Morgunblaðið - 20.02.2000, Síða 31

Morgunblaðið - 20.02.2000, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2000 31 Endurkröfunefnd vegna umferðaróhappa fjallaði um 113 mál í fyrra Olvaðir áttu oftast hlut að máli geta þeir ekki orðið við beiðni fólks um að fjarlægja bíla nema að beiðni lögreglunnar, eigenda eða annarra manna sem geta sannað að þeir hafi heimild til þess. Að sögn Bjarna færist í aukana að fólk láti flytja bílinn sinn með krana- bfl t.d. til viðgerðar. Kemur þar tvennt til. Sjálfskiptum bflum hefur fjölgað mjög á undanförnum árum en erfitt er að draga þá upp á gamla mátann auk þess sem hætta er á að drátturinn skemmi sjálfskiptibúnað- inn. Pá getur það beinlínis verið hættulegt að draga bfla með taug og segir Bjami að víða um lönd sé slíkt með öllu bannað. Mörg dæmi séu um að bifreiðir sem verið er að draga valdi árekstrum. Bremsur verða þyngri og vökvakerfi í stýri virkar ekki í bflum sem eru í togi auk þess sem bflarnir eru gjaman ljóslausir. Bjami bendir einnig á að oft sé það þægilegra fyrir fólk að kaupa þessa þjónustu en að fara sjálft með bflinn, jafnvel um langan veg og þurfa síðan að koma sér til vinnu eða heim með strætisvagni eða leigubfl. 60-70 bflar seldir á uppboðunum Hjá Vöku hf. er veitt ýmiskonar önnur þjónusta en kranabflaþjón- usta. „Við aðstoðum fólk ef það læsir lykla inni í bflnum sínum,“ segir Bjami. Pessi þjónusta fyrirtækisins fór að vaxa þegar lögreglan hætti að aðstoða fólk í þessum málum. Lásar í bifreiðum verða sífellt flóknari og því þarf ýmiskonar sérútbúin tæki til að opna þá marga hverja. Yfirleitt gengur það vel en eftir að farið var að setja rafknúna kvóta í lykla nýjustu bflanna fór róðurinn að þyngjast. Ef lykill í slíkum bfl læsist inni duga oft ekki önnur ráð en að leita á náðir bif- reiðaumboðsins sem flutti bflinn inn. „Stundum má þó leysa vandamálið með því að krækja í lykilinn með til þess gerðri stöng og ná honum úr skránni, leggja hann í sætið og þrýsta síðan ofan á rafhnappinn," segir hann. A milli línanna má lesa að það skaðar ekki að vera úrræðagóður ef maður vinnur hjá Vöku. Það á ekki síst við þegar böm hafa læst sig inni í bflum. „Slík mál hafa vissan forgang og eins höfum við hraðann á þegar beiðni berst um að fjarlægja bíl úr bflastæði sérmerktu fötluðum," segir Bjami og bætir við: „Engum sem leggur í stæði fyrir fatlaða er vork- unn þótt bfllinn hann sé fjarlægður." Varahluta- og hjdlbarðaþjónusta Hjá Vöku hf. er vel vaktað svæði þar sem bifreiðimar em geymdar. Flestir bflarnir sem þar em bíða þess að verða hent. Áður en til þess kemur er olíu og eldsneyti tappað af bflun- um og nytsamlegir hlutir teknir úr þeim. „Suma bflana notar lögreglan eða slökkviliðið til æfinga, annað- hvort á svæði Vöku eða á sínu eigin svæði, áður en bflunum er fargað. Vaka álítur það heilaga skyldu sína að skaffa bfla til þeirra hluta,“ segir Bjami. Varahlutasala hefur venð starf- rækt hjá Vöku frá upphafi. í gegnum árin hafa margir náð sér þar í ódýra varahluti í eldri bfla, að sögn Bjama. „Fyrir nokkmm ámm bættum við dekkjaþjónustu við og hefur sú þjón- usta verið ört vaxandi þáttur innan fyrirtækisins. Hjólbarðar sem enn má nota em seldir aftur og þá aðal- lega undir bíla sem em á síðasta snúningi og ekki er ástæða til að kaupa splunkunýja hjólbarða undir. Eins seljum við nýja og sólaða hjól- barða og felgur." Auk þessa sjá starfsmenn Vöku um framkvæmd uppboða á bifreiðum fyrir sýslumannsembættið í Reykja- vík. Uppboðin em haldin í sérstakri skemmu á lóð Vöku, yfirleitt fyrsta laugardag í mánuði. Á uppboðunum, sem á hverju ári em níu að tölu, em bifreiðir, sem hafa verið vörslusvipt- ar af opinbemm aðilum eða lög- mönnum vegna skulda og hluti þeirra bfla sem Vaka hefur fjarlægt fyrir hönd Reykjavíkurborgar af götum og bflastæðum borgarinnar, seldar hæstbjóðanda. Á milli 60 og 70 bifreiðir em boðnar upp á hverju uppboði og segir Bjarni að mikið til sama fólkið sæki uppboðin. Yfirleitt gengur mikið á og standa þau alla jafna ekki yfir nema í 1-2 klukku- stundir hverju sinni. Á ÁRINU 1999 bámst endurkröfun- efnd, sem starfar skv. umferðarlög- um, samtals 113 ný mál til úrskurð- ar. Af þessum 113 málum samþykkti nefndin endurkröfur að öllu leyti eða að hluta í 98 málum. í fjárhæðum talið nema þessar endurkröfur rúmlega 25 milljónum króna og er þá einnig tekið tillit til viðbótarendurkrafna í eldri málum. Á árinu 1998 var heildarfjöldi mála á hinn bóginn 144, samþykktar endur- kröfur að öllu eða einhverju leyti vora 132, samtals að fjárhæð rúm- lega 27 milljónir króna. Hæsta einstaka endurkrafan nam 2,5 milljónum króna árið 1999 en 14 endurkröfur vom 500.000 kr. eða hærri. Alls vom úrskurðaðar 23 end- urkröfur þar sem fjárhæðir námu 300 þúsund kr. eða meira. Ástæður endurkröfu em langoftast ölvun tjónavalds, þ.e. í 85 tilvikum. Lyfja- neysla var ástæða endurkröfu í 2 til- vikum og réttindaleysi ökumanna í 5 tilvikum. Þá vom 2 ökumenn endur- krafðir vegna ásetnings og 4 vegna stórkostlega gálaussMtaverðs akst- urs. I þeim 85 tilvikum þar sem mælt var fyrir um endurkröfu vegna ölv- una reyndust 79 ökumenn í efri mörkum umferðarlaga þ.e.a.s. töld- ust óhæfir til að stjórna ökutækinu. í þeim 98 málum voru karlar 80 en konur vora 18 af hinum endurkröfðu tjónvöldum. Hlutur kvenna í málum af þessu tagi hefur farið vaxandi á undanfömum áram. Þannig var hlut- fall kvenna í endurkröfumálumum 14% árið 1992 og tæp 26% á árinu 1999. Hlutfall kvenna á árinu 1999 var hins vegar ríflega 18%. Ökumenn er vom 25 ára og yngri áttu hlut að 43% mála. Sem kunnugt er geta umferðar- lagabort ökumanna t.d. ölvunarakst- ur, hraðakstur o.s.frv. valdið öku- leyfissviptingu og refsingu í formi sektar eða fangelsins. Tjón sem verður á ökutæki tjónvalds í slíkum tilvikum verður hann einnig iðulega að bera sjálfur. Aíleiðingarnar fyrir brotlegan ökumann em þó ekki upp taldar með þessu því að í umferðar- lögum er svo fyrir mælt að vátrygg- ingafélag sem greitt hefur bætur vegna tjóns af völdum ökutækja, eignast endurkröfurétt á hendur þeim, sem tjóni olli af ásetningi eða stórkostlegu gáleysi. Dómsmálaráðherra skipar nefnd þriggja manna til að kveða á um hvort og að hve miklu leyti beita skuli endurkröfum. í nefndinni sitja þeir Helgi Jóhannesson formaður, Andri Árnason og Sigmar Ármanns- son. SS41.730L, —fram og til baka með flugvallarsköttum - Los Angeles Sláist í hóp með stjörnum og strandvörðum San Francisco Sækið á brattann og í óbeislað fjör hjá Gullna hhðinu Seattle Njótið náttúrufegurðar og kynnist nýrri hlið á Bandaríkjunum Flogið er um Minneapolis. Lágmarksdvöl yfir a.m.k. einn sunnudag. Hámarksdvöl: 21 dagur Síðasti heimkomudagur 30. apríl Börn, 2ja til 11 ára, ía 25% afslátt. Börn, yngri en 2ja ára. greiða 10% af fargjaldi. Ferðapunktar Flugferð skv. þessu tilboði gefa allar 5.000 ferðapunkta. Hafíð samband við söluskrifstofur Flugleiða eða Fjarsöludeild Flugleiða í síma 50 50 100 (svarað mánud.-fostud. kl. 8-20, laugard. frá kl. 9-17 og á sunnudögum frá kl. 10-16.)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.