða þær beiðnir sem berast til fyrirtækisins. „Á tímum sem þessum setjum við allan mannskapinn á kranabílana,“ segirBjami. Sárt að sjá á eftir bflnum Velflestir íslendingar þekkja Vöku hf., svo samofið sem fyrirtækið er borgarbrag höfuðstaðarins, að ekki sé minnst á hversu rótgróið orð- ið vökubíll er orðið í íslensku máli. „Meginverkefni okkar er samstarf við lögreglu, hreinsunardeild Reylg'avíkurborgar og við nágranna- sveitarfélögin,“ segir Bjami. „Einstaklingar og bifreiðaverk- stæði eru einnig dyggir viðskiptavin- ir okkar. Fyrir hreinsunardeildina tökum við númerslausa bíla sem skildir hafa verið eftir á bílastæðum VIÐSHPTIAIVINNULÍF Á SUNNUDEGI ►Bjarni Ingólfsson er lærður skrifvélavirki. Hann vann í 10 ár hjá Einari J. Skúlasyni hf. og rak síðan skyndibita- stað við Laugaveg í önnur 10 ár. Frá árinu 1990 hefur hann starfað hjá Vöku hf. Hann og Steinar Már Gunnsteins- son reka fyrirtækið í sameiningu. Steinar Már hefur starfað hjá fyrirtækinu frá því hann var 16 ára gamall. Vaka var gerð að hlutafélagi 1958 en starfsemi fyrirtækisins hófst upp úr miðri öldinni. Fyrirtækið hefur verið í eigu sömu fjölskyldu í rúman aldarfjórðung. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Mikið annríki hefur að undanförnu verið hjá starfsmönnum Vöku hf. og víðar. Það er með ólíkindum hvað mikið hleðst upp af slíkum bílum. Við fáum stundum beiðni um að taka 14- 15 bifreiðir fyrir utan sum fjölbýlis- húsin, á tveggja til þriggja mánaða tímabili. Ef bílarnir væm ekki fjar- lægðii- jafnóðum yrði fljótlega stór- kostlegt vandamál að fá bílastæði víða um borgina. Þessir bílar em líka fyrir á tímum sem þessum," segir hann og vísar til þess hversu mikið hefur snjóað síðustu daga. Bjami segir að oft komi upp spaugilegar kringumstæður þegar gamlir bílar em dregnir í burtu. „Fólk hikar ekki við að henda gömlu þvottavélinni eða gamla sjónv- arpinu en það bindur einhverjar til- finningar við bílinn sinn. Því þykir sárt að sjá á eftir bílnum, jafnvel þótt hann sé orðinn verðlaus og nágrönn- um til ama og óþæginda. Einu sinni vomm við beðnir um að fjarlægja gamlan, amerískan dreka, sem hafði angrað fólk mjög þar sem hann stóð á bílastæði við fjölbýlishús. Þetta var mjög ljótur bíll en eiga- ndinn kom hingað og var reiður. Við gemm það gjaman í erfiðum málum að ganga út að bílnum með viðkom- andi; það hefur oft róandi áhrif. Þetta var ljótasti bíllinn á svæðinu og þeg- ar hann sá það fór hann strax að róast. Þá kom í ljós að þetta var fyrsti bíllinn sem hann hafði eignast, 18 ára gamall. Hann hafði kynnst konunni sinni á rúntinum og hann gaf í skyn að ýmis eftirminnileg atvik hefðu átt sér stað í bílnum. Honum var boðið að taka minjagrip úr bílnum og svo fór að hann tók fjaðrimar úr honum. Þær ætlaði hann að nota til að búa til kerru. Oft tökum við bíla sem menn hafa Þá getur það bein- línis verið hættu- legt að draga bíla með taug. Víða um lönd er slíkt með öllu bannað. Mörg dæmi eru um að bifreiðir sem verið er að draga valdi árekstrum. I haft drauma um að gera upp en hafa ekki aðstöðu né tíma til.“ Kúnstin að halda ró sinni Hjá Vöku hf. starfa 14 til 15 manns. Fjórir af starfsmönnum fyr- irtækisins skiptast á að vinna á næt- umar og er einn á bakvakt. Á vegum fyrirtækisins em sjö kranabílar og er von á tveimur nýjum bílum til viðbót- ar á næstunni. Hægt er að flytja flestar tegundir bifreiða á kranabíl- unum en þó þarf stundum að nota sérútbúnað, aðallega þegar taka þarf bifreiðir með fjórhjóladrifi. Flutn- ingar á palli hafa þó aukist mikið síð- ustu ár. | „Yfirleitt er samstarf við við- skiptavini farsælt og ánægjulegt, bæði í flutningum og varahlutasölu en því er ekki að neita að eigendur þeirra bíla sem við tökum gegn vilja þeirra, sem vom t.d. milli 2-3 þúsund á síðasta ári, era flestir hundóánægð- ir,“ segir Bjarni ofurlítið kíminn og bætir við að því miður heyrist meira í þeim en hinum sem em ánægðir. „Fólk fær oft útrás hér. Kúnstin felst í því að halda ró sinni og reyna , að ná fólki niður. Þetta á ekki síst við um eigendur þeirra bfla sem hafa verið vörslusviptir á vegum lög- j manna. Yfirleitt em þau mál í eðli- legum farvegi en stundum getur maður ekki annað en fundið til sam- úðar með fólki. Sumir hafa misst bfl- inn sinn vegna tímabundinna fjár- hagserfiðleika sem ekki var hægt að sjá fyrir eða vegna þess að þeir hafa gengist í ábyrgð fyrir vandamenn. Við kynnumst ýmsu í þessu starfi.“ Trufla og hefta umferð Skilningur fólks hefur aukist til mikilla muna á því að nauðsynlegt er að fjarlægja ónýta bfla, bíla sem hef- ur verið lagt ólöglega eða trufla um- ferð og geta valdið hættu, „að ekki sé talað um bifreiðir sem hefta aðgang slökkvibfla og neyðarbíla", segir Bjarni. Síðasttalda atriðið á ekki síst við um bílastæði við spítalana. „Eng- inn vill hugsa þá hugsun til enda ef slökkviliðsbfll kæmist ekki að brenn- andi húsi. Margir þeirra sem koma til fyrir- tækisins að ná í bílinn sinn vita vel upp á sig sökina, segir Bjarni, og haga sér samkvæmt því. Hann segist þó oft eiga í löngum rökræðum við fólk sem ekki sættir sig við að hafa orðið fyrir því að bíll þeirra hefur verið dreginn í burtu að þeim for- spurðum. „Yngra fólkið virðist skilja það mun betur en fólk upp úr miðjum aldri að það má ekki leggja bfl hvar s sem er,“ segir hann. Bjarni segist undrast að fólk skuli ekki átta sig betur en raun ber vitni á þeirri hættu sem t.d. kyrrstæðar bif- reiðir úti í vegarköntum geta valdið öðmm vegfarendum. Ökumönnum getur bmgðið mjög þegar þeir aka fram á yfirgefna bfla og það skapar slysahættu og getur valdið eigna- tjóni. Þá bendir Bjami á að líkur auk- ist á því að menn aki af vettvangi ár- eksturs þegar veður er vont og skyggni slæmt. Þeir sem skilja bfla sína eftir í vegarkanti um lengri tíma geta því átt á hættu að koma að bfl sínum mikið skemmdum. Segir hann að nokkrir bifreiðaeigendur hafi ein- mitt orðið fyrir því í óveðrinu um síð- ustu helgi. Hættulegt að draga bfla með taug Nágrannaerjur em, að sögn Bjarna, yftrleitt erfiðustu málin sem koma til kasta Vöku. Starfsmenn fyr- irtækisins forðast slíkar eijur enda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.