Morgunblaðið - 20.02.2000, Síða 39

Morgunblaðið - 20.02.2000, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2000 39 kynningu og munum við sakna henn- ar. Við sendum Ingólfi og börnunum hugheilar samúðarkveðjur, einnig móður hennar Valgerði og systkin- um. Það mun verða bjart yfir minn- ingu Bjarkar. Jóhann Tryggvason. Dýpsta sæla og sorgin þunga svífa hljóðlaust yfir storð. Þeirra máli ei talar tunga tárin eru beggja orð. (Ólöf frá Hlöðum.) Það verður alltaf sárt hver okkar sem deyr, voru orð Bjarkar, þegar Hanna saumaklúbbssystir lauk lífs- göngu sinni 3. desember sl. Við tók- um allar utan um hvor aðra fast og lengi, það komu tár. Núna er það líka sárt. Tár eru þjónusta kærleik- ans. Björk var góðum gáfum gædd, hæglát, hlý, kímin og fordómalaus. Margar gullvægar setningar hennar kitluðu hláturstaugar okkar. Fyrstu kynni okkai- saumaklúbbs- systra voru í Húsmæðraskóla Reykjavíkur veturinn 1958-1959. Þar sátu fjörutíu yngismeyjar og bjuggu sig undir framtíðina. Við héldum svo allar áfram lífsgöngunni hver með sínum hætti. Kjarni mynd- aðist sem hittist reglulega og eftir því sem á lífsgönguna leið urðum við nánar vinkonur, sem deildu saman gleði og sorg. Makar okkar komu nær og deildu með okkur vináttunni. Síðan höfum við sýnt hvert öðru systkinaþel án orða. Ferðalög höfum við farið um Is- land og til útlanda. Við söfnuðum alltaf í ferðasjóð og þar var Björk bókari og gjaldkeri. I dag gleðjumst við yfir að hafa eytt öllum sjóðnum. Hún naut þess með okkur. Ferð okk- ar til Þýskalands síðasta sumar var stórkostleg. Svipmynd bregður fyrir núna, þar sem Björk stingur sér inn í kláf umvafín styrkum örmum eigin- manns síns og svífur niður fjallið. Sigurbros lýsir upp andlit hennar. Gildi slíkra augnablika era dýrmæt. En ekkert okkar hverfur hinum því við eram í minningunni ekki bara ung heldur líka þeir fullorðnu vinir sem við urðum. Blessuð sér minning mætrar konu. Saumaklúbbssystur og makar. Við þökkum öll, að eigi er alltaf látið fenna, að svellin sjatna og renna við sumaryl vors lands, að bjartar vonir brenna í brjósti skammlífs manns. En samt skal þakka, að sólin eisífelltnæraðskína, að dagar allir dvína, ogdimmafylgirnótt. í saknaðs rökkva sína menn sækja dýrstan þrótt. Hver ævivoð skal unnin úrótalfjörva-þráðum, af dyggðum, syndum, dáðum og djúpri gleði og sorg; öll reist að spökum ráðum er reynslu vorrar borg. (Jakob Thor.) Nú er hún Björk yfir á 14 farin úr þessu lífi, með alltof stuttum fyrir- vara. Hún er ein af þeim konum sem ég hef þekkt allt mitt líf, mamma elstu vinkonu minnar, og áram sam- an kom ég þangað daglega. Það hefur verið mikill samgangur á milli þessara húsa, þar sem Helgi bróðir var líka heimagangur þar um árabil. Þeir Reynir sonur Bjarkar vora óaðskiljanlegir vinir og við systkinin nutum þess að finna þessa öraggu traustu hlýju sem einkenndi heimilið í Holtsbúð 14. Foreldrar okkar kunna vel að meta vináttuna sem tengt hefur þessi tvö heimili, því það er dýrmætt að eiga góða nágranna. En það er líka dýrmætt að eiga góðar minning- ar. Björk hafði sig ekki mikið í frammi, en minningin um glaðlega brosandi konu, sem var þarna traust, góð og gjöful húsmóðir, fer í minningasjóðinn. Þó að fomu björgin brotni, bili himinn og þorni upp mar, allar sortni sólimar, aldrei deyr, þótt allt um þrotni, endurminning þess, sem var. (Grímur Thomsen.) Ingólfur, Ester, Valgerður, Reyn- ir, Rose, Freyja og Hallur. Ég og fjölskylda mín biðjum þess að allar góðar vættir styðji ykkur og styrki í söknuðinum. Öllum öðram aðstandendum Bjarkar sendum við hugheilar sam- úðarkveðjur. Með kveðju frá nágrönnunum í Holtsbúð 33. Gréta Hauksdóttir. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfú og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynn- astþér. (Ingibj. Sig..) Saknaðar- og samúðarkveðjur, Anna Halla, Jóhann, Freyja, Hallur, Brynja og Birta. Þú varst búinn að fara víða með hópa og þekktir landið okkar svo vel. Það var gaman að heyra þig segja sögur af ferðum þínum og hvað þú barst mikla umhyggju fyrir landi og þjóð. Þú bauðst okkur nokkram í bíltúr í byrjun nóvember síðastliðins til að fagna því að þú værir búinn að eiga fyrirtækið í 30 ár. Þetta var yndislegur dagur og svo skemmti- legur og er ég svo ánægð að fá að hafa fengið að njóta hans með þér. Elsku Ævar, ég hugga mig við það að ég fæ þó að hafa Jónu tengdamóður mína hjá okkur og ég vona innilega að Guð styrki hana í þessari miklu sorg en hún hefur misst svo mikið, ekki bara eigin- mann, heldur yndislegan félaga og vin. Eins er ég svo lánsöm að ég á besta mann í heimi, Bóas son þinn, sem hefur erft svo margt frá þér og ég fæ að njóta þess. Við áttum marg- ar samverastundir bæði í vinnunni og heima. Oft sat fólk hjá mér í kaffi og við urðum vör við að einhver væri að ganga um. Þá var ég spurð hvort ég væri að fá gesti, þá varst það þú að líta inn og ég sagði að þetta væri enginn gestur, „þetta er bara heima- gangurinn minn að líta inn“. Nafni þinn Ævar hafði alltaf svo miklar áhyggjur af þér þegar amma Jóna var að vinna að þú fengir ekk- ert að borða. Ef Bóas kom ekki með þig með sér í mat spurði Ævar minn mig hvort hann mætti hringja í afa og bjóða honum í mat. Þó að þú vær- ir byrjaður að borða það sem amma Jóna var búin að taka til gastu ekki neitað nafna þínum og mættir í mat. Þetta segir mér svo margt um það hvernig þú varst. Ég þakka þér svo innilega fyrir allt og allt. Það eiga margir fleiri um sárt að binda en ég og mig langar til að votta aðstandendum Rannveigar Þórsdóttur mína dýpstu samúð og bið góðan Guð að styrkja þau í þess- ari miklu sorg. Jóna, Hafdís, Pétur, Ævar og Þorsteinn, Bóas og börnin mín Freydís Inga, Hjördís Jóna, Ævar og Arnar Óli, Guð styrki okkur öll í þessari miklu sorg. Mín sorg er ykk- ar, og ykkar sorg er mín. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur min veri vörn í nótt. méryfirláttuvaka, þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Minn elskulegi tengdafaðir, Ævar Klemenzson, hvíl þú í friði. Þín tengdadóttir Soffía Kristín Höskuldsdóttir. Elsku afi. Ekki datt mér í hug að það yrði í seinasta skiptið sem ég sæi þig þegar þið amma komuð í heimsókn til okkar fyrir nokkram dögum. Ég var ekki nema smápolli þegar ég man fyrst eftir mér í heimsókn hjá ykkur ömmu í Sunnuhvoli. Það var alltaf jafn yndislegt að koma til ykkar því að þið tókuð alltaf svo vel á móti mér. Það var visst ævintýri að koma til Dalvíkur og fá að vera með þér í rútunum þínum, fara með þér á verkstæðið eða niður á bryggju að veiða nokkra þorska. Mínar bestu minningar era frá því þegar við fórum saman í okkar ár- legu laxveiðitúra í Svartá. Þar áttum við saman ógleymanlegar stundir. Enginn var jafn slunginn og þú að næla í þá stóra. Manstu þegar þú settir í þennan stóra í Brúnarhyln- um. Hann var svo sprækur að hann gerði næstum út af við okkur, en í sameiningu tókst okkur að landa honum og það var nú ekki leiðinlegt! Það verður tómlegt án þín næst þeg- ar ég fer í Svartá en vonandi hef ég lært eitthvað af brögðunum þínum. Það er ótrúlegt að þú skulir hafa farið svona fljótt frá okkur. En ég reyni að sætta mig við það því þú sagðir alltaf að lífið væri fyrirfram ákveðið og við færam þegar okkar tími væri kominn. Ég er þakklátur fyrir þann tíma sem við áttum sam- an, þú varst yndislegur afi. Ég sakna þín sárt og mun aldrei gleyma þér. Elsku amma. Guð gefi þér styrk í þinni miklu sorg. Ykkar Ævar Pétursson. Láttu hug þinn aldrei eldast eða hjartað. Vinur aftansólar sértu, sonur morgunroðans vertu. (St.G. St.) Mér finnst þessi orð eiga vel við þegar ég hugsa til Ævars. Það er ekki langt síðan ég hitti hann síðast. Eins og alltaf tók hann utan um mig, kyssti mig og spurði frétta. Alltaf glaður og hress og ánægjulegt að spjalla við hann. Ég kynntist Ævari þegar ég kom sem kennari að Húsabakkaskóla í Svarfaðardal. Þegar ég varð skólast- jóri þar urðu samskipti okkar meiri en áður, því alltaf sá hann um allan akstur nemenda. Samstarf okkar var með miklum ágætum. Það sem mér þótti erfiðast við skólastjórnina í illu árferði var að ákveða hvort sækja skyldi nemendur þegar veð- urhorfur vora slæmar eða færðin þung. Oftast vorum við þá komin í símasamband milli kl. 7 og 8 á morgnana. Ábyrgðin og ákvörðunin var mín en ég treysti Ævari fullkom- lega til að ráðleggja mér. Stundum fóru þeir Bóas af stað og hringdu svo og sögðu mér hvernig ástandið væri og þá var ákvörðun tekin. Oft tók langan tíma að brjótast með börnin fram í dalabotna og oft sat ég við símann til að reyna að ná í þá feðga til að vita hvernig gengi. Ég vissi að Ævar tefldi ekki í tvísýnu og bæði ég og foreldrar treystum honum til að hugsa um hvern einstakling og koma öllum til síns heima ef nokkur kostur var. En alltaf voraði aftur að lokum og þá spurði Ævar mig oft hvort ég ætl- aði ekki að koma með í sveitina þeg- ar hann sótti börnin í skólann. Stundum fór ég með, bara til að spjalla, fá bíltúr og sjá hvernig snjóalög væra á túnum í framsveit- inni.Umræðuefnin voru alltaf næg og þetta vora skemmtilegar ferðir sem ég mun alltaf minnast. Minningar um skólaferðalög með nemendur Húsabakkaskóla eru líka skemmtilegar og Ævar er samofinn þeim minningum. Við ferðuðumst víða um land, - lentum í slyddu í Atlavík í júní, í þoku á Snæfellsnesi, þræddum kaupfélögin á Austfjörð- um eða þokuðumst í gegnum um- ferðina í miðbæ Reykjavíkur. Alltaf var gott skap og þolinmæði með í för og er það ómetanlegt. Ég þakka þér fyrir hvað þú hugs- aðir vel um nemendur mína á Húsa- bakka og komst þeim á milli heimila og skóla af samviskusemi. Þakka þér einstaka samvinnu og skemmtilegar stundir. Innilegar samúðarkveðjur til fjöl- skyldunnar. Helga Hauksdótttir. t Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu, dóttur og tengdadóttur, ARNÞRÚÐAR BERGSDÓTTUR, Víkurgötu 1, Stykkishólmi og Grænuhlíð 19, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks krabbameins- deilda Landspítalans og Heimahlynningar Krabbameinsfélagsins. Friðrik Jónsson, Erla Friðriksdóttir, Sigþór U. Hallfreðsson, Gerða Friðriksdóttir, Sindri Freysson, Arna Friðriksdóttir, Hjálmar Örn Guðmarsson, Jón Örn Friðriksson, Drífa Friðriksdóttir, Friðrik Örn Sigþórsson, Erla Eyjólfsdóttir, Bergur Jónsson, Þorgerður Jónsdóttir, Jón Friðriksson. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, SIGRÍÐAR ANDRÉSDÓTTUR frá Hamri í Múlasveit. Þórir K. Bjarnason, Gestný Kolbrún Kolbeinsdóttir, Böðvar Örn Sigurjónsson, Sigurgísli Ellert Kolbeinsson, Ólöf Jósepsdóttir, Þórdís Sif Þórisdóttir, Bjarni Kristinn Þórisson, Alma Þórisdóttir, Anna Sigurbjörg Þórisdóttir, Jón Þórir Þórisson, Helgi Róbert Þórisson og barnabörn Árni Egilsson, Ingibjörg Sólveig Halldórsdóttir, Olgeir Karl Ólafsson, Valgerður Margrét Gunnarsdóttir, + Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs sambýlismanns míns, föður okkar, tengda- föður og afa, GUNNLAUGSJÓNSSONAR verksmiðjustjóra. Anna Soffía Óskarsdóttir, Jónína Hulda Gunnlaugsdóttir, Steinn Þórarinsson, Jón Elías Gunnlaugsson, Þórhildur Rúnarsdóttir, Guðrún Erla Gunnlaugsdóttir, Heiðar Reynisson, Ósk Gunnlaugsdóttir, Friðþjófur Helgi Gunnlaugsson, Hrafnhildur Björg Gunnlaugsdóttir, Berglind Sigurðardóttir og barnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, LILJU GUÐRÚNAR AXELSDÓTTUR, Furugerði 1, Reykjavík. Bjarni Tryggvason, Viðar Þorbjörnsson, Svanhvít Sigurðardóttir, Svava Bjarnadóttir, Bjarney Bjarnadóttir, Gísli Agnarsson, Elsa Bjarnadóttir, Magnús Loftsson, Friðrik Bjarnason, Hafdís Karlsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Lokað Lokaö verður á morgun, mánudaginn 21. febrúar, frá kl. 12.30, vegna útfarar MARÍU BJARKAR EIÐSDÓTTUR. Álnabúðin, Háaleitisbraut 58—60.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.