Morgunblaðið - 20.02.2000, Side 36

Morgunblaðið - 20.02.2000, Side 36
36 SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2000 SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ Heilbrigði og markaður „Staðreyndin ersú, að frjálst markaðs- kerfi, svo eftirsóknarvert sem það er, virkar ekkiþegarum erað ræða heilsugæslu. “ Charles Baillie, aðalframkvæmdastjóri Toronto Dominon-bankans. Umræða um einka- væðingu í heil- brigðismálum fer ekki bara fram á íslandi um þessar mundir. I Albertafylki í Kanada hefur nú um nokkurra ára skeið setið stjórn íhaldsmanna, og hefur gengið lengra í hvers kon- ar einkavæðingu en þekkst hef- ur í Kanada hingað tíl. Þessa hefur séð stað í bæði mennta- og heilbrigðiskerfi fylkisins. Eitt af því sem Ralph Klein fylkisstjóri og fylgismenn hans vildu gera, var að láta einka- aðilum eftir að reka heilbrigðis- þjónustu ásamt opinberri þjón- ustu, það er að segja, koma upp svonefndu tvíþrepa kerfi eins og er í Bandaríkjunum. Það hafa orðið tafir á að þetta komist á, ekki síst vegna þess að kjósend- ur eru ekki VIÐHORF Eftir Kristján G. Arngrímsson alveg sáttir við það, enda hefur reynsl- an af þessu sunnan landamæranna ekki far- ið framhjá Kanadamönnum, sem státa sig ekki eins mikið af neinu og því, að heima hjá þeim sé hugsað jafnt um alla sjúkl- inga, en ekki best um þá sem geta borgað mest, eins og gert sé í Bandaríkjunum. Einnig kom það í veg fyrir að Klein gæti hrint áætlunum sín- um í framkvæmd, að al- ríkisstjómin í Ottawa, undir forsæti Frjálslynda flokksins, hreinlega bannaði honum að koma á tvíþrepa kerfi, því slíkt bryti í bága við landslög um heilsugæslu. Þarna er sú hug- mynd, að þegar kemur að veik- indum séu allir á sama báti, tekin alvarlega. Það sem ræður því hvar maður er í for- gangsröðinni er ekki það hvað maður á mikið af peningum, heldur það hversu alvarlega veikur maður er. En Klein hefur ekki gefið sig. Hann hyggst koma því í lög í Alberta í næsta mánuði, að einkaaðilar fái að veita heilsu- gæsluþjónustu, en að hið opin- bera borgi fyrir hana, þannig að enginn eigi að þurfa af peninga- skorti að fara á mis við þá læknisþjónustu sem hann þarfn- ast. Það standi alls ekki til að koma á tvíþrepa kerfi. Þessi rök fyrir einkavæðingu í heilsu- gæslu hafa líka heyrst nýlega á Islandi. Líkt og á íslandi hefur verið hamrað á því í umræðunni í Al- berta, að ekki standi til að fara að láta hagnaðarsjónarmiðin ráða ferðinni, áfram verði fyrst og fremst hugsað um velferð sjúklinganna. Með öðrum orð- um, það eigi ekki að fara að koma upp heilbrigðiskerfi að bandarískri fyrirmynd. Reyndar hefur tilvísunin til Banda- ríkjanna verið notuð óspart sem grýla, enda er bandaríska heilsugæslan mikið víti til varn- aðar. Aralöng barátta Bills Clintons forseta til að gera úr- bætur hefur ekki verið að ástæðulausu. Bæði í Alberta og á íslandi er umræðan um það hvort leyfa eigi einkarekstur í heilsugæslu sprottin af því, að heilbrigðis- kerfið virkar ekki nógu vel. Fólk einfaldlega fær ekki þá þjónustu sem það þarfnast, og þetta vekur upp efasemdir hjá almenningi um ágæti ríkisrekst- ursins; og svo eru misvitrir stjórnmála- og embættismenn að kákla með puttana í rekstri sjúkrahúsanna, og það leiðir eðlilega til þess að læknar og hjúkrunarfólk fyllist örvilnan. Bæði í Alberta (og reyndar alstaðar í Kanada) og á íslandi eru allir sammála um að gera þurfi umbætur í heilbrigðiskerf- inu. En líkt og nýlega hefur verið gert í Alberta má spyrja að því á íslandi hvaða trygging sé fyrir því að einkavæðing komi til með að bæta ástandið. Hafa andmælendur breytinga á fyrirkomulaginu vísað til könn- unar, sem gerð var á vegum Háskólans í Alberta, og bendir til þess, að einkarekstur í heil- brigðiskerfinu sé í rauninni óhagkvæmari en opinber rekst- ur. Aðalbankastjóri eins stærsta banka Kanada, Charles Baillie, er ekki sá eini sem hefur bent á að kannski sé markaðurinn ekki heppilegasta fyrirkomulagið til úrbóta. Og ennfremur má benda á það, líkt og nýlega var gert í Alberta, að þótt farið sé fögrum orðum um að ekki standi til að fara að setja hagnað ofar heil- brigði, þá er engin trygging fyr- ir því að slíkt verði ekki á end- anum gert. Fyrrverandi heilbrigðismálaráðherra Kan- ada, Monique Begin, sagði að ef ekki yrði gripið í taumana strax yrði endirinn sá, að tvíþrepa kerfi yrði komið á, sem þýddi tvenns konar læknisþjónustu, annars vegar fyrir þá sem hefðu efni á fyrsta flokks þjónustu og svo hins vegar fyrir þá fátæku. Claudi Fegan, bandarískur læknir og rithöfundur, hefur tekið í sama streng. Hún veit líklega um hvað hún er að tala. Þær raddir heyrast alltaf öðru hverju, og hafa nýlega heyrst í umræðunni á Islandi, að það sé nú einfaldlega stað- reynd að sumir séu ríkari en aðrir, og það sé rangt að meina efnuðu fólki að kaupa sér þá þjónustu sem það kærir sig um fyrir sína eigin peninga. Svo er því bætt við, að með þessum hætti styttist biðlistarnir fyrir fátæklingana. Það er auðvitað rétt að bið- listarnir styttast, en það gerist með þeim hætti að þeir ríku fara í raun og veru fremst á þá. Þar með er jafnaðarsjónarmiðið - sú hugmynd að ekki eigi að mismuna fólki eftir efnahag - horfið út í veður og vind. Má kannski nefna í þessu samhengi að ef koma ætti þessu lagi á á íslandi yrði að breyta 65. grein stjórnarskrárinnar, sem bannar mismunun eftir efnahag. Þessi rök ganga af þessum og sjálfsagt öðrum ástæðum ekki sérlega vel í flesta íslendinga, frekar en í íbúa Albertafylkis, en það er full ástæða til að vera á verði, því þótt menn segi það ekki berum orðum eru þeir margir sem vildu helst hafa bandaríska háttinn á, því að með honum fá þeir sem hafa efni á því bestu heilbrigðisþjón- ustu sem völ er á í heiminum. FÉLAGIBENEDIKT OG ÓLAFUR LANDLÆKNIR NÚ ÆTLA ég að skrifa ykkur bréf, Benedikt Davíðssyni og Ólafi Ólafssyni. Benedikt er formaður Landsambands eldri borgara og Ól- afur formaður Félags eldri borgara í Reyjavík. Þeir félagar eru á tveim stærstu póstunum í samtökunum. Þetta er „opið bréf‘. Og þetta bréf fjallar um hitt og þetta í sambandi við eldri borgara og fjölskylduna. Og ég ætla að reyna að vera stutt- orður. Hin þögla forusta Af hverju gerði ég þetta? Af hverju fór ég að gagnrýna starf samtaka eldri borgara? Benedikt, þú mannst kannski eftir því þegar þú komst upp á Reykjalund að ég sagði þér að ég myndi „herða á textanum". Þetta gerði ég eftir margra mánaða vangaveltur. Og ég vissi nákvæmlega hvað ég var að gera og fara út í. Og hvaða afleið- ingar þetta hefði fyrir mig pers- ónulega. Það þarf töluvert hugrekki til að segja það umbúðalaust að samtök eldri borgara séu tíma- skekkja eins og þau eru byggð upp í dag. Um þetta vildi ég fá þjóðfé- lagslega umræðu. Tvennt kom mér á óvart. Annarsvegar þau „vitur- legu“ viðbrögð forustu eldri borg- ara að rökræða ekki opinberlega. Hinsvegar hin gríðarlegu ,já- kvæðu“ viðbrögð frá einstaklingum. Ég ákvað að skrifa af og til á Ári aldraðra um þetta málefni. Og hætta 1. október 1999 þegar Árinu lauk formlega og stóð við það en það er eitthvað smávegis eftir í píp- unum sem ekki er komið. Ég skrif- aði um 40 greinar og pistla í öll möguleg blöð og annað prentverk. Ég er alveg sannfærður um að sú gagnrýni sem ég setti fram í síð- ustu greinunum í Morgunblaðinu um skipulag og starf félaga eldri borgara er ekki „neikvæð" fyrir framtíð samtakanna. Enda er þetta gert til að reyna að bæta stöðu þeirra og stuðla að virkni innan fé- laganna en þar vantar mikið á. En ég varð undrandi á að enginn - inn- an samtakanna eða utan - skyldi vilja taka til máls um félagslega þróun um 11% þjóðarinnar. Ég er ekki að gagnrýna þig, Ólafur Ólafs- son, en eftir að hafa fylgst með málflutningi þínum í 1-2 áratugi, finnst mér skrýtið að þú skulir ekki taka til máls um þjóðfélagslega þáttinn. Að hafa steinrunnið kerfi og aldargamla arfleifð og stöðnun fyrir augunum og gera ekki neitt. Sú afstaða hlýtur að byggjast á ein- hveijum rökum en ekki þekkingar- skorti. Þar urðu tímamót Til þess að fá botn í aðkomu mína að þessum málaflokki þarf að fara aftur í söguna, til 1982, þegar ég byrjaði að vinna á Félagsmálastofn- un Kópavogs. Og stofnun Hana nú og frá því að Ásdís Skúladóttir leik- stjóri fór að starfa með Hana nú. Þar urðu þáttaskil. Ég fullyrði að „ekkert“ hefði gerst ef Ásdís hefði ekki komið í slaginn með margvís- lega snilligáfu sína. Og svo síðar Sigurbjörg Björgvinsdóttir þegar nýr þáttur hófst. Og að sjálfsögðu hefði ekkert gerst ef félagsmálast- jóri og yfirvöld bæjarins hefðu ekki sýnt þessum breytingum skilning m.a. með miklum fjárfestingum. Saga Hana nú er að mínu viti mjög merkileg. Ég vona að sú saga verði einhverntíma skráð af „fagfólki" í félagsvísindum. Auðvitað verður sagnfræðin að dæma en ég er sann- færður um að þarna urðu tímamót í félagsstarfi fullorðins fólks og þama hófst líka almenn barátta fyrir viðhorfsbreytingu gagnvart fullorðnu fóki og ekki síst í þeirra eigin röðum. Forsjárhyggjunni var hafnað. Margar sögur og skemmtilegar eru til um baráttu fólksins í Hana nú fyrir að mega sjálft gera ein- földustu hluti og ein- hverjar þeirra eru á vef Morgunblaðsins. Það voru mörg Ijón á veginum og um eitt þeirra fjallar þessi texti. Ný þjóðfélagsgerð? Ef þessi söguskoðun er rétt, og raunar margt annað, sem við erum að upplifa, getið þið, Benedikt og Olaf- ur, sem báðir hafið eytt allri starf- sævi ykkar inni í innstu kviku þjóð- félagsins, verkalýðshreyfingunni og heilbrigðiskerfinu, og ekki verið „dauðir" embættismenn heldur raunverulegir baráttumenn fyrir betra mannlífi, getið þið lokað aug- unum fyrir því að verið er að reyna „módel“ sem er augljóst að geti raunverulega breytt félagslegum högum, ekki bara eldra fólks heldur Samtök eldri borgara sögðu: Ekki ég. Háskól- inn sagði: Ekki ég. Aðil- ar vinnumarkaðarins sögðu: Ekki ég. Al- þingismennirnir sögðu: Ekki ég. Og ónefndur fugl fór bara heim í heiðardalinn. Þetta seg- ir Hrafn Sæmundsson m.a. í opnu bréfí til þeirra félaga. allrar fjölskyldunnar? Módel sem tekur mið af þörfum nýs tíma. Eða farið þið í vörn? Segið, sem er rétt og satt, að það komi nú margir á samkomur félaga eldri borgara og margir fundir og fundaraðir séu stöðugt í gangi og starfið sé gott og allt er þetta rétt. En það er ekki unnið fyrirbyggjandi starf „með fé- lögunum" sem forðar fólki frá ein- angrun og tengir kynslóðirnar og hvetur til frumkvæðis sem rennur inn í daglegt líf og verður eðlilegur hluti af lífi fólks almennt. Hvernig sem ég velti þessu fyrir mér nótt og dag sé ég ekki annað en að þetta sé að gerast - að vísu hægt og bít- andi en í þróun og vissum farvegi! Getið þið, Benedikt og Oafur, varið það fyrir samvisku ykkar að standa að „blómlegri" einangrun fólks á fullorðinsaldri? Ég veit að þetta er andstyggileg spurning og líka að þið báðir eigið auðvelt með að kjafta ykkur út úr þessu ef þið vilj- ið!Og þið þögðuð ykkur út úr þessu á Ári aldaðra. En eruð þið tilbúnir að skrifa í Morgunblaðið um eitt- hvað annað en peninga? Til dæmis um langtímamarkmið með félags- starfi. Þar verður gamli tíminn og framtíðin að mætast í skipulegri þróun. Það þarf vissulega að leggja mikla áherslu á það hefðbundna fé- lagsstarf sem nú er staðið fyrir. En það þarf einnig að skipuleggja nýtt félagsstarf þar sem raunveruleg og virk samvinna félaga eldri borgara, aðila vinnumarkaðarins og sveitar- félaganna kemur til. Á næstu árum og áratugum þarf að fara fleiri leið- ir. Það þarf að skapa grundvöll allra þessara aðila og þó fyrst og fremst fólksins sjálfs til að ekki verði óbrúanlegt bil milli fólks á vinnumarkaði og fólks á eftirlaunum. Raun- hæf þátttaka Félaga eldri borgara í þessu verkefni er óhugsandi nema að skipulaginu verði breytt í grund- vallaratriðum. Þetta þarf ekki að gera í stórum stökkum held- ur koma af stað um- ræðum í hverju félagi og það þarf að breyta lögunum í samræmi við kröfur nýrra tíma. Og það þarf að verða opin og heiðarleg um- ræða í blöðum og tímaritum. Það þarf að verða viðhorfsbreyting í þjóðfélag- inu. Það er hinsvegar líka hægt að dóla áfram eins og þið gerið með hefðbundnum fundum með forráða- mönnum þjóðarinnar, hefðbundn- um uppákomum fyrir kosningar og heimsóknum á tröppur alþingis- hússins o.s.frv. En sú þróun hefur ekki skilað miklu og leiðir til stöðn- unar. Og það er hægt að „lifa“ lengi í þessari stöðnun. Það sýna félags- legar beinagrindur sem risu upp á öldinni sem leið og hafa aldrei get- að lifað eða dáið. Það kirkjuga- rðsball hefur meðal annars rekið fullorðið fólk á sérstaka bása, í sér- stakt félagslíf, undir sérstök lög og svo framvegis. Guð forði okkur frá slíkri framtíðarsýn! Okkar peningar Hvað varðar efnahagslegt öryggi eftirlaunafólks og samtök eldri borgara, koma upp margar spurn- ingar. Erum við þar á réttri leið? Það myrkviði. Sá frumskógur. Það „óskiljanlega" kerfi sem kemur í veg fyrir þann einfalda hlut að eft- irlaunafólk geti fengið venjulegan launaseðil um mánaðamót, eins og annað launafólk, gerir það að verk- um að maður efast um að þarna sé farin auðveldasta leiðin. Og ef þetta er rétt, hvernig stendur þá á því? Það skyldi þó ekki vera að líka þarna sé eftirlaunafólk sett á sér bás! Auðvitað les ég ekki allt prent- að mál en á Ári aldraðra sá ég for- ustumenn samtaka eldri borgara aldrei skrifa annað en um „pen- inga“. Um frumskóginn. Um myrkviðið. Um fátæktina. Og það eru gerðar kannanir. Hvernig væri að gera eina könnun á stöðu aldr- aðra í peningamálunum fyrir stofn- un samtakanna og í dag? Þetta eru ekki dylgjur heldur einskær for- vitni. Óg af því að ár aldraðra er búið, því ekki að láta „ljós“ sitt skína um peningamál eftirlauna- fólks? Ef ég man rétt sagði Stefán Ólafsson og líka Karl Steinar Guðnason nýlega í fjölmiðlum að sterkustu lífeyrissjóðirnir gætu borgað sjálfir eftirlaun eftir 10-20 ár. Hvernig væri nú að stofna deild (þrýstihóp) í samtökunum sem héti „Framtíðarsýn“ og hefði hún bara eitt markmið. Að eftirlaunafólk fengi venjulega launaseðla, frá eig- in ævisparnaði. Þessu yrði svo flýtt næstu árin með hliðarráðstöfunum í pólitíkinni og í samningum og markinu náð á styttri tíma. Galli á þessari hugmynd er sú að „við“ verðum flest dauð þegar markinu verður náð. Það „vandamál" ræddir þú, Benedikt, á félagsfundi Félags eldri borgara í Kópavogi nýlega og bentir á að baráttan stæði ekki ein- göngu um daginn í dag, heldur yrð- um við að berjast fyrir komandi kynslóðir. Þarna minntist Benedikt á einn punkt af mörgum sem sam- tök eldri borgara ættu að leggja áherslu á þegar hleypt verður út úr fjósinu og básarnir standa auðir og baráttan fer fram úti í sólskini hins iðandi samfélags. Hrafn Sæmundsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.