Morgunblaðið - 20.02.2000, Síða 34

Morgunblaðið - 20.02.2000, Síða 34
34 SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2000 SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ ÞEIR ÞURFA AÐ SJÁ SAMHENGIÐ VIÐ íslendingar verjum minna fé til menntamála en gert er annars staðar á Norðurlöndum. Við - verjum um 5% af þjóðarframleiðslunni til þessa málaflokks, á meðan frændur okkar verja 7-8% af þjóðar- framleiðslu sinni f þessu skyni (tölurnar eru frá 1996). Við þyrftum sem sagt að leggja út 2-3% af þjóðarframleiðslunni, eða 12-18 milljarða króna, til viðbótar til menntamála á hverju ári til að standa jafnfætis Dönum, Finnum, Norðmönnum og Svíum á þessum vettvangi. Við erum í sex- tugasta sæti listans yfir lönd heimsins, þegar þeim er raðað eft- ir útgjöldum almannavaldsins til menntamála, en hinar Norður- landaþjóðirnar eru í áttunda til fímmtánda sæti. Lág laun kennara hér heima og stundum lítil menntun, einkum úti Aðsendar greinar á Netinu vg> mbl.is \LL.TAf= eiTThl\TAO TJYTT Gleraugnasalan, Laugavegi 65. á landsbyggðinni, eru angi á þessum meiði. Hvort tveggja varpar ljósi á lélegan náms- árangur í grunnskól- um. Meðaleinkunn í samræmdum prófum Reykjavík og ná- grenni árin 1993-1998 var 5,3 - og undir 5 alls staðar annars staðar á landinu (frá 4,8 á Austurlandi nið- ur í 4,2 á Vestfjörð- um). Sem sagt: fall- einkunn. Þorvaldur Hvers vegna er ég Gylfason enn að gera veður út af þessu hér í Morg- unblaðinu - og ekki til dæmis í Heimili og skóli? Vegna þess, að menntun er aflvaki og undirstaða framsóknar í efnahags- og menn- ingarmálum. Það er að vísu ekki hlaupið að því að meta menntun til fjár. Þess vegna þarf að styðjast við óbeina mælikvarða eins og til að mynda útgjöld ríkis og byggða til menntunarmála. Reynslan sýn- ir, að slíkar vísbendingar, þar á meðal til dæmis tölur um lengd skólagöngu, haldast í hendur við hagvöxt um heiminn. Meiri og betri menntun örvar hagvöxtinn. Vanræksla í menntamálum hlýtur því að bitna á hagvexti og þá um leið á lífskjörum almennings til langs tíma litið. Reynslan utan úr heimi sýnir, að laun standa jafnan í beinu sam- bandi við menntun. Ungu fólki hér heima hættir til að sjást yfir þetta samband eða vantreysta því. Hér heima eru því miður engar hald- bærar tölur til um samhengi VasHhugi A L H L I E> A VIÐSKIPTAHUGBÚNAÐUR Ó Fjárhagsbókhald ( 5 Sölukerfi Q Viðskiptamanna kerfi Birgðakerfi Tilboðskerfi Verkefna- og parrtanakerfi launakerfi Tollakerfi Vaskhugiehf. Síðumúla 15-Sími 568-2680 Vanræksla í mennta- málum hlýtur að bitna á hagvexti, segir Þor- valdur Gylfason, og þá um leið á lífskjörum almennings til langs tíma litið. menntunar og launa. Ef frá er tal- ið óeðlilegt ástand í sjávarútvegi, sem kann að skekkja myndina nokkuð með því að freista ungs fólks til að hætta í skóla og fara heldur að sækja sjó eða vinna við fisk, af því að sjór og fiskur virð- ast borga betur í bráð, þá virðist hitt þó næsta víst, að menntun borgar sig yfirleitt á Islandi ekki síður en í öðrum löndum, þegar til lengdar lætur. Hvers vegna verjum við Islend- ingar minna fé en frændur okkar til menntamála? Vegna þess, að peningar eru ekki til, segja stjórn- arvöldin. En það svar er ekki rétt. Það eru að minnsta kosti til nægir peningar til þess, að einn maður raki saman röskum þrem milljörð- um króna á því fyrst og fremst að selja sameign þjóðarinnar, án þess að stjórnvöldin, sem afhentu hon- um sameignina, depli auga. Og þetta er ekki einsdæmi. Vextirnir af þessum þrem milljörðum myndu duga til að reka Menntaskólann á Akureyri og Menntaskólann á Eg- ilsstöðum um eilífan aldur að óbr- eyttum rekstri skólanna og óskert- um höfuðstóli. Þetta samhengi þurfa menn að sjá og skilja. Ein helztu rökin fyrir veiðigjaldi Yfir 1.500 notendur B KERFISÞROUN HF. Fákafeni 11 * Sími 568 8055 http://www.kerfisthroun.is/ eru einmitt þau, að fiskurinn á ís- landsmiðum er sameign þjóðarinn- ar samkvæmt lögum. Stjórnvöld hafa gefið þessum manni bróður- partinn af þessum þrem milljörð- um með því að úthluta fyrirtæki hans fiskveiðikvóta, sem þau hefðu að réttu lagi átt að selja fyrirtæk- inu, til dæmis á uppboði. Hefði það verið gert væri til nóg fé til að efla menntun þjóðarinnar og búa hana betur undir síharðnandi sam- keppni erlendis frá á flestum svið- um. Menntamálin halda áfram að sitja á hakanum hér heima, ekki vegna fjárskorts, heldur vegna hins, að þau eru aftarlega í for- gangsröð stjórnmálamannanna. Það er kjarni málsins. Hvers vegna hafa menntamálin hafnað svo aftarlega í forgangsröð íslenzkra stjórnmálamanna? Getur það verið vegna þess, að fólkið í landinu hefur engan áhuga á að bæta menntun barna sinna? Það virðist mér ekki líklegt. Ég á þó ekkert gott svar við spurningunni. Ég tek hins vegar eftir því, að margir erlendir stjórnmálamenn, þar á meðal Clinton Bandaríkja- forseti og Blair forsætisráðherra Breta, hafa aflað sér vinsælda og virðingar meðal þjóða sinna, ekki sízt með því að leggja þunga áherzlu á menntamál í málflutningi sínum og stjórnarstefnu. Nú er að vísu hægt að hugsa sér nýja sókn í menntamálum án auk- inna útgjalda af hálfu almanna- valdsins. Þetta gæti til að mynda gerzt þannig, að menn kæmu sér saman um að einkavæða skólakerf- ið í auknum mæli. Skólar stæðu þá straum af meiri og betri kennslu með skólagjöldum og styrkjum. Veiðigjaldinu væri þá skilað beint til fólksins með lækkun skatta, og fólkið myndi væntanlega sjá sér hag í því að verja einhverjum hluta fundins fjár til að kaupa betri menntun handa sjálfu sér og bömum sínum til að búa í haginn fyrir framtíðina. En það bólar samt hvergi á fyrirætlunum eða umræðum um aukið svigrúm til einkarekstrar í skólakerfinu, jafn- vel þótt almannavaldinu hafi verið svo mislagðar hendur í mennta- málum sem raun ber vitni. Á með- an svo er hljóta framfarir í menntamálum að þurfa að eiga sér stað innan ramma núverandi skólakerfis, þar sem ríki og sveit- arfélög eiga og reka flesta skóla. Þess vegna verður ekki hjá því komizt enn um sinn að fjármagna nauðsynlegar umbætur í mennta- málum af almannafé. Þeir, sem standa enn í vegi fyrir því, að útvegsmenn greiði fyrir réttinn til þess að veiða fisk, sem er sameign þjóðarinnar, svo að fjármál ríkis og byggða eru í járn- um, jafnvel í góðæri, bera því þunga ábyrgð á vanrækslu menntamálanna. Og heilbrigðismálanna. Heil- brigðiskerfið er stöðugt í fjár- þröng. Þráfelldur niðurskurður heilbrigðisþjónustu hefur bitnað á mörgum einstaklingum og fjöl- skyldum. Sjúklingar þurfa að bíða eftir þjónustu, sem þeir þyrftu að fá strax, en fá ekki vegna fjár- skorts; fólk er sent heim af sjúkra- húsum, þótt það þyrfti að fá að vera þar lengur; heilum sjúkra- deildum er lokað af fjárhagsástæð- um og þannig áfram. Á sama tíma er einkafyrirtæki að mala gull úr upplýsingum, sem hefur verið safnað í heilbrigðiskerfinu á kostn- að skattgreiðenda. Þetta samhengi er stjórnvöldum ljóst, og því er lagt gjald, að visu smávægilegt, á íslenska erfðagreiningu fyrir einkaréttinn til að reka gagna- grunninn í 12 ár. Það er réttnefnt auðlindagjald. Reynslan á eftir að leiða í ljós, hvort gjaldið er í eðli- legu samræmi við verðmæti þeirr- ar sameignar, sem verið er að fénýta. Þessa sjónarmiðs hefur alls ekki verið gætt í sjávarútveginum. Út- vegsmenn og erindrekar þeirra í stjórnmálaflokkunum hafa ekki mátt heyra það nefnt, að útgerðin greiði fyrir veiðiréttinn. Þeir virð- ast ekki sjá samhengið á milli við- stöðulauss almannafjárausturs í gegnum gjafakvótakerfið og við- varandi fjárskorts í menntamálum og heilbrigðismálum. Þeir virðast þar að auki ónæmir fyrir ranglæti kvótakerfisins í núverandi mynd, þótt miklum hluta þjóðarinnar of- bjóði. Þeir eru í þokkabót haldnir ranghugmyndum um yfirburði nú- verandi kvótakerfis umfram aðrar leiðir að settu marki, þótt rækileg rök hafi árum saman verið færð að því, að veiðigjaldsleiðin, til dæmis í gegnum almennt uppboð aflaheim- ilda, sé bæði hagkvæmari og rétt- látari en núverandi skipan. Það er engu líkara en þeir hafi aldrei velt því fyrir sér, hvers vegna allar helztu alþjóðastofnanir, sem fjalla um íslenzk efnahagsmál úr hæfi- legri fjarlægð - OECD, Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn og Alþjóðavið- skiptastofnunin - hafa hvað eftir annað mælt með veiðigjaldi við ís- lenzk stjórnvöld. Úr því að réttlátt og skynsa- mlegt frumvarp um stjórn fisk- veiða hefur ekki enn séð dagsins ljós á alþingi höfum við í Áhuga- hópi um auðlindir í almannaþágu lagt fram frumvarp til laga, sem er ætlað að eyða ranglætinu í núver- andi kvótakerfi og fullnægja með því móti jafnræðisákvæðum stjórnarskrárinnar og tryggja um leið ýtrustu hagkvæmni af sjónar- hóli þjóðarbúsins í heild. Frum- varpið gerir ráð fyrir veiðigjaldi á þann veg, að kvótinn sé boðinn upp til sölu í áföngum, en það er að öðru leyti sniðið eftir núgild- andi lögum. Frumvarpið er fullbúið til sam- þykktar í þinginu (sjá www.kvot- inn.is). Lögin geta tekið gildi strax í haust. Allt, sem þarf, er að vakna, vilja og skilja. Góðir alþingismenn: gerið svo vel! Höfundur er prófessorí hagfræði við Háskóla íslands. Sjálfboðið. J starf Ef þú ert 25 ára eða eldri, hefur 10-12 klst aflögu á mánuði og vilt láta gott af þér leiða þá vantar okkur sjálfboðaliða til að svara i síma Vinalínunnar. Vinalínan er símaþjónusta fyrir 18 ára og eldri. Einnig getum við bætt við sjálfboðaliðum tit að aðstoða ungt fólk sem leitar til Rauðakross- hússins. En það er neyðarathvarf og trúnaðar- símaþjónusta fyrir börn og unglinga. Sjálfboðaliðum er boðið upp á námskeið í simaviðtalstækni, handteiðslu i starfi og ýmsa aðra fræðslu. Kynningarfundur verður haldinn í Sjálfboða- miðstöð að Hverfisgötu 105 Reykjavík, mánudaginn 21. febrúar kl. 20.00. Nónari upplýsingar í Sjótfboðamiðstöð, sími 551 8800 Rauði kross íslands www.redcross.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.